Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 Nýju fötin keisarans. Atök framundan á olíumarkaði eftir Karl Blöndal FYRIR Samtök olíuútflutnings- ríkja (OPEC) hófst árið með ósköpum. Haustið 1973 skrúfuðu samtökin nánast fyrir olíuút- flutning til iðnríkja og fimm- földuðu olíuverð. Tími dýrrar olíu af skornum skammti fór í hönd. Nú er öldin önnur. Þau ríki, sem ekki eru aðiljar að OPEC, þessi ríki (m.a. Noregur, Bretland og Mexikó) selja alla þá oliu, sem þau geta framleitt. Valdhafar i Saudi-Arabíu vildu ekki sætta sig við skertan hlut og tvöfölduðu framleiðslu sína. Olíuframboðið hefur orðið til þess að verð á hráolíu hefur hrapað niður. Á tveimur mánuð- um hefur tunnan af Norðursjáv- arolíu lækkað úr 30 dollurum í tæpa 20 dollara. Klofningur er kominn upp milli 13 aðildarríkja OPEC um hvernig skuli bregðast við fyrst þau ríki, sem ekki eru í samtökunum, neita að fylgja samþykktum þeirra um aðhald í olíuframleiðslu til að geta haft stjóm á verðlagi á olíumörkuð- um. Yamani, olíuráðherra Saudi- Arabíu, vill nota sömu meðul og keppinautar OPEC: Saudar hafa tvöfaldað framleiðslu sína. Önnur ríki, svo sem hið stríðshijáða íran, eru þess ekki megnug að taka þátt í slíku stríði. VeldiOPEC OPEC náði hátindi veldis síns 1981. Þá réðu samtökin 53 prósent- um vestræna olíumarkaðarins og olíuverðið hafði nítjánfaldast frá upphafi 1973. Nú er aftur á móti svo komið fyrir tilverknað Sauda að verð á hráolíu er helmingi minna en á metárinu 1981. Þetta er kennslu- bókardæmi um það hvemig frjáls markaður getur haft áhrif, að því er haldið hefur verið fram, og sagt er að þetta eigi eftir að vera iðnaðin- um vítamínsprauta. „Þetta eru góð- ar fréttir fyrir neytendur og sam- keppnishæfni bandarísks iðnaðar á eftir að aukast," segir John Herr- ington, orkumálaráðherra Banda- ríkjanna. I lok ársins 1981 kostaði tunna af hráolíu (159 lítrar) frá Miðaust- urlöndum 34,16 dollara. Á þriðja ársfjórðungi ársins 1985 var verðið 28 dollarar. í upphafí þessa árs snarféll hráolía í verði, fyrst niður í 20 dollara, í síðustu viku kostaði tunnan um 18 dollara og á þriðju- dag seldist tunnan af Norðursjávar- olíu á innan við 16 dollara. Útlit er fyrir að olíuframleiðslan eigi enn eftir að aukast og því er spáð að olíuverðið kunni að fara niður í 10 dollara. Olíuráðherra Kuwait, Ali Chalifa el-Sabah, telur líklegt að engin stjóm verði höfð á olíuverði á næstunni og stjómleysið haldi innreið sína. Starfsbróðir Chalifas í Saudi- Arabíu, Ahmed Saki el-Yamani, hleypti skriðunni af stað. Maðurinn frá eyðimerkurríkinu, sem hlaut menntun sína í Harvard-háskóla og reynslu hjá Standard Oil (nú Ex- xon), jók olíuframleiðslu landsins fyrirvaralaust úr tveimur milljónum tunna á dag í fímm milljónir. Olían frá Saudi-Arabíu bættist við olíu- framboð á heimsmarkaði. Á þessum markaði er verslað með olíumagn fyrirfram ákveðið af olíufyrirtækj- Yamani, olíuráðherra Saudi- Arabíu. um og til viðbótar kemur olía, sem seld er á uppboðsmarkaði eða skyndimarkaði. Sá markaður er eins konar mælistika á olíuverð. En þess ber að gæta að olía, sem nú er seld á 16 dollara, verður kannski ekki afhent fyrr en í apríl. Alténd hrapaði olíuverðið þegar ol- ían frá Saudi-Arabíu kom á markað og samkeppnin hófst við framleið- endur Norðursjávarolíu. Yamani spáði því 23. janúar að olíuverðið myndi lækka niður í 15 dollara ef OPEC-ríkin og önnur ol- íuútflutningsríki kæmu sér ekki saman um að minnka framleiðsluna svo um munaði. Undanfamar þijár vikur hefur olían, driffjöður vestræns iðnkerfís, verið ódýrari, ef miðað er við kaup- mátt, en hún var 1974, rétt eftir að olíukreppan hófst. Upphaf nýrra tíma? kynnu ýmsir að spyija og boðar þetta endalok OPEC? Ringulreiðin á olíumarkaðinum sprettur ekki fram óforvarendis eins og til að mynda jarðskjálfti dynur yfír. Hún er afleiðing efnahagslegra aðgerða, pólitísks glundroða og hugvits á sviði tækni að auki. Það ástand, sem nú ríkir, má rekja til markaðslögmála. En það væri fírra að gera ráð fyrir að þetta ástand vari til eilífðar. Þessi markaðslögmál hafa slík áhrif á heimsmarkaði að svo gott sem aldrei hefur olíuverðspá staðist. Á olíumarkaðnum fara fram við- skipti milli olíuverslunarmanna, ríkja, svæða, fyrirtækja og samtaka þannig að hér samtvinnast margir þættir og flóknir. í krafti þessara lögmála komst OPEC, sem um langt skeið höfðu verið áhrifalaus samtök, á tindinn 1973. Völdin á markaðnum hafa nú jafnast — en því fer fjarri að valdaskeið OPEC sé á enda. Olíusölubann Þegar arabaríkin settu olíusölu- bann á vestræn ríki haustið 1973 vegna Yom-Kippur-deilu ísraela og Egypta, voru iðnríki háð olíu frá aðildarríkjum OPEC. 54 prósent orkuþarfar þeirra byggðist upp á olíu. Um 70 prósent hráolíu á heimsmarkaði kom frá OPEC-ríkj- unum og þar var aðeins beðið eftir að vesturveldin fylltust slíku magn- leysi að söðla mætti undir sig öll völd bæði á sviði efnahags- og stjómmála. Eftir Yom-Kippur-stríðið settu aðildarríki OPEC einfaldlega upp sitt olíuverð án þess að semja. Olíu- lindimar, sem vestræn fyrirtæki höfðu borað, vom teknar eignar- námi af OPEC-ríkjunum og sam- tökin urðu á einni nóttu þau mátt- ugustu í heimi hér. En olíufurstamir gerðu brátt skyssur. OPEC ætlaði að hækka olíuverð jafnt og þétt, án þess þó að þrengja að hinum vestræna heimi og knýja hann til ofbeldisað- gerða. Hins vegar ætluðu mannmörg olíuríki á borð við Alsír, íran og Nígeríu að skipa sér á bekk með iðnaðarþjóðum í einu vetfangi. Stjómir þessara rílq'a fjárfestu hver sem betur gat hjá vesturveldunum: Efnaverksmiðjur, stálverksmiðjur, flugvellir og mannvirki vom keypt og reist. Og allt þetta kostaði fé, mikið fé. Dramb er falli næst Olíudollarar flæddu yfir aðildar- ríki OPEC, en það gilti einu: Brátt vom ýmis þessara ríkja aftur sokkin ,í skuldafenið. Þar vom aðallega íran, Venezuela, Nígería og írak. Vesturveldin náðu sér smám saman aftur á strik, vegna þess að olíuverð hækkaði aðeins smátt og smátt á ámnum 1975 til 1978, hægar alténd en verðbólgan. Notk- un olíu jókst þrátt fyrir tilmæli hins opinbera um spamað. Olíufurstamir hugsuðu ekki um að fara varlega með hið verðmæta hráefni. Þeim var of mikið í mun að fá sinn útflutningshagnað og eyða honum bæði í mannvirki heima fyrir og festa hann í stórborgum vestursins. Árið 1978 var olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna allt að því sú sama og á ámnum 1973 og ’77, tæpar 30 miljónir olíutunna á dag. Olíu- tunnan kostaði um 13 dollara og aftur vom kringumstæður svipaðar og áður en olíukreppan skall á: Óráðsía og lifað um efni fram. Khomeini setur strik í reikninginn Reiðarslagið kom þegar Ajatollah Khomeini braust til valda og stöðv- aði framboð írans á olíu. Framboð á heimsmarkaði minnkaði um sex prósent og verðið á hráolíu hækkaði þegar um 50 prósent og nokkm síðar var það orðið helmingi hærra. Þá fyrst, þegar olíutunnan kost- aði 30 dollara, tóku vesturveldin við sér. Orka var spömð eftir fremsta megni. Enn breyttist sam- búðin milli OPEC og iðnríkjanna. 1980 þénuðu OPEC-ríkin 280 milljarða dollara á olíu sinni og hlutur Saudi-Arabíu var 102 millj- arðar. En vestræn ríki notuðu minni olíu árið 1980 helduren 1979. Worldwatch-stofnunin í Wash- ington komst að þeirri niðurstöðu 1985 að meim hefði verið áorkað i orkuspamaði en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. I fyrra þurftu Bandaríkjamenn 21 prósent minni orku til jafnmikillar þjóðar- framleiðslu á einu ári en 1973. Orkuþörf Japana var 29 prósent minni til sömu afkasta og Breta 21 prósenti minni. Vestur-Þjóðveij- ar höfðu minnkað orkuþörf sína um 19 prósent, sem var meðaltal ef aðeins vom tekin iðnríki. Hátt olíuverð gerði það að verk- um að nú borgaði sig að leggja meira fé af mörkum til að komast að olíulindum. í Alaska og Norður- sjónum var borað eftir olíu, og í Mexíkó fundust miklar olíulindir. Stærri olíulindir hafa aðeins fundist í Kuwait, Saudi-Arabíu og Sovét- ríkjunum. Hátt olíuverö kemur vesturveldum til góða Það kostaði Sauda reyndar að- eins tvo dollara að gera olíu sína markaðshæfa og þeir högnuðust um allt að 34 dollara á hverri tunnu. Það kostaði framleiðendur Norður- sjávarolíu allt að 20 dollara að framleiða eina olíutunnu og samt var hagnaður af rekstrinum. 1980 höfðu 400 vestræn olíufyr- irtæki borað eftir olíu og að meðal- tali kostaði 7,61 dollara að fram- leiða eina olíutunnu. Spamaðaraðferðir vestrænna ríkja, versnandi markaðshorfur og nýjar olíu- og gaslindir utan OPEC-ríkjanna; allt þetta gerði að verkum að hrikti í stoðum OPEC og samtökin neyddust til að minnka framleiðslu aðildarríkja sinna jafnt og þétt. A árunum 1979 til ’85 minnkaði olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna úr 31,5 í tæpar 16 milljónir tunna á dag. Sérstaklegu neyddust eyðu- merkurríkin til að skrúfa fyrir ol- íukranann. Saudar voru í erfíðri aðstöðu. Hvert skipti, sem OPEC-ríki gat ekki staðið undir frekara tekjutapi, íslenska hljómsveitin: Skemmtidagskrá um miðjan febrúar Handbók um skreiðarvinnslu Á NÆSTUNNI mun íslenska hljómsveitin flytja skemmti- dagskrá í samantekt Ólafs Gauks, Þórhalls Sigurðssonar (Ladda), Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur (Diddú), Guðmundar Emilssonar o.fl. Flutt verður létt-klassísk tónlist og dægur- lagasyrpur frá árunum 1930- 1950 — þeim tíma sem útvarps- hljómsveitin starfsaði. Útvarpshljómsveitin varð til skömmu eftir að Rfkisútvarpið tók til starfa árið 1930. Upphaflega var hún aðeins dúett, skipuð þeim Emil Thoroddsen og Þórami Guðmundssyni. Um það er lauk skipuðu hljómsveitina fjórtán hljóðfæraleikarar. Kjaminn úr þessari hljómsveit stoftiaði síðan Hljómsveit Reykjavíkur _sem síðar varð Sinfóníuhljómsveit íslands. Fyrstu hljómleikamir verða haldnir á öskudaginn, miðviku- daginn 12. febrúar kl. 21 í safnað- arheimilinu á Akranesi, næst verður leikið daginn eftir, fímmtu- daginn 13. febrúar, í Langholts- kirkju kl. 20.30. Laugardaginn 15. febrúar vérður leikið í Félags- bíói í Keflavík kl. 15 og loks sunnudaginn 16. febrúar í íþrótta- húsi Gagnfræðaskólans á Selfossi kl. 15. Á Akranesi verður forsala aðgöngumiða miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13-15 í Tónlistarskóla Akraness, en annars staðar verður selt við innganginn. Tónleikamir verða hvergi endurteknir. Stjómandi íslensku hljómsveit- arinnar er Guðmundur Emilsson. (Úr fréttatilkynningu) Rannsóknastof nun fiskiðnað- arins vinnur um þessar mundir að útgáfu handbóka fyrir hinar ýmsu greinar fiskvinnslunnar. Nýjasta ritið í þessum flokki, „Skreiðarvinnsla” kom nýlega út, en fyrsta ritið, „Saltfiskverk- un“ kom út fyrir tveimur árum. Handbækur þessar eru aðallega hugsaðar fyrir verkstjóra og fram- kvæmdastjóra í fiskvinnslufyrir- tækjum, matsmenn og nemendur á fískvinnslunámskeiðum svo og áhugasama einstaklinga. í frétt, tengdri útkomu „Skreið- arverkunar", segir meðal annars að frekari rit séu í undirbúningi. „Síldarsöltun" sé í miðjjum klíðum, en „Ferksfískmeðferð" og „Fryst- ing“ séu á undirbúningsstigi. Enn- fremur sé áformað að gefa út handbækur um lagmetisfram- leiðslu, fiskimjölsframleiðslu og hugsanlega ýmsa sérvinnslu. Það sé von Rannsóknastofnunar fískiðn- aðarins, að handbækumar megi verða að gagni bæði fyrir endur- bætur í framleiðslu á einstökum sviðum fískvinnslunnar svo og fyrir alla nemendur í fískvinnslu. Bókina „Skreiðarvinnsla" er unnt að fá á skrifstofu Rannsóknastofn- unar fískiðanaðarins. Höfundur hennar og útgáfustjóri er Jónas Bjamason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.