Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1986
33
Minning:
Magnús Konráðs-
son verkfræðingur
Fæddur 1. apríl 1898
Dáinn 23. janúar 1986
í dag verður kvaddur hinstu
kveðju tengdafaðir minn, Magnús
Konráðsson, verkfræðingur. Hann
andaðist að heimili sínu, Drápuhlíð
29, þann 23. janúar sl.
Magnús Konráðsson fæddist 1.
apríl 1898 á Syðra-Vatni, Lýtings-
staðahreppi, Skagafirði. Móðir hans
var Ingibjörg Hjálmsdóttir ættuð úr
Borgarfírði. Faðir Ingibjargar,
Hjálmur Pétursson, sat á alþingi
og var samtíðarmaður Jóns Sig-
urðssonar forseta. Faðir Magnúsar,
Konráð, var Skagfírðingur. Hann
var bróðir séra Jóns Magnússonar
föður Magnúsar Jónssonar dósents,
sem látinn er fyrir mörgum árum.
Ingibjörg og Konráð hófu búskap
1892 að Syðra-Vatni. Böm þeirra
voru níu og var Magnús sjötti í
röðinni. Þijú systkini Magnúsar lét-
ust á unga aldri.
Konráð var heilsuveill síðustu
árin sem hann lifði. Hann lést 4.
janúar 1911 og var Magnús þá
tæpra þrettán ára. Ingibjörg flutti
til Blönduóss með þijú böm sín eftir
lát manns síns, en Magnúsi var
komið fyrir hjá föðursystur sinni,
Ingibjörgu, og Stefáni Magnússyni,
sem þá bjuggu að Flögu í Vatnsdal
og hjá þeim dvaldist hann næstu 4
árin og las undir menntaskólanám,
enda hafði móðir hans kvatt hann
og öll bömin að föðumum látnum
að fara tit náms, svo framarlega
sem þess væri nokkur kostur.
Atján ára að aldri lagði Magnús
af stað fótgangandi úr Skagafírði
til Akureyrar til innritunar í
menntaskólann þar. Þar lauk hann
tveggja bekkja námi á einum vetri
og hélt síðan til Reykjavíkur til
áframhaldandi náms. Magnús lauk
stúdentsprófí frá menntaskólanum
í Reykjavík vorið 1918. Þau sem
útskrifuðust með Magnúsi vom
meðai annars Jón Grímsson, Einar
Ólafur Sveinsson, Stefán Jóhann
Stefánsson, Brynjólfur Bjamason,
Þorvarður Sölvason, Guðrún Thule-
nius, Dýrleif Ámadóttir, séra Þor-
steinn Gíslason og Finnur Einars-
son.
Að loknu menntaskólanámi lá
leiðin til Kaupmannahafnar og þar
innritaðist Magnús í Danmarks
Tekniske Hojskole og lauk þar prófí
í byggingaverkfræði árið 1926.
Magnús vann ýmiss verkfræði-
störf á ámnum 1926 til 1933, m.a.
eftirlit með byggingu Landspítalans
1926. Hann vann að mælinum við
Skeiðsfoss, Skagafírði, og gerði
frumáætlun að virkjun þar ásamt
Steingrími Jónss^mi. Hefur gert
útreikning að jámbentri steinsteypu
m.a. í Sjómannaskólann í Reylq'a-
vík. Vann við mælingar fyrir Raf-
magnsveitu Reykjavíkur 1927 og
vatnsveitu Reykjavíkur 1931. Árið
1934 varð Magnús fyrir miklu áfalli
er hann fékk lömunarveikina.
Uppfrá því gekk hann ekki heill tii
skógar og hafði takmarkaðan mátt
í vinstra fæti og háði það honum
'esid af
meginþorra
þjóóarinnar
daglega!
Auglýsinga
síminn er2
mjög. Starfaði hjá vita- og hafnar-
málastjóm 1933—1969. Deildar-
verkfræðingur frá 1960 og hafði
þar með höndum m.a. mælingar,
áætlanir og annan undirbúning og
umsjón með hafnarframkvæmdum
á ýmsum stöðum á landinu þar á
meðal Skagaströnd, Stykkishólmi,
Sauðárkróki, Keflavík, Þorláks-
höfn, Akureyri, Siglufírði o.fl. o.fl.
Hafði undirbúning og eftirlit með
stækkun Þorlákshafnar 1962,
landshafnar í Njarðvík 1963 og
brimvamargarðs á Eyrarbakka.
Gerði áætlanir og teikningar af
bátagörðum og dráttarbraut í
Stykkishólmi og á Akureyri. Kenn-
ari við gagnfræðaskóla á Ákureyri
og Verslunarskóla íslands. í sókn-
amefnd Háteigssafnaðar frá 1960.
Magnús var hagmæltur vel, en
því miður held ég að fátt sé eftir
hann skrifað. Þó gæti svo verið.
Magnús var góðum gáfum gæddur
og heill hafsjór af fróðleik, enda
víðlesinn. Hann hafði frá bamæsku
og til síðasta dags mikið yndi af
lestri góðra bóka. Hann var trú-
Hjalti Pálmason
- Kveðjuorð
hneigður með afbrigðum og hafði
mikið lesið um trúmál. Magnús var
drengur góður í orðsins fyllstu
merkingu. Hann kvæntist 1930
hinni ágætustu konu, Eyþóru Sig-
uijónsdóttur, jámsmiðs frá Siglu-
fírði, og lifir hún mann sinn. Þau
eignuðust þijú börn^ Ingibjörgu,
Konráð og Kristjönu. I huga mínum
mun ég ætíð geyma minningu úm
mikinn drengskaparmann. Guð
blessi minningu Magnúsar Kon-
ráðssonar.
Valdimar Tryggvason
Fæddur 12. desember 1966
Dáinn 14. janúar 1986
Við sem unnum með Hjalta
Pálmasyni vomm harmi slegin er
við fréttum andlát hans. Hann var
drengur góður og hans skarð verður
vissulega vandfyllt. Þótt hann væri
ekki hér fastavinnu-maður, þá
þekktum við hann öll. Gott skap
hans hafði góð áhrif á alla á þessum
vinnustað, og við munum Iíka
minnast þess hve músíkalskur hann
var. Oft mátti heyra hann syngja
eða bara raula svona með ef eitt-
hvert lag var leikið í útvarpinu.
Áhugamál hans voru mörg og
margvísleg. Björgunarstörf munu
hafa átt hug hans mest. Hann var
einmitt á slíkri björgunaræfíngu er
slysið bar að höndum.
Það er erfítt að trúa því að
Hjalti hafí verið frá okkur tekinn.
En huggun er okkur í því að vita
að Guð almáttugur mun hafa tekið
á móti honum og í hans umsjá er
hann, kannske mun betur en hægt
væri í þessum heimi.
Við vottum foreldrum hans og
öðrum ættingjum innilega samúð.
Megi minningin um góðan dreng
lifa í bijóstum okkar.
Starfsfólk saltverkunarhúss
Þorbjarnar hf., Grindavík.
í tilefni þess að hlutfallslega hafa selst fleiri Singer sauma-
vélar á íslandi en nokkru hinna Norðurlandanna,
bjóða verksmiðjumar 50 Singer saumavélar á sérstöku
„tilefnisverði“, sem enginn annar býður
2ja ára ábyrgð
mim
&SAMBANDS1NS
ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910-81266
Kirsten Rydahl, einn fremsti
sérfræðingur Singer,leið-
beinir viðskiptamönnum
Rafbúðarinnar um mögu-
leika Singer, föstudaginn
7. febrúar kl.14-18.