Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 1
64 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
31. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
AP/Símamynd
Stöðugtmeira brak finnst úr geimferjunni
Washíngton og Kanaveralhðfða, 6. febrúar. AP.
YFIRMAÐUR bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, William R. Graham, lofaði fullri sam-
vinnu stofnunarinnar, er hann kom fyrstur manna fyrir sérstaka nefnd skipaða af forsetanum tíl
þess að rannsaka tildrög þess að bandariska geimfeijan Challenger fórst skömmu eftir geimskot
fyrir tiu dögum. Stöðugt finnst meira brak úr geimferjunni á hafsbotni. Hér má sjá tijónu annarr-
ar hjálpareldflaugar geimferjunnar flutta til rannsóknar á vagni.
Olíumálaráðherra Kuwait:
Olían á 10 dali
fatið innan tíðar
Kuwait, París, Osló og Tókýó, 6. febrúar. AP.
ALI Khalifa Al-Sabah, olíumála-
ráðherra Kuwait, sagði í dag að
olíuverð færi niður í 10 dali fatið,
ef ríki í samtökum olíuútflutn-
ingsríkja, OPEC, og utan þeirra,
kæmu sér ekki saman um verð
og hlutdeild í heildarframboði á
olíu á heimsmarkaði. Sagði hann
jafnframt að ýmis OPEC-ríki
brytu reglur um framleiðslu og
verð og áður en til árangursríks
fundar OPEC gæti komið, yrði
að vera vissa fyrir þvi að engin
riki í samtökunum myndu ganga
gegn samþykktum slíks fundar.
Háttsettur embættismaður hjá
ríkisolíufélaginu í Alsfr hafnaði þvi
alfarið að fregnir þess efnis að
Alsír, Lábýa og Iran hygðust lækka
verð á olíu sinni um 4 dali fatið
væru sannar. Þessi þrjú ríki hafa
þráast við að halda verði á sinni
olíu uppi, þrátt fyrir verðlækkunina
á olíumörkuðum, en fregnir fyrr í
vikunni hermdu að bak við tjöldin
hefðu þau lækkað verð á olíu.
Arve Johnsen, framkvæmdastjóri
norska olíufyrirtækisins Statoil,
sagði í dag að Norðmenn yrðu að
forðast beint samstarf við OPEC
Forsetakosniiigar á Filippseyjum í dag:
Marcos útdeilir hrís-
grjónum til almennings
Fundist hafa kjörkassar með atkvæðum merktum Marcosi
Maniia, Filippseyjum, 6. febrúar. AP.
FERDINAND Marcos, forseti Filippseyja, skipaði hernum í
viðbragðsstöðu næsta sólarhringinn vegna forsetakosninganna,
sem verða í landinu á morgun. Sakaði hann stuðningsmenn
Corazon Aquino, mótframbjóðanda hans I kosningum, um
ofbeldi og skoraði á þá að láta af öllu slíku. Á sama tima út-
deildu embættismenn í einu hverfi Manila sekkjum af hrís-
gijónum, sem merktir voru sem gjafir frá forsetanum. 86
þúsund öryggisverðir eru á kjörstöðum til að koma í veg fyrir
ofbeldi.
Yfírkjörstjóm í kosningunum I skref til þess að tryggja að kosn-
sagði í dag að hún hefði tekið | ingamar yrðu heiðarlegar. Stjóm-
Norður-Ugandabúar
veijast flýjandi her
Kampala, Ugfanda, 6. febrúar. AP.
YOWERY Museveni, forseti
Uganda, sagði i útvarpsávarpi
til þjóðarinnar, að hermenn
fyrri sljómvalda hefðu egnt
borgara í norðurhluta landsins
til uppreisna, en þar hafa þeir
leitað hælis. Sagði hann það
hlutverk hers síns, Þjóðlega
andspyrnuhersins, að sjá til
þess að sérhver hluti landsins
væri frelsaður undan þessum
glæpamönnum.
Museveni ásakaði stjómarher-
inn fyrrverandi fyrir flöldamorð á
300 íbúum borgarinnar Mbale í
austurhluta landsins, áður en her
hans tókst að hrekja stjómar-
hermenn á flótta. Ennfremur
sagði hann að stjómvöld myndu
gera kröfu um framsal Miltons
Obote, sem var forseti landsins
þar til í júlí á síðastliðnu ári er
honum var steypí af stóli, en hann
er nú talinn halda sig í Zambíu.
Talið er að Obote hafí látið við-
gangast óátalin ýmis hryðjuverk
öryggissveita sinna.
arandstæðingar sögðu hins vegar
að þeir hefðu fundið ýmis dæmi
um tilraunir til kosningasvika.
Formaður yfírkjörstjómar full-
vissaði fréttamenn um að engum
óheiðarlegum aðferðum yrði beitt,
þó það gæti hugsast að hótunum
og ofbeldi yrði beitt í fjarlægum
kjördæmum, þar sem skæruliðar
hafa bækistöðvar. Talsmaður
Aquino las hins vegar fyrir frétta-
menn bréf frá andstöðuleiðtogum
í kjördæmum í dreifbýli, þar sem
því er haldið fram að kjörstjómir
hafí fundið kjörkassa fulla af
atkvæðum merktum Marcosi.
Bandarískri nefnd sem komin
er til Filippseyja til þess að fylgj-
ast með kosningunum, hefur verið
leyft að heimsækja kjörstaði, eins
og hún hafði óskað eftir, en áður
hafði meðlimum nefndarinnar
verið bannað að koma nær kjör-
stað en 50 metra á kjördag.
Þá birtust auglýsingar í stuðn-
ingsblöðum Marcosar í dag, þess
efnis að matvælamarkaður stjóm-
arinnar bjóði mikinn afslátt af
vörum og fregnir hermdu einnig
að rikisstarfsmenn fengju auka-
greiðslur þessa dagana til þess
að hafa áhrif á það hvemig þeir
greiði atkvæði á morgun. Sam-
kvæmt kosningalögum á Filipps-
eyjum er kosningaáróður bannað-
ur síðustu tvo dagana fyrir kjör-
dag.
Sjá ennfremur: „„Við viljum
losna við Marcos...““ á bls.
24-25.
um olíuframleiðslu. Sagði hann að
Norðmenn ættu að halda sig við
áætlanir sínar um olíuframleiðslu
án tillits til skoðana OPEC á henni,
en OPEC hefur viljað að ríki utan
samtakanna minnki framleiðslu
sína til þess að verðið hækki.
Fregnir frá Abu Dhabi herma að
tekjur landsins af olíuvinnslu hafí
minnkað um helming á tfmabilinu
1980—84 vegna olíuverðslækkunar.
Olíumálaráðherrar Mexíkó og
Venezuela eru nú í Egyptalandi til
skrafs og ráðagerða við olíumála-
ráðherra landsins.
Sjá ennfremur: „Átök fram-
undan á oIfumarkaði“ á bls.
12-13.
Fangaskiptin:
Gerhardt
verður lát-
inn laus
Berlin, 6. fcbrúar. AP.
HÁTTSETTUR sovéskur njósn-
ari, sem er i haldi í Suður-Af ríku,
er einn þeirra fanga sem austur
og vestur skipta á snemma í
næstu viku að þvi er vestur-þýska
dagblaðið Bild hermir. Er þar
um að ræða suður-afríska flota-
höfuðsmanninn Diter Gerhardt,
sem dæmdur var til lífstfðar-
fangelsis á árinu 1984, meðal
annars fyrir að hafa komið
upplýsingum til Sovétríkjanna
um flota Breta í Falklandseyja-
strfðinu.
Richard Burt, sendiherra Banda-
ríkjanna í V-Þýskalandi, er nú í
V-Berlín. Fregnir herma að hann
verði þar yfír helgina og eru uppi
sögusagnir um að hann muni hafa
yfírumsjón með fangaskiptunum
hvað vesturveldin snertir. Hann sá
um síðustu meiriháttar fangaskipti
I milliaustursogvestursíjúníl985.
AP/Símamynd
Háfleyg flugvél
London, 6. febrúar. AP.
BREZKA stjórnin hefur ákveðið að veita þremur milljónum
sterlingspunda til athugunar á þvf hvort raunhæft sé að ráðast
f smiði geimflugvélar, sem hafið gæti sig á ioft frá venjulegum
flugvelli og flogið frá London til Sydney f Ástralfu á einni
klukkustund. Flugvélin þyrfti álíka langa flugbraut og venjuleg
farþegaþota. Henni er ætlað að ná fimmföldum hljóðhraða og
allt að 290 km hæð yfir jörðu. Hún á að geta flutt gervihnetti
á braut um jörðu eða allt að 9 lestir af vörum. Kostnaður við
að senda hana á braut yrði ekki nema brot af þvf, sem nú
kostar að senda gervihnetti á braut.