Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 13
MORGTJNBLAÐIÐ,ÞRIÐJUDAGUR8. APRÍL1986 Prófkjör H-listans í Garði: Allir hreppsnefndar- mennirnir endurkjörnir Garði. NÚVERANDI hreppsnefndar- menn H-listans hlutu allir endur- kosningu í prófkjöri sem fram fór um helgina í Leikskólanum Gefnarborg. Alls tóku 248 manns þátt í prófkjörinu sem er nánast sami fjöldi og tók þátt í prófkjör- inu 1982. Níu manns gáfu kost á sér í próf- kjörið og urðu úrslit þessi í 6 efstu sætin: Finnbogi Bjömssori hlaut 141 atkvæði í fyrsta sætið, Sigurður Ingvarsson hlaut 121 atkvæði í annað sætið, Ingimundur Guðnason hlaut 100 atkvæði í þriðja sætið, Karl Njálsson hlaut 122 atkvæði í 4. sætið, Jón Hjálmarsson hlaut 147 atkvæði í fímmta sætið og Dagný Hildisdóttir hlaut 141 atkvæði í 6. sætið. Fjórir efstu menn skipuðu sömu sæti listans 1982. Úrslit eru bindandi fyrir 3 efstu sætin. Fimm manns sitja í hrepps- nefnd Gerðahrepps og átti H-listinn þrjá menn á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Á kjörskrá munu vera milli 680 og 690 manns. Kjömefnd sem skipuð er 6 manns sá um framkvæmd prófkjörsins sem stóð í 2 daga. Kjömefndina skipa. Ellert Eiríksson formaður, Þor- steinn Einarsson, Sigrún Oddsdótt- ir, Matthildur Ingvarsdóttir, Kjart- an Ásgeirsson og Vilhelm Guð- mundsson. Arnór Hluti kjömefndar bíður þess að frambjóðendur mæti á kjörstað að talningu lokinni og hlýði á úrsUt prófkjörsins. Lífsglaða Hamboig - Áætlunarflugiö byrjar 10. apríl ( HAMBORG ERU 9 YFIRBYGGÐAR GÖNGUGÖTUR ÞAR SEM HVER VERSLUNIN ER VIÐ AÐRA Á sumrin flyst lífið í Hamborg út á götur, torg og garða. Borgin græna býður upp á svo ótrúlegt úrval alþjóðlegra skemmtana og listviðburða að það hálfa væri nóg. Mest fer þetta fram undir berum himni, hvort sem um er að ræða rokk-konserta, sinfóníu- hljómleika, ballett eða tívolí. Og það segir sitt um sumar- veðráttuna. Hamborg ómar af hlátri, söng og dansi. Dag eftir dag, nótt eftir nótt. Hér á eftir fer lítið brot af því sem boðið er upp á í sumar. Cats Fyrsta uppsetningin á hin- um fræga söngleik Cats, í Þýskalandi, fer á Qalirnar 18. apríl í Óperettuhúsinu í Hamborg. Afmæli hafnarinnar Höfnin í Hamborg verður 797 ára á þessu ári. Afmæli hennar er árlegur stórvið- burður í borginni. Þá erskotið upp flugeldum og ýmsar skemmtanir haldnar. (7.-11. maí.) Útitónleikar Fjölmargar hljómsveitir koma fram á röð tónleika sem haldnir verða í útileik- húsi, í skemmtigarði skammt frá Saarlandsstrasse. (9. maí - 29. júní og 9. ágúst - 12. september.) Fiughátíð Fuhlsbúttel, alþjóðaflug- völlurinn í Hamborg, verður 75 ára þann 8. júní. Flug- áhugamenn munu finna þar ýmislegt við sitt hæfi í fjöl- breyttri dagskrá og sýning- um. Kvikmyndir Kvikmyndaunnendur og framleiðendur hittast í Ham- burg Filmhaus til að taka þátt í evrópskri kvikmyndahátíð þeirra sem framleiða ódýrar kvikmyndir. (12.-15. júní.) Beethoven Níunda sinfónía Beet- hovens verður flutt á úti- hljómleikum á ráðhústorginu 21. júní. Aðgangur ókeypis. Rithöfundar Þing alþjóðasamtaka rit- höfunda (PEN) verður í Ham- borg 22.-27. júní. Efni þings- ins verður hvernig samtíma- sagan endurspeglast í al- þjóða bókmenntum. Frægir höfundar víðs vegar að úr heiminum lesa upp og taka þátt í umræðum. Sinfónían Dagana 10.-17. og 31. júl í og 8. ágúst verður haldin röð sinfóníuhljómleika undir ber- um himni, á ráðhústorginu. Sumarleikhús Alþjóðleg hátíð leikhópa í Kampnagelfabrik. Leikhóp- arnir koma frá Japan, Banda- rílg'unum og Evrópu og þeir flytja ein áttatíu verk. (1 l.júlí til 8. ágúst.) Myndlistarkonur í Hamburg Kunsthalle verður fjallað um hlut kvenna í myndlist, allt frá dögum frönsku byltingarinnar. (11. júlí til 14. sept.) Verslunarhátíð Það eru níu yfirbyggðar verslunargötur í Hamborg. Þær halda sína sérstöku hátíð í sumar og kalla til alls konar listafólk og matreiðslumeist- ara. (9.-10. ágúst.) Ballett Hamborgarballettinn held- ur sex útisýningar á ráðhús- torginu, dagana 15. til 21. ágúst. Allt á flotí Fjögurra daga útihátíð verður við innra Alstervatn dagana 28.-31. ágúst. Það verður mikið um dýrðir; alls konar vatnasport, tívolí og leikir. Útihátíð fyrir alla fjöl- skylduna í fögru umhverfi. Kvennahátíð Listakonur frá fimm heims- álfum sýna margvísleg lista- verk. (23. ágúst til 15. sept- ember.) Rússasilfur Þessi Qársjóður fer ekki oft að heiman. En 11. september til 15. nóvember verður hægt að dást að silfurmunum frá rússneska keisaratímanum í Museum fúr Kunst und Gew- erbe. jfARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.