Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.03.1986, Blaðsíða 62
62 •(" vfy\ / enjí>A0im:m,2K /aiamic->:ov MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986 IÞROTTIR UNGLINGA UMSJÓN/ VILMAR PÉTURSSON Körfuboltaúrslit 3. flokkur pilta, A-riöill, 3. umferð: (R-Valur 52-54 KR-lBK 56:68 Ir-kr 73:43 Valur-lBK 52:74 IR-IBK 77:67 KR-Valur 81:86 Valur, ÍR og ÍBK eru öll jöfn og efst meö 4 stig. 4. flokkur pifta, B-riðlll, 3. umferð: lA —Þór 56:43 lA-Valur 38:51 Valur — Þór 62:48 lA—(R-b 61:25 UBK-lR-b 32:40 UBK-Valur 16:51 iR-b-Þór 41:49 Þór-UBK 45:35 Valur-lR-b 48:17 ÍA-UBK 45:15 Sigurvegari Valur með 8 stig. 4. flokkur pilta, B-rlðlll, 2. umferð: Tindastóll — Víkingur Ól. 41:63 Þór — Tindastóll 44:37 Þór — Víkingur Ól. 28:36 Sigurvegari Víkingur, Ólafsvík, með 4 stig. 4. flokkur pllta, C-riðill, 2. umferð: lA-lR-b 62:21 iR-b-UBK 33:47 UBK-lA 23:42 Slgurvegari (A með 4 stig. 5. flokkur pltta, A-riðill, 2. umferð: IBK-UMFN 25:33 KR — Haukar 10:42 (R-UMFN 30:33 (BK — Haukar 28:49 IR-KR 37:27 |R — Haukar 26:39 KR-UMFN 28:34 ÍBK-KR 28:18 UMFN —Haukar 38:30 (BK-lR 32:15 Sigurvegari UMFN með 8 stig. 5. flokkur pltta, C-riðlll, 2. umferð: ÍR-b-UMFS 25:32 ÍA — ÍR-b 20:24 UMFS-lA 25:20 UMFS sigurvegari með 4 stig. 6. flokkur pitta, B-riðlll, 3. umferð: Valur-KR 24:40 Valur—Haukar-b 36:34 Haukar-b — KR 21:33 KR-UMFS 70:30 Valur —UMFS 42:23 Haukar-b — UMFS 53:13 Sigurvegari KR með 6 stig. MorgunblaðiA/VIP • Þeir Ami Ævarsson t.v., Þórólfur Gufinason í mifiifi og Pétur Þórðarson einbeittir á svip enda er myndin tekin rótt fyrir úrslitaleik á móti UMFG. • Þrátt fyrir afi vera höffiinu lœgri en allir mótherjamir smýgur hann á milli þeirra allra og undir- býr körfuskot af einbeitingu ungl Grindvíkingurinn sem vifi sjáum á þessari mynd innan um frum- skóg af Haukamönnum. Höfum unnið seinustu 5 leiki - segja ÍA-strákarnir Ární, Þórólfur og Pétur SKAGASTRÁKARNIR Ámi Æv- arsson, Þórólfur Guðnason og Pátur Þórfiarson eru í S. flokki körfuknattleiksdeildar ÍA og voru þvf afi sjálfsögöu mættir til leiks þegar lokaumferfi í B-rifili 5. flokks fór fram í Grindavfk dagana 1.—2. mars. Þeir voru spurðir um hvernig körfuboltanum vegnaði f fótboitabænum þar sem sá frægi kútter Haraldur lagðist löngum afi bryggju. „Það er nú meiri áhugi á fótbolta en körfubolta," svöruðu kapparnir og héldu að einungis væru 3 flokk- ar starfræktir í körfubolta á Akra- nesi. „En okkur hefur gengið vel. Við mættum ekki í fyrstu umferð- ina því við vorum ekki byrjaðir að æfa. I annarri umferð unnum við C-riðilinn og höfum keppt í B-riðlin- um síðan og höfum unnið 5 síðustu leiki okkar þar,“ bættu Skagastrák- arnirvið. Ekki töldu strákarnir aö það væri mjög dýrt fyrir fjölskyldur þeirra að styrkja þá í að fara keppnisferðir sem þessar því þeir fengju ókeypis rútuferðir og þyrftu ekki nema svona 300 krónur í vasapening. Það er ekki óhófinu fyrir að fara hjá Skipaskagastrák- unum. Morgunblaðið/VIP • „Ég var að háma f mig braufi og þetta skeður alltaf," gæti raufii klárinn hér á myndinni verið afi hugsa þegar hann fylgist með Þráni Frifirikssyni rogast út með afurðir næturinnar. Unglingahesthús í Kópavogi: Krakkarnir skiptast á um að hirða hestana í VETUR hefur viðrað einstak- lega heppilega fyrir þau fjöl- mörgu ungmenni sem leggja stund á hestamennsku og ekki er lakari tfmi framundan þegar björt vorkvöldin freista hesta- manna tii að rfða klárum sfnum fram á nætur. Hafi krakkarnir farið rólega af stað í byrjun og gætt þess aö ofgera ekki klárunum sínum ættu þeir að vera komnir í fljúgandi form um páska vel viljugir og færir um að uppfylla óskir eig- enda sinna. En ekki geta þó allir þeir krakk- ar sem hafa áhuga á hesta- mennsku lagt stund á hana m.a. vegna þess að þau hafa ekki aðgang að þeirri aðstöðu sem ungum hestamönnum er nauð- synleg. Hestamannafélagið Gustur i Kópavcgi og tómstundaráð þar í bæ gefa ungum hestamönnum sem ekki eiga í nein hús að venda með hesta sína kost á plássi fyrir þá auk þess sem þeir fá aðstoð og leibeiningu um hina fjölmörgu þætti hestamennskunnar. Krakkarnir sem taka þátt í þessum samyrkjubúskap skipta með sér verkum á þann hátt að fimmtu hverja viku þarf hver og einn að sjá um að gefa hrossun- um og moka flórinn. Einn kaldan laugardag íjanúar voru þessir krakkar heimsóttir og þau tekin tali. Danskir hestar hálfgerðir aumingjar — segja systurnar Birgitta og Silja SYSTURNAR Silja Björg og Birgitta Róbertsdætur eru með sinnhvorn hestinn í unglinga- húsinu hjá Gusti og voru þær spurðar hvenær þær hefðu fengið áhuga á hestamennsku. „Við áttum heima í Danmörku og vorum í reiðskóla þar. Dönsku hestarnir eru nú hálfgerðir aum- ingjar og ekki nærri því eins sterkir og íslensku hestarnir. Ef það er kalt mega þeir ekki vera úti, þeir geta bara verið úti ef það ersól.“ ( fyrra fengu systurnar síöan sinnhvorn hestinn að gjöf, annan skjóttan 4 vetra og er hann ekki fulltaminn enn og sögðust þær þurfa aðstoð við að fulltemja hann. Hinn hesturinn er rauður 9 vetra. Báðir eru hestarnir tölt- arar. Systumar voru ekki búnar að fara á bak þegar unglingaíþrótta- síðan hitt þær enda nýbúnar að láta járna. „Við förum á bak í næstu viku,“ sögðu þær systur hressilega. Gripinn í gegningum í flórnum í unglingahúsinu stóð Þráinn Friðriksson og þeytti hrossaskit af mikium móð uppí hjólbörur og var atgangurinn svo mikill að félagi hans Kristján Benjamínsson mátti hafa sig allan við að fá ekki á sig ilmandi hrossaskítinn. Þráinn sagðist vera með hest þarna í húsinu en Kristján hefði komið með til að hjálpa honum við skyldustörfin því það væri hans vika í gegningunum. „Ætli maður verði ekki að leyfa honum að fara á bak að launum fyrir hjálpina," sagði Þráinn þegar hann var inntur eftir hvernig hann ætlaði að launa félaga sínum aðstoðina. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.