Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 5 Akureyri: Kvöldverðurinn brann Akureyri. SLÖKKVILIÐIÐ á Akureyri var kvatt að húsi við Hrafnagilsstraeti um kvöldmatarleyti á Iaugar- dag. Mikinn reyk lagði þá um efri hæð hússins. I ljós kom að hluti kvöldmatar heimilisfólksins var í ofninum, hafði gleymst við of mikinn hita, og var þar komin skýring á reyknum. Slökkviliðsmönnum tókst að blása reyknum út úr íbúðinni á skammri stundu og urðu skemmdir mjög óverulegar. Dómsmálaráðuneytið: Stöðvar innf lutning barna frá Sri Lanka — Vegna „ákveðins atviks“ er þar kom upp Dómsmálaráðuneytið hefur stöðvað afgreiðslu beiðna um ættleiðingar barna frá Sri Lanka um óákveðinn tíma. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er það gert á meðan rannsókn fer fram vegna atviks, sem þar kom upp fyrir nokkrum vikum, en ekki fengust í ráðuneytinu nán- ari skýringar á málsatvikum. Drífa Pálsdóttir, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði að ekki væri unnt að greina frá því á þessu stigi hvað gerðist í þessu ákveðna tilviki, sem varð til þess að innflutningur barna frá Sri Lanka var stöðvaður. „Við höfðum heyrt ummæli fólks, sem fór þama út, en þetta ákveðna tilvik varð til þess að það þótti ástæða til að Sauðárkrókur: kanna þessi mál nánar, áður en fleiri bömum yrði heimilað að koma til landsins. Við bíðum eftir nánari skýringum og svörum að utan,“ sagði Drífa. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur umsóknum um ættleiðingar bama ijölgað nokkuð á undanfömum árum fyrir milli- göngu samtakanna Islenskrar ætt- leiðingar, en hátt á íjórða tug hjóna hér á landi biða nú eftir að umsókn- ir þeirra um ættleiðingu hljóti af- greiðslu. Flest bamanna, sem hing- að hafa komið á undanfömum árum, eru frá Sri Lanka, og að sögn Drífu Pálsdóttur er hin tíma- bundna stöðvun á innflutningi bama aðeins bundin við Sri Lanka enn sem komið er. Tónleikar í Safnahúsinu Sauðárkróki. TVEIR ungir tónlistarmenn frá Bretlandi, Timothy Beilby fiðlu- leikari og Christopher Collis píanóleikari, héldu tónleika í Safnahúsi Skagfirðinga á sunnu- daginn við góða aðsókn og ágæt- ar undirtektir. Á efnisskránni voru verk eftir Handel, Beet- hoven, Copland, Brams, Prokofi- ev og Sarasate. Þeir félagar hafa báðir stundað nám við Birmingham School of Music og hlotið verðlaun og viður- kenningar fyrir frammistöðu sína. Timothy Beilby, sem útskrifaðist árið 1984, er kennari við Tónlistar- skólann á Sauðárkróki, en Chri- stopher Collis er enn við nám. Tón- leikamir í Safnahúsinu vom þriðju tónleikar þeirra hér á landi, áður hafa þeir leikið á Akureyri og Blönduósi. Þeir halda tvenna tón- leika í Reykjavík, í Norræna húsinu í gærkvöldi og í Gerðubergi þriðju- daginn 8. apríl kl. 20.30. Kári Einar Þ. Mathiesen: Öskar eftir fundi í fulltrúarráðinu í Hafnarfirði EINAR Þ. Mathiesen hefur óskað eftir því að Morgunblaðið birti bréf, sem hann hefur ritað stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfirði, þar sem hann óskar eftir fundi í fulltrúaráðinu vegna ummæla Arna Grétars Finnssonar í Morgunblaðinu. Bréf Einars er svohljóðandi: Hafnarfírði, 5. april 1986. Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði, c/o Þór Gunnarsson, Lindarhvammi 8, Hafnarfírði. í Morgunblaðinu 23. marz sl. er haft eftir Áma Grétari Finnssyni orðrétt: „Hvert málið á fætur öðm hefír komið upp þar sem Einar hefur án nokkurs samráðs við okkur hina bæjarfulltrúa flokksins tekið ákvarðanir þvert á vilja okkar. Oft hefur hann gert þetta án þess að láta svo mikið sem vita áður um að hann hefði aðrar skoðanir á málum en við. Slík vinnubrögð geta að sjalfsögðu ekki gengið í sam- starfí flokksmanna,“ Hér er um að ræða svo alvarlegar ásakanir í minn garð, og það stað- hæft án rökstuðnings, að ég hafí bmgðist skyldum mínum sem bæj- arfulltrúi flokksins, að ég sé mig knúinn til þess hér með að óska eftir því við stjóm fulltrúaráðsins að kallaður verði saman fundur nú þegar, eða svo fljótt sem auðið er, í fulltrúaráðinu, þar sem þetta mál verður tekið fyrir og Ámi Grétar Finnsson fínni orðum sínum stað. Ég tel að fulltrúaráðið, kjósendur flokksins og ég sem sakfelldur eigi þá lágmarkskröfu að þessar fullyrð- ingar verði rökstuddar. Því miður hafði ég ekki tækifæri á að koma þessari ósk minni á framfæri fyrr, þar sem ég var er- lendis þegar frétt Áma Grétars var birt og kom ekki til landsins fyrr en fyrir tveim dögum. Virðingarfyllst, Einar Þ. Mathiesen. Háskólatónleik- —ar a morgun O INNLENT Á morgun, miðvikudaginn 9. apríl, verða háskólatónleikar í Norræna húsinu. Kjartan Óskarsson leikur á klarinett og Hrefna Eggertsdóttir á píanó verk eftir Dario Castello, Jenö Takács og Bohuslac Martinu. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftíma. (Fréttatil kvnnini^) „GOÐSÖGN í LIFENDA LÍFI“ í Broadway 17.—22. apríl Ótrúlegt en satt, Fats Domino kemur nú loksins til islands. Fats er einn af hinum fjórum frægustu í rokkinu. Hinir eru auðvitað Elvis, Little Richard og Jerry Lee. Sagt hefur verið um Fats aö hann hafi gert píanóið að rokkhljóðfæri. Hver man ekki eftir þessum lögum: Blueberry Hill, Jambalaya, Ain’t That a Shame, l’m Walking, Let the Four Winds Blow, My Girl Josephine, My Blue Heaven, When the Saints, Red Sails in the Sunset, l'm Ready Kansas City, I Wanna Walk You Home o.fl. o.fl. Nú er allt að verða uppselt. Tryggið ykkur því miða strax í dag og missið ekki af stórkostlegum tónleikum með þessum frábæra listamanni. MIÐASALA OG BORÐAPANT- ANIR í BROADWAY DAGLEGA FRÁ KL. 11.00, SÍMI 77500. BECADWAy
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.