Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 27
iser, nm /■ g nun Atn naifl<í .nrtrA jhmtjdjiom MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRIL1986 Myrði ekki saklaust fólk og börn - sagði May Elias Manssour í samtali við fréttamenn, en hún hefur verið sökuð um að hafa komið fyrir sprengju í flugvél TWA-flugfélagsins Trípólí, Líbanon. AP. MAY ELIAS Manssour, konan sem grísk lögregluyfirvöld gruna um að hafa komið fyrir sprengjunni í þotu bandariska flugfélagsins TWA í siðustu viku er fjórir fórust, ræddi við fréttamenn í Trípólí um helgina og neitaði því staðfastlega að hún hefði átt nokkrun þátt í sprengjutilræðinu. „Ég tek ekki þátt í slikum glæp, að myrða sak- laust fólk og börn . . . ekki stjórnmálamann, ekki sendiráðsmann eða hermann," sagði Manssour við fréttamenn. Sænska lögreglan setti morðið á Palme á svið á laugardag. Sviðsetningin fór fram á þeim stað i Stokk- hólmi þar sem Palme var myrtur í febrúarlok. í gær sagði sænska lögreglan að allt benti til þess að morðstaðurinn hafði verið valinn af handahófi. AP/stmamynd May Elias Mansso- ur Manssour við- urkenndi að hún hefði flogið með umræddri þotu frá Karíó til Aþenu fyrr þann dag sem sprengjan sprakk. Hún sagðist ekki hafa setið í sæti 10F, eins og grísk lögregluyfirvöld halda fram, en í nágrenni þess sætis kom gat á búk vélarinnar vegna sprengingarinnar. Það sæti er framarlega í vélinni vinstra megin, en sjálf sagðist hún hafa setið aftarlega í vélinni hægra megin. Hún sagði að farangur hennar hefði verið vandlega rann- sakaður á flugvellinum í Karíó og leitað hefði verið á henni þrívegis áður en hún fékk að stíga um borð í vélina. Manssour sagðist hafa beðið í flughöfninni í Aþenu í sjö klukku- stundir eftir að fá flugfar til Beirút, en hún hafði ekki gríska vega- bréfsáritun. Skömmu áður en hún hafi stigið upp í vélina til Beirút, hafi hún orðið vitni að miklu uppi- standi á vellinum, en hún hafi ekki vitað út af hveiju. Þá var vélin að lenda eftir að sprengjan hafði sprungið, en frá Aþenu hélt hún áfram til Rómar til að sækja þangað farþega og sneri síðan við aftur til Aþenu. Manssour er 31 árs gömul, eig- andi snyrtivörubúðar í Beirút. Hún Skála fen eropið öllkvold og eiginmaður hennar, Atef Danaf, sem nú er látinn, voru meðlimir í hinum vinstri sinnaða Sýrlenska þjóðemisjafnaðarflokki ogtóku þátt í árásum á ísraelsmenn eftir að þeir gerðu innrásina í Líbanon árið 1982. Maður hennar féll í bardögum við kristna menn fyrir tveimur árum og þá fékk hún hjartaáfall með þeim afleiðingum að hún lamaðist að nokkru hægra megin. Hún getur ekki hreyft fingur hægri handar, hún haltrar og á erfitt um mál. „Eg ferðast talsvert vegna þess að ferðalög hjálpa til þess að lækna lömunina og ég þarf einnig að kaupa vörur fyrir verslunina," sagði hún. Hún sagðist hafa búið hjá foreldrum sínum í Beirút frá því maður hennar dó, með dóttur sinni níu ára gamalli. Manssour sagðist hafa orðið mjög undrandi er hún heyrði nafn sitt nefnd í fréttum í sambandi við sprengjutilræðið og það væri ekki sanngjamt að ásaka fólk um svona nokkuð án allra sönnunargagna. Hún sagðist ennfrmur íhuga að lögsækja ríkisstjórn Bandaríkjanna vegna þessa máls, hún gæti til dæmis ekki ferðast fyrr en hún hefði verið hreinsuð af þessum áburði. Morðið á Palme: Morðstaðurinn val- inn af handahófi Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. MORÐSTAÐURINN á Sveavagen í Stokkhólmi, þar sem Olof Palme, forsætisráðherra, var ráðinn af dögum 28. febrúar sl., var valinn af handahófi, að því er Hans Holmer, lögreglustjóri, fullyrti á blaða- mannafundi í gærmorgun. Holmer lýsti enn eftir morðvopn- inu og minnti á að 500.000 sænskra króna, eða jafnvirði tæpra þriggja milljóna íslenzkra króna, biðu þess, sem veitt gæti upplýsingar er leiddu til þess að morðvopnið fyndist. Lögreglan gengur út frá því sem gefnu að morðvopnið sé skamm ERLENT byssa af gerðinni Smith og Wesson, með hlaupvíddinni .357, og að notað hafi verið skot af Winchestergerð. Laugardaginn fyrir páska fékk lögreglan könnunarflugvél hersins til þess að taka loftmyndir af Stokk- hólmi í þeirri von að þær auðvelduðu leitina að morðvopninu og undan- komubifreið banamannsins. Rann- sókn á myndunum hefur enn ekki borið neinn árangur. Holmer var hvassyrtur í garð blaða, sem fjöll- uðu um loftmyndatökuna sem aprílgabb, og sagði lögregluna ekki vilja hafa rannsóknina á morðinu í flimtingum. Hann sagði að loft- myndatakan hefði verið ákveðin að höfðu nánu samráði við flugherinn og veðurskilyrði hefðu fyrst verið ákjósanleg um páskahelgina. Við rannsókn á frakka Áke Gunnarsson, sem hnepptur var í varðhald vegna gruns um aðild að morðinu, fundust púðuragnir á flík- inni. Rannsóknin var gerð hjá vest- ur-þýzku lögrglunni í Wiesbaden en óljóst er hvort samband sé á mnilli púðuragnanna og skotsins, sem varð Palme að bana. Hans Holmer sagði í gærmorgun að ef morðvopnið fyndist gæti það afhjúpað morðingjann. Af þeim sökum leggur lögrelan nú mesta áherzlu á að finna morðvopnið. Lögreglan hefur fengið 12.000 ábendingar frá fólki vegna rann- sóknarinnar og tæplega 8 þúsund menn hafa verið yfirheyrðir á þeim röska mánuði er liðin frá því Palme var myrtur. Líkamsrœkt J. S.B. Vornámskeið 14. apríl 6 vikna Bolholt 3ja vikna 3x í viku mánud., þriðjud., miðvikud. Morgun-, dag- ogkvöldtímar. Hörkupúl og svitatímar kl. 5.30- 6.30. Sturtur — Sauna — Ljós. Sími 36645. Hraunberg Kerfi 1. Fyrir konur á öllum aldri, flokkar sem hæfa öllum. Kerfi II. Rólegir tímar fyrir eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega með sig. Kerfi III. Sérstakur megrunarkúr. Kerfi IV. Aerobic J.S.B. Okkar útfærsla af þrektímum með góð- um teygjum. Eldfjörugir „púl“-tímar fyrir stelpur og stráka. Sturtur — Sauna — Ný og glæsileg að- staða. Sími 83730. Allir finna flokk við sitt hæfí hjá J.S.B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.