Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 87

Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 87
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 87 Morgunblaöió/Júlíus • íþróttafólk ársins 1985 í hinum ýmsu greinum meö verðlaunagripi þá sem afhentir voru í gærkvöldi í hófi ISÍ og Frjáls framtaks sem gefur út íþróttablaöió. íþróttafólk ársins 1985: Átján voru útnefndir í GÆRKVÖLDI fór fram útnefning ÍSÍ og íþróttablaösins á íþróttamönn- um ársins hór á landi í þeim íþróttagreinum sem íökaðar eru innan ÍSÍ. Þetta er í þrettánda sinn sem þessi útnefning fer fram. Þaö eru stjómir sársambandanna sem tilnefna íþróttamann í hverri greín. Eftirtaliö íþróttafólk hlaut titilinn aö þessu sinni. Badmintonmaður ársins Þórdis Edwald TBR. Þórdís hef- ur sýnt mjög góöar framfarir á ár- inu og varö íslandsmeistari í ein- liöaleik og tvíliöaleik kvenna á síöasta islandsmóti. Hún hefur ekki áöur veriö tilnefnd badmin- tonmaöur ársins. Blakmaður ársins Blakmaöur ársins er Auöur Aöalsteinsdóttir og er þaö í fyrsta sinn sem hún hlýtur titilinn. Hún hefur leikiö meö ÍS frá árinu 1981 en liöið hefur veriö mjög sigursælt og hlotið marga meistaratitla. Auöur hefur einnig veriö fastamaö- ur í landsliði íslands og leikiö 12 landsleiki. Borötennismaöur ársins Tómas Guðjónsson úr KR er nú valinn borötennismaöur ársins í fjóröa sinn. Fyrst hlaut hann titilinn áriö 1978 en síöan 1983 og 1984. Tómas náöi mjög góðum árangri á árinu. Hann varö íslandsmeistari i flokkakeppni. Naöi hann )afn- bestum árangri borötennismanna þegar yfir ailt áriö er litiö. Fimleikamaöur ársins Davíö Ingason úr Glímufélaginu Ármanni var tilnefndur fimleika- maöur ársins. Davíö er fæddur 27. febrúar áriö 1962. Hann tók að stunda reglubundnar æfingar þeg- ar hann var 10 ára og hefur náð mjög góöum árangri í íþrótt sinni. Hann hefur oröiö unglingameistari, oft unniö bikarmeistaratitil í liöi Ármanns, tekiö þátt í Noröurlanda- mótum og íslandsmeistari varö Davíð árin 1982, 1984 og 1985. Hann hefur ekki áöur veriö valinn fimleikamaöur ársins. Frjálsíþróttamaöur ársins Einar Vilhjálmsson UMSB. Þetta er þriðja áriö í röö sem Einar er valinn frjálsiþróttamaöur ársins. Einar náöi mjög góöum árangri á árinu 1985. Hann vann hvert al- þjóölegt stórmótiö á fætur ööru og leiddi lengst af í stigakeppni Grand Prix. Besti árangur hans á árinu var 91,84 metrar sem skipaði honum í 8. sæti á heimsafreka- skránni. Einar var valinn í Evrópu- liöiö í heimsbikarkeppninni en gat ekki keppt vegna meiösla sem háöu honum þegar leiö á keppnis- tímabiliö. Körfuknattleiksmaður ársins Pálmar Sigurösson úr Haukum er nú valinn körfuknattleiksmaöur ársins í fyrsta sinn. Hann hefur undanfarin ár veriö aöalburöar- stólpinn í Haukaliöinu og fastur maöur í A-landsliöi íslands í körfu- knattleik. Hann er nú fyrirliöi Hauka og spilar stööu bakvaröar með liöinu og er m.a. þekktur fyrir mikla' yfirferö á leikvelli og góöa hittni. Lyftingamaður ársins Lyftingamaöur ársins 1985 er Guömundur Sigurösson úr Ár- manni og er þaö í annað sinn sem Guömundur hlýtur titilinn. Guö- mundur á langan og glæsilegan feril aö baki og virðist síungur í íþrótt sinni. Segir þaö nokkra sögu aö 10 ár eru síöan hann var valinn lyftingamaöur ársins. Á ferli sínum hefur Guömundur unniö mörg glæsileg afrek og sýndi þaö á síö- asta ári aö enn er hann í fremstu Siglingamaður ársins Siglingamaöur ársins er Ari Bergmann Einarsson og hlýtur hann titilinn nú í fyrsta sinn. Ari náöi mjög góöum árangri á mótum sumarsins. Hann varö í 1. sæti í UMSK-keppninni, 1. sæti í Faxa- flóakeppninni og 2. sæti á íslands- mótinu og hlaut flest stig út úr stigamótum sumarsins. Skíöamaður ársins Guörún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri er skíðamaöur ársins 1985. Guörún var mjög sigursæl á síðasta vetri. Þá varö hún íslands- meistari í stórsvigi, svigi og Alpa- tvíkeppni. Hún var einnig í sigur- sveit Akureyringa í flokkasvigi og því fjórfaldur íslandsmeistari. hún varö einnig bikarmeistari Skíöa- sambands íslands árið 1985. Guörún hefur ekki verið valin skíöamaöur ársins áöur. Skotmaður ársins Gissur Skarphéöinsson er nú valinn skotmaöur ársins í fyrsta sinn. Gissur er sá skotíþróttamað- ur sem hvaö mestum framförum tók á árinu. Hann, ásamt Carli J. Eiríkssyni, varö fyrstur íslendinga til aö vinna til gullverölauna á al- þjóölegu móti erlendis, en þeir hrepptu fyrsta sætiö í enskri keppni í leikum eylanda á Isle of Man í sumar. Gissur stóö sig einnig mjög vel í mótum innanlands og hlaut ein gullverölaun og þrenn silfurverölaun á síöasta Islands- móti. Sundmaður ársins Sundmaöur ársins var valinn Eövarö Þ. Eövarösson úr UMFN og er þetta annað áriö í röö sem hann hlýtur titilinn. Eövarð náöi stórglæsilegum árangri á árinu og er nú kominn í fremstu röö bak- sundsmanna í heimi. Hann setti fjölda íslandsmeta á árinu og hlaut marga íslandsmeistaratitla. Þaö afrek sem hæst ber er þó aö Eðvarð komst í úrslit í baksundi á Evrópumeistaramótinu sem haldið var i Sofiu í Búlgariu. Glímumaður ársins Ólafur Haukur Ólafsson KR. Þetta er í annað sinn sem hann er valinn glimumaöur ársins. Titil- inn hlaut hann áöur áriö 1979. Ól- afur Haukur náöi mjög góðum árangri á glímumótum ársins 1985. Hann varö sigurvegari í tveimur sterkustu mótum ársins, þ.e. í ís- landsglímunni og í bikarglímu Is- lands. Göifmaöur ársins Sigurður Pótursson hlýtur nú titilinn golfmaöur ársins í þriöja sinn. Hann varö fyrir valinu áriö 1982 og áriö 1984. Siguröur var í sérflokki í íþrótt sinni á árinu 1985. Hann varö islandsmeistari, vann stigameistaramót islands og var í sweit GR er varö íslandsmeistari. Siguröur náöi mjög góöum árangri í keppni erlendis á árinu og var í sveit GR sem varð í 4. sæti í sveita- keppni Evrópu og varö þar í 3.—4. sæti í keppni einstaklinga. Handknattleiksmaður ársins Þorgils Óttar Mathiesen úr FH er handknattleiksmaöur ársins. Þorgils hefur flesta þá kosti sem prýöa góðan handknattleiksmann. Hann er jafnvigur í sókn og vörn og sameinar framtak einstaklings- ins og samstarf heildarinnar svo sem best veröur á kosiö. Þetta er í fyrsta sinn sem Þorgils er út- nefndur handknattleiksmaöur árs- ins. íþróttamaður fatlaöra ína Valsdóttir úr jþróttafélaginu Ösp var tilnefnd íþróttamaöur fatl- aöra árið 1985. Hún keppir í flokki þroskaheftra og er mjög fjölhæf íþróttakona. Besta afrek hennar á árinu 1985 var er hún vann til g nfmðwéík gullverölauna í 100 metra flug- sundi á Noröurlandamóti fatlaöra og setti um leið Noröurlandamet í sínum flokki. Hún vann einnig til silfurverðlauna í tveimur greinum á mótinu. Hún á nú 3 Islandsmet í frjálsum íþróttum og 11 íslands- met í sundi. Júdómaöur ársins Bjarni Á. Friöriksson úr Ármanni hlýtur nú útnefningu sem júdómaö- ur ársins í sjöunda sinn. Var hann útnefndur 1978, 1980, 1981, 1982, 1983 og 1984. Bjarni hefur náö glæsilegum árangri í íþrótt sinni og á árinu hlaut hann silfurverð- laun í sínum flokki á mjög sterku móti í Japan og hann hlaut einnig silfurverölaun í opna skoska meist- aramótinu og bronsverölaun í opna skandinaviska meistaramótinu. Karatemaður ársins Karatemaöur ársins er nú valinn í fyrsta sinn og varö Árni Einarsson úr KFR fyrir valinu. Árni hefur stundaö karate frá árinu 1976 og staöið sig mjög vel í mótum. Hann hlaut 10. sæti í Evrópumeistara- mótinu í vor og í haust náöi hann 3. sæti í kata, sem er önnur keppn- isgrein karateíþróttarinnar á Norö- urlandameistaramótinu. Knattspyrnumaður ársins Guðmundur Þorbjörnsson knattspyrnumaöur úr Val er knatt- spyrnumaöur ársins 1985. Hann hefur oröiö íslandsmeistari meö Val í 4. flokki, 3. flokki, 2. flokki og fjórum sinnum í meistaraflokki. Bikarmeistari meö Val hefur hann oröiö þrívegis. Guömundur hefur leikiö 36 A-landsieiki fyrir islands hönd og 2 unglingalandsleiki. Hann leikur nú meö svissneska félaginu FC Baden. Guömundur hefur ekki áOur veriö valinn knatt- spyrnumaöur ársins. Létthjá Valsmönnum Valsmenn áttu ekki í erfiðleík- um með að sigra slaka Þróttara í 1. deildinni í handknattleik i gærkvöldi. Lokatölur urðu 30:17 eftir að staöan í leikhléi hafði verið 17:8. Fyrri hálfleikur var langt frá því aö vera vel leikinn enda bjuggust víst fæstir viö því. Áhorfendur voru örfáir og ekki er hægt aö segja aö heyrst hafi mikið í þeim. Ástæöur til aö fagna voru ekki margar. Mistök leikmanna hvaö eftir annaö og sóknarlotur eins og þær eiga alls ekki aö vera. Þaö var aöeins einu sinni i leikn- um sem Þróttur náöi aö jafna, þaö var þegar hvort liö haföi skoraö eitt mark. Valmenn höföu annars forystu í leiknum og í fyrri hálfleik var forskotið mest tíu mörk, 16:6 og 17:7. Valsmenn voru geysif I jótir í hraöupphlaup enda voru Þróttarar ekki aö vanda sig viö aö fara í vörnina. Þeir skoruöu átta mörk í fyrri hálfleik úr hraöupphlaupum og heföu getað gert mun fleiri. Vandamálið var að þeir voru svo fljótir fram aö á stundum flæktust jjeir hver fyrir öörum. Ef fyrri hálfleikur var lélegur þá veit ég ekki hvaö á aö segja um þann síöari. Hálfgeröur leikleiöi virtist i mönnum og greinilegt aö jólin eru nærri og menn ef til vill meó hugann vió allt annaö en þaö sem þeir áttu aö vera aö hugsa um. Einn leikmanna Vals missti þaö nú út úr sér um miöjan síöari hálf- leikinn aö þaö væri ekkert gaman aó þessu og mikiö óskaplega haföi hann á réttu aö standa. Þrátt fyrir að menn reyni að vera eins já- kvæöir og hægt er þá er ekkert sem hægt er aö segja gott um þennan leik. Jú, ekki er þaö nú alveg rétt. Markvarsla Guömundar Jónssonar hjá Þrótti var mjög góö og þaó sama má segja um Ellert Vigfússon hjá Val. Ellert átti þó léttari dag þvi Valsvörnin var mun sterkari en vörn Þróttar sem var eins og gatasigti. Mörfc VateJakob Jónsson 7/1, Valdimar Grímsson 6. Þóröur Sigurösson 4/1, Jón Pótur Jónsson 3, Geir Sveinsson 3, Þorbjörn Jens- son 2, Júlíus Jónasson 2, Guömundur Guö- mundsson 1. Þorbjörn Guömundsson 1. Mörfc Þróttar: Konnróö Jónsson 6, Nikulás Jónsson 4/1, Guömundur Óskarsson 4, Brynj- ar Einarsson 1, Haukur Hafsteinsson 1, Gisll Óskarsson 1. _ quq Cram og Decker valin þau bestu STEVE Cram og Mary Decker Slaney voru í g»r kjörin íþrótta- maður og íþróttakona ársins af íþróttafréttamönnum AP-frétta- stofunnar í Evrópu. Boris Becker varö í öðru sæti hjá körlunum en hjá kvenfólkinu varð Marita Koch í öðru sæti. Cram þarf varla aö kynna fyrir lesendum því mikiö hefur veriö ritaö um þennan frábæra frjáls- íþróttamann á liðnu ári og þaö sama má reyndar segja um Mary Decker Slaney. Steve Cramer setti til dæmis þrjú heimsmet á skömmum tíma í sumar, í 1500 metra hlaupi, mílu og 2000 metra hlaupi, og minnstu munaöi aó hann setti þriöja metiö skömmu síðar í 1000 metra hlaupi. Mary Decker tapaöi ekki hlaupi í þeim hlaupagreinum sem hún keppti í á árinu, sama á hvaöa vegalengd þaö var, 500 metra hlaup eöa 5000 metra, hún vann allt. Listi efstu manna er þannig: Steve Cram, Boris Becker, Marvin Hagler, Michel Platini, Said Aouita, Alain Prost, Pirmin Zurbriggen, Michael Spinks, Freddy Spencer. Hjá konunum er listinn þannig: Mary Decker Slaney, Marita Koch, Michela Figini, Ingrid Kristiansen, Martina Navratilova, Srefka Kost- adinova, Chris Evert-Lloyd, Hana Mandlikova, Kornelia Sirth, Elena Shoushounova. ÍBK—KR í kvöld í kvöld leika f KeHavík heíma- menn og KR-ingar í körfuknatt- leik, en þessum leik var frestaö um síöustu heigi. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er þetta síöaati leikurínn í úr- valsdeildinni á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.