Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 8. APRÍL1986
Alþjóða heilbrigðisdagurinn 1986:
Hreyfingarleysi
og einhæfni vinnu
— eitt helzta vandamál fólks í iðnríkjum
íþróttir fyrir alla hafa orðið að veruleika á undanförnum árum.
Grein sú sem hér fer á eftir er
skrifuð af starfsmönnum Alþjóða
heilbrigðismálastofnunarinnar í
Genf í tilefni af Alþjóða heilbrigðis-
deginum:
Vandi margra í iðnaðarþjóðféiög-
unum er sá, að þeir hafa ekki lært
að njóta lífsins án þess að ganga
of langt. Það er athyglisvert í þessu
sambandi að líta á matarvenjur
þjóðanna. Evrópubúar og Banda-
ríkjamenn virðast neyta meira af
feitum mat en nokkrir aðrir. Gögn,
sem safnað hefur verið í svæða-
skrifstofu Alþjóðaheilbrigðismála-
1 stofnunarinnar í Evrópu, sýna, að
þrjátíu af hundraði þess sem venju-
legur Evrópubúi neytir, er fíta. I
Bandaríkjunum teljast tvær af
hveijum fimm konum á aldrinum
milli fertugs og fimmtugs feitar,
og einn af hveijum þremur körlum
í sama aldursflokki telst það sömu-
leiðis. í Bretlandi er þriðjungur
fullorðinna of feitur. Hér er um að
ræða vanda sem leitt getur til veik-
inda og langvarandi sjúkdóma.
Er til lausn við þessum vanda?
Er hægt að fá fólk til að forðast
offítu og annað sem er heilsu þess
hættulegt? Bretar reyndu að bregð-
ast við offítuvandanum árið 1982
með því að veija jafnvirði nær níu
og hálfs milljarðs króna til kaupa
á megrunarfæði. Flest bendir þó til
þess, að betri árangur hefði náðst,
ef fénu hefði verið varið til kaupa
á öðrum matvælum og þjálfun hefði
verið stunduð samhliða.
Það er erfitt að gera sér góða
grein fyrir offituvandamálinu, því
að ýmsar matarvenjur, bæði góðar
og slæmar, eru orðnar alþjóðlegar.
Skyndibitastaðir bjóða mat sem
hefur að geyma mikið af fítu og
lítið af trefjum og þeim löndum í
þriðja heiminum fer fjölgandi, þar
sem gosdrykkir eru víða á boðstól-
um. Þá gefur hvatvetna að líta
vindlingaauglýsingar og notkun
áfengis eykst.
Um bjórdrykkju er það meðal
annars að segja, að hún fer svo ört
vaxandi í ýmsum löndum í Afríku,
Mið- og Suður-Ameríku og Asíu,
að ef svo heldur fram næsta áratug-
inn sem nú horfir, þá verður neyslan
á hvern einstakling í þessum lönd-
um sú sama og í Noregi og Hollandi
um 1960. Þá fer neysla sterkra
drykkja einnig vaxandi í þriðja
heiminum.
Það er einmitt af þeirri ástæðu
sem vaxandi bjórdrykkja þar er
mikið áhyggjuefni. Heimsfram-
leiðslan á bjór hefur aukist um
124% á síðustu tuttugu árum en í
Asíu hefur aukningin verið 500%,
í Afríku 400% og í Mið- og Suður-
Ameríku 200%.
Lengra líf, en
fleiri sjúkdómar
Nýjar lífsvenjur kunna að stefna
í hættu þeim árangri, sem náðst
ætti með aukinni heilsugæslu og
bættri læknisþjónustu. Þannig
mætti búast við að árið 2000 yrði
meðalaldur manna í þriðja heimin-
um 65 ár. Vaxandi iðnvæðing bend-
ir hins vegar til þess að þá muni
41% af hundraði íbúanna búa í
borgum; 1950 var þessi tala 27%.
Borgarlífíð hefur hins vegar í för
með sér streitu og vissa sjúkdóma.
Þessar breytingar á menningu og
þjóðfélagi kunna því að boða mikla
aukningu þeirra sjúkdóma, sem
fylgja iðnaðarþjóðfélögunum, áður
en tekist hefur að sigrast á þeim
vanda, sem fyrir var.
Singapore er gott dæmi um
þetta. Fyrir fjörutíu árum var
meðalævin um 50 ár og megindán-
arorsökin var smitsjúkdómar eins
og berklar. Nú er meðalaldur Singa-
pore-búa 71 ár en dánartíðni af
völdum hjartasjúkdóma hefur tvö-
faldast.
Ghana
— Æðasjúkdómar valda um
helmingi allra dauðsfalla.
— 13% íbúanna þjást af háum
blóðþrýstingi.
Sri Lanka
— Verulegur hluti fólks í einu
héraðanna reyndist vera með
háan blóðþrýsting, sykursýki
og hjartakvilla, án þess að
gera sér grein fyrir því.
— 70% af 100 ungum mönnum
sem rætt var við, reyktu.
— Komi ekki til fyrirbyggjandi
aðgerðir, brýst út faraldur af
lungnakrabba í þriðja heimin-
um um árið 2000.
Þá er rétt fyrir fólk í iðnaðarríkj-
unum að hafa í huga við hveiju
vissir einstaklingar mega búast,
þótt reiknað sé með lengri meðal-
ævi. Á fæðingardegi sínum gátu
íbúamir búist við að verða 70 ára,
en þeir einstaklingar sem eru nú
45 ára og halda fast við slæmar
matarvenjur, reykingar og áfengis-
neyslu og fást ekki til að stunda
líkamsrækt, mega búast við
skemmri ævidegi.
Ábyrgð og val
Fólkið á jörðinni á val. Á norður-
hveli blasir sú hætta við að á móti
bættum lífskjörum komi ótímabær
dauðdagi eða ólæknandi sjúkdómar.
Á suðurhveli kunna menn að gera
að litlu eða engu það sem lengri
ævidagur kann að færa þeim með
því að taka upp slæmar venjur
norðurhvelsbúa.
Margir geta fundið leið út úr
vandanum með því að bæta heilsu
sína með líkamsrækt og með því
að fyrirbyggja sjúkdóma. Aðferð-
imar geta verið mismunandi; minni
matameysla, meiri hreyfmg, heil-
brigðari lífsvenjur og skynsamlegri
samsetning fæðunnar; annars veg-
ar heilbrigðar venjur fyrir böm og
hins vegar aðgerðir til þess að fyrir-
byggja slæmar lífsvenjur, svo sem
reykingar og áfengisneyslu.
Halfdan Mahler, framkvæmda-
stjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar, telur, að íbúar þriðja
heimsins eigi við nógan vanda að
glíma án þess að þeir fari að taka
á sig áhættuna af nýjum velmegun-
arsjúkdómum. í útvarpsviðtali á
heilbrigðisráðstefnu í Bordeaux
varaði hann auðugu þjóðirnar við
vanda þeirra. Hann sagði, að það
væri þeirra mál ef þær vildu drepa
sjálfar sig, en þær ættu ekki að
kenna þróunarþjóðunum þá ósiði,
sem leiddu til ótímabærs dauðdaga.
Tóbak, áfengi og trefyalítill mat-
ur geta valdið krabbameini. Um 37
milljónir manna þjást nú af sjúk-
dómnum og það kann að koma
mörgum á óvart að heyra, að meiri-
hluti þessa fólks býr í þriðja heimin-
um. Á hveiju ári fá milljónir manna
í þriðja heiminum krabbamein og
það er nú þriðja helsta dánarorsökin
í heiminum. Þó þyrfti krabbameinið
ekki að leggja jafn marga að velii
og raun ber vitni, því koma má í
veg fyrir þriðjung allra krabba-
meinstilvika. Lungnakrabbi, sem er
venjulega afleiðing reykinga, gerir
oft vart við sig eftir 20 ára stöðugar
reykingar. Legkrabbamein má
fínna með prófunum. Rétt matar-
æði, sem færir meltingarfærunum
mikið af trefjaríkum mat, kemur í
veg fyrir sum krabbameinstilvik í
maga og ristli. Þá er rétt að minna
á að matvælaiðnaðurinn getur veitt
liðsinni með því að setja á markað-
inn betri matvæli, sem geyma
minna af sykri, salti og fítu.
Betri heilsa öllum
til handa
Það kann að hljóma kaldhæðnis-
lega, en hentugast væri að geim-
farar væru fótalausir. Það er ekki
mikil þörf fyrir fótleggi í þyngdar-
leysi, þar sem menn svífa í lausu
lofti og svo má ekki gleyma því,
að þeir eru stundum fyrir þegar
verið er að gera tilraunir. Einn
meginvandi fólks í iðnaðarríkjunum
er hreyfíngarleysið og einhæfni
vinnunnar. Margir í þriðja heimin-
um vinna hins vegar enn erfíðis-
vinnu og hún veldur því, að þeir
standa á ýmsan hátt betur að vígi.
Það er því ekki hreyfíngarleysið
sem er vandi þeirra, heldur skortur
á góðum mat og sérstaklega á það
við um böm.
Rannsóknir hafa nú leitt í ljós
hvert samband getur verið á milli
hreyfíngar og ýmissa sjúkdóma.
Það er því mikil ástæða til þess að
huga bæði að mataræði og hreyf-
ingu. Þó em vísindamenn enn að
velta því fyrir sér hvort það sé í
rauninni hægt að sanna, að hreyf-
ing geri fólk heilsubetra. Einn helsti
sérfræðingur um heilsufar í heimin-
um er J.N. Morris, prófessor, og
hann segir: „Það má í rauninni
Róðraæf ingar eru góð líkamsrækt.
Gabriel
HÖGGDEYFAR_______
úrvalsvara ÆÆ
SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 - 8 47 88
Dala- og Oðalspylsumar em tilvalinn
mjp kostur í hversdagsmatinn
f/ijh - ódýrar og matseldin er • •;
barnaleikur!
gæðanna vegna!