Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Morgunblaðið/JÁS Pétur Másson, auglýsingastjóri hjá Coldwater Seafood, Hólmfríður Karlsdóttir, fóstra og ungfrú Heimur og Ulfur Sigurmundsson viðskiptafulltrúi við sýningardeild Coldwater á sýningunni í Boston. Þrottur og Þjóðviljinn jóðviljinn er að komast í hefð- bundið kosningaskap. Auð- veldasta aðferðin til að sjá það, er að taka eftir, hve oft er sett ofan í við þetta málgagn Alþýðu- bandalagsins fyrir rangfærslur og hrein ósannindi. Hér skulu nefnd tvö dæmi úr síðustu viku. Annað snertir fjárhagslega afkomu ríkis- fyrirtækis en hitt fjárhag knatt- spymufélagsins Þróttar. I fyrsta tölublaði eftir páska bar Þjóðviljinn það upp á Landsvirkj- un, að fyrirtækið hefði tapað 5 milljónum dollara á skuldbreyting- um eriendra lána. Var þessu hampað í fímm dálka fyrirsögn á forsíðu blaðsins. Af texta mátti ráða, að fullyrðingin væri höfð eftir Siguijóni Péturssyni, oddvita Alþýðubandalagsins í borgarstjóm Reykjavíkur. Ásökunin um 5 millj- ón dollara tapið reyndist röng, og á borgarstjómarfundi síðastliðinn fímmtudag sagði Sigurjón, að hann álasaði stjómendum Lands- virkjunar ekki fyrir illa meðferð fjármuna. Þá hefur Halldór Jónat- ansson, forstjóri Landsvirkjunar, rekið þessar rangfærslur ofan í Þjóðviljann. Þetta dæmi snertir fjármála- stjóm fyrirtækis, sem er í eigu opinberra aðila. Því má segja, að það sé kannski ekki óeðlilegt, að Þjóðviljinn reyni að gera einstaka þætti í rekstri þess tortryggilega, þegar tekist er á um völd og áhrif í stjómmálum. Aðfor Þjóðviljans að knattspymufélaginu Þrótti er af allt öðmm toga. Þjóðviljinn notaði nafn þess á föstudag til að „spinna pólitískan lygavef", eins og Tryggvi Geirsson, formaður Þróttar, komst að orði í Morgun- blaðinu á sunnudag. Því var haldið fram í Þjóðviljanum, að Þróttur væri „á barmi gjaldþrots vegna hárra skulda til Iþróttabandalags Reykjavíkur" eins og blaðið orðaði það. Um þetta sagði Tryggvi Geirsson í Morgunblaðssamtali: „Það lýsir kannski best þeirri lygi er fram kemur í skrifum Þjóðvilj- ans að þar er talið að þetta sé vegna hárrar skuldar við íþrótta- bandalag Reykjavíkur, en hið rétta í því máli er að Þróttur er algerlega skuldlaus við íþróttabandalagið og hefur verið það í marga mánuði." Júlíus Hafstein, formaður íþróttabandalags Reykjavíkur, sagði, að í lok síðasta árs hefði Þróttur átt tæpar 100 þúsund krónur inni hjá íþróttabandalag- inu. Um skrif Þjóðviljans sagði Júlíus Hafstein meðal annars: „Eg get ekki lesið annað út úr fréttinni en að Þjóðviljinn sé að blása upp mál vegna komandi borgarstjóm- arkosninga. Þetta er bara siður kommúnista að segja ósatt og halda að þeir komist upp með það.“ Aðför Þjóðviljans að Þrótti ber öll merki pólitísks upphlaups af ómerkilegasta tagi. Eins og jafnan þegar blaðið tekur til við að beita samanburðarfræðum í sveitar- stjómarmálum notar það tækifær- ið til að hampa þeim nágrannabæ Reykjavíkur, sem Þjóðviljamenn telja til einstakrar fyrirmyndar, Kópavogi. Eftir að blaðið hefur ástundað það, sem Tryggvi Geirs- son kallar „stórkostlegt siðleysi að gera öðmm upp gjaldþrot án þess svo mikið að kanna sannleik málsins", snýr það sér til vallar- varðar í Kópavogi og birtir vitnis- burð hans um, hvemig bæjarfélag- ið þar stendur að íþróttamálum. ’ Mætti ætla, að tilgangur árásar- innar á Þrótt væri að upphefja Kópavog í þessu tilliti. Hér ræður málstaður málafærslu hjá Þjóðvilj- anum. Júlíus Hafstein bendir á það í Morgunblaðinu á sunnudag, að styrkir Reykjavíkurborgar til reksturs og framkvæmda íþrótta- félaga verði um 32 milljónir króna á þessu ári fyrir utan tugmilljóna rekstur á öðrum íþróttamannvirkj- um borgarinnar sem koma íþrótta- félögum til góða. „Mér er til efs að nokkurt bæjarfélag standi jafn vel að íþróttamálum og Reykjavík- urborg," sagði Júlíus Hafstein. Undir þau orð skal tekið. Vegna nýgerðra kjarasamninga urðu mikil átök innan Alþýðu- bandalagsins vegna skrifa Þjóð- viljans. Verkalýðsforingjar töldu blaðið ganga á sinni hlut. Þar var um innanflokksátök að ræða, sem snemst um hlutdrægni málgagns- ins einum flokksarmi í vil. Hér hefur hins vegar verið vakið máls á tilraunum Þjóðviljans til að koma höggi á aðra en alþýðubandalags- menn. I því efni svífst blaðið einsk- is og grípur til ómerkilegustu ráða. Réttmæt bókun * Isíðustu viku lýsti meirihluti út- varpsráðs sig sammála bókun Magnúsar Erlendssonar, fulltrúa sjálfstæðismanna í ráðinu, þar sem gagnrýnd em vinnubrögð frétta- stofu hljóðvarps vegna kynningar á Samtökum herstöðvaandstæð- inga. Er talið í bókuninni, að hér hafi verið um gróflega misnotkun á útvarpinu að ræða, og er óskað eftir því, að fréttastofan upplýsi skriflega, hvaða reglur gildi um kynningar á mannfundum á henn- ar vegum. Þetta er tímabær ósk og er nauðsynlegt að þessar reglur verði birtar opinberlega, þannig að öllum almenningi sé ljóst, hvaða rétt menn hafa til að kynna starf- semi sína í fréttum ríkishljóðvarps- ins. í lok bókunarinar segir rétti- lega: „Enn einu sinni hafa fámenn samtök sérhyggjufólks náð að misnota hljóðvarpið. Slíkt ber að fordæma harðlega." „Surimi“ áber- andi í Boston Rætt við Úlf Sigurmundsson, viðskiptafulltrúa um nýaf staðna fiskmetissýningn í Boston New York. Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins FISKMETISSÝNINGIN í Boston hefur verið haldin árlega frá 1983 og gefur einna gleggst yfirlit yfir framboð á fiskréttum í Bandaríkj- unum. Nokkrir viðmælendur fréttaritara á sýningunni, sem var haldin 11.-13. mars, sögðu það ekki aðalatriði að gera þarna stóra viðskiptasamninga. Boston-sýningin væri eitt besta tækifærið til að kynna eigin framleiðslu og þjónustu á Bandaríkjamarkaði og þess vegna komist menn vart hjá því að sækja þessa sýningu. Þarna koma saman kaupendur og seljendur í fiskiðnaði, til að sýna sig og sjá aðra. Að þessu sinni tóku þijú alíslensk fyrirtæki þátt í sýningunni og enn- fremur þijú fyrirtæki í meirihluta- eigu íslendinga. Auk þess sóttu sýn- inguna fulltrúar ýmissa aðila á ís- landi. Úlfur Sigurmundsson, við- skiptafulltrúi íslands í New York, sótti fískmetissýninguna í fyrra og einnig núna í ár og tókum við hann því tali: „Boston Seafood-sýningin er ekki opin almenningi, hún er einvörðungu kaupstefna þar sem á fímmta hundr- að sýnendur bjóða fala vörufram- leiðslu sína og þangað koma 6-7.000 gestir að kynna sér markaðsframboð og nýjungar. Þama sýndu fjölmörg bandarísk og erlend fyrirtæki afurðir sínar á sviði fískvinnslunnar og þessi sýning gaf gott yfírlit yfír framboðið á fískréttum. Segja má að Boston-sýningin deilist í þijá hluta. í fyrsta lagi sýna menn frystar vörur, og voru Cold- water Seafood Corporation, Iceland Seafood Corporation, Ocean Harvest og Omega Trading fulltrúar íslands í þeim flokki, en síðastnefnda fyrir- tækið flytur aðeins út rækjur og hörpudisk. I öðru lagi er það fersk vara, fiskur fluttur með flugvélum, og þama vom mættir frá Islandi þeir Eiríkur Hjartarson frá ístros hf. og Sigurður T. Garðarsson frá Vogum hf. í þriðja lagi sémnnar afurðir. Annarsvegar em niðursuða og nið- urlagning, ég varð var við að Iceland Waters vöktu athygli fyrir gott vöm- framboð, og hinsvegar reyktar af- urðir, allt frá laxi til ýsu. Við gætum eflaust aukið sölu með nýjum sé- runnum vömtegundum. Á sýningunni í Boston bar mikið á surimi-vömm af ýmsu tagi. Surimi er samheiti á eftirlíkingum .af ýmsu lostæti úr sjónum, krabba-, rækju- og humarréttir em vinsælir. Hráef- nið er ufsamamingur sem er bragð- bættur með soði af þeim tegundum sem líkja skal eftir. Þetta er viðbót á sjávarafurðamarkaðnum, og hefur sala á surimi aukist hröðum skrefum undanfarin fímm ár. Á sýningunni var staddur fulltrúi Blue North í Færeyjum, Óli Jakob Jensen, en það fyrirtæki hefur lokið tilraunakeyrslu á surimi-verksmiðju, sem tekur til starfa í apríl og fram- leiðir krabbastauta (crabsticks). Vélar og tæki hafa vaxið mjög hratt að fyrirferð á Boston-sýning- unni, en eini aðilinn á vegum Islend- inga var Þorsteinn Gíslason yngri, sem á og rekur fyrirtækið Microto- ols, sem meðal annars selur vömr frá Pólnum á Isafirði. Auk þess bauð einn af bandarísku sýnendunum upp á fískkassa frá Plasteinangmn á Akureyri. Ég tel að Boston Seafood-sýning- in geti reynst ýmsum íslenskum fyrirtækjum notadijúg og ráðlegg þeim sem hyggja á nýjungar í mat- vælaframleiðslu að senda fulltrúa sína á þessa sýningu, til að^kanna vömþróun og verðlag. Þeir sem versla með vömr fyrir fískiðnaðinn, bæði vélar og annað, ættu eindregið að taka þátt í sýningunni. Vömkynning Coldwater Seafood með Hólmfríði Karlsdóttur í broddi fylkingar vakti mikla athygli og mér þótti það uppátæki takast mjög vel.“ Fijálshyggjumar Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Frelsið, 2. hefti 1985. Útgefandi: Félag frjálshyggjumanna. Það em margvíslegar og merki- legar breytingar að gerast á ís- lenzkum tímaritamarkaði þessar vikumar og mánuðina. Stöðugt bætast við nýir titlar, sém ætlað er að fullnægja lestrarþörf á hinn margvíslegasta hátt. Það sem er merkilegt við þessa þróun, er, að gömlu tímaritin virðast haida velli furðu vel. En stundum virðast þau alveg hverfa í því ölduróti, sem nú gengur yfír á blaðamarkaðnum. Eitt tímarit, sem vakti töluvert umrót, þegar það fyrst birtist, var Frelsið, undir ritstjóm Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Með því bættist ný rödd á tímaritamarkað- inn. Vegna anna ritstjórans hefur nokkuð dregið úr útgáfunni á síð- ustu missemm og er nýlega komið út annað hefti ársins 1985 og telst nokkuð seint á ferðinni. En efnið í því hlýtur að teljast sæta nokkmm tíðindum og er ástæða til að kynna það lesendum Morgunblaðsins. Meginefni annars heftis er ann- ars vegar viðtal ritstjórans við sir Karl Popper, þar sem fyrst og fremst er fjallað um stjómmála- kenningar hans, hins vegar löng ritgerð eftir Matthías Johannessen, skáld og ritstjóra Morgunblaðsins, þar sem hann fjallar um fijáls- hyggjur margvíslegar, á samræðu við Þorstein Gylfason í tilefni af grein Þorsteins í Skími 1984, sem nefndist „Hvað er réttlæti?“ og einnig ritstjóra Frelsisins. Er þar vikið að mörgu fróðlegu, sem ástæða er til að vekja athygli á. Einnig em í ritinu dómar um inn- lendar og útlendar bækur. Sir Karl Popper er óhætt að telja í hópi merkustu hugsuða á þessari öld. Hann hefur einkum beint at- hygli sinni að tveimur sviðum í heimspeki. Annars vegar hefur hann ritað um stjómmálaheimspeki og er frægasta verk hans á því sviði verkið Opið samfélag og óvinir þess og fjallar um þijá heim- spekinga: Platón, Hegel og Marx. Þessir þremenningar em höfuðand- stæðingar opins samfélags að mati Poppers og hann leitast við í þessu verki sínu að sýna fram á, að allir þessir menn hafí í öllum höfuðatrið- um haft rangt fyrir sér um þjóð- félagsmál. Hinn meginþátturinn í æviverki Poppers er kenning hans um eðli vísinda og þróun þeirra. Það, sem frægast er úr þeirri kenn- ingu, er eflaust greinarmunurinn, sem Popper vill gera á vfsindum og gervivísindum. Munurinn felst í því, að í raunverulegum vísindum er hægt að afsanna þær tilgátur, sem leitast er við að prófa hveiju sinni. Guðmundur Magnússon hefúr rakið þennan greinarmun í erindi, sem hann flutti í Félagi áhuga- manna um heimspeki og birt var á sínum tíma í tímanum. Sumt af því, sem hér hefur verð nefnt, kemur við sögu í viðtalinu, annað ekki. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Popper er ekki fijáls- hyggjumaður, eins og þeir nú ger- ast, heldur líkist hann miklu fremur þeirri tegund manna, sem í Freísinu hafa verið nefndir miðjumoðsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.