Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 31
_____________________________________MORGU NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Samráðsfundur landshlutasamtaka í ferðamálum: |“ 31 Varað er við niður- skurði til ferðamála Selfossi. LANDSHLUTASAMTÖK í ferðamálum héldu árleg-an samráðsfund sinn 15. mars í Inghóli á Selfossi. Fundinn sóttu fulltrúar lands- hlutasamtaka og fluttu þar erindi um starfsemi samtakanna á hverj- um stað. Gestir fundarins voru Kjartan Lárusson og Birgir Þorgils- son frá Ferðamálaráði. I máli fulltrúa landshlutasam- taka kom fram að þau hafa unnið brautryðjendastarf hvert í sínum landshluta, við að kynna ferðamál með útgáfu kynningarrita og á annan hátt. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: Ferðamálaráð hlutist til um að ávallt séu til sameiginlegir bækling- ar, í fyrsta lagi fyrir erlenda ferða- menn til að laða þá að landinu og í öðru lagi fyrir innlenda ferðamenn sem erlenda til leiðbeininga og upplýsinga á ferð þeirra um landið. Skorað er á Ferðamálaráð að athuga með hvaða hætti hægt er að gæðamerkja þau rit um ferða- mál sem gefin eru út af einkaaðil- um. Gæðamerkingu þessari skal einungis dreift til aðila ferðamála- ráðs. Fundurinn telur brýnt að upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn verði komið upp í Reykjavík sem fyrst undir yfirstjóm ferðamálasamtaka Reykjavíkurborgar og Ferðamála- ráðs íslands. Fundurinn gerir þá kröfu til ríkisvaldsins að Ferða- málaráð fái lögbundnar fjárveiting- ar þannig að ráðinu verði m.a. gert kleift að taka þátt í þessu samstarfí. Skorað er á Alþingi að sam- þykkja tillögu til þingsályktunar á þingskjali 531 um úrbætur í ferða- þjónustu. Samráðsfundurinn skorar á Al- þingi og ríkissjóð að tryggja Ferða- málaráði íslands þær tekjur til uppbyggingar ferðamála sem lög gera ráð fyrir. Niðurskurður er til þess eins fallinn að draga úr þeirri þróun í ferðamálum sem nú er hafín á landsbyggðinni. Sig.Jóns. NYTT ERLENT NÁMSKEIÐ fenrnýja Leiöbeinandi er David Rance sálfræóingur, ráðgjafi í stjórnun hjá mörgum stórfyrirtækjum, m. a. Esso og Carreras Rothmans, þekktum breskum ráögjafa- og lög- fræóifyrirtækjum. Hann hefur einnig kennt viö Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Þeir sem valdir eru í stjórnunarstörf vegna hæfni á sínu sérsviói og leiðtogahæfileika finna iöulega til þess aö góó sérþekking og hæfileikar nægja aöeins að vissu marki. Stjórn- un er sérstakt fag sem nauðsynlegt er að kynna sér bæði bóklega og meö hjálp sérfræðings með reynslu (faginu.__________________ Námskeiðið [Stjórnun fyrir nýja stjórnendur|er ætlað þeim, sem hafa hug á eöa hafa nýverið tekið við stjórnunarstörfum. Markmiö námskeiðsins er að auðvelda þátt- takendum að ná sem fyrst afköstum í samræmi vió hæfni. Áhersla er lögö á hlutverk stjórn- andans innan fyrirtækisins, starfsmannastjórn- un, hópstarf og hvatningu. □ Efni namskeiðsins: □ Stjórnun almennt □ Að velja sér stjórnunarstll □ Stjórnun eftir markmiðum (MBO) □ Að hvetja undirmenn til dáöa/mannlegi þátturinn □ Árangursrlk tengsl innan fyrirtækisins □ Uppbygging árangursríkra samstarfs- hópa Tími og staöur: 15.-16. aprll kl. 9.00-17.00, Hótel Loftleiðir. □ Starfsdelling: Lykillinn aö árangurs- ríkri stjórnun Fyrirtækið og starfsemi innan þess □ Að mæla og stýra frammistöðu O Lausn vandamála og árangursrfk ákvarðanataka □ Stjórnun elgin tlma Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Alþjóðlegur fjármagns- markaður og Islands Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur hádegisverðarfund um þróun á al- þjóðlegum fjármagnsmarkaði og þýðing hennar fyrir íslenskan fjármagnsmarkað og fyrirtæki. Fyrirlesari verður Harald J.H. Collet, banka- stjóri hjá Hambros Bank Limited. Mr. Collet mun Qalla um stöðu og þróun á alþjóðaíjár- magnsmarkaði með sérstöku tiliti til ís- lands. Meðal efnis má nefna: — Staða íslands á alþjóðlegum fjármagns- markaði. — Þróun á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði s.s. viðhorf gagnvart áhættu og nýjar fjármögn- unarleiðir. — Þýðing hinnar alþjóðlegu þróunar fyrir ís- lenskan fjármagnsmarkað og fyrirtæki. Fundurinn verðtu- haldinn í Þingholti á Hótel Holti, þriðjudaginn 8. apríl kl. 12.00. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Frá rekstri til einkarekstrar — 22 aðferðir sem duga — Dr. Eamonn Butler, framkvæmdastjóri Adam Smith Institute í London, heldur fyrirlestur um ofangreint efni á morgunverðarfundi Landsnefndar Alþjóða verzlunarráðsins í ÁTTHAGASALHÓTELSÖGU FIMMTUDAGINN 10. APRÍL KL. 8.30. Dagskrá: 8:30 — 8:45 Mæting og morgunverður. 8:45 — 9:15 Erindi Dr. Eamonn Butler „Frá ríkisrekstri til einkarekstrar“. * Ný hugmyndafræði til að draga úr ríkisrekstri, sem felur í sér meira en sölu ríkisfyrirtækja. * Hverjar eru þessar 22 aðferðir? * Hver hefur árangurinn orðið í Evrópu þar sem nýjum aðferðum er beitt til að draga úr ríkisrekstri og um leið ríkisútgjöldum. 9:15 — 10:00 Umræðurogfyrirspurnir. Allir velkomnir Morgunverður kostar kr. 450.- Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 83088. LANDSNEFND ALÞJÖÐA VERZLUNARRÁÐSINS Icelomd National Committeo oi the ICC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.