Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.04.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986 Olíuverkfallið í Noregi: Tapið 1,5 millj- arðar daglega Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. TALIÐ ER að tap Norðmanna vegna verkfalls starfsfólks mötuneyta á borpöllum í Norðursjó nemi 250 milljónum króna á degi hveijum, eða jafnvirði 1500 milljóna ísl. króna. Tap ríkissjóðs vegna tapaðra skatttekna nemur 130 milljónum norskra króna á dag. Olíuvinnsla Norðmanna liggur nú niðri þar sem 670 starfsmenn mötuneyta hófu verkfall á sunnu- dag. Olíufyrirtækin settu verkbann á aðra starfsmenn, sem eru 3.500 talsins. Verkfallsmenn krefjast 28% launahækkana. Árslaun þeirra nema að meðaltali 165 þúsund krónum, eða milljón ísl. kr., en peir vilja fá sömu laun og bormenn, rafvirkjar og röramenn, sem hafa um 230 þúsund í árstekjur, eða um 1350 þúsund ísl.kr. Ríkisstjómin vill ekki skerast í leikinn eins og gert hefur verið jafnan áður þegar komið hefur til vinnudeilna á borpöllunum. Stéttar- félag verkfallsmanna, CAF, á ekki gilda verkfallssjóði en félagið hefur komizt að samkomulagi við Bergen Bank, sem fallizt hefur á að veita hverjum verkfallsmanni allt að 10 þúsund norskra króna yfirdráttar- heimild, eða 58 þúsund ísl. kr. meðan á deilunni stendur. Átökin yfir Sidra-flóa: Tóku sovéskir hern- aðarráðgjafar þátt í eldflaugaskotunum? Tripólí, Líbýu. AP. SOVÉSKIR hemaðarráðgjafar kunna að hafa aðstoðað líbýska herinn við að skjóta SA-5 flug- skeytum að bandarískum orr- ustuþotum, þegar til átaka kom yfir Sidra-flóa í síðasta mánuði, að því er vestrænn sendifulltrúi sagði á sunnudag. Sendifulltrúinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, tjáði AP- fréttastofunni einnig í viðtali, að Blaðamannaf undur í geimnum Moskvu. AP. SOVÉZKIR geimfarar um borð í MIR-geimvísindastööinni héldu blaðamannafund í geimnum og í tilkynningu sem þeir sendu frá sér við það tækifæri hvöttu þeir Banda- ríkjamenn til þess að hætta þegar í stað kjamorkutilraunum. Þeir ítr- ekuðu einnig fyrri yfirlýsingar yfir- valda í Kreml um að rannsóknir í geimstöðinni hefðu engan hemað- arlegan tilgang. Stórglæpamaður gómaður Bombay. AP. CHARLES Sobhraj, einvher ill- ræmdasti glæpamaður Asíu, var handtekinn í gær þar sem hann sat að bjórdrykkkju á 42. afmælisdegi sínum í kaffíhúsi í baðstrandar- bænum Goa. Honum tókst að flýja úr Tihar-fangelsinu í Delhí, sem er mjög rammgert, fyrir þremur vik- um. Hann verður framseldur til Thailands þar sem hann er eftirlýst- ur fyrir mörg mannsmorð og eitur- lyfjasmygl. það væri „alveg hugsanlegt", að sovéskir ráðgjafar hefðu verið meðal þeirra, sem féllu, er Banda- ríkjamenn gerðu árásir á eldflauga- skotpallinn við Sirte-borg 24. og 25. mars. Utvarpsstöð kristinna manna í Líbanon sagði í fréttaútsendingu, að 12 Sovétmenn hefðu látið lífíð í árásunum. Líbýumenn hafa ekkert látið frá sér fara um mannfailið þar. Sendifulitrúinn sagði, að Sovét- mehn kynnu að hafa tekið þátt í að skjóta eldflaugunum að banda- rísku flugvélunum, og það væri alkunna, að sovéskir ráðgjafar hefðu þjálfað LJbýumenn í notkun þessara vopna. Lík sex lögreglumanna, sem ofbeldismenn síkha skutu til bana í Punjab á laugardag. Ofbeldismennirnir réðust á dómshús og tókst að frelsa þijá félaga sina, sem hafðir voru þar í haldi vegna morðs á rit- stjóra. I árásinni á dómshúsið féllu sex lögreglumenn. AP/Símamynd Lögreglan óttast blóðbað í Punjab Jalandhnr. InrllnnHí AP Jalandhar, Indlandi. AP. J.F. REBIERO, hinn nýi lög- reglustjóri í Punjab-ríki, hótaði í gær að grípa til harðra gagnað- gerða gegn hryðjuverkastarf- semi í ríkinu, en hann sagði lögregluna eiga i útistöðum við „snarvitlausa bijálæðinga“. Rebiero kvaðst óttast ný átök og spáði því að ofbeldismennimir létu til skarar skríða í næstu viku. Hann kvaðst óttast að þá kæmi til mikils blóðbaðs. Hann sagði lögregluna eiga við að etja andstöðu við að- gerðir innan sinna eigin raða þar sem öfgamennimir ættu samúð hóps lögreglumanna. Það sem af er april hafa á annan tug manna beðið bana í ofbeldisað- gerðum í Punjab. í marz biðu á annað hundrað manns bana í átök- Erfið sljórnarkreppa í ísrael: Peres krefst afsagnar fjármálaráðherra síns Jerúsalem. AP. SHIMON PERES, forsætisráð- herra, krafðizt þess í gær, mánu- dag, að fjármálaráðherra stjórn- arinnar segði af sér, en talið er að þessi ákvörðun Peresar kunni jafnvel að valda stjórnarslitum. Yitzhak Shamir, utanríkisráð- herra, leiðtogi Likud-bandalagsins, ræddi við Peres í hálftíma af þessu tilefni. Shamir neitaði að verða við kröfu Peresar um að Yitzhak Modai, sem er úr Likud, yrði látinn víkja úr stjóm. Helzti aðstoðarmaður Shamirs sagði í gærkvöldi að ef Modai yrði vikið úr stjóm yrðu dagar hennar þar með taldir. Hann sagði stjómar- kreppuna nú þá alvarlegustu frá myndun samsteypustjómarinnar í september 1985. Dirfska í jrfírlýsingum Modai í íjölmiðlum nýverið er sögð hafa orsakað stjómarkreppuna. Modai sagði m.a. að Peres væri „ferða- glaður forsætisráðherra sem skildi ekki efnahagsmál". Uzi Baram, framkvæmdastjóri Verkamannaflokksins, flokks Per- esar, sakaði Modai í gær um rógs- herferð gegn Peres vegna áforma Peresar um að koma skuldum vöfn- um stórfyrirtækjum til aðstoðar. Hrun blasir við fyrirtækjunum ef ekkert verður að gert. Baram sagði Modai hafa farið hamförum eftir að Peres tók þá ákvörðun að að- stoða fyrirtækin. um hindúa og síkha og í bardögum öfgamanna og lögreglu. Rúmlega 30 þúsund fallhlífarhermenn hafa verið sendir til Punjab þar sem þeir eru í viðbragðsstöðu. Þær hersveit- ir, sem eru fyrir í ríkinu, em einnig í viðbragðsstöðu. Þá era um 60.000 lögreglumenn ríkisins viðbúnir átökum. Rebiero sagði ofbeldisaðgerðim- ar skipulagðar og þeim stjómað frá Gullna hofínu í Amritsar. Hofíð væri „virki öfgamanna", sem hefð- ust þar við í tugatali með velþóknun yfírmanna hofsins. Hann sagði það myndu auðvelda að kveða ofbeldis- aðgerðimar niður að ráðast inn í hofíð og hrekja þaðan út nokkur hundrað menn. Hins vegar væri enginn vilji hjá Iögreglunni til að- gerða af því tagi. Á meðan hefðu ofbeldismennimir ákveðið forskot á lögregluna. Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, sagði í dag að ofbeldis- verkin í Punjab og átök hindúa og sikha þar stefndu indverska ríkinu í voða. Að baki verkunum stæðu aðilar, sem stefndu að því að ijúfa samheldni indversku þjóðarinnar. Punjab væri peð f tafli þeirra. Hvatti hann þjóðina til að segja öfgamönnum friðsælt stríð á hend- ur. VIÐ FLYTJOM OKKCIR OM SET OG FÁCIM NÝTT SÍMANÚMER: 68-85-80 ^ >9'e Skipholt 50c Tónabíó Við höfum opnað á nýjum stað að Skipholti 50c, gegnt Tónabíói. Við munum áfram keppast við að veita sem besta þjónustu og bjóðum eldri viðskipta- vini sérstaklega velkomna á nýja staðinn. Snyrtifr- æðingurinn María Kristmanns hefur nú gengið til liðs við okkur og mun því stofan hér eftir heita Hárgreiðslu- og snyrtistofan Safír. Verið velkomin FÍSF Laugavegur Hárgreiðslu- og snyrtistofan >Safí ir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.