Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 31

Morgunblaðið - 08.04.1986, Page 31
_____________________________________MORGU NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Samráðsfundur landshlutasamtaka í ferðamálum: |“ 31 Varað er við niður- skurði til ferðamála Selfossi. LANDSHLUTASAMTÖK í ferðamálum héldu árleg-an samráðsfund sinn 15. mars í Inghóli á Selfossi. Fundinn sóttu fulltrúar lands- hlutasamtaka og fluttu þar erindi um starfsemi samtakanna á hverj- um stað. Gestir fundarins voru Kjartan Lárusson og Birgir Þorgils- son frá Ferðamálaráði. I máli fulltrúa landshlutasam- taka kom fram að þau hafa unnið brautryðjendastarf hvert í sínum landshluta, við að kynna ferðamál með útgáfu kynningarrita og á annan hátt. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: Ferðamálaráð hlutist til um að ávallt séu til sameiginlegir bækling- ar, í fyrsta lagi fyrir erlenda ferða- menn til að laða þá að landinu og í öðru lagi fyrir innlenda ferðamenn sem erlenda til leiðbeininga og upplýsinga á ferð þeirra um landið. Skorað er á Ferðamálaráð að athuga með hvaða hætti hægt er að gæðamerkja þau rit um ferða- mál sem gefin eru út af einkaaðil- um. Gæðamerkingu þessari skal einungis dreift til aðila ferðamála- ráðs. Fundurinn telur brýnt að upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn verði komið upp í Reykjavík sem fyrst undir yfirstjóm ferðamálasamtaka Reykjavíkurborgar og Ferðamála- ráðs íslands. Fundurinn gerir þá kröfu til ríkisvaldsins að Ferða- málaráð fái lögbundnar fjárveiting- ar þannig að ráðinu verði m.a. gert kleift að taka þátt í þessu samstarfí. Skorað er á Alþingi að sam- þykkja tillögu til þingsályktunar á þingskjali 531 um úrbætur í ferða- þjónustu. Samráðsfundurinn skorar á Al- þingi og ríkissjóð að tryggja Ferða- málaráði íslands þær tekjur til uppbyggingar ferðamála sem lög gera ráð fyrir. Niðurskurður er til þess eins fallinn að draga úr þeirri þróun í ferðamálum sem nú er hafín á landsbyggðinni. Sig.Jóns. NYTT ERLENT NÁMSKEIÐ fenrnýja Leiöbeinandi er David Rance sálfræóingur, ráðgjafi í stjórnun hjá mörgum stórfyrirtækjum, m. a. Esso og Carreras Rothmans, þekktum breskum ráögjafa- og lög- fræóifyrirtækjum. Hann hefur einnig kennt viö Cornell háskóla í Bandaríkjunum. Þeir sem valdir eru í stjórnunarstörf vegna hæfni á sínu sérsviói og leiðtogahæfileika finna iöulega til þess aö góó sérþekking og hæfileikar nægja aöeins að vissu marki. Stjórn- un er sérstakt fag sem nauðsynlegt er að kynna sér bæði bóklega og meö hjálp sérfræðings með reynslu (faginu.__________________ Námskeiðið [Stjórnun fyrir nýja stjórnendur|er ætlað þeim, sem hafa hug á eöa hafa nýverið tekið við stjórnunarstörfum. Markmiö námskeiðsins er að auðvelda þátt- takendum að ná sem fyrst afköstum í samræmi vió hæfni. Áhersla er lögö á hlutverk stjórn- andans innan fyrirtækisins, starfsmannastjórn- un, hópstarf og hvatningu. □ Efni namskeiðsins: □ Stjórnun almennt □ Að velja sér stjórnunarstll □ Stjórnun eftir markmiðum (MBO) □ Að hvetja undirmenn til dáöa/mannlegi þátturinn □ Árangursrlk tengsl innan fyrirtækisins □ Uppbygging árangursríkra samstarfs- hópa Tími og staöur: 15.-16. aprll kl. 9.00-17.00, Hótel Loftleiðir. □ Starfsdelling: Lykillinn aö árangurs- ríkri stjórnun Fyrirtækið og starfsemi innan þess □ Að mæla og stýra frammistöðu O Lausn vandamála og árangursrfk ákvarðanataka □ Stjórnun elgin tlma Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Alþjóðlegur fjármagns- markaður og Islands Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur hádegisverðarfund um þróun á al- þjóðlegum fjármagnsmarkaði og þýðing hennar fyrir íslenskan fjármagnsmarkað og fyrirtæki. Fyrirlesari verður Harald J.H. Collet, banka- stjóri hjá Hambros Bank Limited. Mr. Collet mun Qalla um stöðu og þróun á alþjóðaíjár- magnsmarkaði með sérstöku tiliti til ís- lands. Meðal efnis má nefna: — Staða íslands á alþjóðlegum fjármagns- markaði. — Þróun á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði s.s. viðhorf gagnvart áhættu og nýjar fjármögn- unarleiðir. — Þýðing hinnar alþjóðlegu þróunar fyrir ís- lenskan fjármagnsmarkað og fyrirtæki. Fundurinn verðtu- haldinn í Þingholti á Hótel Holti, þriðjudaginn 8. apríl kl. 12.00. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Frá rekstri til einkarekstrar — 22 aðferðir sem duga — Dr. Eamonn Butler, framkvæmdastjóri Adam Smith Institute í London, heldur fyrirlestur um ofangreint efni á morgunverðarfundi Landsnefndar Alþjóða verzlunarráðsins í ÁTTHAGASALHÓTELSÖGU FIMMTUDAGINN 10. APRÍL KL. 8.30. Dagskrá: 8:30 — 8:45 Mæting og morgunverður. 8:45 — 9:15 Erindi Dr. Eamonn Butler „Frá ríkisrekstri til einkarekstrar“. * Ný hugmyndafræði til að draga úr ríkisrekstri, sem felur í sér meira en sölu ríkisfyrirtækja. * Hverjar eru þessar 22 aðferðir? * Hver hefur árangurinn orðið í Evrópu þar sem nýjum aðferðum er beitt til að draga úr ríkisrekstri og um leið ríkisútgjöldum. 9:15 — 10:00 Umræðurogfyrirspurnir. Allir velkomnir Morgunverður kostar kr. 450.- Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 83088. LANDSNEFND ALÞJÖÐA VERZLUNARRÁÐSINS Icelomd National Committeo oi the ICC

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.