Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 83 VELVAKANDI 8VARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS h MLrudiuuAVid *k nrt/jXrfö-usr'jju Um heiðar- Gefum brauð handa hungruðum heimi Mig langar til að hvetja alla til að taka þátt í söfnun Hjálparstofn- unar kirkjunnar, „Brauð handa hungruðum heimi". Það er ekki verið að fara fram á mikið frá okkur hverju og einu, því eitt fram- lag verður stórt þegar allir leggj- ast á eitt. Hjálparstofnunin er traustsins verð. Hún hefur sýnt og sannað að hjálpin kemst til skila og verður að gagni. Fyrir okkar framlög hefur verið sendur fjöldi hjúkrunar- og hjálparliða til starfa á neyðarsvæðunum í Eþíóp- íu auk matvæla og fata. Fólkið sem þjáist í Afghanistan og munaðar- lausu börnin í Eþíópíu standa ná- lægt okkur nú um jólin. Tökum í útrétta hönd þeirra með lifandi líknarhönd. Guðmundur Örn Ragnarsson legan frétta- flutning í hádegisfréttum í Ríkisútvarp- inu laugardag 7. des. var sagt frá alþjóðlegri ráðstefnu, sem var haldin í Vínarborg og ég held um illa meðferð á börnum. í lok fréttarinnar var klikkt út með því að árlega létust 2 til 5 þúsund börn í Bandaríkjunum vegna vanrækslu. Eg furða mig á svóna frétta- flutningi hjá Ríkisútvarpinu, þar sem talað er um allan heiminn í öðru orðinu, en í hinu er vandamál- ið fært yfir á eitt einstakt ríki, á verulega niðrandi hátt. Það er þó bót í máli að almenn- ingur á íslandi á ef til vill kost á heiðarlegri fréttamiðlun á því ári sem fer í hönd. Virðingarfyllst Lúther Kristjánsson * Anægður með Arnarhól Ánægður matargestur skrifar: Ég, ásamt kunningjum mínum, fór út að borða eitt kvöldið á veit- ingahúsið Arnarhól. Var þetta í fyrsta sinn sem ég kom þangað en ég hef snætt á mörgum veitingahúsum bæði hér og erlendis. Að mínu mati er þessi staður einn sá besti sem völ er á. Bæði maturinn svo og öll þjónust- an alveg frábær. Einnig er staður- inn skemmtilega innréttaður og alveg mátulega stór. Verðið er ekki ósvipað því sem gengur og gerist á hinum ýmsu bjórkrám en er mjög sanngjarnt þegar litið er á gæðamun þessara staða. Ef mæla á með fyrsta flokks veitingahúsi þar sem maður getur notið einnar kvöldstundar eins og best verður á kosið mæli ég ein- dregið með Arnarhóli. Samvera í dagsins önn Bryndís Þ. Hannah hringdi: „Mig langar til að þakka Sverri Guðjónssyni fyrir þátt hans „I dagsins önn, samvera", á mánu- dögum klukkan 13.30. Þar veitir hann okkur m.a. innsýn inn í líf og tilveru þroskaheftra, með því að taka viðtöl við fjölskyldur þeirra. Þennan þátt tel ég vera þarfaþing, þar sem ekki veitir af að opna augu almennings fyrir þeim sem minna mega sín í þjóð- félaginu. Fróðlegt væri að kynnast samveru fjölskyldu fjölfatlaðra barna sem dveljast í heimahúsum. Að lokum — mikið var gaman að sjá Aravísur á táknmáli í Stundinni okkar um daginn. Von- andi er þetta bara byrjunin, því meira má ef duga skal.“ Ekki krafist launa fyrir heiðarleikann í tilefni bréfs sem birtist hér í Velvakanda fyrir nokkrum dögum þar sem bréfritari kvart- aði undan lélegum fundarlaunum fyrir að skila Eurocard-kredit- korti sem hann hafði fundið, vill Gunnar Bæringsson, fram- kvæmdastjóri Kreditkorta sf., taka fram: Það má vissulega til sanns vegar færa að 200 kr. eru ekki miklir peningar. Hins vegar er ekkert sem segir að menn eigi kröfu á að fá fundarlaun fyrir það eitt að vera heiðarlegir. Og þessar 200 kr. eru ekki hugsaðar sem verðlaun fyrir að hafa ekki misnotað kortið sem fannst, heldur sem smá þakklætisvottur fyrir heiðarleikann. Á það skal bent að bankastofn- anir borga alls engin fundarlaun fyrir það að finna ávísanahefti og skila því til viðkomandi banka. Ennfremur borgar kred- itkortafyrirtækið Visa Island engin fundarlaun fyrir fundin kreditkort. Þannig má bréfritari eiginlega hrósa happi yfir að hafa fundið Eurocard-kreditkort en ekki ávísanahefti eða Visa- kort, því þá hefði hann ekki fengið neitt fyrir sinn snúð. Bréfritari nefnir að 200 krón- urnar dugi rétt fyrir hamborgara og frönskum kartöflum og finnst það lítið. Við erum hins vegar sannfærðir um að flestum þyki hamborgarinn betri en vatn og brauð bak við rimla. Þegar menn finna verðmæti á förnum vegi (kreditkort, ávís- anahefti, peninga, skartgripi o.fl. o.fl.) verða þeir auðvitað að gera það upp við eigin samvisku hvort þeir vilji vera heiðarlegir eða ekki. Það hefur hingað til ekki þótt neitt stórmerkilegt að vera heiðarlegur og sem betur fer er þorri fólks heiðarlegur án þess að krefjast borgunar fyrir það. Vinsælu ensku ullarúlpurnar (Duffel Coat) dömu-, herra- og barnastærðir. Verð frá kr. 1.450,- SKARTGRIPIR ISÉRFLOKKI.. m.a. frá Austurlöndum, Mexikó og Evrópu. sérhannaðir og handunnir eftirsóttir af ungu fólki. KiRKjrsriMrn S.22600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.