Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 1
56 SÍÐXJR OG LESBÓK
STOFNAÐ1913
91.tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Evrópubandalagsríki auka
refsiaðgerðir gegn Líbýu
London, Madrid, Tripoli. AP
í vopnafylgd
Mikil gæsla var um líb-
ýsku námsmennina 22,
sem fóru frá Bretlandi í
gær en þá var einnig til-
kynnt að aðrir 340 yrðu
að koma sér á brott.
AP/Símamynd
BRESKA stjórnin tilkynnti í gær, að 340 libýskum flugnemum hefði
af öryggisástæðum verið bannað að vinna við flugvélar og að þeir
yrðu að fara úr landi. Spánverjar visuðu í gær 11 Líbýumönnum úr
íandi og Danir fimm. í fjölmiðlum í Líbýu segir, að Khadafy hafi
sent Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, mjög áríðandi orðsendingu.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, tilkynnti í gær, að
340 líbýskum flugnemum hefði af
öryggisástæðum verið bannað að
vinna við eða fljúga breskum flugvél-
um og að þeir yrðu að fara af landi
brott. í gær voru aðrir 22 líbýskir
námsmenn fluttir um borð í líbýska
flugvél, þar á meðal flugnemi, sem
hafði boðist til að vera 1 fararbroddi
i sjálfsmorðsárás á bandarískar her-
stöðvar í Bretlandi.
Spánarstjóm vísaði í gær 11 Líbýu-
mönnum á brott í samræmi við
ákvörðun Evrópubandalagsins um
refsiaðgerðir gegn Líbýu. Sagði í til-
kynningu utanríkisráðuneytisins, að
mennimir hefðu gerst sekir um at-
hæfí, sem ekki samræmdist stöðu
þeirra og starfi. Þá var sendiráði
Morðið á Olof Palme:
Eru gleraugu lyk-
illinn að gátunni?
Stokkh&lmi. AP.
Líbýu í Kaupmannahöfn einnig skip-
að að fækka starfsliðinu um fímm
menn en sex leyft að vera um kyrrt.
í þessum ríkjum og öðmm innan EB
hefur ferðafrelsi líbýskra sendimanna
verið takmarkað við höfuðborgimar.
Pjölmiðlar í Líbýu sögðu í gær, að
Moammar Khadafy hefði sent mjög
áríðandi skilaboð til Gorbachevs, leið-
toga Sovétríkjanna, en ekki var sagt
hvert efni þeirra væri.
Frakkar og ftalir hafa komið fyrir
mjög fullkomnum flugskeytum gegn
flugvélum á ströndunum, sem vita
að Líbýu, og þeir fyrmefndu raunar
með endilangri Miðjarðarhafsströnd-
inni. Sögðu franskir embættismenn,
að þetta væri gert í varúðarskyni.
Skotið var í gær á bandarískan sendi-
ráðsmann í Norður-Jemen og særðist
hann nokkuð en þó ekki alvarlega.
Þá sprakk sprengja fyrir utan skrif-
stofur saudi-arabíska ríkisflugfélags-
ins í Vín en engan sakaði.
Noregur:
Hryðjuverk íMadríd
Fimm spænskir þjóðvarðliðar létust og fjórir
slösuðust í Madríd í gær þegar sprengja sprakk
í kyrrstæðum bíl, sem þeir óku framhjá. Á
myndinni sést hvernig billinn þeirra af gerðinni
Land Rover var útleikinn eftir sprenginguna.
Talið er vist, að baskneskir hryðjuverkamenn
beri sök á ódæðinu.
Sjá „Fimm þjóðvarðliðar bíða bana...“
á bls 25.
Evrópa:
Alnæmi sækir á
París. AP.
VfSINDAMENN hafa skrád
22.780 alnæmistilfelli í heiminum.
Þeir telja samt, að þau séu raun-
verulega yfir 25.000, samkvæmt
tölum sem Alþjóða heilbrigðis-
stofnunin gaf út á fimmtudag.
Sérfræðingamir segja, að vegna
tímasetningar skýrslna frá ýmsum
löndum og grunar um að sumar
skýrslnanna séu ófullnægjandi, séu
hinar raunverulegu tölur hærri en
þar komi fram.
Aðeins 31 staðfest alnæmistilfelli
var skráð í allri Afríku til 31. janúar
sl. samkvæmt þessum tölum.
í Evrópu höfðu 2.244 tilfelli verið
skráð um miðjan aprílmánuð, en sér-
fræðingar telja þau hafa verið 2.600
í endaðan mars.
Sérfræðingamir segja, að sjúk-
dómurinn sé í verulegri sókn í Evr-
ópu. Þar sé Frakkland fremst í flokki
með 134 ný tilfelli frá 31. desember
1985 til 31. mars 1986. Á sama tíma
hafi 62 ný tilfelli verið skráð á Spáni,
61 í Vestur-Þýskalandi, 57 á Ítalíu,
50 í Svíþjóð, sex í Portúgal, fjögur
í Noregi, tvö á íslandi og eitt í Finnl-
andi, GrikklandiogJúgóslavíu.
í Sovétríkjunum hafa fundist tvö
meint tilfelli og var þar um að ræða
erlenda námsmenn.
SÆNSKA lögreglan hefur
fengið gleraugnasala í landinu
til liðs við sig í leitinni að
morðingja Olofs Palme. Rétt
við morðstaðinn fundust gler-
augu og leikur grunur á, að
banamaður Palmes hafi misst
þau á flóttanum.
Sænsku blöðin skýrðu frá þessu
í gær, föstudag, og höfðu það eftir
talsmönnum lögreglunnar, að gler-
augun gætu hugsanlega verið
lykillinn að morðgátunni enda em
þau dálítið sérstök smíði. í Svíþjóð
ber gleraugnasölum skylda til að
skrá nöfn þeirra, sem fá gleraugu
samkvæmt tilvísun læknis, og
sagði Kjell Carlsson, sem starfar
við rannsóknastofnun sænsku lög-
reglunnar, að stundum hefðu gler-
augu, sem afbrotamenn hefðu
týnt, orðið til, að mál leystust.
Gleraugun, sem lögreglan hefur
Morðstaðurinn: Gleraugun
fundust skammt þar frá.
undir höndum, eru ítölsk að gerð
og hafa allir gleraugnasalar í Sví-
þjóð, sem þessi gleraugu selja,
verið beðnir um að fara gaumgæfi-
lega yfir skrámar. Sérfræðingar
telja, að eigandi gleraugnanna sé
á fertugsaldri, nærsýnn og óvenju
langt á milli augna.
Verkfalli lokið
á olíuborpöllum
Willoch hótar afsögn ef þingið fellir sparnaðartillögnr
Osló. AP.
ÞRIGGJA vikna löngu verkfalli á
norsku olíuborpöllunum lauk í
gær þegar 675 matreiðslumenn
ákváðu að hætta verkfaUinu og
snúa aftur til vinnu ásamt 3.700
verkamönnum, sem hafa verið i
verkbanni. Willoch, forsætisráð-
herra, hótaði í gær að segja af
sér fyrir sig og ráðuneyti sitt ef
sparnaðartillögur stjómarinnar
yrðu ekki samþykktar á þingi
eftir helgi.
Verkalýðsfélögin, sem aðild áttu
að deilunni, ákváðu í gær á sameig-
inlegum fundi í Stafangri að hætta
verkföllum en þá hafði Ame Rette-
dal, atvinnumálaráðherra, lýst yfir,
að stjómin hygðist vísa deilunni til
kjaradóms en niðurstöðu hans verða
deiluaðilar að hlíta. Höfðu vinnuveit-
endur áður tekið verkamennina úr
verkbanni.
Káre Willoch, forsætisráðherra,
kvaðst í dag reiðubúinn að segja af
sér fyrir sig og ráðuneyti sitt ef
þingið felldi spamaðartillögur
stjómarinnar en þær munu koma til
atkvæða á þriðjudag. Er í þeim m.a.
kveðið á um 42 norskra aura hækk-
un á bensínlítra og minni útgjöld til
vamarmála. Á þennan hátt á að
spara 1,2 milljarða nkr. Verka-
mannafiokkurinn vill ekki fallast á
tillögumar nema skattar á hátekjur
verði auknir en stjómin er því mót-
fallin. Tveir þingmenn Framfara-
fiokksins geta komið stjóminni til
bjargar en þeir setja hins vegar fyrir
sig bensinhækkunina. Enginn
norsku stjómmálaflokkanna kærir
sig um kosningar nú og binda allir
vonir við, að málið leysist.
Ame Skauge, fyrrum verslunar-
og siglingamálaráðherra, tók í gær
við af Rolf Presthus sem Qármála-
ráðherra en Presthus tók aftur við
af Anders C. Sjaastad sem vamar-
málaráðherra. Sjaastad lætur af ráð-
herradómi og tekur sæti sitt á þingi
sem fulltrúi fyrir Osló. Fyrir viku
var sú breyting einnig gerð á stjóm-
inni, að Astrid Nöklebye Heiberg tók
við af Astrid Gjertsen sem neytenda-
málaráðherra.