Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1986
15
Iðntæknistofnunin og
leikfangaverksmiðj an Alda
VARNIR GEGN KRABBAMEINI
KARLAR
áhrif áhættuþátta erfdir
KONUR
erfdir áhrif áhættuþátta
Matarædi
áhættuþættir
Reykingar
□ Geislar pl
útbláir & x-geislar LJ
[] Atvinnusjúkdómar |
[j Áfengi og tóbak |
Hormónar [|
áhættuþættir
100
50
%
50
%
100
MyndB
ákveðin trefjaefni, en að það gildi
um allar gerðir.
Rannsóknir sýna einnig að
áfengisneysla, einkum með síga-
rettureykingum, getur stuðlað að
lifrarskemmdum og þannig rutt
æxlismyndun í lifur braut.
Tengsl mataræðis
og krabbameins
En er þá hægt að skýra breyt-
ingar á tíðni krabbameins hér á
landi út frá breytingum f matar-
æði? Svarið er: Já, sennilega að
hluta.
Þannig stafar lækkunin á
magakrabba án efa af minni
neyslu á reyktum og söltuðum
mat og aukinni neyslu á garð-
ávöxtum (C-vítamín).
Aukning bijósta-, blöðruháls-
og ristilkrabbameins stafar lík-
lega m.a. af aukinni neyslu á fitu
e.t.v. sérstaklega á ofhitaðri
(brasaðri) fitu.
Hvers konar fæði?
Það er einkar athyglisvert að
ráðleggingar um mataræði til
vamar gegn hjarta- og æðasjúk-
dómum eiga býsna vel við um
krabbamein einnig.
í fyrsta lagi þyrftu íslendingar
að draga verulega úr neyslu á fítu
(þ.á m. ofhitaðri fítu), bæði til að
spoma gegn krabbameini og
hjartasjúkdómum.
f öðm lagi þyrftu þeir að forð-
ast reyktan, saltaðan, brasaðan
og djúpsteiktan mat sem getur
innihaldið ýmsa krabbameins-
valda.
í þriðja lagi þyrftu þeir að auka
til muna neyslu á garðávöxtum
(grænmeti og ávextir) og einkum
þær tegundir sem innihalda mest
af bætiefnum.
Sérstaklega er mikilvægt að
þeir neyti sem mest garðávaxta
með lituðu kjöti, en það em t.d.
gulrætur, tómatar, appelsínur,
salat o.m.fl.
Jafnframt þurfa þeir að auka
til muna neyslu á trefjaefnum,
með því að auka neyslu á grófu
komi, bæði grófum brauðum og
grófu morgunkomi.
Síðast en ekki síst ættu þeir
að auka neyslu á selen og kalki
með því að borða meiri fisk, mjólk
(böm og unglingar), léttmjólk og
undanrennu (fullorðnir).
Blaðinu hefur borist eftirfar-
andi athugasemd frá Iðn-
tæknistofnun íslands við Opið
bréf til Alberts Guðmundsson-
ar iðnaðarráðherra eftir Hall-
grím Sveinsson, (Morgunblað-
ið 23. janúar 1986):
Vegna þeirra atriða sem snerta
starf Iðntæknistofnunar íslands í
grein Hallgríms telur stofnunin rétt
að eftirfarandi komi fram:
Leikfangaverksmiðjan Alda á
Þingeyri leitaði 15. mars 1985 eftir
aðstoð Iðntæknistofnunar við að
koma framleiðslu sinni, leikfanga-
bílnum Dúa, á markað erlendis.
Iðntæknistofnun fékk í apríl sent
eintak af bflnum, sem þá var þegar
kominn í framleiðslu hjá fyrirtæk-
inu. Mat stofnunarinnar var að
hugmjmdin væri allrar athygli verð
og framtak heimamanna jákvætt,
en leikfangið var þó ekki talið
markaðshæft á erlendum mörkuð-
um í því formi, sem það þá var.
Var Leikfangaverksmiðjunni Öldu
skýrt frá þessu í bréfí dags. 18.
aprfl 1985.
í bréfínu segir m.a., að eigi að
selja framleiðsluna úr landi verði
að vinna markvisst og nýta alla
tiltæka tækni í sölu og framleiðslu
og er bent á ákveðin atriði varðandi
söluleiðir, útlit, framleiðslu oggæði,
sem fyrirtækið þurfi að skoða nán-
ar. Sé Leikfangaverksmiðjan Alda
tilbúin að fara leið sem þessa við
að þróa framleiðsluna býst Iðn-
tæknistofnun til að aðstoða hana á
grundvelli skriflegs verksamnings,
þar sem verkefnið sé skilgreint og
áætlun gerð um kostnað stofnunar-
innar.
Leikfangaverksmiðjan Alda ósk-
aði í maí eftir aðstoð Iðntæknistofn-
unar samkvæmt skilyrðum og upp-
lýsingum í þessu bréfi. Fór starfs-
maður Trétæknideildar ITÍ til Þing-
eyrar 4. júní og kynnti sér mála-
vexti og aðstæður. I þeirri ferð kom
„Stofnun fyrirtækis og
uppbygging þess verð-
ur að vera verk þeirra,
sem að því standa;
stofnanir geta aðstoðað
en hvorki haft frum-
kvæði, verndað fyrir
samkeppni né galdrað
fram óendurkræft fé.“
fram, að forráðamenn fyrirtækisins
höfðu mikinn hug á að leita lána úr
Iðnlánasjóði. Var þeim gerð grein
fyrir, að sjóðurinn veitti eingöngu
lán til vöruþróunar og skyldra verk-
efna, en aldrei til rekstrar.
Framhald þessarar ferðar og
annarrar heimsóknar tveggja full-
trúa Iðntæknistofnunar, sem voru
á ferð um Vestfirði í júní, var að
starfsmenn Trétæknideildar og
Rekstrartæknideildar ITÍ unnu
sameiginlega að rekstraráætlun,
markaðskönnun á innanlandsmark-
aði, aðstoðuðu við lánsumsókn
vegna ráðgerðrar vöruþróunar og
bentu á leiðir til að gera vöruna
markaðshæfari. Endanlega var
gengið frá lánsumsókn til Iðnlána-
sjóðs á grundvelli markaðsathug-
ana og rekstraráætlunar í byijun
ágúst og í september svöruðu
starfsmenn fyrirspumum sjóðsins
og leituðu frekari upplýsinga. Iðn-
lánasjóður hafnaði umsókn Leik-
fangaverksmiðjunnar Öldu um
miðjan nóvember, að því er fram
kemur í Opnu bréfi Hallgríms.
Hallgrímur Sveinsson átelur í
grein sinni einkum tvennt í þessu
sambandi: Annars vegar seinagang
við afgreiðslu málsins og hins veg-
ar, að greiða skuli þurfa fyrir þjón-
ustu Iðntæknistofnunar.
Um tímalengdina er því til að
svara, að það er stórt skref frá
smíði nokkurra hundraða eintaka
fyrir heimamarkað á ári á litlu
verkstæði til hugsanlegrar verk-
smiðjuframleiðslu til útflutnings og
margt, sem kanna þarf í því sam-
bandi. Slfld tekur einfaldlega þó
nokkum tíma að meta, bæði fyrir
Iðntæknistofnun og síðan fyrir
Iðnlánasjóð.
Varðandi fjárhagshliðina verður
að benda á, að Iðntæknistofnun er
á fjárlögum gert að afla eigin tekna
á móti framlagi ríkisins, 48% af
heildartekjum á árinu 1985, yfír
50% á árinu 1986. Stofnunin er
því ekki fús til að vinna endurgjalds-
laust eða _ án verksamnings fyrir
fyrirtæki. í þessu tilfelli var þó tekið
tillit til, að enginn iðnráðgjafi er
starfandi á Vestfjörðum og var
vinna starfsmanns stofnunarinnar.
á Þingeyri því látin í té án sérstakr-
ar greiðslu, en ferð og uppihald var
kostað af Fjórðungssambandi Vest-
Qarða í samráði við Iðnþróunarfélag
Vestfjarða.
Samtals hafa_ starfsmenn Iðn-
tæknistoftiunar íslands unnið 82,5
klst. vegna þessa verkefnis. Enginn
reikningur hefur verið sendur til
Leikfangaverksmiðjunnar Öldu
vegna þessarar vinnu. Er það bæði
vegna þess að Iðntæknistofnun vildi
koma til móts við nýgræðing í eina
landshlutanum, þar sem engin iðn-
ráðgjöf er fyrir hendi, og ekki síður
vegna hins, að starfsmönnum stofn-
unarinnar fannst framtak stofn-
enda Leikfangaverksmiðjunnar
Öldu áhugavert og töldu, að byggja
mætti á hugmyndinni fyrirtæki ef
rétt væri á málum haldið. En stofn-
un fyrirtækis og uppbygging þess
verður að ve~a verk þeirra, sem að
því standa; stofnanir geta aðstoðað,
en hvorki haft frumkvæði, vemdað
fyrir samkeppni né galdrað fram
óendurkræft fé.
Brids
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Akureyrar
Dísa Pétursdóttir og Soffía
Guðmundsdóttir sigruðu í baro-
meterkeppninni eftir hörkukeppni
í lokaumferðum. Til marks um
keppnina má nefna að þegar fjór-
um umferðum var ólokið skildu 7
stigmilli 1. og 4. sætis.
Alls tóku 40 pör þátt í keppn-
inni og voru spiluð 3 spil milli
para.
Lokastaðan:
Soffía Guðmundsdóttir —
Dísa Pétursdóttir 420
Stefán Ragnarsson —
Kristján Guðjónsson 392
Gunnlaugur Guðmundsson —
Magnús Aðalbjömsson 352
Ami Bjamason —
Öm Einarsson 350
Þormóður Einarsson —
Kristinn Kristinsson 262
Ólafur Ágústsson —
Pétur Guðjónsson 218
Stefán Sveinbjömsson —
Máni Laxdal 214
Jóhann Gauti —
Sveinbjöm Jónsson 193
Þórarinn B. Jónsson -
PállJónsson 196
Arnar Daníelsson —
Stefán Daníelsson 130
Keppnisstjóm var í höndum
Alberts Sigurðssonar en reikni-
meistari var Margrét Þórðardótt-
ir.
Til gamans má geta þess að
Kristján Guðjónsson sem varð í
2. sæti ásamt Stefáni Ragnars-
syni og Pétur Guðjónsson sem
varð í 6. sæti ásamt Ölafi Ágústs-
syni em synir Dísu Pétursdóttur.
Það hefir einhvem tíma verið
tekið í spil á þeim bæ.
Næsta mót BA verður Sjóvá
sveita-hraðkeppni sem hefst 11.
febrúar nk. Spilað verður í 4 eða
5 kvöld. Þátttökutilkynningar
þurfa að berast til stjómarinnar
fyrir kl. 20 á sunnudaginn. Sjóvá
gefur glæsileg verðaun til þessar-
ar keppni. Spilað verður í Félags-
borg að venju og hefst spila-
mennskan kl. 19.30.
íslandsmót kvenna
og' yngri spilara
íslandsmót kvenna og yngri
spilara í sveitakeppni verður hald-
ið fyrstu helgi í mars, dagana 1.
og 2. mars, í Gerðubergi í Breið-
holti. Spilamennska hefst kl. 13
á laugardeginum, en fyrirkomu-
lag að öðm leyti byggist á þátt-
töku hveiju sinni. Þó er stefnt að
þvi að allir spili v/alla í undan-
rásum og 4 efstu sveitir úr hvor-
um flokki komist í úrslit sem verða
spiluð næstu helgi á eftir í Drang-
ey v/Síðumúla 35.
Skráning er hafin hjá Brids-
sambandi Islands og lýkur skrán-
ingu miðvikudaginn 26. febrúar
nk.
Þátttökugjaldi verður stillt í hóf
að venju, og keppnisstjóri verður
Agnar Jörgensson. Spilað er um
gullstig f þessum mótum, auk
verðlauna fyrir efstu sveitir.
"0^
f f
- V' \ / .. w X BÍ IWKl.
FQRSVARSMENN FYRIRTÆKJA - ALMENNINGSTENGSL
SAMSKIPTIVIÐ FJÖLMIÐLA
í nútímaþjódfélagi getur skipt sköpum
fyrir fyrirtæki, stofnanirog félög, að
forsvarsmenn þeirra geti komið
skoðunum slnum á framfæri í
fjölmiðlum. Til þess þurfa þeir að
þekkja fjölmiðlun, uppbyggingu og
starfshætti fjölmiðla og umfram alltað
kunna að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri á þann háttað þau veki
eftirtekt. Á þessu námskeiði verður
fariðyfir þessi atriði og leiðbeint um
undirstöðuatriðin í að koma
upplýsingum á framfæri, bæði f rituðu
og töluðu máli. Meðal annars gefst
þátttakendum kostur á að spreyta sig
fyrir framan sjónvarpsvél.
Markmið: Að þátttakendur verði betur (stakk búnir til að hafa
samskipti við fjölmiðla, aö koma sjónarmiðum sínum á framfæri við
þá og meta hvar og hvernig það á að gera.
Efni: - Starfsemi hljóðvarps og sjónvarps
- Dagblöð og tímarit
- Gerð fréttatilkynninga
- Blaðamannafundir
- Samskipti við blaða- og fréttamenn
- Framkoma í sjónvarpi og útvarpi
Leiðbeinendur: Magnús Bjarnfreðsson, Helgi H.' Jónsson, Björn
Vignir Sigurpálsson, Vilhelm G. Kristinsson — allir starfsmenn Kynn-
ingarþjónustunnar sf. og með margra ára reynslu á flestum sviðum
fjölmiðlunar.
Tími: 10.-11. febrúar kl. 9-13 fyrri daginn og 9—12 seinni daginn.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 ■ Sími 6210 66
•s^u.Jua.
i - wjtaw