Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 Morgunbladid/RAX V arautanríkisráðherra Frakka í heimsókn Varautanrikisráðherra og var myndin tekin í utanrikis- Frakka, Jean-Michel Baylet, ráðuneytinu er þeir hittust þar. kom í opinbera heimsókn til ís- í dag mun Jean-Michel Baylet lands í gær. Strax við komuna m.a. ganga á fund forseta íslands, fór hann á fund Geirs Hall- Vigdísar Finnbogadóttur, en heim- grímssonar utanríkisráðherra sókn hans lýkur síðdegis í dag. Starfsmenn LIN: Vantraust á 3 stjórnarmenn Mestu máli skiptir að sinna lánamálum námsmanna segir varaformaður LIN STARFSMENN Lánasjóðs islenskra námsmanna gáfu í gær út vantraustsyfirlýsingu á þrjá stjórnarmenn sjóðsins, báða fulltrúa menntamálaráðherra og fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla íslands. Mjólkín 17,5 milljónir lítra umfram neyslu Línuritið sýnir þróun mjólkurframleiðslunnar síðustu ár. Sést á þvi að framleiðslan hefur aukist smám saman frá árinu 1981 og nálgast óðum framleiðsluna þegar hún var í hámarki, árin 1977—1979. í yfirlýsingunni er lýst óánægju starfsmannanna með þátt meiri- hlutans og eru ástæður hennar sagðar þær að meirihluti stjómar hafí brugðist því hlutverki sínu að veija starfsmann sinn fyrir ólög- legri atlögu stjómvalda, að tveir fulltrúar meirihlutans hafí tekið þátt í ólöglegum aðgerðum með því að afhenda Siguijóni brottvikn- ingárbréf og að meirihlutinn hafi fellt tillögu um að taka á sig ábyrgð á verkum starfsmanna m.a. á vinnu við fjárhagsáætlanir. Þá segir að forsendur frekara samstarfs séu að stjóm mótmæli opinberlega brottvikningu Siguijóns og krefjist þess að hann verði settur til starfa á ný og að stjóm iýsi því yfír að brottvikningin sé byggð á röngum forsendum þar sem Siguijóni var vikið frá vegna verkefna sem hann vann fyrir sfjóm og í umboði henn- ar. Treysti ofangreindir stjómar- menn sér ekki til að verða við þessu er þess krafíst að þeir segi af sér. „Ég mótmæli því að hér sé um ólöglega aðför að ræða“ sagði Auðunn Svavar Sigurðsson vara- formanns stjómar LÍN er hann var spurður álits á yfírlýsingu starfs- manna LÍN, en hann er einn þeirra manna sem um ræðir í yfirlýsing- unni. „Ég vísa til þess að ráðherra ræður framkvæmdastjórann sem starfar í umboði hans og stjómar og eins og stjómin hefur áður lýst yfir fer ráðherra _með stjómarfars- lega yfírstjóm LIN og er það full- komlega á ábyrgð og í valdi hans að segja framkvæmdastjóranum upp starfínu. Hvort aðferðin er lögleg eða ólögleg er ég ekki fær um að dæma, það gera dómstólam- ir. Starfsmenn LÍN geta þess að þessir aðilar njóti ekki trausts þeirra. Ég tel málið fyrst og fremst snúast um það hvort starfsmenn ætli að starfa eftir þeim fyrirmæ!- um sem stjómin gefiir að því verk- efni að þjónusta stúdenta við að fá sín lán á tilsettum tíma, sem virðist nú stefnt í voða samkvæmt síðustu yfirlýsingum starfsmanna. Aðalatriðið er að þessir stjómar- menn, sem hér um ræðir, njóti trausts ráðherrans sem okkur skip- ar. Ég vona að þessu fjölmiðlaupp- hlaupi starfsmannanna fari að ljúka og að þeir taki boði stjómar- innar um að setjast niður og reyni að vinna af skynsemi að því að bæta þjónustu sjóðsins við náms- menn,“ sagði Auðunn Svavar Sig- urðsson að lokum. Aukning um 7,4 millj. lítra í fyrra INNVEGIN mjólk hjá mjólkur- samlögunum var á síðasta ári 115.876.222 lítrar, samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. Er það 7,4 milljónum lítra eða 6,83% meira en á árinu áður, þegar framleiðsl- an var 108.461.626 lítrar. Neysla mjólkurvara hér innanlands er áætluð 98-98,5 milljónir lítra, og er framleiðslan því um 17,5 millj- ónir lítra umfram neyslu. Fer öll aukning ársins í osta og smjör sem selja verður á erlenda markaði fyrir brot af framleiðsluverði. Bændur munu að öllum líkindum ekki fá krónu greidda fyrir megin- hluta þessarar umframframleiðslu því samkvæmt samningi bænda og Nafn mannsins sem beið bana MAÐURINN, sem beið bana í umferðarslysi á Vesturlandsvegi I Mosfellssveit, hét Sigurður Hörður Sigurðsson, til heimils að Kleppsvegi 20, Reykjavik. Sigurð- ur heitinn var fertugur, fæddur 8. júní 1945. Hann var tölvufræð- ingur. Sigurður Hörður lætur eftir sig tvö böm og sambýliskonu, Borghildi Thors. ríkisins er bændum tryggt fullt verð fyrir 107 milljónir lítra á yfirstand- andi verðlagsári. Meginhluti aukn- ingarinnar, eða 4,6 milljónir lítra, hefur orðið á undanfömum fjórum mánuðum, eða frá því verðlagsárið hófst. I nóvember og desember nam aukningin 1,2 milljónum lítra hvom mánuð eða rúm 16%. A árinu var aukning hjá öllum mjólkursamlögum landsins, nema Þórshöfn. Langmest varð aukningin í lítrum talið hjá Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi, 3,7 milljónir lítra, áhts Bjargar Éinarsdóttur og Auðar Auðuns á ummælum Þor- steins Pálssonar formanns Sjálf- stæðisflokksins í Morgunblaðinu í gær. Þar segir hann m.a. að hann og Davíð Oddsson borgar- stjóri leggi mikla áherslu á að styrkja stöðu kvenna í flokknum, en það sé hins vegar ekki á þeirra valdi að breyta niðurstöðum próf- kjörs. Þorsteinn segir ennfremur að hann og borgarstjóri hafí þegar og mjólkursamlaginu í Borgamesi rúmlega milljón lítrar. Hlutfallsleg aukning framleiðslunnar var þó í samlögunum á Djúpavogi, 20,96%, og Patreksfirði, 20,24%. Af stóm samlögunum er hlutfallsleg aukning mest í Búðardal (11,02%), Borgar- nesi (10,84%) og Selfossi (9,50%). Framleiðsluaukningin í norðlensku mjólkurbúunum var þessi: Hvamms- tangi (8,64%), Blönduós (5,59%), Sauðárkrókur (7,32%), Akureyri (1,22%) og Húsavík (0,20%). Á Égilsstöðum nam aukningin 6,33% og 4,64% á Höfn í Homafirði. rætt við forystu sjálfstæðiskvenna og formann jafnréttisnefndar flokks- ins um niðurstöður prófkjörsins. Hyggjast þeir einnig ræða við full- trúa þeirra kvenna sem sendu honum og borgarstjóra áskomn um að leita leiða til að auka hlut kvenna í efstu sætum framboðslista sjálfstæðis- manna við næstu borgarstjómar- kosningar, en Björg og Auður em einmitt í þeim hópi. Þær töldu rétt að bíða þeirrar viðræðu sem Þor- steinn Pálsson nefnir og fjalla ekki frekar um málefnið í þessu samhengi í ijölmiðlum á meðan. Guðmundur G. Þórarins- son stefnir Þjóðviljanum MORGUNBLAÐINU barst í gærkvöldi eftirfarandi yfirlýs- ing frá Guðmundi G. Þórarins- syni, gjaldkera Framsóknar- flokksins: „Vegna forsíðufréttar Þjóðviljans 7. janúar 1986, sé ég mig tilneydd- an til að stefna dagblaðinu Þjóðvilj- anum fyrir róg, lygar og æmmeið- ingar. I þessari frétt blaðsins er alþjóð skýrt frá því, að ég hafí staðið að gífurlegum skattsvikum, dregið á annað hundrað milljónir króna undan skatti. Tilefnið er frétt um rannsókn á skattamálum Þýsk-íslenska versl- unarfélagsins. Reyndar mun hér vera um rannsókn að ræða, sem hvergi nærri er lokið, enginn veit hver niðurstaða verður I og þar af leiðandi engin kæra verið lögð fram. Það skiptir Þjóðviljann auð- vitað engu máli hver sannleikurinn er fremur en endranær. Aðalefni fréttarinnar er hins vegar að stjómarformaður og 71 HIMMUINN MANHLÍF ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Pýsk-íslenska Gripnir í skyndiúthlaupi Eiltslœrsla innflutningsfyrirtœki landsins grunað um að hafa dregið á annað hundrað miljónirkr. undan skatti. Viðtœk rannsókn nœr tilsíðustu ára. Fyrrum stjórnarformaður ogframkvœmdastjórifyrirtœkisins varGuðmttndur G. Þórarinsson fyrrum þingmaður Framsóknar og gjaldkeri flokksins annar framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins fram á haustdaga 1984 hafí verið Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður og núver- andi gjaldkeri Framsóknarflokks- ins. Jafnframt sé nefndur Guðmund- ur einn af stærstu hluthöfum fyrir- tækisins. Það á því ekki að fara fram hjá neinum hver sé ábyrgur fyrir þeim sökum sem Þjóðviljinn telur sig geta haldið fram. Hið rétta er að ég seldi minn hlut í Þýsk-íslenska verslunarfé- laginu um áramótin 1978-79 og hætti þá í stjóm fyrirtækisins. Eftir að ég hætti á þingi í apríl 1983 vann ég nokkra mánuði sem framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu og hætti um áramótin 1983-84. Verksvið mitt var mest að afla viðskipta erlendis og sjá um ýmsa samninga. Nú er það svo, að blaðamaður Þjóðviljáns hringdi í Guðmund Þórðarson hjá Þýsk-íslenska versl- unarfélaginu hinn 6. janúar sl. og fékk þá þær upplýsingar að ég ætti ekkert í fyrirtækinu, en hefði starfað þar nokkra mánuði, en hætt fyrir að minnsta kosti tveimur árum. Þetta virðist engin áhrif hafa á Þjóðviljann og geta menn getið sér til um þær hvatir sem að baki liggja. Meginmál Þjóðviljans virðist vera að koma höggi á pólitískan andstæðing alveg án tillits til þess hvað satt er. Þær sakir sem mér eru bomar á brýn eru svo hrikaleg- ar og nú komnar um allt land, að ég á engra kosta völ annarra en að stefna blaðinu. Jafnframt mun ég kæra það fyrir siðanefnd Blaða- mannafélags Islands." Rétt að bíða viðræðu við formann og borg'arstjóra — segja Auður Auðuns og Björg Einarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.