Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 56
-á
Smárí Ferdinandsson flug-
maður, 34 ára, fæddur 28. júni
1951, til heimilis að Hjallabraut
31 f Hafnarfirði. Hann lætur
eftir sig- unnustu, Grímu Huld
Blængsdóttur.
Sigurður Auðunðson hag-
ræðingarráðunautur, 56 ára,
fæddur 12. desember 1929, til
heimilis að Efrí-Hvoli í Mos-
fellssveit. Hann lætur eftir sig
eiginkonu, Ingunni Vfgmunds-
dóttur, og 3 börn.
ÞAU FÓRUST MEÐ TF-ORM
Auður Erla Albertsdóttir, 26
ára, fædd 15. september 1959,
til heimilis að Isafjarðarbraut
4 í Hnífsdal. Hún lætur eftir
sig unnusta, Pálmar S. Gunn-
arsson, og eitt barn.
Kristján Sigurðsson bóndi,
49 ára, fæddur^ 2. mars 1937,
til heimilis að Armúla í Naut-
eyrarhreppi við ísafjarðardjúp.
Hann lætur eftir sig eiginkonu,
Gerði Kristinsdóttur, og 6 börn.
fc áÚ
Erla Björk Pálmarsdóttir,
tæplega ársgömul, fædd 16.
apríl 1985, dóttir Auðar Erlu
og Pálmars.
Tillögur nýrra hluthafa í Arnarflugi:
Flug’leiðir selji
hlut sinn í félaginu
Þjóðleikhúsið:
Tosca eftir
Puccini svið-
sett í haust
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ undirbýr nú
uppfærslu á óperunni Tosca eftir
Puccini. Gert er ráð fyrir að
verkið verði frumsýnt i október
næstkomandi.
Ríkisstjórnin beiti sér fyrir fjárhagslegri fyrirgreiðslu
STJÓRN Arnarflugs ákvað í gær að framlengja frest
vegna kaupa á viðbótarhlutafé í félaginu fram til 15.
apríl næstkomandi, en rætt hefur verið við tíu aðila að
undanförnu um kaup á viðbótarhlutafé. Stefnt hefur
verið að tæplega 97 milljóna króna hlutafjáraukningu
og hafa þessir aðilar nú lýst sig reiðubúna til að skrifa
t sig fyrir verulegum hluta þess, ef tiltekin skilyrði verða
uppfyllt.
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er eitt þessara skil-
yrða það að núverandi hlutafé
Arnarflugs verði afskrifað að
hluta eða selt þessum nýju hlut-
höfum þannig að eignarhluti
núverandi hluthafa yrði mjög
lítill. Markmið hinna nýju hlut-
hafa með þessu mun vera það
að draga svo sem kostur er úr
áhrifum Flugleiða hf. innan
Amarflugs. Jafnvel svo að Flug-
leiðir selji allan hlut sinn í Amar-
flugi.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hafa þessi atriði
verið kynnt stjómvöldum og em
þau þar til skoðunar.
Onnur skilyrði þessara nýju
hluthafa munu vera þau að
samningar takist við helstu lán-
ardrottna Amarflugs um að
skuldir fyrirtækisins verði lækk-
aðar eða á annan hátt fáist íviln-
anir frá lánardrottnum í formi
greiðslufrests og ennfremur að
ríkisstjómin beiti sér fyrir fjár-
hagslegri fyrirgreiðslu til hins
endurskipulagða fyrirtækis.
Þessir tíu aðilar sem rætt
hefur verið við em Samvinnu-
ferðir-Landsýn, Pétur Bjömsson
forstjóri Vífílfells hf., Magnús
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Sölusambands íslenskra físk-
-^•amleiðenda, Böðvar Valgeirs-
*ARNáRFLUGi
son forstjóri Ferðaskrifstofunn-
ar Atlantik, Hótel Holt, Hótel
Saga, Hörður Einarsson fram-
kvæmdastjóri og útgáfustjóri
Fijálsrar Qölmiðlunar og Sveinn
R. Eyjólfsson stjómarformaður
og útgáfustjóri Fijálsrar Qöl-
miðlunar, Guðlaugur Bergmann
forstjóri Kamabæjar hf. og Jón
Snorrason forstjóri Húsasmiðj-
unnar hf.
Agnar Friðriksson fram-
kvæmdastjóri Amarflugs sagði
í samtali við Morgunblaðið að
ríkisvaldinu hefði verið sent
erindi í desember sem fjallaði
um ríkisábyrgð vegna hluta-
íjáraukningar félagsins, en það
hefði ekki verið afgreitt. Hann
sagði jafnframt að það gæti
komið til greina að fleiri bættust
við í hóp kaupenda viðbótahluta-
fjárins, það mundi skýrast á
næstu dögum.
Konumynd
á5000
króna seðli
SEÐLABANKI íslands hefur
látið hanna nýjan peningaseðil,
5000 króna seðil, sem gefin
verður út í júní. A seðlinum er
í fyrsta sinn konumynd á ís-
lenskum peningaseðli en á fram-
hlið seðilsins er mynd af Ragn-
heiði Jónsdóttur biskupsfrú á
Hólum í Hjaltadal, sem uppi var
1646 til 1715. Allt myndefni
seðilsins er tengt Ragnheiði sem
þekkt var fyrir hannyrðir og
kennslu. Útsaumsletur úr sjóna-
bók Ragnheiðar er í bókstöfun-
um sem sýna verðgildi seðilsins
og á bakhlið seðilsins er mynd
af henni ásamt tveimur nemend-
um að virða fyrir sér altaris-
klæði.
Breski leikstjórinn Paul Ross
hefur verið ráðinn til að setja verkið
upp og hljómsveitarstjóri verður
ítalinn Maurizio Barbacini. Þá mun
Gunnar Bjamason annast gerð leik-
myndar. Ekki hefur enn verið geng-
ið endanlega frá ráðningu söngv-
ara, en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur Kristján Jó-
hannsson verið ráðinn í eitt af
aðalhlutverkunum.
Skákmótið í New York:
Helgi missti af sigri
HELGI Ólafsson gerði jafntefli
í síðustu umferð alþjóðaskák-
mótsins í New York í gærkvöldi
og missti þar með af sigrí í mót-
inu. Helgi hlaut 6 ‘/z vinning.
Smejkal frá Tékkóslóvakíu og
Sax frá Ungveijalandi urðu efst-
ir og jafnir með 7 vinninga. Helgi
varð í 2. til 6. sæti, en nokkrum
biðskákum var ólokið er síðast
fréttist um miðnætti í gærkvöldi.
Flugleiðir ræða við S AS um
breytingu á loftferðasamningi
FLUGLEIÐIR reyna nú að fá skandinaviska flugfélagið _SAS til að
mæla með endurskoðun á loftferðasamningnum milli íslands og
Skandinavíu. Samkvæmt samningnum, sem er frá samkeppnistíma-
bili Loftleiða og SAS, mega farþegar á lággjöldum aðeins hafa
viðdvöl á einum stað innan Skandinavíu.
Að sögn Sigfúsar Erlingssonar,
framkvæmdastjóra markaðssviðs
Flugleiða, var þetta upphaflega
gert til að hindra að að önnur flug-
félög en SAS gætu boðið lág far-
gjöld á þessari leið.
Sigfús sagði að Flugleiðir væru
að fara fram á að geta keppt við
bandarísk flugfélög og SAS um
farþega sem fara til Skandinavíu
yfír Atlandshafíð. Eins og málum
sé nú háttað megi farþegar á lág-
gjöldum ekki hafa viðdvöl á íslandi.
„Þar sem farþegar sem ferðast á
lággjöldum til Skandinavíu mega
ekki millilenda á íslandi missum við
og ferðamannaþjónustan í landinu
af viðskiptum við stóran hóp ferða-
manna. Verði loftferðasamningnum
breytt getum við keppt um þennan
hóp og væntanlega aukið streymi
ferðamanna til íslands," sagði Sig-
fús.
Sigfús sagði að Flugleiðir hefðu
á fundi með SAS-mönnum í febrúar
óskað eftir því að að SAS legðist
ekki gegn því að þessi samningur
yrði endurskoðaður. Hann sagði að
SAS íhugaði nú þessa hugmynd
Flugleiða, og hvemig mætti útfæra
hana, en formlegur viðræðufundur
um málið hefði ekki verið boðaður
enn.