Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Hjónaminning: Aðalheiður Vilbergsdótt- ir ogHjalti Gunnarsson Aðalheiður fædd 3. júní 1915 Hjalti fæddur 5. nóvember 1984 Það kemur sárt við kviku hjart- ans, þegar kvaddir eru kærir vinir við hinztu leiðarlok. Með fáeinum, fátæklegum orðum langar mig að minnast minnar kæru uppeldissyst- ur og eiginmanns hennar, nú þegar þessi sæmdarhjón eru bæði horfin af sviði. Fátt gefur lífi okkar meira gildi en góður hugur vina, kærleiksrík hjálparhönd, innileg og óbrotgjöm vinátta. Hún Aðalheiður var sannur vinur í raun á hveiju sem gekk, hvemig sem á stóð, alltaf sami ylhlýi kærleikurinn og hvergi lét Hjalti sinn hlut eftir liggja. Opnum vinarörmum var mér ætíð tekið og svo ótalmargt er að þakka sem minningin ein geymir sem mætan fjársjóð. Aðalheiður var níu árum eldri en ég, en þann aldursmun fann ég aldrei. Okkar leiðir lágu saman þegar ég var um eins árs. Aðal- heiður var tekin í fóstur af þeim hjónum Álfheiði Jónsdóttur og Páli Skarphéðinssyni, Heyklifí í Stöðv- arfirði. Álfheiður fylgdi svo Aðal- heiði dóttur sinni yfir á Breiðdals- vík og þangað fór Aðalheiður fóst- urdóttir þeirra einnig. Ég var hins vegar tekin ársgömul í fóstur af Aðalheiði Pálsdóttur, dóttur Alfheiðar, og Einari Bjöms- syni manni hennar. Allt frá þeim tíma vomm við Aðalheiður eins og systur og mjög náið með okkur alla tíð. Aðalheiður fór suður í vist til Reykjavíkur, en 1941 flutti hún á Reyðarfjörð með Hjalta eiginmanni sínum og ætíð var hinu góða sam- bandi haldið. Hvort sem var eystra eða syðra þá var Aðalheiður ætíð veitandinn. Aldrei var gleymt að hafa samband. Ræktarsemi hennar var alveg ein- stök og mörg boð hennar eru mér alveg ógleymanleg. Einstakt dæmi um þetta var þegar þau hjón vom á orlofsviku í Bifröst og hefðu átt að vilja hafa sína viku saman í friði og ró. Þá hringir Aðalheiður í mig og býður mér uppeftir í þriggja daga dvöl og síðan í ferðalag — dýrðlega ferð, norður um, alla leið M 'k\r ,-á Innanmál 205x130x40 sm. Dekk 13 tommur. Heildarhleðsla 500 kg. Eigin þyngd 165 kg. Innanmál 257x142x40 sm. Dekk 13 tommur. Heildarhleðsla 1000 kg. Eigin þyngd 225 kg. Víkur Vagnar hf. Vík í Mýrdal. Söluumboð Gísli Jónsson & Co. Sundaborg 11, sími 686644. austur á Reyðarfjörð, þar sem þau hjón vom hinir örlátu veitendur. Fátt tel ég lýsa Aðalheiði betur, hugulsemi hennar og hjartans ein- lægni og yndisiegu viðmóti. í því sem öðm stóðu þau hjón saman sem eitt um að veita öðmm af gnótt sinna hjartagæða. Aðalheiður bar með sér ytri sem innri glæsileik og sólstafír geisluðu í björtu brosi hennar. Ég fer ekki út í það að lýsa æviferli þeirra hjóna. Aðalheiður var fyrst og síðast kona heimilisins, þar sem öllu var sinnt af einstakri prýði, uppeldi bamanna sinnti hún af sérstakri alúð, enda bera þau þess merki. Sem sjómannskona hvíldi heimilishaldið á hennar herð- um, þegar bömin vom ung og allt sem því fylgdi fórst henni vel úr hendi, svo ekki varð á betra kosið. Heimilið var henni I senn vinnu- og griðastaður og helgi þess í huga hennar og störfum hafín yfír allan efa. Enn síður kann ég að rekja hin margvíslegu vel unnu störf sem Hjalti Gunnarsson rækti af alúð og stakri samvizkusemi. Ævistarf hans var bundið sjó og sjávargangi og þar sat farsæld hins prúða drengs í fyrirrúmi. Hvert verk vannst honum vel og ráðum hans þótti hollt að hlíta og hlýju og prúð- mennsku átti hann næga í öllu dagfari sínu. Nú hefur ævisól beggja til viðar mnnið og eftir það eitt að kveðja og þakka heitum hug. Þakka allar björtu og blíðu stundimar, sem ég átti með elskulegri uppeldissystur allt frá bemskudögum til þess síð- asta. Innilega hugulsemi, ólýsan- lega ræktarsemi og örlæti hjartans. Þakka órofa vináttu hennar mæta eiginmanns og alla velvild hans í garð minn og minna. Vináttu sem aldrei gleymist. Minning þeirra beggja er heið í huga mínum og hjartans kveðja og kær þökk er þeim flutt af alhug við leiðarlok. Megi Guð blessa minningu góðra vina. Stefanía Magnúsdóttir Inga Þórs Ingvars- dóttir - Kveðja Fædd 4. febrúar 1942 Dáin 23. febrúar 1986 Dáinn, horfinn. Harmafregn. Hvilíkt orð mig dynur yfir. En ég veit, að látinn lifir það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrimsson) Því verður ekki afneitað, mágkona mín er horfín til lands feðra sinna og það svo langt um aldur fram. Maður skilur ekki svona fómir, eftir því sem maður hugsar og spyr, verða svörin færri. Það er orðin vík milli vina. Inga Þórs Ingvadóttir andaðist 23. febrúar síðastliðinn. Hún gekk undir erfíða skurðaðgerð í byijun síðastliðins árs og vom miklar vonir að tekist hefði að hefta sjúkdóminn, en ský dró fyrir sólu, í nóvember tekur hann sig upp aftur og strax í jólamánuði er, séð að helstríð er framundan. Það var tímaspursmál hvenær sláttumanninum tækist ljá- farið. Það var undravert hvaða sál- arró og kjark Inga hafði í sínum veikindum út í gegn. Magnús bróðir þú stóðst þig vel í að lefta konu þinni þessa erfíðu baráttu og mikill styrkur var, þegar Valgerður dóttir- in kom með sína fjölskyldu erlendis frá til að vera mömmu sinni og pabba til styrktar. Það kom sér vel að Valgerður er lærður hjúkrunar- fræðingur enda mun hún hafa farið hárfínum silkihönskum um móður sína, bæði í Glæsibæ og á sjúkra- húsinu. Fleiri lögðu hönd á plóginn, mágkona mín Auður Karlsdóttir Hlaðbæ 3 hefur stutt Ingu og fjöl- skylduna alla, því þær voru miklar vinkonur í áraraðir má segja að daglegur samgangur hafí verið á milli heimilanna Glæsibæ 6 og Hlaðbæ 3, enda mjög samrýndir bræður Magnús og Sveinn. Mér var sagt að Hrafnhildur systir Ingu hefði stutt hana vel og ber að þakka sem það gerðu og ekki síst hjúkr- unaliði og læknum. Inga Þórs Ingvadóttir var fædd 4. febrúar 1942 í Reykjavík, dóttir hjónanna Valgerðar M. Valgeirs- dóttur og Ingva Þórs Einarssonar. Inga var elst 6 systkina, eina dótt- urina misstu þau af slysförum fyrir nokkuð mörgum árum, er því harm- ur mikill þegar enn er höggvið í sama knérunn. Magnús Andrésson frá Vatnsdal kynntist Ingu ungri stúlku er hún vann hjá Skógrækt ríkisins að Tumastöðum í Fljótshlíð. 1960 giftu þau sig og stofnuðu heimili hér í Reykjavík og hefur Magnús stund- að bifreiðaakstur. Á fyrstu búskap- arárum eignast þau fjögur böm. Þau eru: Valgerður hjúkrunarfræð- ingur, maki Sigurður Einarsson tæknifræðingur, sonur Einar Bene- dikt, Andrés bakari, unnusta Magnea Friðriksdóttir, bam Inga Björk, Ingvi sjómaður, maki Þor- björg Hlín Guðmundsdóttir, sonur Kristján Þór. — Þorgeir bakari í heimahúsum. Allt er þetta mikið efnisfólk. Það er búið í fyrri minningar- greinum að lýsa mannkostum og atgerfi Ingu Þórs og hefur þar ekki ofsagt verið. Lífshlaup Ingu verður _ekki rekið í stuttri minningargrein. Á fmmbýl- isámm þeirra hjóna gefur augaleið að efnin vom af skomum skammti og búið þröngt með bamahópinn. Aldrei heyðist æðm orð, alltaf var pláss, ef svo bar undir að hýsa gest. Ég á persónulega mikið að þakka Ingu og Magga já og heimil- inu í heild sinni fyrir hlýju og vin- áttu á erfiðum stundum lífs míns, jafnt sem gleðistundum. Inga var ómissandi í fjölskylduboðum, hún var þar hrókur alls fágnaðar, glettin og hnyttin í svömm og hafði góðan húmor. Það var svipað á þann veginn ef þurfti að rétta hjálpar- hönd, alltaf tilbúin skipti ekki máli hvort var hér á svæðinu eða skreppa austur í Fljótshlíð í heyskap eða hvaða tilefni sem var, enda víkingar til allrar vinnu. Ég veit að foreldmm mínum þótti mikið til hennar koma. Ekki get ég annað en minnst þess þáttar í skapgerð mágkonu minnar, ef umræða var um málefni hvort það var smærra eða stærra skipti ekki máli. Hún hafði sína skoðun og var þá föst fyrir sem klettur, henni var ekki snúið sitt á hvað, gat þá stundum gustað frá henni í hita leiksins. Svo var skömmu seinna hlegið og tekið upp léttara hjal. Þyngstur er missirinn í Glæsibæ 6 fyrir eiginmann, böm, tengdaböm og bamabörn. Sú eining innan fjölskyldunnar í Glæsibæ sem Inga og Maggi byggðu upp mun styrkja ykkur í sorginni. Djúpt í guðs og mannsins mynd alið sem að ungbam þiggur, eilífur gneisti falinn liggur. (Jónas Hallgrímsson) Foreldmm, systkinum Ingu og öðm venslafólki og vinum, votta ég dýpstu samúð mína. Maggi minn, böm, tengdabörn og bamaböm við dijúpum höfði í hljóðri þögn og þökkum að hafa fengið að njóta samfylgdar þessarar konu, þó okkur fínnist árin alltof fá. Inga var jarðsett 7. mars síðast- liðinn. Ég harma að hafa ekki getað fylgt henni fyrsta áfangann í þess- ari síðustu ferð Ingu. Með þökk og virðingu fyrir allt og allt. Kjartan Ó. Andrésson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Málverkauppboð Sunnudaginn 20. apríl. BORGr Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík Sími 9(1)24211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.