Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 Viðræður um fækkun herafla í Mið-Evrópu: Aukínnar bjartsýní gætir um árangnr Vín, 6. febrúar. AP. Stórveldin tvö færðust í samkomulagsátt um gagn- kvæma og jafna fækkun venju- legs herafla í Mið-Evrópu á fimmtudag, og samningamenn beggja aðila virtust bjartsýnir á að árangur næðist í viðræðun- um. Talsmaður Varsjárbanda- lagsins, Pólveijinn Krysztof Stronczynski, sagði að Sovét- ríkin myndu samþykkja tilboð Atlantshafsbandalagsins um fækkun í hersveitum þess, ef þessi fækkun yrði heldur meiri en rætt hefur verið um. „Það virðist vera komin hreyfíng á þessi mál og ýmislegt bendir nú til þess að árangurgeti náðst,“sagði talsmaður Atlantshafsbandalags- ins, Bandaríkjamaðurinn Bill Surr- el. Þeir sem fylgst hafa með þessum málum segja að ekki hafí gætt svo mikillar bjartsýni síðan viðræður um fækkun í heijum bandalaganna í Mið-Evrópu hófust fyrst 1973. Haiti: „Getgátur óvinveittra fjölmiðla“ Port au Prince, 6. febrúar. AP. RÍKISÚTVARPIÐ á Haiti hafnar fréttum af því að Spánveijar og Grikkir hafi neitað Jean- Claude Duvalier, forseta á Haiti, um pólitiskt hæli og segir að hér sé aðeins um getgátur óvinveittra fjölmiðla að ræða. Þessi yfírlýsing sem var lesin í sjónvarpinu á Haiti á miðvikudagskvöld, eru einu opinberu við- brögðin við tilkynningu grísku stjómarinnar um að hún hafí neitað Duvalier um hæli. Duvalier sótti um pólitískt hæli í gegnum sendiráð Haiti í Venezuela. Spánveijar og Svisslendingar hafa einnig neitað forsetanum, sem oft er kallaður Baby Doc, um hæli. Fregnimar frá áðumefndum Evrópuríkjum bámst um það leyti sem Duvalier virtist hafa brotið á bak aftur það sem hann sjálfur kallaði ólöglegt tveggja daga verkfall verslunarmanna f Port au Prince. Höfuðborgin fylltist af lífi á miðvikudaginn. Iðandi umferð á götum og fólk í verslunarerindum þyrptist á götumar. AP/Símamynd HÉR sést þegar eitt fórnarlamba óeirðanna á Haiti að undanförnu, er komið fyrir í fjöldagröf á eyjunni. 150 lík fátækra og þeirra sem ekki hafði tekist að bera kennsl á voru grafin þar í einu. AP/Símamynd LOGREGLUMENN flytja konu, sem slasaðist í sprengingunni í Les Forum des Halles-verzlunarmiðstöðinni, á sjúkrahús. Tugur manna slasaðist, þrír alvarlega. Löggæzla í París efld París, 6. febrúar. AP. PIERRA JOX, innanríkisráð- herra, sagði útlenda hryðju- verkamenn bera ábyrgð á sprengingum í París undan- farna daga. Hann vildi þó ekki staðfesta fregnir um að hryðjuverkamenn reyndu að knýja frönsku stjórnina til að England: Mótmæltu stýriflaugum Molesworth, Englandi, 6. febrúar. ÞÚSUNDIR mótmælafólks gegn kjarnorkuvopnum safnaðist í dag saman við bandaríska herstöð fyrir stýriflaugar, sem verið er að koma upp i Mið-Englandi. Kom fólkið sér fyrir við hlið stöðvarinnar, sem eru fjögur, og reyndi að hindra alla umferð um þau. Mótmælaaðgerðimar fóru fram æsingalaust og samkvæmt frásögn lögreglunnar var enginn handtek- inn. Brezka vamarmálaráðuneytið skýrði svo frá í dag, að umferð til og frá stöðinni hefði.ekki stöðvazt. Talið var, að 3.000 - 5.000 manns hefðu tekið þátt í þessum aðgerð- um. semja um frelsi fjögurra Frakka, sem haldið væri í gíslingu í Líbanon. Francois Mitterrand, Frakk- landsforseti, kallaði helztu ráð- herra sína til sérstaks neyðarfund- ar vegna sprengjufaraldurs í París síðustu daga. í framhaldi af fund- inum var ákveðið að fjölga lög- regluþjónum í París um „nokkur þúsund" næstu mánuðina. Einnig verða sérstakir varðmenn settir á lestarstöðvar og á flugvelli, en um helgina gengur í garð 10 vikna vetrarleyfi skólabama og er áætl- að að um 600.000 manns hverfí úr borginni í tilefni þess. Blaðið Le Monde segir í dag að sprengjutilræði í París undan- fama mánuði eigi rætur að rekja til Líbanons. Hugsanlega sé hér um að ræða aðgerðir hryðjuverka- manna, sem reyni að neyða stjóm Frakklands til að fallast á kröfur sínar um frelsi gíslanna fjögurra. Suður-Afríka: Námsmenn vegnir í General Motors og Ford vilja kaupa Leyland-verksmiðjurnar Málið vekur miklar deilur í Bretlandi London, 6. febrúar. AP. HLUTABRÉF í brezku bifreiðaverksmiðjunum British Leyland hafa snarhækkað undanfama daga vegna orðróms um, að Ford- verksmiðjuraar í Evrópu ráðgeri nú að kaupa fólksbílaverksmiðj- ur Leylands og General Motors i Bandaríkjunum og hafi áhuga á að kaupa þær verksmiðjur Leylands, sem framleiða vörubíla og Land Rover-jeppa. Ýmsir áhrifamiklir stjómmála- menn í Bretlandi hafa hins vegar brugðizt ókvæða við þessum ráða- gerðum og gagnrýnt þær harð- lega, þeirra á meðal Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra. Hann sagði í viðtali í gær, að brezkur almenningur væri að fyll- ast gremju í garð Bandaríkja- manna. „Við viljum ekki, að iðnfyrir- tæki okkar séu látin í hendur bandarískum fyrirtækjum," sagði Heath. Lagði hann áherzlu á, að vandinn við bandarísk fyrirtæki væri sá, að sérhver eyrir af hagn- aði þeirra í Bretlandi, færi til Bandaríkjanna. „Það sama á eftir að gerast hjá General Mators og Ford og það er landi okkar ekki í hag,“ sagði Heath. Brezk fyrirtæki keypt upp Heath benti ennfremur á, að bandarísk fyrirtæki héfðu alltaf hug á að kaupa upp brezk fyrir- tæki, er þau fyrmefndu sæju, að þau brezku væru að ná tæknifor- skoti. „Nú hefur mér verið skýrt fra því, að hinii nýi tæknibúnaður vörubílaverksmiðju Leylands sé betri en hjá General Motors. Það er ástæðan fyrir því, að þeir hjá GM vilja kaupa Leyland," sagði Heath. John Smith, talsmaður Verka- mannaflokksins í verzlunar- og iðnaðarmálum, hefur tekið í sama streng og Heath og sagt, að þeir 2 milljarðar punda, sem teknir hefðu verið af brezkum skatt- greiðendum handa Leyland-verk- smiðjunum væru „farið fé, ef við vörpum Leyland í fangið á einum af helztu keppinautum okkar." Með því kynni einnig rafíðnaði Bretlands að vera stefnt í hættu. Paul Channon, viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra brezku Edward Heath sagt, að brezkir skattgreiðendur gætu ekki endalaust haldið áfram að styrkja Leylandverksmifjum- ar. Hvaða ábyrg ríkisstjóm sem væri yrði að leita fyrir sér að öðrum möguleikum. Channon sagði í gær, að væru Leylandverk- smiðjumar látnar standa á eigin fótum án utanaðkomandi stuðn- ings, þá biðu þeirra sömu örlög Mikið tap Mikið tap hefur verið á British Leyland undanfarin ár og er það meginástæðan fyrir því, að brezka stjómin hefur fullan hug á því að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu. Á stjómin 99,7% hlutabréfanna og má því segja, að hún eigi fyrir- tækið nær alveg. Sá möguleiki, að British Ley- land lendi alfarið í höndum banda- rískra fyrirtækja, hefur kallað fram mikla andstöðu hjá brezkum stjómmálamönnum, þar á meðal í Ihaldsflokknum sjálfum. Þannig héldu 20 þingmenn flokksins.fund með Channon á þriðjudagskvöld um málið. Ekkert hefur verið skýrt frá viðræðum þar, en haft var þó eftir einum þingmanni, sem sat fundinn, að „þar hefði ríkt kvíði og loft verið lævi blandið". Einn þingmannanna þar, Ant- hony Beaumont-Dark, var þó enn afdráttarlausari. „Ef á að fara að stjóma brezka bílaiðnaðinum frá Detroit, þá er kominn tími til þess að við snúumst á rnóti," var haft eftir honum. Ljóst var í dag, að mikil mót- staða innan Ihaldsflokksins var farin að hafa áhrif á afstöðu brezku stjómarinnar. í dag var tilkynnt af hennar hálfu, að ekki yrði gengið til samninga við Ford, en viðræður stæðu aftur á móti enn yfír við General Motors. stjómarinnar, hefur gripið til og „smáfíska í tjöm fullri af pir- andsvara fyrir hennar hönd og anja-fískum“ (ránfiskum). innbyrðis átökum Jóhannesarborg, 6. febrúar. AP. SEX BLAKKIR námamenn biðu bana í innbyrðis átökum blakkra námumanna, sem starfa við gull- námu vestur af Jóhannesarborg. Óljóst er hvað hleypti átökum námamannanna af stað, en tíð eru átök manna af hinum ýmsu ætt- bálkum. Námamennimir dveljast venjulega sem farandverkamenn í sérstökum búðum við námumar í allt að 11 mánuði á ári. Þá kom víðs vegar til óeirða í Suður-Afríku í gærkvöldi og nótt, að sögn lögreglunnar í Pretoríu. Blökkukona beið bana er kveikt var í húsi hennar í borgarhverfí svartra í Kwazakele, sem er skammt frá Port Elizabeth. CENCI GJALDMIÐLA London 6. febrúar. AP. Bandaríkjadollar féll nokkuð annan daginn í röð gagnvart helstu gjaldmiðlum Evrópu í dag. Sterlingspundið hækkaði nokkuð í verði og gullverð hækkaði einn- ig nokkuð. Síðdegis í dag kostaði pundið 1,3960 dollara (1.3900) en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust: 2,3835 vestur-þýsk mörk (2,3890) 2,01865 svissneska franka (2,0220) 7,3075 franska franka (7,3250) 2,6935 hollensk gyllini (2,6980) 1,622.50 ítalskar lírur (1,627.375) 1,4085 kanadískadollara (1,43625) ogT9D,95jen (191,05)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.