Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 4

Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Sjóðir sjávarútvegsins: Þingflokkarnir ræða frumvarp um einf öldun kerfis ÞINGFLOKKAR sljórnmála- flokkkanna hafa nú til umsagnar handrit að frumvarpi sjávarút- vegsráðherra um skiptaverð- mæti og greiðlumiðlun innan sjávarútvegsins. í því felst veru- leg einföldun sjóðakerfis sjávar- útvegsins, þannig að raunveru- legt fiskverð á hveijum tíma er ljóst. Áður komu ofan á lág- marksverð fjölmargir liðir sam- kvæmt flóknu millifærslukerfi, sem nú verður fellt niður. Verð- bætur og ýmsir kostnaðarliðir reiknast nú beint inn í fiskverð. Er hér um að ræða um 58% viðbætur á verðið og hækkar INNLENT Prjónastofan Katla: Ósamið um leigu BYGGÐASTOFNUN hefur átt í viðræðum við nokkra aðila um leigu á tækjakosti og húsnæði Pijónastofunnar Kötlu i Vík í Mýrdal, sem varð gjaldþrota í febrúar sl. með þeim afleiðing- um, að um 30 manns misstu atvinnuna. Að sögn Stefáns Melsted hjá Byggðastofnun hefur enn ekki tekist að semja um leigu á prjóna- stofunni; enginn ákveðinn aðili hefur enn tekið af skarið um að taka hana á leigu. Réðu óvissar markaðshorfur mestu þar um. lágmarksverð sem því nemur, en tekjur útgerðar og sjómanna standa í stað. Nýtt fiskverð á að taka gildi 1. júní næstkomandi, en samkvæmt frumvarpshandritinu breytist lág- marksverðið 15. maí næstkomandi við áætlaða gildistöku laganna og gildir til 1. júní. Framvegis verður skiptaverð 70% af gildandi lág- marksverði við löndun heima en breytilegt við löndun erlendis, þó aldrei hærra en 70%. Fiskkaupend- ur greiða síðan 15% af heildarverði afla skipa stærri en 10 lestir og 10% af afla litlu bátanna, sem renna í stofnfjársjóð fiskiskipa, til vá- try8gingagja'da, greiðslumiðlunar- reiknings og af honum í lífeyrissjóði til samtaka útgerðarmanna og sjó- manna. Sú breyting verður á við endurgreiðslu uppsafnaðs sölu- skatts, alls um 600 milljónir króna samkvæmt áætlun fyrir þetta ár, að þær renna ekki í aflatrygginga- sjóð eins og til þessa, heldur til fiskvinnslu og Fiskveiðasjóðs. Afla- tryggingasjóður verður lagður nið- ur en í hann munu 225 milljónir renna til gildistöku laganna. Af því, sem eftir verður, renna 305 milljónir til fiskvinnslu og 70 til Fiskveiðasjóðs í samræmi við áætl- aðan hlut fiskvinnslu og útgerðar í greiddum söluskatti. Talið er að í meginatriðum raski einföldun þessi ekki tekjuskiptingu í sjávarútvegi, en með henni verður hætt milli- færslu milli einstakra útgerða eða skipa. Auk þessa taka útgerðarmenn á sig greiðslu hluta fæðispeninga, sem áður kom úr áhafnadeild Afla- trygginga.sjóðs, og skiptahlutfall á bátum undir 240 lestum hækkar um einn hundraðshluta til samræm- ingar kjörum annarra sjómanna. „Vil ekkert segja“ — segir fréttastjóri hljóðvarps um gagnrýni í útvarps- ráði á fréttaflutning af hemámsandstæðingum MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Margrétar Indriðadóttur frétta- stjóra á fréttastofu, Ríkisút- varpsins, hljóðvarps, og spurði hana hveiju hún vildi svara gagnrýni þeirri á fréttastofuna, sem fram kemur í bókun Magn- úsar Erlendssonar á útvarps- ráðsfundi sl. föstudag vegna kynningar og fréttaflutnings fréttastofunnar af fundi Sam- taka hemámsandstæðinga laug- ardaginn 29. mars sl. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Margrét. „Magnús getur hlaupið með þetta í blöðin, en ég ætla ekki að gera það, að minnsta kosti ekki núna. Þessu verður svar- að á næsta útvarpsráðsfundi, “ sagði Margrét Indriðadóttir. Rangfærslum Þjóðviljans enn svarað: 1 I 1 1 'jjp L 1 B 4 1 'ff) ÆM ■ -» f ■ Það var lesið, prjónað, dottað og rabbað saman er beðið var eftir því að farmiðasalan hjá ferðanefnd BSRB opnaði sl. laugardag. BSRB farmiðar til Kaupmannahafnar: Alltuppí 15 tíma bið eftir miða á 7.900 krónur „ÞEIR fyrstu fóru að biða milli kl. 1 og 2 um nóttina þrátt fyrir að sala farmiðanna hæfist ekki fyrr en kl. 16.00 svo biðin var svo sannarlega löng fyrir suma,“ sagði Sigrún Aspelund, formaður ferðanefndar BSRB, í samtali við blaðamann, en sl. laugardag bauð ferðanefndin aðildarfélögum sínum farmiða til Kaupmannahafnar og heim aftur fyrir 7.900 krónur. Fyrir börn kostaði miðinn 4.000 krón- ur. Ódýrasta PEX-fargjald til Kaupmannahafnar fæst að öðru Ieyti á um 15.400 krónur. „Þegar ég mætti til vinnu rúm- lega 7 um morguninn biðu milli 60 og 70 manns úti við - þó flest- ir í bflum sínum. Þá hleyptum við fólkinu inn í hús og úthlutuðum númerum. Þá höfðu fjölskyldu- meðlimir skipst á vöktum alla nóttina og komið jafnvel með bömin sín með sér. Á undanfömum íjórum árum hefur ferðaskrifstofan Samvinnu- ferðir/Landsýn gengist fyrir samningum við Flugleiðir fyrir hönd stéttarfélaganna, en þau eru m.a. eignaraðilar að ferðaskrif- stofunni. Sigrún sagði að BSRB væri nú 15.000 manna félagasam- tök og hefði einum þriðja hluta farmiðanna verið haldið eftir handa félagsmönnum af lands- byggðinni. 706 ný dagvistarrými á vegnm borgarstj órnar — útgjöld til dagvistunarmála 35,8% hærri nú en í tíð meirihluta vinstri manna ÁSTÆÐA er til að fagna því, ef málefnastaða okkar er svo góð, sagði Davíð Oddson, borgar- stjóri, að andstæðingamir þurfi að grípa til jafndæmalausra ósanninda og Þjóðviljinn hefur nú gert um dagvistarmál borgar- innar, fjárhag Þróttar, afkomu Landsvirkjunar og leigugjöld þeirra, sem leigja húsnæði af borginni. Það er ekki fótur fyrir skrifum blaðsins um fjölgun dagvistarrýma í Reykjavík, sagði borgarstjóri. í Þjóðviljanum á laugardag er því haldið fram á forsíðu, að dagvistar- rýmum í Reykjavík hafi fjölgað um 296 síðan 1982. Borgarstjóri sagði, að síðan 1982 hefðu 10 ný dagvist- arheimili verið tekin í notkun. Eitt þeirra hefði verið reist af Sumar- gjöf, en hin af Reykjavíkurborg, sem annast rekstur allra heimil- anna. Hann sagði, að fyrir næsta haust yrðu þrjú ný heimili að auki tekin í notkun. Þá yrði hafíst handa við gerð tveggja heimila til viðbótar í Seljahverfi og á Ártúnsholti. Borgarstjóri sagði, að alls væri því um 13 fullbúin dagvistarheimili að ræða, ef litið sé á framkvæmdir á kjörtímabilinu frá 1982.1 þessum heimilum væru alls 706 ný dagvist- arrými. Þar af væru 68, sem rekja mætti til áranna 1978 til 1982, þegar vinstri menn höfðu meirihluta í borgarstjóm, en alls skiluðu þeir 604 nýjum rýmum, þar af megi rekja 128 til kjörtímabilsins 1974- 1978. Þegar ijárveitingar borgarsjóðs til smíði dagvistarheimila á kjör- tímabilinu núna og 1978-1982 eru bomar saman og framreiknaðar til núvirðis kemur í ljós, að á árunum 1983 til 1986 er varið 35,8% meira fjármagni til þessara mála en 1979—1982. Er hér miðað við þijú heil ár, þar sem fjárhagsáætlanir eru alfarið mótaðar af starfandi borgarstjómarmeirihluta á hverjum tíma. Sjá forystugrein: Þróttur og Þjóðviljinn á miðopnu. Gengisbreyting- ar í Evrópu hafa lítil áhrif á krónuna „BREYTINGAR á gengi gjald- miðla í Evrópu hafa tiltölulega lítil áhrif á gengi íslensku krón- unnar,“ sagði Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri, þegar hann var spurður um áhrif gengisbreyt- inganna í nokkrum Evrópulönd- um að undanförnu á íslensku krónuna. „Gengislækkunin er aðallega á franska frankanum en hann er ekki mynt sem vegur mjög þungt í okkar viðskiptum og því ekki búist við að lækkunin hafí áhrif á okkar hag. Við sjáum hinsvegar merki þess að dollarinn hefur styrkt stöðu sína um hálft annað % við þessar gengis- breytingar, en það er okkur hag- stætt vegna útflutningstekna þjóð- arinnar sem miðast að mestu við dollara. Gengi gjaldmiðla Norðurlanda hefur lækkað og nokkurra Evrópu- þjóða auk japanska yensins, en hver áhrifin verða er erfitt að spá um þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Jóhannes. Gestur á Hótel Varð- borg gekk berserksgang - braut tvær hurð- ir o g þrjár rúður Akureyri. EINN gesta á Hótel Varðborg á Akureyri gekk þar berserksgang aðfaranótt sunnudags. Braut maðurinn tvær hurðir og þrjár rúður í hótelinu. Hann var ölvað- ur. Maðurinn byrjaði á því að bijóta rúðu og spegil í herbergi sínu og stórskemmdi síðan hurð á herbergi sínu á leiðinni út. Maðurinn hefur játað á sig allar skemmdir sem unnar voru á hótel- inu þessa nótt og talið er að kostn- aður við viðgerðir verði ekki undir 60.000 krónum. Stór rúða í Búnaðarbankanum, sem er ekki íjarri Hótel Varðborg, var brotin þessa nótt, skömmu eftir að skemmdimar voru unnar á hótel- inu. Gangstéttarhellu var hent gegnum rúðuna. Hótelgesturinn hefur við yfirheyrslur ekki viljað viðurkenna að hafa brotið rúðuna. Tveir í gæslu vegna inn- flutnings á amfetamíni TVEIR menn hafa verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald vegna inn- flutnings á 330 grömmum af amfetamíni. Annar mannanna var úrskurðaður í 30 daga gæslu- varðhald, hinn i 15 daga. Lögreglan handtók annan mann- anna á fímmtudag síðastliðinn við komuna til Keflavíkur frá Lúxem- borg. í fórum hans fannst amfetam- ín, sem hann hafði komið fyrir í vindlingapakkningum. Félagi hans, sem grunur lék á að hefði verið erlendis í sömu erindagjörðum, var handtekinn er hann kom til landsins á föstudag. Unnið er að áfram- haldandi rannsókn málsins hjá fflmiefnadeild lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.