Morgunblaðið - 07.02.1986, Side 34

Morgunblaðið - 07.02.1986, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 t Hjartkær konan mín, dóttir okkar og systir, EVA HRÖNN HREINSDÓTTIR, Rjúpufelli 25, lóst í Borgarspítalanum 5. febrúar. Árelfus Þórðarson, Þrúður Ingvarsdóttir, Hreinn Eyjólfsson, Reynir Hreinsson. t Faðir okkar, GUÐMUNDUR M. ÞORLÁKSSON, fyrrverandi kennari, lést í Borgarspítalanum 5. febrúar. Hólmfríður Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson. t Hjartkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaöir, afi og langafi, JÚLÍUS JÓNSSON, bifreiðastjóri, Klapparstfg 3, Keflavfk, verður jarðsunginn fró Keflavíkurkirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Jórunn Ólafsdóttlr, Jóna Júlfusdóttir Tysol, Áml Júlfusson, Valgerður Slgurðardóttir, Elsa Júlfusdóttlr, Sigurður Gunnarsson, Einar Júlfusson, Hafdfs Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, SIGRÍÐUR H. STEFÁNSDÓTTIR fyrrverandi kennari, Ólafsvfk, sem lést hinn 28. janúar sl., verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ifknarstofnanir. Bílferð verðurfrá Umferðarmiðstöðinni kl. 8f.h. Frfða Stefánsdóttir Eyfjörö, Þorgils Stefánsson, Alexander Stefánsson, Gestheiður Stefánsdóttir, Erla Stefánsdóttir. t Útför KRISTBJARGAR RÖGNVALDSDÓTTUR fyrrum Gröf Eyrarsveft, sem andaöist 3. þessa mánaöar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd systur hinnar látnu og annarra ástvina. Svavar Sfmonarson. t Alúðarþakkirtil sóknabarna, starfsbræðra og annarra vina, séra VALGEIRS HELGASONAR er fjölmenntu við útför hans að Grafarkirkju Skaptártungu þann 1. þessa mánaðar. Sérstakar þakkir færum við séra Sigurjóni Einarssyni fyrir ómetanlega aðstoö hans. Sigurður Helgason, Steinþóra Sigurbjörnsdóttir, Guðleif Helgadóttir, Greipur Kristjánsson, Margrót Helgadóttir, Ragnar Þorgrfmsson, Bjarni Helgason, Guðrfður Kristjónsdóttir, Jóhann Laurentze Helgason og systkinabörn hins látna. Lokað Vegna jarðarfarar HARALDS ÁSGEIRSS0NAR prent- ara, verður lokað fyrir hádegi í dag. Prentsmiðjan Viðey hf. Prentþjónustan Metri hf. Minning; Haraldur Asgeirs son prentari Fæddur 6. aprO 1945 Dáinn31.jaiiúar 1986 * Ég ætla ekki að skrifa neina lof- grein um Harald Ásgeirsson því til þess hef ég ekki gáfur né aðra möguleika þó að margt_ lofsvert megi um hann segja. Ég sendi honum kveðju inn í eilífðina og bið Guð að annast sálu hans. Eins bið ég Guð að styrkja hina tryggu og kærleiksríku unnustu hans. Astvini hans alla bið ég Guð að blessa. Lifum í þeirri trú að andinn sé ódauðlegur og að ástvinaendur- fundir eigi sér stað að jarðvistar- líftíma loknum. Alexander Sigurbergsson Það er erfitt að kveðja góðan vin hinstu kveðju. Sérstaklega svo lífs- glaðan mann og fullan athafnasemi sem Haraldur Asgeirsson var. Hugurinn reikar ósjálfrátt aftur um mörg ár, er við Halli sátum kvöldstund á Akureyri og ræddum landsins gagn og nauðsynjar ásamt tveimur félögum hans f flugáhugan- um, þeim Jóni Heiðberg Andrasyni og Lúðvík Karlssyni. Nú eru þeir allir þrír horfnir og allir hafa þeir látist í flugslysum. Þau eru mörg árin síðan við Halli Ásgeirs hittumst í fyrsta skipti. Hann var þá í foreldrahúsum á efri hæðinni að Sigurhæðum og bauð mér að gista í stofunni. Ég var í einhveijum erindagjörðum fyrir Iðnnemasamband íslands og Halli var formaður Iðnnemafélags Akureyrar. Ekki spillti það fyrir að báðir vorum við að læra prentverk, þannig að sameiginleg áhugamál voru næg. Þessir dagar og nætur að Sigur- hæðum lögðu grunninn að vináttu sem haldist hefur síðan. Dijúgur tími gat liðið milli þess sem við hittumst meðan hann bjó nyrðra, en hann átti gjaman leið til Reykja- víkur og ég norður og þá var hinn ævinlega leitaður uppi. Og alltaf var eitthvað nýtt að frétta af Halla Ásgeirs. Allt í einu var hann búinn að kaupa Prentsmiðju Bjöms Jóns- sonar ásamt Svavari Ottesen og stofna bókaútgáfuna Skjaldborg. Hann var farinn að stunda siglingar ofan í flugið sem hann hafði iðkað frá því ég hitti hann fyrst. Og fyrir ári eða svo hafði hann fullan hug á að fara út f fallhlffarstökk. Svo var hann farinn að gefa út „What’s on in Reykjavík" handa erlendum túristum. Svona var athafnagleðin. Það sem hann tók sér fyrir hend- ur gerði hann með tmkki. Hellti sér út í bæjarpólitikina á Akureyri með þeim árangri að hann sat þar um tíma í bæjarstjóm fyrir Alþýðu- bandalagið. En flutti til Reykjavíkur áður en kjörtímabilinu lauk. Eftir að hann sneri sér að sigling- um gerði hann það að sjálfsögðu eftirminnilega líka; það svo, að hann var einn þeirra sem valdir vom til að sigla heim þeim tveimur seglskipum sem Norðmenn gáfu fslensku þjóðinni í afmælisgjöf 1974. Þannig var hann einfaldlega; fullur áhuga á því sem hann tók sér fyrir hendur. Margs er að minnast eftir liðlega tuttugu ára vináttu. Sigling um Skeijaflörðinn á norsku þjóðargjöf- inni, þar sem Halli stóð í skut og skipaði okkur alls óvönum skip- veijum fyrir með þmmuraust; slaka hér, hífa þar. Þetta var eftirminni- legur dagur í sól, roki og pusi, og áhöfnin örþreytt þegar landi var náð eftir kmss inn eftir firði. Kannski er þó skæmst endur- minningin um fyrstu flugferðina sem hann tók mig í. Það var um páska norður á Akiireyri; snjór yfír öllu en bjart veður og heiðskírt. Við vomm þama uppi í um það bil 45 mínútur og ég fékk þann skemmtilegasta landafræðitíma sem ég hef fengið á lífsleiðinni, en allur uggur gleymdist við hlið Halla, enda handtökin fumlaus og ein- hvem veginn fannst mér ég alveg vera ömggur svo hátt yfír landi og sjó með þennan mann við stjóm- tækin. Þannig man ég Harald Ás- geirsson best og þannig mun ég minnast hans um ókomna framtfð. Eftirlifandi sambýliskonu Har- aldar og dóttur, sendum við hjónin okkar einlægustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar í sámm harmi. Haukur Már Haraldsson Aldrei nokkum tíma hafði það hvarflað að okkur að Halli væri á leiðinni út úr þessu jarðlífi svo fljótt sem raun varð á. Við höfðum ávallt álitið að hann yrði allra manna elstur. Állt benti líka til þess því hann eltist ekkert, var eins og unglamb jafnt í anda sem í verki. Sami krafturinn, sama úthaldið, sama bjartsýnin. En hvers vegna er verið að rífa hann frá okkur endilega núna, þegar allt lék í Iyndi hjá honum. Einhvem tilgang er ömgglega að fínna annan en „hætta ber leik þá hæst hann stendur", hver sem hann núer. Víða kom hann við. í ævistarfí sínu, prentiðn, hafði hann farið á öll stig, allt frá aðstoðarmanni upp í prentsmiðjueiganda, með tilheyr- andi útgáfustarfsemi. Flug stundaði hann mikið á köflum og náði ágæt- um árangri. Margar skrautlegar flugsögur em til um hann. Það var til dæmis ekki skömm að því þegar hann lenti svifflugu, fyrstur manna, á íþróttavellinum á Akureyri. Fróður var hann um skemmtana- líf íslendinga og aldrei í vandræðum með persónuleg kynni, alveg undra- vert hversu fljótur hann var að ná þeim, enda persónutöfrar hans ein- stakir. Við vomm að hugsa um það í Höllinni f gærkvöldi að það væri furðulegt til þess að hugsa að eiga aldrei eftir að fara með honum þangað eða á völlinn. Það var svo margt eftir. Stórt rúm sem hann skilur eftir verður ekki fyllt. Jæja, með þessum orðum kveðj- um við Halla og þökkum honum fyrir samfylgdina í þessu lífi, hún var ánægjuleg. Aðstandendum hans, unnustu, dóttur og systkinum vottum við samúð okkar. Ómar og Örn Nú kveð ég góðan vin og félaga með söknuði. Það er á slíkum tíma- mótum, sem hugurinn reikar til baka að rifla upp gamlar minningar frá liðnum árum, góður drengur er snögglega tekinn burtu frá ástvin- um og félögum, en þeir deyja ungir sem guðimir elska. Vinur minn, Haraldur Ásgeirs- son, prentari fórst í flugslysi sfðla dags 31. janúar 1986 og með hon- um kunningi minn, Rúnar Brekkan, annar eigandi og smiður flugvélar- innar, sem þeir fórust með. Með fráhvarfí þeirra er höggvið skarð í raðir flugáhugamanna á íslandi, því báðir voru þeir þekktir fyrir brennandi áhuga á sviði flugsins. Haraldur var Siglfírðingur að upp- mna, fæddur þar 6. apríl árið 1945, en um ættir hans veit ég lítið. Meðal flugáhugafólks var Halli talinn vera Akureyringur, en þangað fluttist hann með foreldmm sínum á ungl- ingsámm og hlaut hann þar sitt uppeldi í flugi hjá Svifflugfélagi Akurejrrar á Melgerðismelum. Haraldur var mjög virkur í fé- lagsmálum flugáhugamanna. Hann sat um margra ára skeið í stjóm Svifflugfélags Akureyrar, var með- al stofnenda Flugklúbbs Ákureyrar og var einn aðalhvatamaður að stofnun Flugklúbbs Reykjavíkur sl. haust, en hann var kosinn ritari klúbbsins á stofnfundi hans í sept- ember sl. Halli tók þátt í ótal flugkeppnum, m.a. tveimur íslandsmótum Flug- málafélags íslands í svifflugi svo og f íslandsmóti Flugmálaféiagsins í vélflugi sumarið 1985. Ársmeistari í svifflugi varð hann árið 1973. Ennfremur var Halli í landsliði ís- Iendinga á heimsmeistaramóti í svifflugi sem haldið var í Póllandi árið 1968. En Halli átti fleiri áhuga- mál en flugið og var hann meðal þeirra sem sigidu víkingaskipunum heim frá Noregi á Þjóðhátíðarárinu 1974. Af kynnum mínum af Halla veit ég að góður guð tekur á móti honum með opnum örmum, því hann var drengur góður, sannkallaður vinur vina sinna. Mér reyndist Halli ein- staklega góður vinur og félagi. Lærði ég margt af honum á þeim fáu árum eftir að kynni okkar urðu nánari og góður vinskapur tókst milli okkar. Varla leið sá dagur, að Halli leit ekki við hjá mér og rædd- um við þá saman um okkar áhuga- mál, flug, stjómmál, prentlist og stöku sinnum íþróttir. Oftast vorum við sammála, stundum ósammála, en það kom aldrei að sök, viðræð- umar vom ætíð í mesta bróðemi. Áttum við margar ánægjulegar stundir saman, en í góðra vina hópi var Halli hrókur alls fagnaðar og átti hann mjög auðvelt með að blanda geði við samferðamenn. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin minn Harald Asgeirsson að sinni. Bið ég guð að veita ástvin- um hans styrk á þessari stundu. Unnustunni, Maríu, dótturinni, Sól- veigu, systkinum hans og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Ástvinum Rúnars votta ég innilega samúð. Pétur P. Johnson Haraldur Ásgeirsson er nú horf- inn úr lífi okkar sem enn erum að bijótast hér um. Hann fór frá okkur föstudaginn 31. janúar sl. til að sinna tómstundaiðju sinni, flugi, og beið bana í voveiflegu slysi. Sfðustu árin starfaði Haraldur með okkur við prentiðn í Þverholt- inu. Alveg frá því að við byijuðum að starfa saman átti. hann stóran sess í lífí okkar allra. Þá daga, sem liðnir eru síðan hann hvarf frá okkur, fínnum við fyrir þeim tóm- leika sem fylgir þvf að sá maður, sem alltaf flaug hærra og betur en við hinir, er ekki lengur í okkar hópi. Allir þeir, sem kynntust Haraldi í prentiðninni þessi ár, eru enn að hugsa hvort þetta geti verið satt, að þessi maður eigi ekki eftir að hlæja framan í okkur oftar. Hann hafði þá góðu mannkosti til að bera að vera bæði glaðlyndur og gjöfull maður. Alltaf sá hann leið til að slá á léttari strengi ef þungt var í mönnum í kringum hann. Hann var félagslyndur, fór ekki í manngrein- arálit, hvorki í starfí né leik, og kunni bæði að gefa og þiggja. Hans mun verða lengi saknað með stórum trega af okkur félögum hans í prentiðnaðinum. Maríu, unnustu hans, dóttur og öðrum aðstandendum, vottum við dýpstu samúð vegna fráfalls þessa sameiginlega vinar. Stutt er lífið— lítið eitt af von, sem deyr,- dálítiðafdraumum - og síðan ekki söguna meir. (Magnús Ásgeirsson, þýddi úr frönsku.) Sveinn A. Blöndal, Þráinn Þórhallsson. _

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.