Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 5
5
MORGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986
Selfoss, áður Selá,
með saltfisk til Spánar
TEKIST hefur að útvega verk-
efni fyrir tvö af þeim þremur
skipum, sem Eimskip keypti úr
þrotabúi Hafskips. Fyrir
nokkru sigldi Laxfoss, fyrrum
Hofsá, til Bretlands og megin-
lands Evrópu með ferskan og
frystan fisk. Og síðdegis í gær
sigldi Selfoss áður Selá, tíl
Hafnarfjarðar, þar sem skipið
lestar saltfisk sem seldur hefur
verið til Spánar. Rangá hefur
hins vegar hvorki fengið verk-
efni né nýtt nafn enn sem komið
er.
Að sögn Valtýs Hákonarsonar
yfirmanns flutningasviðs Eim-
skipafélagsins mun Laxfoss lesta
í Vestmannaeyjum á næstu dög-
um og halda í aðra ferð til Bret-
lands og meginlandsins. Hann
sagði að önnur verkefni hefðu hins
vegar ekki fengist enn fyrir skipin.
Selá breytt í Selfoss.
Gjaldþrot
Hafskips hf.
Stefnt að
skipta-
fundi í júní
Skiptaráðendur Hafskips
hf. stefna að því að efna til
skiptafundar i búi félagsins
í júní. Kröfulýsingafrestur
rennur út 15. maí. Unnið er
að rannsókn málsins af
skiptaráðendunum, þeim
Markúsi Sigurbjörnssyni og
Ragnari Hall. Hafa þeir
fengið starfsmenn Endur-
skoðunarmiðstöðvarinnar
hf. - N Mancher til liðs við
sig.
Skiptaráðendur verjast allra
frétta af gangi málsins. Þeir vinna
að því að afla sem gleggstra upplýs-
inga um rekstur fyrirtækisins. í
því skyni hafa þeir kallað til ýmsa
fyrrverandi starfsmenn Hafskips
hf. og spurt þá um einstök atriði
eða almennt um ákvarðanir varð-
andi fyrirtækið og afkomu þess.
Samkvæmt gjaldþrotalögum get-
ur skiptaráðandi boðað til skipta-
funda, þegar hann telur þess þörf.
Fundir þessir hafa ákvörðunarvald
um málefni þrotabús innan þeirra
marka, sem lög ákveða. Fer at-
kvæðisréttur á þeim eftir flárhæð
krafna. Á fyrsta skiptafundi eftir
lok kröfulýsingarfrests skal skipta-
ráðandi bera fram tillögu um tiltek-
inn skiptastjóra og er greitt um
hann atkvæði eftir kröfufjárhæð-
um.
Enn hafa kröfuhafar rúma þrjá
mánuði til stefnu til að lýsa kröfum
í þrotabú Hafskips hf. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er ekki
unnt á þessari stundu að gera sér
grein fyrir því, hve ^háar fjárhæðir
er hér um að tefla. Á fyrsta skipta-
fundi, sem ætlunin er að halda í
júní, skýra skiptaráðendur opin-
berlega frá stöðu búsins og kröfu-
hafar fá aðstöðu til að taka ákvarð-
anir um málefni þess.
Morgunblaðið talaði í gær við Jón
Þorsteinsson, hæstaréttarlögmann,
sem er formaður rannsóknanefndar
þeirrar, sem Hæstiréttur tilnefndi
til að rannsaka viðskipti Hafskips
við Útvegsbankann og aðra aðila.
Jón sagði, að nefndin hefði hafið
störf, en af þeim vildi hann ekkert
segja á þessu stigi. Auk Jóns eru
í nefndinni Biynjólfur I. Sigurðsson,
dósent við Háskóla íslands, og
Sigurður Tómasson, löggiltur end-
urskoðandi.
Þú getur gert
stór góðkaupá
vetrar-útsölunni
Austurstræti 22.
Laugavegi 30.
Laugavegi 66.
Glæsibæ.
Bonaparte
i(í=k JL Austiirstrapt
tjgp S. Austurstræti 22
GIRBD
Austurstræti 22