Morgunblaðið - 09.03.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 09.03.1986, Síða 30
ífí 30 88€i SHÍJ4 .P. ItUPA<lUHWU2.SldAJa'/IUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR9. MARZ 1986 Á gömlum vöruloftum haf a gerst ótrúlegustu atburðir. Rykfallnar útstillingarbrúður hafa risið upp við dogg og farið að tala. Inn í þéttvöfnum efnisströngum úr kínasilki hafa fundist uppdrættir af löngu gleymdum fjársjóðum. Svo ekki sé minnst á draugana, sem ganga þar ljósum logum, því einhvers staðar verða þeir jú að eiga heima. „Veit mamma hvað ég vil?“ — er nafn á unglingaleikhúsi í Reykjavík, sem hefur innan sinna vébanda 90 félaga. Um midjan mars frumsýnir hópurinn sakamálaleikritið jBeðið í myrkri“ eftir Prederick Knott undir leikstjóm Péturs Einarssonar Á þessu vörulofti sem við erum nú stödd, er búið að hreinsa út alla dulúð og draugagang og mála hvítt. í staðinn ríkir þama æskublómi af bestu gerð. Því þama er til húsa unglingaleikhús, sem er rekið eins og hvert annað leikhús, sem auk þess verður að standa undir sér. Verið er að undirbúa sýningu á sakamálaleikrítinu „Beðið í myrkri" (Wait until Dark) eftir Frederick Knott. Að unglingaleikhúsinu, sem kallar sig :„Veit mamma hvað ég vil?“, standa 90 manns á aldrinum 14-23 ára. Það sem bindur þau saman er brennandi áhugi á leiklist. Ekki bara því að leika, heldur öllu, sem þar kemur við sögu, eins og sviðsmjmd, búningum, ljósatækni, tónlist og leikritun. Þau hafa mörg einhveija reynslu af leiklist. Hafa verið á leiklistar- námskeiði í skólunum eða leikið í leikriti. Frumkvöðlamir hafa meira að segja tekið þátt í leiklistarhátíð. Sú var haldin í Lapperanta í Finn- landi í tilefni af ári æskunnar undir heitinu Unge Norden. Einn þessara ungu manna, sem fluttu listina út er Felix Bergsson. Honum segist svo frá: „Okkur var boðið að fara á þessa hátíð með leikrit sem við höfðum samið sjö skólafélagar úr Hagaskóla. Það fjallaði um stráka, sem fluttu að heiman og segir frá því hvemig þeim gengur að pluma sig eftir að hafa losað sig við það sem bagaði þá heimafyrir. Leikritinu var vel tekið, en við héldum þama eina sýningu. Textinn komst líka ágætlega til skila, því við notuðum látbragð til að styðja hann.“ Já, þannig kviknaði áhuginn. Felix og félagar hann ræddu iðu- lega þann möguleika að stofna unglingaleikhús, þar sem saman væri kominn blómi ungs áhugaleik- fólks. Það varð úr að þeir auglýstu stofnfund þessara samtaka í skól- unum í september síðastliðnum. Þórunn Helgadóttir Inga Björk Hjaltadóttir „Við vissum ekki á hveiju við ættum von og vorum bæði undrandi og ánægð þegar 40 manns mættu á fundinn og síðan hefur flölgað sífellt og nú em 90 félagar skráðir, sem em þó mis virkir, segir Felix. En það er fleira, sem hékk á spýtunni, en einber áhugi á leiklist. „Við vomm nokkur skólasystkini að tala um þetta ár æskunnar. Voram við öll sammála um að það hefði nákvæmlega ekkert komið út úr því. Við töluðum um allar mömmumar, sem vora í nefndinni, sem áttu að skipuleggja þetta ár. Þær höfðu ekki hugmynd um hvað við vildum," segir Felix. „Hvemig hefðu þær svosem átt að vita það, þær töluðu aldrei við okkur!" grípur Vilhjálmur Hjálm- arsson fram f, hann er formaður leikfélagsins. „Það var einmitt, þegar við vor- um að ræða þetta, sem nafnið á leikhúsinu okkar varð til „Veit mamma hvað ég vil?,“ heldur Felix áfram. „Því þessar mömmur vissu ekki, að við höfum þörf fyrir að gera hlutina sjálf án afskipta þeirra full- orðnu. Við viljum ekki láta hugsa né framkvæma fyrir okkur. Við viljum reyna okkur sjálf." Þó að hér sé verið að gagnrýna er engan nöldurtón að finna, miklu fremur blásið í lúður. „Við ætlum að standa að einni sýningu á ári og virkja eins marga og mögulegt er í þeirri sýningu. Við viljum sýna hvað í okkur býr. En leikritið, „Beðið í myrkri" er tæknilega mjög erfitt og ef okkur tekst að koma því vel til skila þá getum við hvað sem er,“ segir Felix. „Við höfum líka í hyggju að vera með götuleikhús og uppákomur ýmiss konar," segir Þórann Helga- dóttir, en hún fer með aðalhlutverk- ið í þessari fyrstu uppfærslu ungl- ingaleikhússins. „Auk þess er verið að vinna að Til hagræðis fyrir þá sem eru að byggja - breyta - eða bæta. 20% afsláttur Grensásvegi 18, sími 82444. Líttu inn í Litaver, því það hefur ávallt borgað sig. Sendum í póstkröfu. Litaver — Litaver — Litaver Ekki vikið frá áætlunum um aukið sjálfræði á vesturbakkanum Tel Aviv, 6. mars. AP. SHIMON Peres, forsætisráð- herra ísraels, sagði á fimmtudag að hann myndi ekki vikja frá áætlunum um að veita Palestínu- mönnum á vesturbakka árinnar Jórdan, sem ísraelar hertóku, aukið sjálfræði. Hann sagðist hins vegar ekki samþykkja að þar yrðu haldnar bæjar- og sveitastjórnarkosingar nú. Peres sagði að sorgin vegna morðsins á Zafer Al-Masri, borgar- stjóra í Nablus, bæri því órækt vitni að hann hefði notið lýðhylli. ísraels- stjóm skipaði borgarstjórann í embætti. „Fjöldinn vó ekki Al-Masri, það vora þijár byssukúlur,“ sagði Peres á blaðamannafundi: „Haldið þið að ég skípti um skoðun vegna þriggja byssukúlna." NÁMSKEIÐ Myndræn tjáning — „Art TherapyM-tækni Námskeiðið er ætlað kennurum, þroskaþjálfum, fóstrum, fangelsis- vörðum og fólki úr heilbrlgðisstéttum. Byggt er á þvi viöhorfi að mikils ósamræmis gæti á milli hinna andlegu og veraidlegu þátta í lífi nútímamannsins. Á námskelöinu kynnast þátttakendur: ★ Markvissri sjálfstjáningu I eigin myndsköpun. * Markvissri sjálf sskoðun (gegnum eigin myndsköpun. Námskeiðið verður haldið aö Klapparstíg 28 hvert miðvikudagskvöld milli kl. 18 og 2119.3-23.4. nk. Leiðbeinandi veröur Sigríöur Björnsdóttir listmeöferöarfræöingur. Inn- ritun og upplýsingar i síma 17114 fyrir hádegi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.