Morgunblaðið - 09.03.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986
47
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Iðnfræðingur
24 ára iðnfræðingur með sveinspróf í húsa-
smíði óskar eftir fjölbreyttu starfi tengdu
byggingariðnaðinum. Getur hafið störf strax.
Upplýsingar í síma 11933.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVlK
Staða
forstöðumanns
Auglýst er til umsóknar ný staða forstöðu-
manns sambýlis fyrir fatlað fólk í Reykjavík.
Ráðgert er að heimilið taki til starfa þ. 1.
júlí nk. Væntanlegur forstöðumaður mun
annast undirbúning starfseminnar í samráði
við viðkomandi aðila. Laun skv. kjörum opin-
berra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendistfyrir21. mars nk.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
Hátúni 10
105 Reykjavík.
Viðskiptafræðingur
Framkvæmdastjóri
Fyrirtækið er öflugt þjónustufyrirtæki í
Reykjavík sem m.a. tengist útgáfustarfsemi.
Starfið felst í stjórnun á daglegum rekstri
fyrirtækisins, skrifstofuhaldi, fjármálastjórn-
un og samningagerð, auk annarra stjórnun-
arstarfa.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé við-
skiptafræðingur eða hafi sambærilega
menntun. Leitað er að dugmiklum karli eða
konu sem hefur reynslu af rekstrarstjórnun
og hæfileika til að takast á við krefjandi starf.
Ráðning er sem fyrst eða eftir nánara sam-
komulagi.
Umsóknarfrestur ertil 14. mars 1986.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstof unni frá kl. 9-15.
Afleysinga- og rádnmgaþjónusia
Lidsauki hf.
Skólavörðustig ta - IOI Reykjavik - Simi 621355
9
Dagvistarheimili —
störf
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftir-
taldar stöður lausar til umsóknar:
Við Dagvistarheimilið Marbakka sem
tekurtil starfa í maí n.k.
1. Fóstrur.
2. Starfsfólk við uppeldisstörf.
3. Matráð.
Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í síma
41570.
4. Staða fóstru á leikskólann Kópahvol.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
40120.
5. Staða fóstru á dagvistarheimilinu Kópa-
seli. Upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 84285.
Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu-
blöðum sem liggja frammi á Félagsmála-
stofnun Kópavogs, Digranesvegi 12.
Umsóknarfrestur er til 19. mars n.k. Nánari
upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í síma
41570.
Félagsmálastjóri.
Sölumaður
Við ætlum að ráða hæfan sölumann (eða
konu) til að selja ritföng ofl.
Fyrirtækið hefur mjög góð umboð og er þekkt
fyrir góða þjónustu. Góð laun fyrir réttan
aðila og góð vinnuaðstaða.
Umsóknir ásamt meðmælum, ef til eru
sendist augl.deild Mbl. fyrir 12. mars, merkt:
„Sölustarf — 0345".
Ritari aftur á
vinnumarkaðinn
Heildverslun, staðsett í Skeifunni vill ráða
konu til að sjá m.a. um vélritun- skjalavörslu-
telex. Enskukunnátta nauðsynleg.
Tilvalið fyrir konur með reynslu, sem eru
að fara aftur á vinnumarkaðinn.
Um er að ræða fullt starf en til greina kemur
að ráða tvær konur í hálft starf.
Umsóknir er tilgreini aldur og starfsreynslu
sendist skrifstofu okkar, fyrir 14. marz nk.
GijðntTónsson
RAÐCJOF & RAÐN I NCARÞJON USTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Starfsfólk óskast
í eftirtalin störf:
1. Afgreiðslumaður í varahlutaverslun (raf-
tækja — heimilistækja o.fl.).
2. Vandvirkur og þolinmóður maður í sauma-
vélaviðgerðir.
3. Rafeindavirki á hljómtækjaverkstæði.
4. Laghentur og vandvirkur maður í útvarps-
ísetningar í bíla o.fl.
5. Símavarsla, hálft starf.
Skriflegar umsóknir sendist sem fyrst til
Einars L. Gunnarssonar þjónustustjóra, sem
einnig veitir nánari upplýsingar.
]unnai Sfysehtöon Lf.
Suðurlandsbraut 16,
sími 35200.
Rafeindavirki
Raftækn if ræði ng u r
Við leitum að rafeindavirkja eða
raftæknifræðingi til starfa hjá IBM
á íslandi við tæknisvið þess.
Starfið felst m.a. í viðhaldi, uppsetningu,
breytingum og eftirliti tölvubúnaðar.
Leitað er að aðila með trausta og örugga
framkomu, sem er þægilegur í allri um-
gengni, er stundvís og reglusamur og hefur
til að bera lipurð og snyrtimennsku.
Enskukunnátta nauðsynleg. Starfsþjálfun í
upphafi starfs fer fram að hluta erlendis.
Æskilegur aldur 22-28 ára.
Góð laun í boði fyrir réttan aðila ásamt
þægilegri og skemmtilegri vinnuaðstöðu.
Þar eð hér er um að ræða sérstakt tækifæri
til að öðlast gott framtíðarstarf hvetjum við
alla þá er vilja takast á við nýtt og krefjandi
verkefni, að hafa samband og ræða málin í
algjörum trúnaði.
Eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur,
menntun og starfsreynslu sendist skrifstofu
okkar fyrir 15. mars nk.
ClJÐNT TÓNSSON
RÁÐCJ ÖF & RÁÐN l N CARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Iðnfyrirtæki í
Reykjavík
óskar eftir að ráða meiraprófsbílstjóra á
vörubíl. Umsóknir sendist auglýsingadeild
Morgunblaðsins fyrir 11. mars nk. merktar:
„B-1046".
Starfskraftur
Okkur vantar starfskraft til vinnu við léttan
iðnað.
Uppl. í síma 83519 mánudaginn 10. mars.
Etna hf., Grensásvegi 7.
Skrifstofustarf
Rótgróið iðnfyrirtæki nálægt Hlemmi vill
ráða stúlku á skrifstofu.
Verksvið: vélritun, innsláttur á tölvu, gerð
iaunaseðla, útskrift reikninga, smávegis bók-
hald.
Þarf að hafa starfsreynslu og bókhalds-
kunnáttu, vera hress og kát og hafa frum-
kvæði. Góð laun.
Umsóknir sendist skrifstofu okkar sem fyrst.
QjðntTónsson
RÁÐCJÖF & RÁÐN l NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
óskar að ráða sölumann til að kynna og selja
framleiðsluvörur fyrirtækisins, brauð og
kökur.
Starfið felst í að heimsækja viðskiptavini og
halda vörukynningar.
Starfið krefst þess að væntanlegur starfs-
maður:
— Hafi frumkvæði og geti unnið sjálfstætt.
— Komi vel fyrir og eigi auðvelt með að
umgangast fólk.
í boði er áhugavert og lifandi starf hjá traustu
fyrirtæki með vörur í sérflokki.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf
skulu sendar fyrirtækinu fyrir 13. mars nk.
Brauð hf., Skeifunni 11.
Kópavogur—
sumarstörf
Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftir
starfsfólki til eftirtalinna sumarstarfa:
1. íþróttavellir: Aðstoðarfólk.
2. íþróttir og útilíf: íþróttakennari og leið
beinendur.
3. Leikvellir: Aðstoðarfólk.
4. Skólagarðar: Leiðbeinendur og aðstoð-
arfólk.
5. Starfsvellir: Leiðbeinendur.
6. Vinnuskóli: Flokksstjórar.
7. Siglingaklúbbur: Aðstoðarfólk.
í sumum tilfellum gæti verið um að ræða
starfsfólk með skerta starfsorku. Sótt skal
um hjá Vinnumiðlun Kópavogs, Digranes-
vegi 12 og eru nánari upplýsingar gefnar
þar, sími 46863. Aldurslágmark umsækjenda
er 16 ár. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk.
Innritun í vinnuskóla Kópavogs fer fram í
maímánuði. Nánarauglýstsíðar.
Félagsmálastjóri.