Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 44
MORGUNBLAPID, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 t Eiginmaður minn, SIGURÐUR JÓNASSON, deildarstjóri, Grýtubakka 24, Reykjavfk, erlátinn. Hildur Bjarnadóttir: t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR LÚÐVÍK ÞORSTEINSSON, Ólafsvegi 19, Ólafsfirði, andaöist á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sunnudaginn 6. apríl. Jónfna Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faöir minn og fósturfaðir, JÚLÍUS DAVÍÐSSON, dvalarheimilinu Hlfö, Akureyri, andaðist sunnudaginn 6. apríl. Sigrún Júlfusdóttir, Valdfs Þorkelsdóttir. t MAGNÚS SIGURJÓNSSON, úrsmiður, Neshaga14, lóst í Landspítalanum 4. apríl. Katrfn Ólafsdóttir, Bryndfs Magnúsdóttir, Magnús Geirsson, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Ole Serve. t Faðir okkar og tengdafaðir GUÐMUNDUR KONRÁÐSSON andaðist á Hvítabandi 6. apríl. Hilmar, Gretar, Heiðrún, Inga, tengdabörn og barnabörn. Bróðir okkar t EINAR ÞORGEIRSSON, Lambastöðum Garði, er látinn. Systkinin. t Eiginmaður minn, SIGURÐUR AUÐUNSSON, hagrœðingarráðunautur, Efra Hvoli, Mosfellssveit, lést af slysförum laugardaginn 5. aprfl. Ingunn Vígmundsdóttir. t Útför ömmu okkar, EINURU A. JÓNSDÓTTUR, saumakennara, Þórsgötu 21, er lést 27. mars, verður gerð frá Fossvogskirkju miövikudaginn 9. apríl kl. 13.30. Inga Vala Jónsdóttir, GuðniÞórJónsson, Einar Kristinn Jónsson, Hjörtur M. Jónsson. Eggert Olafsson, Skarði II - Minning Fæddur 1. apríl 1907 Dáinn 13. desember 1985 Góðir og mætir samferðarmenn vilja oft gleymast þegar þeir kveðja hið jarðneska líf og halda á braut til nýrri heimkynna. Því vil ég með þessum fáu orðum minnast góðs drengs, sem vann sveit sinni og sýslu trúnað og þegn- skap, var hvers manns hugljúfi, trúrækinn, góður heimilisfaðir og fyrirvinna. Eggert Ólafsson fæddist að Bakka í Geiradal þann 1. apríl 1907. Foreldrar hans voru hjónin Ólaf- ur Indriðason á Ballará og kona hans Guðrún Lýðsdóttir. Eggert ólst upp með foreldrum sínum og systkinum og varð fljótt á unga aldri eftirsóttur vinnumaður, sem leysti öll störf sín vel og samvisku- samlega af hendi og vann sér traust og trúnað sinna húsbænda. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum og var m.a. 5 vertíðir í Vestmanna- eyjum. Hann bar alltaf hlýjan hug til Breiðaflarðar og ungur batt hann tryggðarbönd við heimilið að Skarði á Skarðsströnd. Á þessu rausnar- og merkis- heimili var margt manna og í mörgu að snúast. Húsráðendur voru sæmdarhjónin, Kristinn Indriðason, hreppstjóri og kona hans Elinborg Ingibjörg Bogadóttir Magnúsen. Skarð er eins og kunnugt er fom- frægt höfuðból og hefur verið leng- ur í eign sömu ættar en nokkurt annað býli á íslandi, eða um 800—900 ár og er ættin rakin til Húnboga Þorgilssonar, sem talinn var bróðir Ara fróða, en 25—26 ættliðir frá Húnboga hafa nú setið að Skarði. Við Skarð er kennd Skarðsbók, meiriháttar skinnhand- rit, rituð á 14. öld. Á Skarði er Skarðskirkja, bændakirkja. Eru þar margir merkir kirkjugripir, m.a. útskorin og máluð altaristafla frá 15. öld. Kristinn og Elinborg áttu 3 dætur, Bogu, Guðborgu og Ingi- björgu. Guðborg er nú látin, en Ingibjörg býr að Skarði ásamt manni sínum Jóni Gunnari Jónssyni og Kristni syni sínum. — Fljótt felldu þau hugi saman Boga og Eggert og bundust órjúfandi tryggðarböndum. Árið 1937 vom Skarðsveijar í selafari, m.a. Kristinn og Eggert. Þegar komið var uppundir miðjan ál, sjá þeir að íbúðarhúsið á Skarði stendur í björtu báli, en heima var Elinborg húsfreyja, dætur hennar og annað húsfólk. Brann bærinn til kaldra kola, en slys urðu ekki á heimilisfólki. Frá þeirri stundu vann Eggert alfarið að búi tengdafor- eldra sinna eða þar til þau stofna nýbýlið Skarð II úr landi Manheima. Fýlgdi því landi grasigróin ræma, sem kölluð var Solveigarflöt eða Solluflöt. Þar reistu þau myndarlegt íbúðarhús árið 1951, sem enn stendur og er húsráðendum til sóma fyrir sérstaka umgengni og snyrti- mennsku. Heyjað var á útengjum fyrst en síðar var bytjað að rækta og túnin uxu og bústofninn stækk- aði að sama skapi. Á haustdögum 1943 fara þau Boga og Eggert í verzlunarferð með Ms. Baldri til Stykkishólms ásamt sveitungum sínum og vinum. Var þetta árleg viðskiptaferð þeirra Skarðsstrendinga þar sem verslun þeirra og viðskipti fóru þá alfarið fram í Stykkishólmi. Glatt var á t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNfNU EYÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hringbraut 73, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðríður Þórhallsdóttir, Guðmundur Þórhallsson, Björk Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON frá Vestmannaeyjum, Álfhólsvegi 153, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 15.00. Sigrfður Kristjánsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Egill Ingvi Ragnarsson, Kristján S. Guðmundsson, Ólöf Bárðardóttir, Grátar G. Guðmundsson, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, Rannveig Guðmundsd. Freni, Joseph Freni, Guðný H. Guðmundsdóttir, Björn Björgvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Kveðjuathöfn um föður okkar, tengdaföður og afa, FINN ÞORLEIFSSON, sem lést 29. mars fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður frá Staðarhólskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 14.00. Vestfjarðaleiö fer frá Umferðamiðstööinni kl. 8.00. Kristinn Finnsson, Þorleifur Finnsson, Ásdfs Arnfinnsdóttir og börn. t Mágkona mín, GERÐA ÓLAFSSON, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Maja Ólafsson. t Móðirokkar, GEIRRÚN ÍVARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 14.00. Dœtur hinnar látnu. hjalla og fengu þau óskabyr að heiman og heim. Þegar landi var náð í Stykkishólmi gekk unga parið á fund sr. Sigurðar Lárussonar, prófasts. Gaf hann þau saman í hjónaband þennan dag, 16. nóvem- ber 1943. Var það mikill heilla- og hamingjudagur í lífi þeirra. Eggert og Boga eignuðust 2 mannvænleg böm, en þau eru; Ólafur, fæddur 20. okt. 1947. Kona hans er Svava Hjartardóttir frá Vífílsdal og eiga þau 2 böm, Eggert fæddan 1. apríl 1980 eða sama dag og afi hans og dreng, óskírðan, fæddan 25. ágúst 1985. Ólafur býr nú í návist móður sinnar að Manheim- um; Elinborg, fædd 20. sept. 1955. Maður hennar Kristinn Thorlacíus. Böm þeirra eru, Boga fædd 12. ágúst 1975, Dagbjört Drífa, fædd 7. júlí 1980 og Silja Rut, fædd 12. marz 1985. Arið 1978 misstu þau dreng, sem andaðist við fæðingu. — Kristinn er trésmiður og búa þau hjón í Búðardal. Eggert gegndi ýmsum störfum fyrir sveit sína. Hann tók við starfí hreppstjóra af Kristni tengdaföður sínum og gegndi því um árabil eða þar til lög um aldur opinberra starfsmanna gengu í gildi. Við hreppstjórastarfínu tók Ólafur son- ur hans í ágúst 1984. Eggert var formaður áfengisvamamefndar Skarðshrepps í mörg ár og sat í hreppsnefnd um lengri tíma. Hann miklaðist ekki af störfum sínum og hélt þeim lítt á lofti en vann þau öll af samviskusemi ogtrúmennsku. Hann var gleðimaður í góðra vina hóp og tók söngurinn hug hans allan ef því var að skipta. Ungur söng hann efstu rödd með „kerling- unum í Saurbænum" eins og hann orðaði það stundum með bros á vör og um langan tíma sungu þau hjón- in í kirkjukómum og síðar í Þorra- kómum í Dalasýslu undir stjóm Halldórs Þorgilsar á Breiðabólstað á Fellsströnd. Eggert var gæfumaður. Ung bundust þau óijúfandi tryggðar- böndum, heimasætan á höfuðbólinu Skarði og hann. Var hann alla tíð heilsuhraustur og hafði aldrei í sjúkrahús komið fyrr en hann lagð- ist á Landakot til rannsóknar í febrúar 1985. Ég heimsótti hann þá. Var hann eftir atvikum hress og þakklátur öllu starfsfólki spítal- ans og þeim er heimsóttu hann, — en hann kunni ekki við sig og þráði að komast heim. Hann var ekki lengi í þetta sinn á sjúkrahúsinu og kom heim með bjartar vonir og bata í huga. Hann var síðar lagður inn með stuttu millibili og andaðist með illkynja sjúkdóm 13. des. sl. Síðustu sjúkdómslegu var Boga alla daga hjá manni sínum og vék ekki frá sjúkrabeði hans fyrr en yfír lauk. Hann var jarðsunginn frá Skarðskirkju við fjölmenni þann 22. des. sl. Minningin um mætan og merkan mann lifír í hugum okkar sem hann þekktu. Hann heldur með gott veganesti til nýrra heimkynna. Sá byr er hann fékk á Breiðafírði í brúðkaupsferð sinni á haustdögum 1943 fylgir honum á nýjar slóðir. Hann horfír til baka og lítur þakk- látur á liðin ár, því hann varðveitti það sem er hveiju heimsláni dýr- mætara, manngildi sitt, og með þá trú lagði hann heill og óbugaður upp í sína síðustu siglingu. Blessuð sé minning Eggerts frá Skarði. Slíkum manni var hollt og gott að kynnast. Skjöldur Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.