Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ1913 76. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRIL 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Júiius Rannsóknarmenn rannsaka flakið af TF—ORM í Ljósufjöllum á sunnudag-. Flugvélin stefndi í klettabeltið sem sést framan við vélina en skall til jarðar áður en að þvf kom. mzr * Í f W. Lýsing annars þeirra sem lifðu af flugslysið: Flugvélin nötraði og kastaðist til í loftinu — skömmu áður en hún skall á jörðinni GREINILEGT er að nokkur aðdragandi hefur verið að því þegar ísafjarðarflugvélin TF-ORM fórst í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi á laugardag. Annar mannanna sem bjargað var úr flakinu, Pálmar S. Gunnarsson lögreglumaður á ísafirði, sagði við björgunarmenn að mikill hristingur hefði komið á vélina, að hún hefði kastast til og nötrað í loftinu og síðan sveigt. Honum fannst flugvélin vera að ná sér á strik á ný þegar hún brotlenti. Líklegt er talið að flugvélin hafi lent í niðurstreymi við fjöllin og jafnframt geti ísing hafa hiaðist á hana og drepið á öðrum hreyfli hennar. Ekki er hægt að slá neinu föstu um ástæður slyssins fyrr en niðurstöður rannsóknar liggja fyrir. TF-ORM var á leiðinni frá ísafírði til Reykjavíkur í leiguflugi með 7 manns þegar hún brotlenti norðan til í Ljósufjöllum á Snæfells- nesi um klukkan 13.30. Með henni fórust fímm manns: Sigurður Auð- unsson, Kristján Sigurðsson, Smári Ferdinandsson, Auður Erla Alberts- dóttir og Erla Björk Pálmarsdóttir, tæplega eins árs dóttir Auðar Erlu. Tveimur mönnum var bjargað mikið slösuðum og hröktum eftir að hafa verið fastir í flaki flugvélarinnar í tíu og hálfa klukkustund, en þeir eru: Pálmar S. Gunnarsson, unnusti Auðar Erlu, og Kristján Guðmunds- son. Auður Erla var með lífsmarki þegar björgunarmenn komu á vett- vang en lést skömmu síðar á leiðinni niður fjallið. Haft er eftir Pálmari að flugmaðurinn, Smári Ferdin- andsson, hafí lifað af brotlending- una og þeir hafí ræðst við, en Smári var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Pálmar og Kristján voru fluttir með snjóbíl tvo kílómetra niður fjallshlíðina. Þar tók þyrla Land- heigisgæslunnar við og flutti þá til Stykkishólms þar sem þeir voru fluttir um borð í sjúkraflugvél sem flaug með þá til Reykjavíkur. Þeir voru lagðir inn á gjörgæsludeild Borgarspítalans og gengust þar undir aðgerð. Um 14 klukkustundir liðu frá því slysið varð þar til sjúkl- ingamir voru lagðir inn í Borgar- spítalann. Kristján hlaut mikla áverka í andliti, brotnaði á ökkla og fór úr mjaðmarlið. Pálmar fót- brotnaði, handleggsbrotnaði og nefbrotnaði, fékk auk þess miklar innvortis blæðingar og missti mikið blóð. Báðir eru mennimir úr lífs- hættu og á batavegi að sögn lækna. Umfangsmiklar björgunarað- gerðir voru hafnar strax eftir slysið við mjög erfiðar aðstæður. Veður og færð voru afleit og um erfítt brattlendi að fara. Einu tækin sem hægt var að nota til að komast á slysstað, sem miðaður hafði verið úr ÞEIR BJÖRGUÐUST ÚR TF-ORM Kristján Guðmundsson sjó- maður frá Bolungarvík, 29 ára, til heimilis að Hjallaseli 9 í Reykjavík. Pálmar S. Gunnarsson lög- reglumaður, 36 ára, til heimilis að ísafjarðarvegi 4 i Hnifsdal. Hann missti unnustu sína, Auði Erlu Albertsdóttur, og Erlu Björk, dóttur þeirra, í flugslys- inu. flugvél Flugmálastjómar sam- kvæmt sjálfvirkum neyðarsendi flugvélarinnar, voru snjóbflar en þeir komust hægt áfram vegna aðstæðna. Veðrið lagaðist heldur þegar leið á kvöldið og tókst þá að bijótast að slysstaðnum á snjóbfl. Rannsókn slyssins stendur yfír og liggja ekki fyrir niðurstöður um ástæður þess. Flugmaðurinn lækk- aði flugið úr 8 þúsund fetum í 5 þúsund fet, sem er lágmarksflug- hæð í blindflugi á þessari flugleið. Hann tilgreindi ekki ástæður fyrir lækkuninni. Sterkur mótvindur var og er líklegt að hann hafí lækkað flugið til að komast í minni mótvind eða hlýrra loft vegna ísingar. Svo virðist sem flughæðin hafí ekki dugað til að koma flugvélinni yfír íjallgarðinn vegna mikils niður- streymis sem myndast hlémegin við fjöll í sterkum vindi og niðurstreym- ið hafí fært hana niður fyrir fjalls- brúnina. Einnig er hugsanlegt að jafnframt hafi ísing hlaðist á vængi vélarinnar og orsakað stöðvun annars hreyfíls hennar. Skrúfuspaði hreyfilsins benti til þess, en hreyfíll- inn hefur ekki verið rannsakaður. Sjá frásögn, viðtöl og myndir á bls. 22, 23, 52, 53, 54 og 55 og myndir af þeim sem létust í slysinu á baksíðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.