Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1986
35
Minning:
GuðmundurK. Gísla-
son vélstjóri
Guðmundur Katarínus Gíslason,
vélstjóri fæddist að Þorgilsfelli,
Staðarsveit, Snæfellsnesi 23. janúar
1902, sonur merkishjóna, Gísia
Magnússonar og Guðbjargar Jó-
hannesdóttur, er lengst bjuggu að
Kirlqufelli í Grundarfírði. Systkini
hans voru Margrét, Kristján, Her-
dís og Magnús sem nú er látinn.
Guðmundur varð bráðþroska, mikill
efnismaður af merkri ætt sunnan
Breiðafjarðar. Hann fluttist ungur
til sjóróðra að Hellissandi til Am-
gríms Amgrímssonar útvegsbónda
frá Stórhellu við Sand. Hann þótti
afburða duglegur til allra starfa
hvort sem var á sjó eða á landi.
Hann fór á vertíðir á vélbáta frá
Suðurlandi og ísafírði sem vélstjóri,
þar til hann giftist 27. des. 1925
Ágústu Jónasdóttur frá Búðum á
Snæfellsnesi. Ágústa fæddist 24.
ágúst 1904. Þau hófu búskap í Ól-
afsvík. Þar eru elstu böm þeirra
fædd. Frá Ólafsvík fluttust þau til
Keflavíkur þar sem Guðmundur var
vélstjóri á bátum er gengu þaðan.
Síðan fluttust þau að Framnesvegi
24 í Reykjavík og bjuggu þar lengst.
í Keflavík misstu þau elstu dóttur
sína, Önnu er var 10 ára. Hún fórst
er samkomuhús brann þar. Böm
þeirra eru: Egill, giftur Guðlaugu
Sveinsdóttur, Ólafsvík, Guðbjörg,
gift Jóni Alexanderssyni, viðskipta-
maður, Jónas, giftur Lám Ólafs-
dóttir, skipstjóri og útgerðarmaður,
Ólafsvík, Jón, giftur Guríði Áma-
dóttur, bílstjóri í Reykjavík, Guð-
mundur Anton, giftur Jónu Korts-
dóttur, útgerðarmaður í Reykjavík,
Anna, gift Donald Lucas, sölumað-
ur, búsett vestan hafs, Gísli Finn-
bogi skipstjóri, giftur Elísabetu
Magnúsdóttur, Stefanía, gift Steph-
an Sykes Rockseter, vélaverkfræð-
ing, búsett í Bandaríkjunum. Gústaf
Geir var næst yngstur, hann dó 16
ára á sfldveiðum við Norðurland.
Auk sinna tíu bama áttu þau 47
bamaböm og 52 bamabamaböm,
það er 109 afkomendur. Guðmund-
ur missti konu sína, Ágústu, 5.
maí 1981. Áður hafði heilsa hans
bilað af heilablæðingu. Við andlát
hennar fluttist hann að Hrafnistu
og dvaldist þar til dauðadags, 31.
janúar 1986.
Ég, sem þessar línur rita, átti
Guðmund sem persónulegan æsku-
vin, tryggan félaga og starfsbróður
um áratug. Hann var hið mesta
prúðmenni, afburða hraustur og
kunni svo vel með að fara að aldrei
blakaði hann hendi til nokkurs
manns þótt tilefni gæfist, var eftir-
sóttur vélstjóri og farsæll í því
starfí.
Það vora glæsileg hjón þegar þau
giftust Guðmundur og Ágústa. Hún
var einnig fríðleikskona, um dugnað
þarf ekki að spyija, það þarf meira
en lítið þrek til að stjóma stóru
heimili, ala upp tíu böm, sjá um
skólalærdóm og skólagöngu, þegar
heimilisfaðirinn þurfti vegna starfs
síns svo tímum skipti, að vera úti
á sjó og öll vandamál hlóðust á
herðar konunnar.
Það skiptust á skin og skúr á
lífsbraut þeirra hjóna. Til viðbótar
við þá miklu erfíðleika sem alda-
mótakynslóðin hefur orðið að ganga
í gegnum, bætist, að þau misstu
vegna slysfara, tvö af sínum efni-
legu bömum, dóttir 10 ára, son 16
ára sem fyrr er getið, einnig varð
Guðmundur fyrir miklu slysi vegna
sjirengingar í skipi er hann var á.
Á seinni hluta ævinnar, vora þau
bæði farin á heilsu. En hamingjusól
þeirra lýsti frá hinum glæsilega og
stóra hóp bama, bamabama og
tengdafólks sem þeim hafði tekist
afburða vel að ala upp og koma til
þroska. Það er mikið ánægjuefni,
þegar lífsþreyttur, gamall maður,
sjúkur, án vonar um bata, fær þráða
hvfld. Guðmundur Gíslason var sá
úr hópi aldamótamanna sem hefur
skilað þjóð sinni til heilla, stóra
dagsverki, unnu af trúmennsku og
dyggð, án eigingimi. Ég áma þeim
elskulega vini heilla á braut sinni
til hins æðra og fullkomnara lífs á
þroskasviðum eilífðarinnar.
Karvel Ögmundsson
Guðrún Þ. Þorkels-
dóttir - Minning
Fædd 14. apríl 1905
Dáin 24. desember 1985
Foreldrar Guðrúnar Þóra vora
hjónin Kristín Jónsdóttir og Þorkell
Guðmundsson. Ólst Guðrún upp
hjá afa sínum og ömmu frá unga
aldri, lengst af í vesturbænum, enda
systkinin mörg eða 9 talsins og er
eitt látið, Margrét. Guðrún er önnur
sem yfirgefur þetta líf, og er komin
til almáttugs Guðs, en það var það
sem hún þráði eftir löng og ströng
veikindi um árabil. Guðrún Þóra
giftist Magnúsi Ólafssyni 14. októ-
ber 1933 og var það hjónaband til
mikillar fyrirmyndar. Mann sinn
missti Guðrún Þóra 26. júní 1965
og var það mikið áfall fyrir hana.
En enginn veit hvenær kallið kem-
ur, og oft þegar síst skyldi. Guðrún
Þóra var með okkur hjónunum á
aðfangadagskvöld eins og síðustu
árin, og virtist hún kát og hress
að vanda og ekki granaði neinn að
það væri síðasta kvöldið sem við
væram með henni. Guðrún Þóra og
Magnús tóku stúlkubam í fóstur
aðeins mánaðargamla og ættleiddu
þau hana, hún var skírð Guðrún
Halldóra. Guðrún Þóra eignaðist 5
bamaböm og 5 bamabamaböm
sem hún dáði mjög mikið. Ég kynnt-
ist Guðrúnu Þóra fyrir um 10 áram
og var okkar samkomulag alltaf
með miklum sóma, enda ekki hægt
annað en að lynda við hana. Hún
hafði yfír miklum persónuleika að
ráða, blíð og skilningsrík. Alltaf var
hún boðin og búin að hjálpa ef
kraftur og geta leyfðu. Bið ég al-
góðan Guð að styrkja alla þá sem
vora henni nákomnir og sérstaklega
vil ég þakka nágrönnum hennar að
Hátúni lOb 7. hæð sem reyndust
henni sérstaklega vel í veikindum
hennar. Veit ég að algóður Guð
tekur vel á móti Guðrúnu og verða
endurfundir hennar og Magnúsar
ánægjulegir, því mikil ástúð ríkti
milli þeirra. Bið ég Guð að geyma
Guðrúnu og þakka ég henni fyrir
ánægjuleg kynni sem ég hefði viljað
að orðið hefðu lengri, en Guð tekur
í taumana þegar síst skyldi því vegir
hans era órannsakanlegir. Megi
Guð styrkja alla þá sem eiga um
sárt að binda.
Pétur Sigurðsson
TOYOTA TERCEL 4WD fer ótroðnar slóðir.
Hann er stórskemmtilegur bœjarbíll með mikið flutningsrými,
auk óvenjulegrar fjölhœfni, enda með drifi ó öllum hjólum.
Þegar fœrð og veður gera akstur erfiðan, ekur þú
leiðarþinnar þœgilega og óhyggjulaust.
Tœkni TOYOTA við smíði bílvéla sérTERCEL 4WD
fyrir nœgu afli en lógmarks eldsneytiseyðslu.
TERCEL4WD SPECIAL SERIES
ersérbúinn bíll, þarsem saman fara
aukin þœgindi og útlit sem
vekur athygli.
Renndu við
í reynsluakstur og þú
sannfœrist um að'TERCEL 4WD
SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði.
J
J