Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Sjóðir sjávarútvegsins: Þingflokkarnir ræða frumvarp um einf öldun kerfis ÞINGFLOKKAR sljórnmála- flokkkanna hafa nú til umsagnar handrit að frumvarpi sjávarút- vegsráðherra um skiptaverð- mæti og greiðlumiðlun innan sjávarútvegsins. í því felst veru- leg einföldun sjóðakerfis sjávar- útvegsins, þannig að raunveru- legt fiskverð á hveijum tíma er ljóst. Áður komu ofan á lág- marksverð fjölmargir liðir sam- kvæmt flóknu millifærslukerfi, sem nú verður fellt niður. Verð- bætur og ýmsir kostnaðarliðir reiknast nú beint inn í fiskverð. Er hér um að ræða um 58% viðbætur á verðið og hækkar INNLENT Prjónastofan Katla: Ósamið um leigu BYGGÐASTOFNUN hefur átt í viðræðum við nokkra aðila um leigu á tækjakosti og húsnæði Pijónastofunnar Kötlu i Vík í Mýrdal, sem varð gjaldþrota í febrúar sl. með þeim afleiðing- um, að um 30 manns misstu atvinnuna. Að sögn Stefáns Melsted hjá Byggðastofnun hefur enn ekki tekist að semja um leigu á prjóna- stofunni; enginn ákveðinn aðili hefur enn tekið af skarið um að taka hana á leigu. Réðu óvissar markaðshorfur mestu þar um. lágmarksverð sem því nemur, en tekjur útgerðar og sjómanna standa í stað. Nýtt fiskverð á að taka gildi 1. júní næstkomandi, en samkvæmt frumvarpshandritinu breytist lág- marksverðið 15. maí næstkomandi við áætlaða gildistöku laganna og gildir til 1. júní. Framvegis verður skiptaverð 70% af gildandi lág- marksverði við löndun heima en breytilegt við löndun erlendis, þó aldrei hærra en 70%. Fiskkaupend- ur greiða síðan 15% af heildarverði afla skipa stærri en 10 lestir og 10% af afla litlu bátanna, sem renna í stofnfjársjóð fiskiskipa, til vá- try8gingagja'da, greiðslumiðlunar- reiknings og af honum í lífeyrissjóði til samtaka útgerðarmanna og sjó- manna. Sú breyting verður á við endurgreiðslu uppsafnaðs sölu- skatts, alls um 600 milljónir króna samkvæmt áætlun fyrir þetta ár, að þær renna ekki í aflatrygginga- sjóð eins og til þessa, heldur til fiskvinnslu og Fiskveiðasjóðs. Afla- tryggingasjóður verður lagður nið- ur en í hann munu 225 milljónir renna til gildistöku laganna. Af því, sem eftir verður, renna 305 milljónir til fiskvinnslu og 70 til Fiskveiðasjóðs í samræmi við áætl- aðan hlut fiskvinnslu og útgerðar í greiddum söluskatti. Talið er að í meginatriðum raski einföldun þessi ekki tekjuskiptingu í sjávarútvegi, en með henni verður hætt milli- færslu milli einstakra útgerða eða skipa. Auk þessa taka útgerðarmenn á sig greiðslu hluta fæðispeninga, sem áður kom úr áhafnadeild Afla- trygginga.sjóðs, og skiptahlutfall á bátum undir 240 lestum hækkar um einn hundraðshluta til samræm- ingar kjörum annarra sjómanna. „Vil ekkert segja“ — segir fréttastjóri hljóðvarps um gagnrýni í útvarps- ráði á fréttaflutning af hemámsandstæðingum MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Margrétar Indriðadóttur frétta- stjóra á fréttastofu, Ríkisút- varpsins, hljóðvarps, og spurði hana hveiju hún vildi svara gagnrýni þeirri á fréttastofuna, sem fram kemur í bókun Magn- úsar Erlendssonar á útvarps- ráðsfundi sl. föstudag vegna kynningar og fréttaflutnings fréttastofunnar af fundi Sam- taka hemámsandstæðinga laug- ardaginn 29. mars sl. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Margrét. „Magnús getur hlaupið með þetta í blöðin, en ég ætla ekki að gera það, að minnsta kosti ekki núna. Þessu verður svar- að á næsta útvarpsráðsfundi, “ sagði Margrét Indriðadóttir. Rangfærslum Þjóðviljans enn svarað: 1 I 1 1 'jjp L 1 B 4 1 'ff) ÆM ■ -» f ■ Það var lesið, prjónað, dottað og rabbað saman er beðið var eftir því að farmiðasalan hjá ferðanefnd BSRB opnaði sl. laugardag. BSRB farmiðar til Kaupmannahafnar: Alltuppí 15 tíma bið eftir miða á 7.900 krónur „ÞEIR fyrstu fóru að biða milli kl. 1 og 2 um nóttina þrátt fyrir að sala farmiðanna hæfist ekki fyrr en kl. 16.00 svo biðin var svo sannarlega löng fyrir suma,“ sagði Sigrún Aspelund, formaður ferðanefndar BSRB, í samtali við blaðamann, en sl. laugardag bauð ferðanefndin aðildarfélögum sínum farmiða til Kaupmannahafnar og heim aftur fyrir 7.900 krónur. Fyrir börn kostaði miðinn 4.000 krón- ur. Ódýrasta PEX-fargjald til Kaupmannahafnar fæst að öðru Ieyti á um 15.400 krónur. „Þegar ég mætti til vinnu rúm- lega 7 um morguninn biðu milli 60 og 70 manns úti við - þó flest- ir í bflum sínum. Þá hleyptum við fólkinu inn í hús og úthlutuðum númerum. Þá höfðu fjölskyldu- meðlimir skipst á vöktum alla nóttina og komið jafnvel með bömin sín með sér. Á undanfömum íjórum árum hefur ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir/Landsýn gengist fyrir samningum við Flugleiðir fyrir hönd stéttarfélaganna, en þau eru m.a. eignaraðilar að ferðaskrif- stofunni. Sigrún sagði að BSRB væri nú 15.000 manna félagasam- tök og hefði einum þriðja hluta farmiðanna verið haldið eftir handa félagsmönnum af lands- byggðinni. 706 ný dagvistarrými á vegnm borgarstj órnar — útgjöld til dagvistunarmála 35,8% hærri nú en í tíð meirihluta vinstri manna ÁSTÆÐA er til að fagna því, ef málefnastaða okkar er svo góð, sagði Davíð Oddson, borgar- stjóri, að andstæðingamir þurfi að grípa til jafndæmalausra ósanninda og Þjóðviljinn hefur nú gert um dagvistarmál borgar- innar, fjárhag Þróttar, afkomu Landsvirkjunar og leigugjöld þeirra, sem leigja húsnæði af borginni. Það er ekki fótur fyrir skrifum blaðsins um fjölgun dagvistarrýma í Reykjavík, sagði borgarstjóri. í Þjóðviljanum á laugardag er því haldið fram á forsíðu, að dagvistar- rýmum í Reykjavík hafi fjölgað um 296 síðan 1982. Borgarstjóri sagði, að síðan 1982 hefðu 10 ný dagvist- arheimili verið tekin í notkun. Eitt þeirra hefði verið reist af Sumar- gjöf, en hin af Reykjavíkurborg, sem annast rekstur allra heimil- anna. Hann sagði, að fyrir næsta haust yrðu þrjú ný heimili að auki tekin í notkun. Þá yrði hafíst handa við gerð tveggja heimila til viðbótar í Seljahverfi og á Ártúnsholti. Borgarstjóri sagði, að alls væri því um 13 fullbúin dagvistarheimili að ræða, ef litið sé á framkvæmdir á kjörtímabilinu frá 1982.1 þessum heimilum væru alls 706 ný dagvist- arrými. Þar af væru 68, sem rekja mætti til áranna 1978 til 1982, þegar vinstri menn höfðu meirihluta í borgarstjóm, en alls skiluðu þeir 604 nýjum rýmum, þar af megi rekja 128 til kjörtímabilsins 1974- 1978. Þegar ijárveitingar borgarsjóðs til smíði dagvistarheimila á kjör- tímabilinu núna og 1978-1982 eru bomar saman og framreiknaðar til núvirðis kemur í ljós, að á árunum 1983 til 1986 er varið 35,8% meira fjármagni til þessara mála en 1979—1982. Er hér miðað við þijú heil ár, þar sem fjárhagsáætlanir eru alfarið mótaðar af starfandi borgarstjómarmeirihluta á hverjum tíma. Sjá forystugrein: Þróttur og Þjóðviljinn á miðopnu. Gengisbreyting- ar í Evrópu hafa lítil áhrif á krónuna „BREYTINGAR á gengi gjald- miðla í Evrópu hafa tiltölulega lítil áhrif á gengi íslensku krón- unnar,“ sagði Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri, þegar hann var spurður um áhrif gengisbreyt- inganna í nokkrum Evrópulönd- um að undanförnu á íslensku krónuna. „Gengislækkunin er aðallega á franska frankanum en hann er ekki mynt sem vegur mjög þungt í okkar viðskiptum og því ekki búist við að lækkunin hafí áhrif á okkar hag. Við sjáum hinsvegar merki þess að dollarinn hefur styrkt stöðu sína um hálft annað % við þessar gengis- breytingar, en það er okkur hag- stætt vegna útflutningstekna þjóð- arinnar sem miðast að mestu við dollara. Gengi gjaldmiðla Norðurlanda hefur lækkað og nokkurra Evrópu- þjóða auk japanska yensins, en hver áhrifin verða er erfitt að spá um þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Jóhannes. Gestur á Hótel Varð- borg gekk berserksgang - braut tvær hurð- ir o g þrjár rúður Akureyri. EINN gesta á Hótel Varðborg á Akureyri gekk þar berserksgang aðfaranótt sunnudags. Braut maðurinn tvær hurðir og þrjár rúður í hótelinu. Hann var ölvað- ur. Maðurinn byrjaði á því að bijóta rúðu og spegil í herbergi sínu og stórskemmdi síðan hurð á herbergi sínu á leiðinni út. Maðurinn hefur játað á sig allar skemmdir sem unnar voru á hótel- inu þessa nótt og talið er að kostn- aður við viðgerðir verði ekki undir 60.000 krónum. Stór rúða í Búnaðarbankanum, sem er ekki íjarri Hótel Varðborg, var brotin þessa nótt, skömmu eftir að skemmdimar voru unnar á hótel- inu. Gangstéttarhellu var hent gegnum rúðuna. Hótelgesturinn hefur við yfirheyrslur ekki viljað viðurkenna að hafa brotið rúðuna. Tveir í gæslu vegna inn- flutnings á amfetamíni TVEIR menn hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald vegna inn- flutnings á 330 grömmum af amfetamíni. Annar mannanna var úrskurðaður í 30 daga gæslu- varðhald, hinn i 15 daga. Lögreglan handtók annan mann- anna á fímmtudag síðastliðinn við komuna til Keflavíkur frá Lúxem- borg. í fórum hans fannst amfetam- ín, sem hann hafði komið fyrir í vindlingapakkningum. Félagi hans, sem grunur lék á að hefði verið erlendis í sömu erindagjörðum, var handtekinn er hann kom til landsins á föstudag. Unnið er að áfram- haldandi rannsókn málsins hjá fflmiefnadeild lögreglunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.