Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Brotalamir
í bankakerfinu
Matthías Bjamason, við-
skiptaráðherra, upp-
lýsti á Alþingi á þriðjudag,
að ríkisbankamir hafa lánað
stærstu viðskiptavinum sín-
um margfaldlega hærri upp-
hæðir en nemur eiginfjár-
stöðu þeirra. í lok nóvember
á síðasta ári skulduðu fímm
stærstu viðskiptavinir Lands-
bankans upphæð, sem er
304% af eigin fé bankans. Á
sama tíma skulduðu fímm
stærstu viðskiptavinir Bún-
aðarbankans upphæð, sem
er 183,2% af eigin fé bank-
ans. í lok júní á síðasta ári
skulduðu fímm stærstu við-
skiptavinir Útvegsbankans
upphæð, sem samtals er
392,5% af eigin fé bankans.
Þar af var hlutfall stærsta
skuldunautsins 145%.
Þessar staðreyndir vekja
athygli á því, að brýn nauð-
syn er á nýskipan bankamála
hér á landi. Þær sýna, svo
ekki verður um villst, að
bankamir em of margir og
smáir til að geta þjónað at-
vinnu- og viðskiptalífínu.
Hugmyndir em uppi um að
lögfesta reglur um hámark
útlána, svo sem algengt er í
nágrannalöndunum, og hefur
í því sambandi verið talað
um, að lán til einstakra við-
skiptavina verði ekki hærri
en 30-35% af eigin fé við-
komandi banka. Ef þessi
regla væri nú í gildi gætu
ríkisbankamir ekki sinnt
þörfum stærstu viðskiptavina
sinna. Landsbankinn gæti
t.d. ekki veitt fjómm stærstu
viðskiptavinum sínum þá
fyrirgreiðslu, sem hann býð-
ur þeim nú. Lán til þessara
aðila námu í nóvember 1985
frá 56,1% til 83,6% af eigin
fé bankans. Þetta sýnir í
ským ljósi brotalömina á
þeirri skipan, sem við búum
við.
Um það er raunar ekki
deilt, að nauðsynlegt er að
endurskipuleggja bankakerf-
ið. Formenn allra stjóm-
málaflokkanna hafa viður-
kennt það og fyrir liggur álit
opinberrar nefndar um þörf-
ina á því verki. Staða Útvegs-
bankans kallar síðan á skjót-
ar aðgerðir. Um hitt em
skoðanir stjómmálamanna
skiptar, hvemig að fram-
kvæmdinni á að standa.
Ágreiningurinn er um það,
hvort auka eigi hlut einka-
banka eða sameina ríkis-
bankana.
Á síðasta landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins var fyrir
atbeina ungra sjálfstæðis-
manna gerð samþykkv. um
bankamál, þar sem hvatt var
til þess, að ríkisviðskipta-
bönkunum yrði breytt í hluta-
félög og stefnt að meiri
styrkleika, auknum sveigjan-
leika og bættri hagkvæmni
bankakerfisins. Sem kunnugt
er taldi þingflokkur sjálf-
stæðismanna ekki ástæðu til
að taka mið af þessari sam-
þykkt þegar nýja bankalög-
gjöfín var afgreidd. Mál hafa
hins vegar á skömmum tíma
skipast með þeim hætti, að
þingflokkurinn hlýtur að
taka þá afstöðu sína til end-
urmats. í því viðfangi er rétt
að minna á afdráttarlaus
ummæli Þorsteins Pálssonar,
formanns Sjálfstæðisflokks-
ins, að það sé eitt brýnasta
verkefnið við úrlausn efna-
hagsmálanna, að draga úr
opinberum rekstri í banka-
kerfínu. Hann hefur jafn-
framt lagt til, að Útvegs-
bankinn verði sameinaður
einkabönkum í nýjum öflug-
um hlutafélagsbanka. Það
sjónarmið kann að eiga
hljómgrunn í Alþýðuflokkn-
um og Bandalagi jafnaðar-
manna, en innan Framsókn-
arflokks, Alþýðubandalags
og Kvennalista virðist eink-
um áhugi á einhvers konar
sameiningu ríkisbanka.
Fram kom í frétt í Morgun-
blaðinu í gær, að atvinnu-
og þjónustufyrirtæki hér á
landi hafa vaxið örar en
nemur getu bankanna til að
sinna eðlilegri rekstrarfjár-
þörf þeirra. Þeir geta ekki
komið til móts við stærstu
viðskiptavini sína nema með
því, að setja sig í stórfellda
hættu. Þetta ástand er að
sjálfsögðu óeðlilegt og það
er líka óviðunandi. Stjóm-
málaforingjamir, sem viður-
kennt hafa að brotalamir eru
í bankakerfínu, verða að taka
af skarið með einum eða
öðrum hætti. Málir þolir ekki
lengri bið.
Forsetakosningar á Filippseyjum í dag
„Við viljum 1<
við Marcos.,
Maniila, 5. febrúar. Frá fréttamanni Morgfunblaðsins, Ónnu Bjaraadóttur.
„Marcos er þjófur. Hann hefur stolið fjármunum þjóðarinnar
og rænt hana stolti sinu. Filippseyjar voru næst ríkasta þjóðin I
Suðaustur-Asíu á eftir Japan þegar hann var kjörinn forseti 1965.
Og sjá okkur nú. Við erum næst fátækasta þjóðin í þessum heims-
hluta, fólkið okkar verður að fara utan til að finna störf og
vinnur húsverk þar sem það ferðaðist áður um eins og aðrir
ferðamenn. Við erum ekki endilega hrifin af Cory Aquino en hún
er skárri en Ferdinand Marcos. Við viljum losna við Marcos.“
Sá er þetta sagði var fátæklega búinn maður á leið heim af
stærsta kosningafundi Aquino í forsetakosningabaráttunni á
Filippseyjum. Hátt í ein milljón manns sóttu fundinn í Manilla á
þriðjudagskvöld og fólk var stolt af að hafa komið að eigin
frumkvæði, „þeir sem sækja fundi Marcos fá borgað fyrir að
fara þangað,“ var viðkvæði fólks. Það var fámennt á síðasta
fundi Marcos á sama stað daginn eftir í samanburði við fund
Aquino. Þó var fólki ekið þangað víða að i rútubQum og fékk
m.a. ókeypis hádegisverð í kaupbæti.
Uppreisn
og valdagræðgi
Kosningabaráttan á Filippseyjum
var hörð. Mikið er í húfí. Ferdinand
Marcos, hefur verið forseti landsins
síðan 1965. Hann var þá von fólks-
ins og lofaði góðu. Hann lét endur-
skoða lög um landeignir og skipti
upp hluta landsins. Hagvöxtur jókst
á fyrstu árum stjómar hans, fjár-
festing jókst og fjármunir hættu
að flæða út úr landinu. Hann var
endurkjörinn forseti 1969 með
miklum meirihluta atkvæða og
mátti þá þjóna þjóðinni í fjögur ár
til viðbótar samkvæmt stjómarskrá
landsins.
En andstaða hægri sinna, þar á
meðal stórra landeiganda, í þing-
ingu hafði aukist. Fjölmiðlar gagn-
lýndu forsetann harðlega og vinstri
sinnuðum uppreisnarmönnum fjölg-
aði úti á landsbyggðinni. Marcos
sendi hersveitir út í dreifbýlið í
ágúst 1971 til að vemda almúgann
og berjast gegn kommúnistum og
múhameðstrúarmönnum. Astandið
var orðið mjög slæmt í landinu um
mitt ár 1972. Barist var á ýmsum
svæðum og stjómmálamenn í
Manilla deildu hart og óstjóm ríkti
á ýmsum sviðum.
Marcos greip til þess ráðs að
setja herlög í september 1972.
Flestum flölmiðlum var lokað, þing-
ið sent heim og stjómarskráin
numin úr gildi. Fjöldi andstæðinga
Marcos var handtekinn og settur í
fangelsi. Marcos var einráður og
hann skipaði vini sína og ættingja
í lykilembætti um allt land og hann
leyfði aðeins Qölmiðlum sem voni
hliðhollir honum að starfa. Þijú
dagblöð í eigu vina hans komu út
í Manilla og stjómarandstöðublaðið
We fomm fékk að koma út þangað
til það birti grein um að heiðurs-
merki hans úr stríðinu væm illa
fengin.
Stjómarandstæðingar, þar á
meðal Laurel-flölskyldan, sem er
áhrifamikil §ölskylda, segja að
Marcos hafí sett herlög til að geta
setið áfram í embætti forseta.
„Hann þjáist af valdagræðgi," sagði
Letty Laurei, starfsmaður kosn-
ingaskrifstofu Cory Aquino og
frænka Doys Laurel, varaforseta-
efnis stjómarandstöðunnar. „Hann
er afar greindur maður og Laurel-
Qölskyldan batt miklar vonir við
hann þegar hann var kjörinn forseti
1965. En valdagræðgi hans hefur
náð yfírhöndinni og hann beitir
vitsmunum sínum til að auka eigin
völd og til að halda þeim. Hann
hefur ekki bara áhuga á peningum
og ríkidæmi, hann vill völd fyrst
ogfremst.
Stíflan brast eftir
morðið á Aquino
Marcos setti lög eftir eigin geð-
þótta og ákvað að stofna nýtt þing
árið 1976. Sú ákvörðun var sam-
þykkt á íjöldafundum og þing kosið
1978. Það á að setja lög og semja
nýja stjómarskrá en Marcos hefur
enn leyfí til að setja lög án sam-
þykkis þingsins ef honum sýnist svo
samkvæmt viðbótarlögum númer 6
í nýju stjómarskránni. Hann notaði
sér það óspart í kosningabarátt-
unni.
„Stuðningsmenn Marcos hika
ekki við að svindla," sagði Paul
Aquino, starfsmaður kosningabar-
áttu Cory Aquino og bróðir Benigno
Aquino. „í þingkosningunum 1984
fékk einn af okkar mönnum 19.000
atkvæði fram yfír frambjóðanda
KBL-flokksins samkvæmt talningu
NAMFREL, samtaka hlutlausra
eftirlitsmanna við kosningar. En
þegar opinberu tölumar voru lesnar
upp þá hafði hann tapað fyrir
KBL-manninum með 15.000 at-
kvæða mun.“
Benigno Aquino, virtasti stjóm-
málaandstæðingur Filippseyja,
sneri heim frá Bandaríkjunum eftir
3ja ára dvöl þar í ágúst 1983. Yfír
þúsund hermenn voru á flugvellin-
um til að vemda hann við komuna
en hann var skotinn í hnakkann á
leið út úr flugvélinni. Kommúnist-
um hefur verið kennt um morðið
en Cory Aquino, ekkja Benignos,
er sannfærð um sakleysi þeirra.
Hún telur herinn og Marcos bera
ábyrgð á morðinu en Fabian Ver
hershöfðingi og menn hans hafa
verið sýknaðir af ákæm og Ver er
aftur í embætti yfírmanns hersins.
Morðið á Aquino leysti úr læðingi
reiði þjóðarinnar í garð Marcosar
og manna hans. Tvö harðorð og
óvægin stjómarandstöðublöð fóru
að koma út í Manilla og kaþólska
kirkjan hóf að gefa út vikublað sem
gagnrýnir stjóm Marcosar. Upp-
lausn ríkir í þjóðfélaginu og efna-
hagsvandinn er mikill. Erlendar
skuldir hafa aukist og fjárfesting
hefur minnkað. Dregið hefur úr
tekjum af ferðamönnum, fólk þorir
ekki til Filippseyja af ótta við of-
beldi og hermdarverk.
Fljótræði að boða til
kosninganna af
hálfu Marcosar?
Þrýstingur á Marcos vegna
ástandsins í landinu var orðinn
mikill. Forsetakosningar voru
haldnar 1981 og hann var endur-
kjörinntil 1987.
Bandaríkjamenn studdu Marcos
1965 en mótframbjóðanda hans
Forsetahjón Filippseyja, Ferdinand og Imelda Marcos.