Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 29
i:^kQfeM^at)ÍÐÍUÚÍjÁRDÁ^R^>AÍ»RlL^86
cíi29
Kiwanismót
æskunnar í
skák verður
á sunnudag
Á SUNNUDAGINN kemur fer
fram Kiwanismót æskunnar í
skák 1986. Teflt verður í Kiwan-
ishúsinu Smiðjuvegi 13A í Kópa-
vogi.
Mótið er haldið á vegum kiwanis-
klúbbsins Eldeyjar og Skákfélags
Kópavogs sem sér um alla fram-
kvæmd mótsins. Væntanlegir þátt-
takendur mæti á staðinn með tafl
ogklukku kl. 14.
Bændaferð
til Bret-
landseyja
BÆNDASAMTÖKIN efna til
bændaferðar til Skotlands og
Englands í júní, en bændaferð
til útlanda er orðinn árviss við-
burður hjá bændasamtökunum.
í fréttatilkynningu frá Stéttar-
sambandi bænda kemur fram að
fyrstu tvær nætumar verður gist í
nágrenni Edinborgar. Annan dag-
inn verður farið á stóra landbúnað-
arsýningu. Síðan verður ekið um
skoska hálendið, skoðaðir ferða-
mannastaðir og bændur heimsóttir,
meðal annars. Síðan verður farið
til Jórvíkur á Englandi og aftur til
Skotlands. Lagt verður af stað í
ferðina 17. júní og komið heim aftur
28.júní.
Aætlaður kostnaður við ferðina
er 32 þúsund krónur á mann og
er innifalið í verðinu meðal annars.
flug, hópferðabíll, gisting, morgun-
verður og oft kvöldverður auk far-
arstjómar.
„Hvenær sofa
hvalirnir?“
í MORGUNBLAÐINU í gær var
birt spjall, sem Anna Dóra Theó-
dórsdóttir átti í París við Thor
Vilhjálmsson, rithöfund, þar sem
hann var I boði Maison de la
Poesie (Ljóðahúsið).
í viðtalinu segir Thor m.a. frá
því, að hann hafi verið staddur í
pakkhúsi á íslandi, þegar atóm-
sprengjan sprakk og hafí verka-
menn kastað kaffípökkum á milli
sín. Þetta er ekki allskostar rétt,
því það vom kaffípokar, 50 kg að
þyngd. Þá segir ennfremur, að Thor
hafí verið eitt ár á Spáni, en það
rétta er að hann dvaldi þar í tvo
mánuði.
Loks er spumingin, sem Laxness
lagði fyrir Kjarval í danska sendi-
ráðinu rétt þannig: „Hvenær sofa
hvalirnir." Þá verður svar Kjarvals
skömmu síðar skiljanlegra, en það
var: „Ætli þeir hafí ekki vakta-
skipti?"
Útvarpsstjóramir talið frá vinstri: Ólafur Ragnar Halldórsson, Björa Þrastarson, Hallur Eyfjörð,
Kristján Þór Ingvarsson og Jóhannes Karl Kristjánsson.
Iðnskólinn í Reykjavík
heldur Iðnskóladag í dag
Útvarpsstöð starfrækt um helgina
IÐNSKÓLADAGUR verður haldinn í dag á vegum Iðnskólans í
Reykjavík þar sem væntanlegum nemendum, aðstandendum
þeirra og öðrum þeim er áhuga kynnu að hafa gefst tækifæri
til að skoða starfsemi skólans á Skólavörðuholti. Allar deildir
verða starfræktar auk þess sem kennarar og nemendur verða
til viðtals við gesti.
Sex gmnndeildir verknáms em
starfræktar við skólann. Gmnn-
deild stendur í eitt skólaár og er
helmingur námsins verklegur en
hinn helmingurinn bóklegur.
Grunndeildimar em í bókagerð,
fataiðnum, hársnyrtingu, málm-
iðnum, rafíðnum og tréiðnum.
Auk þess fer fram kennsla fyrir
samningsbundna iðnnema í yfír
30 iðngreinum.
Tækniteiknun er eins árs nám.
Tölvutækni er þriggja ára nám,
sem skiptist í hugbúnaðardeild og-
vélbúnaðardeild. Tæknifræði-
braut samsvarar undirbúnings-
og raungreinadeild Tækniskóla
Islands. I Iðnskólanum er einnig
rekið meistaranám fyrir sveina i
húsasmíði, múraraiðn og pípu-
lögn. Fer sú kennsla fram á kvöld-
in og er þriggja anna nám. Öld-
ungadeild í bókagerðargreinum
og rafeindavirkjun verður starf-
rækt frá næsta hausti.
Iðnskóladagurinn hefst kl.
10.00 árdegis og verður m.a.
sýndur bíll í réttingu, vélmenni í
gangi, sumarhús í smíðum, stýri-
kerfí í gangi og fleira. Kaffíveit-
ingar verða í matsal kl. 16.00. í
tilefni dagsins verður útvarpað
frá Iðnskólanum á FM stereo 98,7
MHz frá 10.00 til 15.00 í dag og
á morgun kl. 10.00 til 18.00.
SélFoss:
Stuttar
fréttir úr
bæjarstjórn
Selfossi
BÆJARSTJÓRN Selfoss kom
saman til 108. fundar síns mið-
vikudaginn 2. apríl. Á fundinum
var samþykkt fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs og iðnþróunarsjóðs
Selfoss. Heildartekjur bæjar-
sjóðs era 186.375.000 og gjöld
146.669.000 krónur. Til fjárfest-
ingar fara 39.706.000, þar af er
eignfærð fjárfesting 37.159.000
kr. Heildarniðurstöðutölur
gjalda og tekna eru 219.312.000.
Aðalframkvæmd bæjarsjóðs í ár
er nýbygging félagsheimilis sem að
hluta verður tekið í notkun á þessu
ári. Til að ljúka byggingunni verða
teknar 27 milljónir að láni til næstu
fimm ára hjá Landsbanka íslands.
Fjárhagsáætlunin var samþykkt
með 7 atkvæðum gegn tveimur
atkvæðum minnihlutans (Alþ.fl. og
Alþ.b.) sem töldu lánakjör vegna
félagsheimilisbyggingarinnar ekki
nægilega ljós.
Samþykkt var deiliskipulag
tveggja lóða við Eyrarveg, nr. 11
og 13 og nr. 4 við Heiðarveg þar
sem lóðareigandi, Hreiðar Her-~
mannsson, hyggst reisa þriggja
hæða hótel og verslunarbyggingu.
Á fundinum var m.a. staðfest
tillaga frá félagsmálaráði þar sem
lagt er til að gerð verði könnun á
áfengis- og fíkniefnanotkun ungl-
inga á Selfossi.
Sig. Jóns.
Ahugafélag um bijóstagjöf;
Lýsa yfir stuðningi við
stofnun brj óstamj ólkurbanka
ÁHUGAFÉLÖG um bijóstagjöf á Suðuraesjum og í Kópavogi hafa
sent frá sér ályktun, þar sem skorað er á Alþingi að samþykkja fram-
komið frumvarp um lengingu fæðingarorlofs úr 3 mánuðum í 6 mán-
uði. Einnig er lýst yfir fullum stuðningi við tillögur prófessors Helga
Valdimarssonar um bijóstamjólkurbanka og ofnæmisprófanir á nýbur-
um og skorað á landlækni að taka tillögur Helga til athugunar.
í greinargerð með ályktuninni Mjög góð leið til að mynda náin til-
segir meðal annars:
„Áhugafélögin um bijóstagjöf á
Suðumesjum og í Kópavogi vilja
benda á að Ienging fæðingarorlofs
sé þjóðfélagslega hagkvæm sé til
langs tíma litið. Benda má á erlendar
og innlendar rannsóknir sem sýna,
að geðheilsu ungra bama sé hætta
búin, ef þau njóti ekki ástríkrar
umönnunar foreldra í frumbemsku.
Hálf húseign ánöfnuð
safnahúsinu á Húsavík
Húsavík, 4. apríl.
BENEDIKT Jónsson listmálari,
gamall og vel þekktur Húsvík-
Akranes:
Myndlistar-
sýningn að ijúka
UM helgina lýkur myndlistarsýn-
ingu, sem staðið hefur að undan-
fömu í Bókaskemmunni á Akranesi.
Góð aðsókn hefur verið að sýning-
unni.
Að sýningunni standa myndlist-
armennimir Guttormur Jónsson,
Hrönn Eggertsdóttir, Margrét Jóns-
dóttir og Bjami Þór Bjamason. Á
sýningunni em m.a. málverk, graf-
ík; leirverk og skúlptúr., e E, t bi •
ingur, sem andaðist i vetur
ánafnaði safnahúsinu á Húsavík
hálfa húseign sína, Sandfell,
Túngötu 22, Húsavik. Eignin er
að brunabótamati 1,8 milljónir.
Húsið var upphaflega byggt árið
1925 en endurbyggt og stækkað
árið 1961. Því hefur ávallt verið
vel við haldið og er það með fögmm
blómagarði umhverfis. Einnig
ánafnaði Benedikt safnahúsinu
málverk eftir sig sem máluð em á
ýmsum tímum.
Bókasafn sitt hefur hann ánafn-
að bókasafni Aðaldæla í minningu
foreldra sinna en faðir hans var
frá Garði í Aðaldal og móðir hans
var dóttir hins mikla bókasafns-
frömuðar, Benedikts Jónssonar frá
Auðnum.
•t-nftisv lii/'íjfi :Érétta^itari;
fínningatengsl móður og bams
bijóstagjöfin.
Nýjustu rannsóknir sýna að besta
fæðan, og sú eina sem þörf er á
fyrir ungbamið fyrstu 6 mánuðina,
er móðurmjólkin. Ef ofnæmi er
ættgengt í fjölskyldum nýburans, er
móðurinni ráðlagt að besta leiðin til
að fyrirbyggja það, sé að hafa bamið
eingöngu á bijósti, í 6 mánuði. Þama
yrði beinn spamaður, bæði í inn-
flutningi þurrmjólkur og í lyfja- og
lækniskostnaði, vegna þess að böm
sem em á bijósti verða síður veik,
og fá síður ofnæmisútbrot og of-
næmi.
Við viljum hvetja feður til að nota
hluta fæðingarorlofsins. Það er
ómetanlegt tækifæri fyrir föður til
að kynnast bami sínu, tækifæri sem
ekki kemur síðar í lífínu. Reynslan
Hluti setning-
ar féil niður
í FRÉTT í blaðinu í gær um ráð-
stefnu á Akureyri um vanda bygg-
ingaiðnaðar féll niður hluti úr setn-
ingu og brenglaði hana verulega.
Hið rétta er að tveir fyrirlesara
em Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra og Guðlaugur Stef-
ánsson hagfræðingur.
Hlutaðeigendur em beðnir vel-
.virðmgar.á þessum mistökum.---
hefur sýnt, að mæður geta haldið
áfram bijóstagjöf, þó þær starfi utan
heimilis.
Það er trú okkar, að gæfíst for-
eldrum lengri tími við góðan fjárhag
og góð félagsleg skilyrði til að sinna
bami og eigin tilfínningamálum
myndi slíkt skila sér í betra mann-
lífí. Það myndi jafnframt spara þjóð-
félaginu ómælt fé, bæði í heilsu-
gæslu og vegna þess að mæður sem
hafa böm sín á bijósti verða sjaldnar
frá vinnu vegna veikinda bama
Áburðarsala-
Lionsmanna
í Garðabæ
í DAG, laugardag, fer fram hin
árlega áburðarsala Lionsmanna
í Garðabæ. Lionsmenn munu
ganga i hvert hús I bænum og
bjóða til sölu húsdýraáburð.
Þeir annast einnig dreifingu í
garða sé þess óskað.
Ennfremur taka þeir á móti
pöntunum í tilbúinn áburð, sem
afgreiddur verður seinna, segir í
frétt frá Lionsmönnum. -
Áburðarsalan er ein af fjáröflun-
arleiðum Láonsmanna í Garðabæ.
Öllum ágóða af áburðarsölunni svo
og öðmm fjáröflunum Lionsmanna
er varið til líknar- og velferðarmála
í Garðabæ.
Lionsmenn vænta þess að Garð-
bæingar taki þeim vel að venju og
kaupi úrvalsáburð á hagstæðu
verði.
Tilboð
hvítir fata-
skápar frá kr.
4.500.-
Hæð 210 cm — dýpt 60 cm.
Opið laugardag
Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur
Sími 44011. Pósthólf 167.