Morgunblaðið - 06.02.1986, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986
N eyðarbílaakst-
ur á krossgötum
Greinargerð um neyðarbílaakstur í Reykja-
vík tengd blaðafregnum síðustu viku
eftir Óskar
Einarsson
1. Hjartahnoðtæki,
hvað er það?
Fimmtudaginn 30. janúar sl.
birtist frétt á baksíðu Morgunblaðs-
ins þar sem sagt er frá flutningi
sjúklings í sjúkrahús _með neyðar-
bílnum í Reykjavík. í fréttinni er
lögð áhersla á að vegna deilna
hjúkrunarfræðinga og sjúkraflutn-
ingsmanna hafi hjartahnoðtæki
ekki verið meðferðis í umræddum
flutningi hjartasjúkling. Sagt er frá
því að sjúklingurinn hafi fengið
hjartaáfall skömmu eftir komu í
sjúkrahús og bestu meðhöndlun
þar. Deilur hjúkrunarfræðinga og
sjúkraflutningsmanna um verksvið
eru sögð undirrót atviksins, hjúkr-
unarfræðingar hafí án samráðs við
sjúkrahússtjóm tekið tækið úr
neyðarbíl um nóttina og það leitt
til þess að tækið gleymdist um-
ræddan morgun. Nánar er greint
frá umræddum deilum í Morgun-
blaðinu næsta morgun. Umtal það
sem neyðarbíllinn hefur með frétt-
um þessum hlotið gefur tilefni til
frekari greinargerðar auk þess sem
undirritaður telur að sumir veiga-
mestu þættir þessarar starfsemi
hafí þanniggleymst.
2. Tæki eða fagmenn
Umrætt útkall kom skömmu eftir
að starfsdagur áhafnar neyðarbfls-
ins hófst á slysadeildinni. Ekki hafði
unnist tími til daglegs eftirlits tækja
og lyfla neyðarbfla þar sem komið
var með tvo hjartasjúklinga á slysa-
og sjúkravakt Borgarspítalans og
var annar þeirra í lífshættu við
komu. Ahöfn neyðarbílsins var að
sinna þessum sjúklingi er fyrmefnt
útkall kom. Útkallsstaður reyndist
nærri Borgarspítalanum og upp-
götvaðist íjarvera tækisins því ekki
fyrr en skammt var eftir ófarið.
Læknirinn ákvað þá réttilega að
halda áfram og kanna ástand hins
sjúka. Þegar að var komið reyndist
viðkomandi aðframkominn af
hjartabilun og í öndunarþroti sökum
lungnabjúgs. Læknirinn hóf þegar
lyfjameðferð í æð og þarfnaðist
sjúklingurinn öndunaraðstoðar þar
sem sjálfstæð öndun hans var hætt.
Þegar sjúklingi tók að létta var
hann fluttur í vaktsjúkrahús. Hélt
ástand hans áfram að batna á leið
þangað og hafði hann þá komist
við meðvitundar. Á gjörgæsludeild
sjúkrahússins versnaði viðkomandi
á ný og fékk umrætt hjartaáfall.
Þá fyrst hefði þurft á hjartatæki
þessu að halda sem er í senn hjarta-
rafsjá (sýnir hjartalínurit) og
hjartastuðtæki. Hið mikilvæga er
að neyðarbUl skipti hér væntan-
lega sköpum. 10 min. fyrr hefði
ekki verið völ á slíku þar eð
neyðarbíU er ekki rekinn mili
23.30 og 08.00 auk þess sem hann
er ekki i gangi á sunnu- og helgi-
dögum.
3. Þáttur hjúkrun-
arfræðinga
í fréttum Morgunblaðsins kemur
fram að skiptar skoðanir hafí verið
Óskar Einarsson
um rekstur neyðarbfls. Fyrir rúmu
ári lögðu sjúkraflutningamenn nið-
ur starfsemi neyðarbflsins til árétt-
ingar ýmsum kröfum sínum. Síðan
hefur ríkt starfsfriður. Heimildir
fréttaritara greina frá því að hjúkr-
unarfræðingar telji sig þurfa að
vera til staðar þegar viss tæki tengd
neyðarbfl eru notuð. Hið rétta er
að hjúkrunarfræðingar hafa fram
til þessa haft umsjá og hirðingu
umræddra tækja á sínum snærum.
í þau þijú ár sem neyðarbfllinn
hefur verið í tilraunarekstri hefur
fyrmernt hjartatæki ávallt verið
geymt á slysadeildinni utan rekstr-
artíma bílsins. Síðla árs 1985 var
ákveðið að stefna að því að þetta
tæki yrði ávallt til taks fyrir vakt-
hafandi lækna Reykjavíkur og ná-
grennis. Framkvæmd eftirlits á
tækinu hefur ávallt verið í föstum
skorðum, en við þetta riðlaðist það
og skapaðist því óvissa um hvenær
tækið skyldi tekið inn úr bílnum.
Unnið var að því að leysa þau
vandamál sem þessu fylgdi. Morg-
uninn fyrir umrætt atvik voru gefín
munnleg fýrirmæli um að hjarta-
tækið skyldi vera staðsett til fram-
búðar í neyðarbílnum. Þau fýrir-
mæli náðu ekki til áhafnar neyðar-
bfls fyrir lok vinnudagsins. Af þess-
um sökum var tækið tekið inn úr
neyðarbflnum nóttina fyrir umrætt
tilvik og olli engum deilum. Þegar
neyðarbfllinn fór í fyrmefnt útkall
skömmu eftir 08.00 áleit áhöfnin
að tækið væri í bílnum eins og
undanfama morgna. Því tel ég ljóst
að umræddir hjúkrunarfræðing-
ar hafi starfað eftir bestu vitn-
eskju og ásetningi. í kjölfar þessa
hafa skýrar reglur verið settar sem
eiga að fyrirbyggja að slíkt hendi
á ný. í þau þijú ár sem bfllinn hefur
starfað er þetta einsdæmi og er það
ásetningur allra að ekki verði end-
urtekning á.
4. Hvað er neyðarbíll?
Nýlga sat undirritaður fund hjá
Rauða krossi Islands. Þar kom fram
að margir vissu lítt um rekstur
neyðarbflsins annað en að með
honum kæmi læknir í neyðartilvik-
um. Neyðarbfllinn er sem fyrr segir
rekinn alla daga ársins frá kl. 08.00
til 23.30 að undanskildum sunnu-
dögum og helgidögum. Bfllinn er
rúmbetri en hefðbundnir sjúkrabílar
og vinnuaðstaðan því önnur. Neyð-
arbflshugtakið felur í sér að auk
fullkominna tækja fylgja bflnum
læknir, hjúkmnarfræðingur og
tveir sjúkraflutningamenn en ávallt
hefur annar þeirra lokið framhalds-
menntunamámskeiði í neyðarflutn-
ingum. Neryðarbfllinn er staðsettur
miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu
og rekinn í tengslum við slysa- og
sjúkravakt Borgarspítalans. Rauði
krossinn leggur til bfla og tæki hér
í Reykjavík og sér um að fjármagna
reksturinn að hluta. Slökkvilið
Reykjavíkur sér um daglegan rekst-
ur, viðhald og mönnun sjúkraflutn-
ingamanna en Borgarspítalinn
leggur til lækni, hjúkmnarfræðing,
lyf, viðhald tækja og aðstöðu á spít-
alanum. Útköllum neyðarbíls er
stýrt um símavakt Slökkvistöðvar-
innaroger síminn 11100.
Sjúkraflutningar em með ólíku
sniði vestan hafs og austan. I
Bandaríkjum Norður-Ameríku hef-
ur víða í þéttbýli þróast kerfí sem
felur í sér nýja starfsstétt svo-
nefndra „paramedics". Uppmna
þeirra er að leita til Víetnamstríðs-
ins, en sjúkraliðar á vígstöðvum þar
hlutu þjálfun og eldskím sem síðar
var nýtt í sjúkraflutningum er heim
kom. Um kerfí þetta standa nú
deilur og em uppi hugmyndir um
að breyta eftir evrópskri fyrirmynd
neyðarbíla, en þangað var fyrir-
mynd starfseminnar hér á landi
sótt. Á Norðurlöndum hafa hlið-
stæðir neyðarbílar verið í tilrauna-
rekstri en öðlast fastan sess sem
liður í heilbrigðiskerfinu. Þar er
litið á neyðarbíla sem hina út-
réttu hönd sjúkrahúsanna, bráð-
veikir og slasaðir komast fyrr
undir læknishendur, dauðsföll-
um fækkar og varanlegar menj-
ar áfalls minnka. Á sama hátt
hefur tekist með samstilltu átaki
stjómenda Slökkviliðs Reykja-
víkur og Borgarspítalans að færa
starfemi sjúkra- og slysavaktar-
innar til borgaranna í neyðartil-
vikum. Við það skapast ómetan-
legt öryggi, því þrátt fyrir ná-
lægð við sjúkrastofnanir og
fjölda lækna starfandi á höfuð-
borgarsvæðinu getur reynst
tímafrekt og jafnvel ómögulegt
að ná til lækna á örlagastundu.
Slíkt öryggi reynist erfitt í verð-
lagningu.
5. Svarar rekstur neyð-
arbíls kostnaði?
Eðlilegt er að slík spuming vakni
þegar sífellt er verið að fínna leiðir
til spamaðar í rekstri hins opinbera.
Árlega fer neyðarbfllinn í um 1900
útköil sem er um 20% af sjúkra-
flutningum í Reykjavík. Með hag-
ræðingu hefur tekist að halda
Timman var sem barn
í höndum Jusupovs
Skák
Margeir Pétursson
UMSKIPTIN urðu snögg í
áskorendaeinvígi þeirra Arturs
Jusupovs, 25 ára Sovétmanns,
og Hollendingsins Jans Timm-
ans þriðja stigahæsta skák-
manns i heimi. Timman vann
fyrstu skákina, þremur næstu
lauk með jafntefli, en síðan
markaði Hollendingurinn varla
og beið að lokum aigjört af-
hroð. Jusupov hlaut 6 vinninga
gegn 3 vinningum andstæðings-
ins. Hann jafnaði metin í
fimmtu einvígisskákinni með
því að innbyrða sigur í tvísýnu
hróksendatafli. í þeirri sjöttu
tefldi Timman alltof glæfra-
lega með hvitu og i sjöimdu
skákinni tók síðan steininn úr.
Útreiðin sem Timman fékk í
henni var ein sú hroðalegasta sem
sézt hefur til svo sterks stórmeist-
ara. Juspupov fór í kóngssókn
strax í byrjun og lék Bc4 og Df3
með hótun á f7, eins og byijendur
gera er þeir hóta hinu fræga
heimaskítsmáti. Timman varðist
afar illa, hann ieyfði Jusupov að
opna línu að kóngi sínum og eftir
aðeins 19 leiki varð hann að gefast
upp, þá óveijandi mát. Þar með
var einvíginu í raun lokið, áttundu
skákinni lauk með jafntefli, en þá
níundu vann Jusupov og innsiglaði
þar með sigur sinn.
Austur í Minsk í Sovétríkjunum
fékk Rafael Vaganjan enn verri
útreið hjá öðrum ungum og upp-
rennandi stórmeistara, Andrei
Sokolov. Einvígi þeirra lauk með
sigri Sokolovs, 6-2. Vaganjan var
alveg heillum horfínn, í eina skip-
tið sem hann sá til sólar á borðinu
tapaði hann á tíma.
Það verða því þessir komungu
Sovétmenn, Artur Jusupov og
Andrei Sokolov, sem tefla til úr-
slita í áskorendakeppninni. Ein-
vígi þeirra fer fram í vor. Sá
þeirra sem sigrar teflir við þann
sem tapar síðsumareinvígi þeirra
Karpovs og Kasparovs um heims-
meistaratitilinn. Sigurvegarinn í
því einvígi teflir síðan við þann
sem þá verður heimsmeistari.
Yngstu kynslóð sovézkra skák-
manna hefur vegnað geysilega vel
að undanfömu, Kasparov 22ja ára
er nýorðinn heimsmeistari, og nú
eru þeir Sokolov og Jusupov búnir
að ryðja sér eldri og reyndari
meisturum úr vegi.
Afhroð Timmans gegn Jusupov
eru auðvitað mikil vonbrigði fyrir
Hollendinga og alla vestræna
skákáhugamenn yfír höfuð. Nú
er heimsmeistaratitillinn á ný
orðinn einkamál Sovétmanna,
vestrænu stórmeistaramir virðast
ekki standast taugastyrk og
sjálfsaga ungu Rússanna, svo sem
sýndi sig í áskorendamótinu í
Frakklandi í haust.
Það er sjaldgæft að stórmeist-
an sjái fram á að verða mát í
innan við tuttugu leikjum, og nær
dæmalaust að slíkt gerist í einvígi
í heimsmeistarakeppninni. Þannig
jókst Jusupov samt að leika á
Timman í sjöundu einvígisskák-
inni:
Hvítt: Artur Jusupov
Svart: Jan Timman
Gríinfeldsvörn
1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3
— d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 —
Rxc3, 6. bxc3 — Bg7, 7. Bc4 —
b6?
Lítið þekktur og vafasamur
leikur. Timman hefur iíklega ætl-
að að koma andstæðingi sínum á
óvart. Sjálfsagt er að hróka í
stöðunni.
8. Df3. Byijendur leika oft Bc4
og Df3 strax í byrjuninni til að
hóta Dxf7, en sjaldgæft er að sjá
þvflíkar aðfarir hjá lengra komn-
um.
0-0,9. e5 - Ba6,10 Bd5.
Áuðvitað ekki 10. Dxa8 —
Bxc4 með góðri stöðu fyrir skipta-
muninn en hvítur fékk einnig góða
stöðu í skákinni Niklasson-Simic,
Stokkhólmi 1976, eftir 10. Bb3 —
Dc8, 11. Re2 - Bb7, 12. Dg3 -
e5, 13. h4 — c6, 11. Bb3 - Dc7,
12. h4!
Óeðlileg taflmennska svarts í
byijuninni réttlætir beina árás svo
snemma tafls. Nú er 12. — h6
svarað með 13. h5 — g5, 14.
Bcg5! - hxg5, 15. h6 - bh8, 16.
h7+ og vinnur, þannig að svartur
hefði átt að leika 12. — h5. í stað
þess treysti hann á að mótspil á
miðborði færi honum nægilegt
Artur Jusupov
mótvægi gegn kóngssókn Jusu-
povs.
Svartur er í ömurlegri aðstöðu
og nánast leiklaus. Líklega hefur
Timman reiknað með því að hvítur
myndi freista þess að vinna lið
með 15. Bd5, en þá nær svartur
að hagnýta sér slaka liðsskipan
hvíts með 15. — Rd7, 16. Bxa8
— Rxe5.
15. — Bb7
Tapar strax, en svartur átti
enga viðunandi vöm. 15. — Rc6
er auðvitað svarað með 16. De4
og 15. — Rd7 með 16. Bxf7+
Hxf7, 17. Dxa8+ og nú sleppur
hvíta drottningin til baka með
ránsfeng sinn.
16. Dd3 - Hd8, 17. Dxh7+ -
Kf8,18. Re2 — Hxd4.
Algjör örvænting.
19. Bh6 og svartur gafst upp.