Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Olíuverkfallið í Noregi: Tapið 1,5 millj- arðar daglega Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. TALIÐ ER að tap Norðmanna vegna verkfalls starfsfólks mötuneyta á borpöllum í Norðursjó nemi 250 milljónum króna á degi hveijum, eða jafnvirði 1500 milljóna ísl. króna. Tap ríkissjóðs vegna tapaðra skatttekna nemur 130 milljónum norskra króna á dag. Olíuvinnsla Norðmanna liggur nú niðri þar sem 670 starfsmenn mötuneyta hófu verkfall á sunnu- dag. Olíufyrirtækin settu verkbann á aðra starfsmenn, sem eru 3.500 talsins. Verkfallsmenn krefjast 28% launahækkana. Árslaun þeirra nema að meðaltali 165 þúsund krónum, eða milljón ísl. kr., en peir vilja fá sömu laun og bormenn, rafvirkjar og röramenn, sem hafa um 230 þúsund í árstekjur, eða um 1350 þúsund ísl.kr. Ríkisstjómin vill ekki skerast í leikinn eins og gert hefur verið jafnan áður þegar komið hefur til vinnudeilna á borpöllunum. Stéttar- félag verkfallsmanna, CAF, á ekki gilda verkfallssjóði en félagið hefur komizt að samkomulagi við Bergen Bank, sem fallizt hefur á að veita hverjum verkfallsmanni allt að 10 þúsund norskra króna yfirdráttar- heimild, eða 58 þúsund ísl. kr. meðan á deilunni stendur. Átökin yfir Sidra-flóa: Tóku sovéskir hern- aðarráðgjafar þátt í eldflaugaskotunum? Tripólí, Líbýu. AP. SOVÉSKIR hemaðarráðgjafar kunna að hafa aðstoðað líbýska herinn við að skjóta SA-5 flug- skeytum að bandarískum orr- ustuþotum, þegar til átaka kom yfir Sidra-flóa í síðasta mánuði, að því er vestrænn sendifulltrúi sagði á sunnudag. Sendifulltrúinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, tjáði AP- fréttastofunni einnig í viðtali, að Blaðamannaf undur í geimnum Moskvu. AP. SOVÉZKIR geimfarar um borð í MIR-geimvísindastööinni héldu blaðamannafund í geimnum og í tilkynningu sem þeir sendu frá sér við það tækifæri hvöttu þeir Banda- ríkjamenn til þess að hætta þegar í stað kjamorkutilraunum. Þeir ítr- ekuðu einnig fyrri yfirlýsingar yfir- valda í Kreml um að rannsóknir í geimstöðinni hefðu engan hemað- arlegan tilgang. Stórglæpamaður gómaður Bombay. AP. CHARLES Sobhraj, einvher ill- ræmdasti glæpamaður Asíu, var handtekinn í gær þar sem hann sat að bjórdrykkkju á 42. afmælisdegi sínum í kaffíhúsi í baðstrandar- bænum Goa. Honum tókst að flýja úr Tihar-fangelsinu í Delhí, sem er mjög rammgert, fyrir þremur vik- um. Hann verður framseldur til Thailands þar sem hann er eftirlýst- ur fyrir mörg mannsmorð og eitur- lyfjasmygl. það væri „alveg hugsanlegt", að sovéskir ráðgjafar hefðu verið meðal þeirra, sem féllu, er Banda- ríkjamenn gerðu árásir á eldflauga- skotpallinn við Sirte-borg 24. og 25. mars. Utvarpsstöð kristinna manna í Líbanon sagði í fréttaútsendingu, að 12 Sovétmenn hefðu látið lífíð í árásunum. Líbýumenn hafa ekkert látið frá sér fara um mannfailið þar. Sendifulitrúinn sagði, að Sovét- mehn kynnu að hafa tekið þátt í að skjóta eldflaugunum að banda- rísku flugvélunum, og það væri alkunna, að sovéskir ráðgjafar hefðu þjálfað LJbýumenn í notkun þessara vopna. Lík sex lögreglumanna, sem ofbeldismenn síkha skutu til bana í Punjab á laugardag. Ofbeldismennirnir réðust á dómshús og tókst að frelsa þijá félaga sina, sem hafðir voru þar í haldi vegna morðs á rit- stjóra. I árásinni á dómshúsið féllu sex lögreglumenn. AP/Símamynd Lögreglan óttast blóðbað í Punjab Jalandhnr. InrllnnHí AP Jalandhar, Indlandi. AP. J.F. REBIERO, hinn nýi lög- reglustjóri í Punjab-ríki, hótaði í gær að grípa til harðra gagnað- gerða gegn hryðjuverkastarf- semi í ríkinu, en hann sagði lögregluna eiga i útistöðum við „snarvitlausa bijálæðinga“. Rebiero kvaðst óttast ný átök og spáði því að ofbeldismennimir létu til skarar skríða í næstu viku. Hann kvaðst óttast að þá kæmi til mikils blóðbaðs. Hann sagði lögregluna eiga við að etja andstöðu við að- gerðir innan sinna eigin raða þar sem öfgamennimir ættu samúð hóps lögreglumanna. Það sem af er april hafa á annan tug manna beðið bana í ofbeldisað- gerðum í Punjab. í marz biðu á annað hundrað manns bana í átök- Erfið sljórnarkreppa í ísrael: Peres krefst afsagnar fjármálaráðherra síns Jerúsalem. AP. SHIMON PERES, forsætisráð- herra, krafðizt þess í gær, mánu- dag, að fjármálaráðherra stjórn- arinnar segði af sér, en talið er að þessi ákvörðun Peresar kunni jafnvel að valda stjórnarslitum. Yitzhak Shamir, utanríkisráð- herra, leiðtogi Likud-bandalagsins, ræddi við Peres í hálftíma af þessu tilefni. Shamir neitaði að verða við kröfu Peresar um að Yitzhak Modai, sem er úr Likud, yrði látinn víkja úr stjóm. Helzti aðstoðarmaður Shamirs sagði í gærkvöldi að ef Modai yrði vikið úr stjóm yrðu dagar hennar þar með taldir. Hann sagði stjómar- kreppuna nú þá alvarlegustu frá myndun samsteypustjómarinnar í september 1985. Dirfska í jrfírlýsingum Modai í íjölmiðlum nýverið er sögð hafa orsakað stjómarkreppuna. Modai sagði m.a. að Peres væri „ferða- glaður forsætisráðherra sem skildi ekki efnahagsmál". Uzi Baram, framkvæmdastjóri Verkamannaflokksins, flokks Per- esar, sakaði Modai í gær um rógs- herferð gegn Peres vegna áforma Peresar um að koma skuldum vöfn- um stórfyrirtækjum til aðstoðar. Hrun blasir við fyrirtækjunum ef ekkert verður að gert. Baram sagði Modai hafa farið hamförum eftir að Peres tók þá ákvörðun að að- stoða fyrirtækin. um hindúa og síkha og í bardögum öfgamanna og lögreglu. Rúmlega 30 þúsund fallhlífarhermenn hafa verið sendir til Punjab þar sem þeir eru í viðbragðsstöðu. Þær hersveit- ir, sem eru fyrir í ríkinu, em einnig í viðbragðsstöðu. Þá era um 60.000 lögreglumenn ríkisins viðbúnir átökum. Rebiero sagði ofbeldisaðgerðim- ar skipulagðar og þeim stjómað frá Gullna hofínu í Amritsar. Hofíð væri „virki öfgamanna", sem hefð- ust þar við í tugatali með velþóknun yfírmanna hofsins. Hann sagði það myndu auðvelda að kveða ofbeldis- aðgerðimar niður að ráðast inn í hofíð og hrekja þaðan út nokkur hundrað menn. Hins vegar væri enginn vilji hjá Iögreglunni til að- gerða af því tagi. Á meðan hefðu ofbeldismennimir ákveðið forskot á lögregluna. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sagði í dag að ofbeldis- verkin í Punjab og átök hindúa og sikha þar stefndu indverska ríkinu í voða. Að baki verkunum stæðu aðilar, sem stefndu að því að ijúfa samheldni indversku þjóðarinnar. Punjab væri peð f tafli þeirra. Hvatti hann þjóðina til að segja öfgamönnum friðsælt stríð á hend- ur. VIÐ FLYTJOM OKKCIR OM SET OG FÁCIM NÝTT SÍMANÚMER: 68-85-80 ^ >9'e Skipholt 50c Tónabíó Við höfum opnað á nýjum stað að Skipholti 50c, gegnt Tónabíói. Við munum áfram keppast við að veita sem besta þjónustu og bjóðum eldri viðskipta- vini sérstaklega velkomna á nýja staðinn. Snyrtifr- æðingurinn María Kristmanns hefur nú gengið til liðs við okkur og mun því stofan hér eftir heita Hárgreiðslu- og snyrtistofan Safír. Verið velkomin FÍSF Laugavegur Hárgreiðslu- og snyrtistofan >Safí ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.