Morgunblaðið - 08.04.1986, Blaðsíða 13
MORGTJNBLAÐIÐ,ÞRIÐJUDAGUR8. APRÍL1986
Prófkjör H-listans í Garði:
Allir hreppsnefndar-
mennirnir endurkjörnir
Garði.
NÚVERANDI hreppsnefndar-
menn H-listans hlutu allir endur-
kosningu í prófkjöri sem fram
fór um helgina í Leikskólanum
Gefnarborg. Alls tóku 248 manns
þátt í prófkjörinu sem er nánast
sami fjöldi og tók þátt í prófkjör-
inu 1982.
Níu manns gáfu kost á sér í próf-
kjörið og urðu úrslit þessi í 6 efstu
sætin: Finnbogi Bjömssori hlaut
141 atkvæði í fyrsta sætið, Sigurður
Ingvarsson hlaut 121 atkvæði í
annað sætið, Ingimundur Guðnason
hlaut 100 atkvæði í þriðja sætið,
Karl Njálsson hlaut 122 atkvæði í
4. sætið, Jón Hjálmarsson hlaut 147
atkvæði í fímmta sætið og Dagný
Hildisdóttir hlaut 141 atkvæði í 6.
sætið. Fjórir efstu menn skipuðu
sömu sæti listans 1982.
Úrslit eru bindandi fyrir 3 efstu
sætin. Fimm manns sitja í hrepps-
nefnd Gerðahrepps og átti H-listinn
þrjá menn á kjörtímabilinu sem nú
er að ljúka. Á kjörskrá munu vera
milli 680 og 690 manns.
Kjömefnd sem skipuð er 6 manns
sá um framkvæmd prófkjörsins sem
stóð í 2 daga. Kjömefndina skipa.
Ellert Eiríksson formaður, Þor-
steinn Einarsson, Sigrún Oddsdótt-
ir, Matthildur Ingvarsdóttir, Kjart-
an Ásgeirsson og Vilhelm Guð-
mundsson.
Arnór
Hluti kjömefndar bíður þess að frambjóðendur mæti á kjörstað að talningu lokinni og hlýði á úrsUt
prófkjörsins.
Lífsglaða Hamboig
- Áætlunarflugiö byrjar 10. apríl
( HAMBORG ERU 9 YFIRBYGGÐAR GÖNGUGÖTUR ÞAR SEM HVER VERSLUNIN ER VIÐ AÐRA
Á sumrin flyst lífið í Hamborg
út á götur, torg og garða.
Borgin græna býður upp á
svo ótrúlegt úrval alþjóðlegra
skemmtana og listviðburða
að það hálfa væri nóg. Mest
fer þetta fram undir berum
himni, hvort sem um er að
ræða rokk-konserta, sinfóníu-
hljómleika, ballett eða tívolí.
Og það segir sitt um sumar-
veðráttuna. Hamborg ómar
af hlátri, söng og dansi. Dag
eftir dag, nótt eftir nótt.
Hér á eftir fer lítið brot af
því sem boðið er upp á í
sumar.
Cats
Fyrsta uppsetningin á hin-
um fræga söngleik Cats, í
Þýskalandi, fer á Qalirnar 18.
apríl í Óperettuhúsinu í
Hamborg.
Afmæli hafnarinnar
Höfnin í Hamborg verður
797 ára á þessu ári. Afmæli
hennar er árlegur stórvið-
burður í borginni. Þá erskotið
upp flugeldum og ýmsar
skemmtanir haldnar. (7.-11.
maí.)
Útitónleikar
Fjölmargar hljómsveitir
koma fram á röð tónleika
sem haldnir verða í útileik-
húsi, í skemmtigarði skammt
frá Saarlandsstrasse. (9. maí
- 29. júní og 9. ágúst - 12.
september.)
Fiughátíð
Fuhlsbúttel, alþjóðaflug-
völlurinn í Hamborg, verður
75 ára þann 8. júní. Flug-
áhugamenn munu finna þar
ýmislegt við sitt hæfi í fjöl-
breyttri dagskrá og sýning-
um.
Kvikmyndir
Kvikmyndaunnendur og
framleiðendur hittast í Ham-
burg Filmhaus til að taka þátt
í evrópskri kvikmyndahátíð
þeirra sem framleiða ódýrar
kvikmyndir. (12.-15. júní.)
Beethoven
Níunda sinfónía Beet-
hovens verður flutt á úti-
hljómleikum á ráðhústorginu
21. júní. Aðgangur ókeypis.
Rithöfundar
Þing alþjóðasamtaka rit-
höfunda (PEN) verður í Ham-
borg 22.-27. júní. Efni þings-
ins verður hvernig samtíma-
sagan endurspeglast í al-
þjóða bókmenntum. Frægir
höfundar víðs vegar að úr
heiminum lesa upp og taka
þátt í umræðum.
Sinfónían
Dagana 10.-17. og 31. júl í
og 8. ágúst verður haldin röð
sinfóníuhljómleika undir ber-
um himni, á ráðhústorginu.
Sumarleikhús
Alþjóðleg hátíð leikhópa í
Kampnagelfabrik. Leikhóp-
arnir koma frá Japan, Banda-
rílg'unum og Evrópu og þeir
flytja ein áttatíu verk. (1 l.júlí
til 8. ágúst.)
Myndlistarkonur
í Hamburg Kunsthalle
verður fjallað um hlut kvenna
í myndlist, allt frá dögum
frönsku byltingarinnar. (11.
júlí til 14. sept.)
Verslunarhátíð
Það eru níu yfirbyggðar
verslunargötur í Hamborg.
Þær halda sína sérstöku hátíð
í sumar og kalla til alls konar
listafólk og matreiðslumeist-
ara. (9.-10. ágúst.)
Ballett
Hamborgarballettinn held-
ur sex útisýningar á ráðhús-
torginu, dagana 15. til 21.
ágúst.
Allt á flotí
Fjögurra daga útihátíð
verður við innra Alstervatn
dagana 28.-31. ágúst. Það
verður mikið um dýrðir; alls
konar vatnasport, tívolí og
leikir. Útihátíð fyrir alla fjöl-
skylduna í fögru umhverfi.
Kvennahátíð
Listakonur frá fimm heims-
álfum sýna margvísleg lista-
verk. (23. ágúst til 15. sept-
ember.)
Rússasilfur
Þessi Qársjóður fer ekki oft
að heiman. En 11. september
til 15. nóvember verður hægt
að dást að silfurmunum frá
rússneska keisaratímanum í
Museum fúr Kunst und Gew-
erbe.
jfARNARFLUG
Lágmúla 7, slmi 84477