Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 16

Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 þeim tíma og einnig að meta hvort aðrar forsendur aðalskipulagsins hafi breyst. Ef tilefni er þá til að dómi skipulagsstjómar eða sveit- arstjómar skal gera nýja áætlun um aðalskipulag." Það er skoðun hreppsnefndar að íbúatala Bessastaðahrepps þurfi að komast í 1.400 manns. Það er því fullur vilji nefndar- innar að fjölgun miðist sem mest við áður framsettar tölur. Til að rökstyðja skoðun hrepps- nefndar bendir hún á nokkur atriði: Búið er að samþykkja deili- skipulag fyrir 1.400 manna byggð. Búið er að fjárfesta í gatnakerfi, lögnum, rotþróm og útrennsli fyrir þessa byggð. Fjölgun myndi hafa áhrif til lækkunar á kostnað við rekstur hitaveitunnar ásamt því að hækka hitastig hennar. Skólahúsnæðið, sem er byggt samkvæmt lögum um aðbúnað fyrir 1,—6. bekk, myndi fullnýt- ast, (í dag eru t.d. fáir í árgangi). Mannahald og þjónusta á vegum sveitarfélagsins yrði væntanlega betri þó mikið hafí áunnist á síð- ustu ámm. Sveitarfélagið gæti betur staðið að byggingu leik- fimihúss og sundlaugar. Búið er að hanna og grafa fyrir þessum mannvirkjum. Hreppsnefnd hefur því hugleitt ýmsar leiðir til þess að íbúafjölgun haldist þar til markmiðum hennar er náð. Hér má nefna: 1. Útsvar verði hér með því lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Er nú 10%. 2. Heildar-fasteignagjöld haldist í lágmarki. 3. Fasteignaskattur verði ekki lagður á fyrstu árin eftir sölu lóð- ar. 4. Lengri greiðslufrestur á gatna- gerðargjöldum á þeim lóðum sem búið er að leggja götur við. 5. Lengri greiðslufrestur á þeim eignarlóðum sem sveitarfélagið hefur umráð yfír. 6. Deiliskipulagt verði fyrir versl- un og þjónustu sem fyrst. 7. Aðstöðugjöld verði ekki inn- heimt fyrstu árin. 8. Byggingartími verði lengri heldur en gerist í öðmm sveitarfé- lögum. (Frá hreppsnefnd Be—astaðahrepps) ALEXANDER Stefánsson félagsmálaráðherra staðfestir aðalskipulag Bessastaðahrepps. Við hlið hans sitja Sigurður Valur Ásbjarnar- son sveitarstjóri og Erla Sigurjónsdóttir, oddviti en við enda borðsins Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyti. Htiwrit BESSASTAÐAHREPPUR M0000 AÐALSKIPULAG 1984-2004 TILLAGA I---1 Ibúdarsvædi, einbýlishús og radhús mmm IBÚDARSVÆDI. ÞÉTT BVGGD ŒSB3 IDNAÐAR- 0G ATHAFNASVÆÐI i---■ STOFNANIR r~n VERSLUN 0G ÞJONUSTA cm ÚTIVISTARSVÆÐI, OPIN ÓBYGGD SVÆÐI CSE3 0PIN SVÆDITIL SÉRSTAKRA N0TA im LANDBÚNAÐARSVÆÐI SSS SVÆÐI TIL NOTKUNAR EFTIR LOK SKIPUUGSTlMABILSINS Si FORSETASETUR, KIRKJA Si HREPPSSKRIFSTOFUR, FÉLAGSHEIMILI S3 LEIKSKÖLI S< SKÓLI, SUNDLAUG, IÞRÓTTAHÚS S5 PÓSTUR, SlMI, UMFERDARMIDSTÖD Se LEIKVÖLLUR Ui ÍÞRÓTTASVÆDI / ÚTIVIST Ú2 KIRKJUGARDUR U3 FRIÐLÝSING U< HESTHÚS ..... GÖNGUSTiGAR Aðalskipulag Bessa- staðahrepps staðfest Föstudaginn 3. janúar sl. staðfesti félagsmálaráðherra Alexander Stefánsson aðal- skipulag fyrir Bessastaða- hrepp. Tillaga þessi byggist á eldri aðalskipulagstillögum sem unnar hafa verið fjnrir Bessastaðahrepp og má þar nefna tillögu Gunnlaugs Hall- dórssonar arkitekts frá árinu 1965. Á árinu 1971 kom fram tillaga sem gerði ráð fyrir að flytja flug- völl á Álftanes. Þessi tillaga var aldrei samþykkt, og má segja að þetta sé því mikill sigur fyrir sveitarfélagið. Á teiknistofu Skipulags ríkisins hefur Sigurður Thoroddsen arki- tekt annast gerð skipulagsins í náinni samvinnu við Zophonías Pálsson fyrrverandi skipulags- stjóra og heimamenn. Ráðgjafar heimamanna vom dr. Bjami Reynarsson landfræðingur og Gunnlaugur Halldórsson arkitekt. Við gerð aðalskipulagsins var að sjálfsögðu við ýmis vandamál að glíma, en segja má e.t.v. að helsta vandamálið sé hversu dreifð byggðin er auk þess sem að byggða þróun er í gangi á mörgumstöðum samtímis. í aðal- skipulaginu er reynt eftir því sem kostur er, að koma heildaryfír- bragði á þróunina, auk þess sem stefnt er að því að fækka þeim svæðum sem í byggingu em hverju sinni. Samkvæmt samþykkt hrepps- nefndarinnar frá 5. 11. 1984 er stefnt að því að íbúafjöldinn verði 1.600 árið 1994 og 2.150 árið 2004. FyrstulO árin er m.ö.o. reiknað með mikilli fjölgun en á seinni áratugnum ca. 3,4% árlegri íbúafjölgun. Hin áætlaða öra íbúaþróun fyrri hluta skipulagstímabilsins byggist á deiliskipulagstiilögum sem hafa verið samþykktar fyrir ýmis svæði og búið er að selja hluta af lóðun- um. Er reiknað með að þessi svæði verði fulibyggð á næstu 10 ámm. Til að tengja saman byggðina er hringvegur um nesið, sem fyrir- hugað er að færa frá sjó að vest- anverðu og lagfæra að öðm leyti. Var sú vegagerð staðfest sérstak- lega af ráðherra 18. 7. 1984, sem hluti af aðalskipulagi Bessastaða- hrepps. Um þessar mundir er reyndar búið að leggja u.þ.b. helming þessa vegar. Norðvestan við gatnamótin að Bessastöðum og vestur á nesið er fyrirhugaður miðbæjarkjami og í næsta ná- grenni þéttari byggð að einhveiju leyti. Innan hringvegarins, sem getið er um hér að framan, er auk miðbæjarins fyrirhugað að hafa ýmsa sameiginlega starfsemi, s.s. skóla, ýmsar stofnanir og hugsan- lega þéttari íbúðabyggð, auk íþróttasvæða og starfsemi tengda þeim. Eins og aðalskipulagið ber með sér er lagt til að friða allstór svæði í hreppnum, s.s. eins og strand- lengjuna, Bessastaðanes og um- hverfí Kasthúsa- og Bessastaða- tjama, auk annarra svæða. Aðal- skipulagið gerir m.ö.o. ráð fyrir mjög dreifðri byggð, eða fyrst og fremst einbýlishúsabyggð auk vemlegra opinna svæða. Sé miðað við þennan þéttleika má ætla að fullbyggður muni hreppurinn rúmau.þ.b. 3.000 íbúa. Helstu markmið aðalskipulagsins Helstu markmið með gerð aðalskipulagsins em eftirfarandi: 1. Að byggðin verði tiltölulega dreifð, með einbýlishúsum á stór- um lóðum. 2. Að stefnt verði að því að fækka þeim svæðum, sem em í byggingu hveiju sinni. 3. Að útivistarsvæði og friðuð svæði verði tiltölulega stór og þannig m.a. komið til móts við óskir heimamanna og Náttúm- vemdarráðs. 4. Að atvinnutækifæri innan hreppsins verði vemlega fleiri en nú er. 5. Að verslunarþjónusta og þjón- usta á vegum opinberra aðila verði aukin. í framhaldi af ofangreindum markmiðum, er rétt að taka fram og undirstrika þá staðreynd, að Bessastaðahreppur er hluti af höfuðborgarsvæðinu og mun það hafa mikil áhrif á uppbygginguna i sveitarfélaginu. Þessi áhrif munu m.a. koma fram í eftirspum eftir íbúðarhúsalóðum, uppbyggingu atvinnufyrirtækja og þjónustu. Að vísu getur hreppsnefndin ráðið töluverðu um þessi mál, en ekki öllu. En í öllu falli er stefnt að nokkuð örri uppbyggingu í sveit- arfélaginu a.m.k. fyrstu árin. Um aðalskipulag í reglugerð um gerð skipulags- áætlana frá árinu 1966 segir m.a. um gerð aðalskipulags: „Aðalskipulag skal gert um alla skipulagsskylda staði. Aðalskipu- lag skal miða við ákveðið tímabil, þannig að því er ætlað að full- nægja áætluðum þörfum eigi skemur en til loka skipulagstíma- bilsins. Tímabil aðalskipulags skal að jafnaði vera 20 ár. Eigi sjaldnar en á fimm ára fresti frá gildistöku aðalskipulags á að taka það til endurskoðunar. Þá á að áætla þarfir að nýju, miðað við næstu tuttugu ár frá Kort þetta sýnir aðalskipulag Bessastaðahrepps.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.