Morgunblaðið - 08.01.1986, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.01.1986, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR1986 15 1- Gestanauð Bókmenntir JennaJensdóttir Auður Haralds Elías á fullri ferð Myndir: Brian Pilkington Iðunn 1985 Elías býr enn í Kanada hjá foreldr- um sínum og er á fullri ferð. Fyrir ágang annarra lendir íjölskyldan í þrengingum sem erfitt reynist að komast út úr. Fádæma frek kona, Guðlaug frá íslandi, skrifar þeim. Hún ætlar að dvelja í Prins Albert með son sinn Gunnar meðan maður hennar sitUr ar ráðstefnu. Þau mæðgin ætla að búa hjá foreldrum Elíasar. Guðlaug frá íslandi sendir bréfið um leið og þau leggja af stað í ferða- lagið, af því að hún veit að íslending- ar erlendis hafa svo gaman af að fá gesti frá gamla landinu, jafnvel þótt þau þekki þá lítið. Daginn eftir að brefið berst er Guðlaug líka kominn með strákinn sinn. Það er hreinn voði framundan hjá ijölskyldunni. Freka konan Guðlaug heimtar, finnur að og gerir sig.stóra í öllum samræðum. Strák- urinn er bókstáflega trítilóður, biýt- ur, bramlar, klippir, heimtar og öskrar. Fjölskyldan er í miklum vanda stödd, nánast ráðalaus. Það er Elías sem leitar leiða út úr ógöngum þessum. Þegar hann fer með Gunnar út Auður Haralds fyrir borgina, út í náttúruna, sér hann nýja hlið á strákgreyinu. Hartn róast mikið, en er til skiptis glaður og skelfdur er hann kemst í kynni viðkanadískt dýralíf og mannlíf. Úti í skóginum fæðast nýjar hugmyndir Elíasar um það á hvem hátt megi losna við þessa gesti. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Næst er það Magga móða og rúss- nesk ættaði maðurinn hennar sem gera fjölskyldunni skráveifur. Fyrst í útileguferð þar sem óvænt- ar uppákomur valda óþægindum er heim kemur. Og í sögulok er ljóst að brátt muni þau skötuhjú fylla hvem krók og kima hjá fjölskyldunni af rússne- skum gestum. Auður Haralds á létt með að sjá vandamál daganna í spaugilegu ljósi. Hér dregur hún upp ýkta mynd af erfiðleikum sem ég trúi að hijái einhveija Islendinga erlendis. Alvaran er samt alltaf á næstu grösum - erfiðleikamir broslegu eiga rætur sínar í mannlegum brest- um. Myndir árétta vel efni sögunnar. Errödin kominaðþér ? HAPPDRÆTTl vænlegast til vinnings HASKÓLA ÍSLANDS .< co Ráðkæn amma Ingibjörg Sigurðardóttir Blómin á þakinu Myndir: Brian Pilkington Mál og menning 1985 ímyndunarafl hins leikandi bams og sköpunargáfa listamanns em í eðli sínu nátengd — táknræn hugsun er þar sameiginleg. Bamið á mjög auðvelt með að breyta heimi veruleikans í sinn eigin hugmyndaheim. Stofan getur orðið bóndabær og kústurinn hestur sem hægt er að þeytast á um víða veröld. Ingibjörg Sigurðardóttir Þess vegna heillast böm mjög af ævintýmm og verða oft sjálf þátt- takendur í sögum þar sem fáránleik- inn flæðir yfir atburði dagsins og eðlilegan gang lífsins. Lifa sig inn í allt sem getur gerst og gerist eftir hugkvæmni höfundar. Blómin á þakinu er nútíma furðu- saga. Amma Gunnjóna flytur úr sveit í borgina. Viðbrigðin em mikil að flytja á efstu hæð í blokk af bóndabæ. En amma er bráðhress kerling sem deyr ekki ráðalaus. Lít- ill „ég“ sem hallar til að sjá þann er flytur í íbúðina á móti sér er strax kominn á kreik. Hann reynist ömmu mesta hjálparhella og hugvitssamur félagi. Tekur þátt í kynnisferðum hennar um borgina og verður dyggur liðsmaður ráðagerða og athafna þegar amma flytur smám saman búið sitt úr sveitinni í litlu íbúðina sína. Hún kemur sér upp grænmetis- og blómagarði og ræktar gras og blóm á þakinu. Hænsnin hafa aðset- ur í einu herberginu. Nú á amma bæði heima í sveit og borg. „Það er bara eitt sem hún hefur áhyggjur af. Skyldi kýrin þora í lyftuna?“. Þessi fáránlega saga er gædd gleði og léttleika. Hún hrífur börnin með sér og örvar ímyndunarafl þeirra. Brian Pilkington á einnig sinn þátt í ágæti bókarinnar. Hann er einstaklega fjölhæfur í list sinni. Um700kg af hákarli var stolið UNGUR maður hefur játað að hafa stolið um 700 kg af hákarli af fiskhjöllum vestur á Seltjarn- arnesi. Maðurinn gerði sér tvær ferðir vestur á Nes til að stela hákarlinum; um miðjan desember og svo aftur um áramótin. Hann var handtekinn á föstudag og úrskurðaður um helgina í gæsluvarðhald til 15. janúar. Við yfirheyrslur í gær játaði maðurinn svo að hafa stolið hákarl- inum. Verðmæti hákarlsins mun vera um 300 þúsund krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.