Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 félk í fréttum Nýr fjölskyldu- meðlimur Það eru rúmlega tveir mánuðir síðan Candice Bergen og Louis Malle eignuðust dótturina Chloe. Móðirin er ekkert að flýta sér í kvikmyndaleikinn, heldur nýtur þess að vera heima og sjá um ijölskylduna. „En það kemur þó að því fyrr eða seinna að ég fer að vinna aftur, því ég get ekki hugsað mér að hætta alveg." Hún á rúmlega 8000 myndir af kóngafólkinu 3að eru margir út um víða veröld sem lifa og hrærast í því sem þekkta fólkið er að gera hveiju sinni. Judy Haywood sem vinnur við hreingemingar á neðanjarðarbrautarstöð í London hefur sérstaka ást á enska kóngafólkinu og á nú um átta þúsund myndir af því. Iðulega ferðast hún margar klukkustundir til að ná myndum af fólkinu og eftir að hafa fylgt því eftir um árabil hefur hún rætt við alla meðlimi konungsfjölskyldunnar nema einn, Díönu. Hún heldur mikið upp á alla innan fjölskyldunnar, en einna vænst þykir henni nú um drottninguna. Slúðursögur um fólkið tekur hún afskaplega nærri sér og segir: „Ef ég hefði ekki sjálf fylgt þessu fólki eftir og vissi hvemig það hagar sér myndi ég eflaust trúa þessum gróusögum. En það er enginn fótur fyrir mörgum af þessum ljótu sögusögnum og ég fyrirlít þær. Já, þau eru mismun- andi áhugamálin, sem mannfólkið hefur. Judy Haywood fylgir kóngafóikinu eftir, til dæmis í um það bil 160 opinberar heimsóknir. Það eru tólf ár síðan Judy fór að taka myndir af fólkinu. „Ég man fyrst þegar ég ávarpaði drottninguna sem þá var nýorðin amma. Ég sagði einfaldlega: Halló amma, og hún hallaði sér aftur á bak og skellihló. Drottningin er mitt uppáhald." Varð milljónamæringiir á frístundagamni sínu Franskur flugþjónn að nafni Daniel Martin dundaði sér við það í frí- stundum að búa til úr leir eftirlíkingar af húsum vina sinna. Einu sinni þegar hann var staddur í New York sýndi hann svo forráðamönnum Tiffany’s vinnu sína og það var ekki að sökum að spyija, verkefnin hafa hlaðist upp síðan og drengurinn orðinn milljónamæringur á þessu tóm- stundagamni sínu. Nú flýgur Martin heimshoma á milli, en ekki sem flugþjónn heldur í boði efnaðs fólks, sem vill fá hann til að gera eftirlík- ingu af eignum sínum. Meðal viðskiptavina hans eru til dæmis Elton John, Malcolm Forbes og Ann Gitty. Jón Þór Sveinsson, Gunnar Smárason, Lárus Guðbjartsson og Hulda Brá Magnadóttir ásamt ungum nemanda, Heiðveigu Hönnu. LITIÐINNI SKÍÐASKÓLANN BLÁFJÖLLUM „Þú verður að beygja þig aðeins ... Morgunblaðið/Júlíu8 Nýlega tóku sig til þrír vaskir sveinar og ein stúlka og stofnuðu Skíðaskólann í Bláfjöll- um. Að vísu var starfræktur skóli þar áður, en þá gekk hann undir nafninu Skíðaskóli Ármanns. Unga fólkið heitir Gunnar Smárason, Jón Þór Sveinsson, Lárus Guðbjartsson og Hulda Brá Magnadóttir, öll á aldrinum 17 til 23 ára. Þegar litið var til þeirra fyrir skömmu og þau innt eftir starf- seminni sögðu þau að tveggja tíma námskeið væru þijú kvöld í viku og um helgar og svo væri ætíð möguleiki á einkakennslu. Aðspurð um aldur þátttakenda sögðu þau hann vera allt frá smá- bömum og upp í gamalt fólk, enda væri ekki til neitt sem kalla mætti of seint eða of snemma fyrir skíðafólk. Þá sögðu þau að starfsmannahópar og félagasam- tök kæmu líka og nytu tilsagnar. Þeir Jón og Gunnar em ný- komnir frá Noregi þar sem þeir nældu sér í þjálfararéttindi, en öll hafa þessir krakkar er að skól- anum standa, stundað skíða- mennskuna í Qölda ára og keppt ótal sinnum í íþróttinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.