Morgunblaðið - 26.04.1986, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986
Morgunblaðið/Árni Sæberg-
Rádstefnan á Kjarvalsstöðum var fjölsótt. I ræðustól er Hulda Valtýsdóttir, formaður umhverfis-
málaráðs Reykjavíkurborgar.
Ráðstefna um umhverfismál
RÁÐSTEFNA um stefnu sveit-
arfélaga í umhverfismálum
stendur nú yfir á Kjarvalsstöð-
um. Hún hófst í gærmorgun og
stendur fram eftir deginum í
dag.
Kl. 9.00 fjallar Elín Pálmadótt-
ir, varaformaður Náttúruvemdar-
ráðs, um náttúruvemd og útivist
við þéttbýli. Síðan verður rætt um
framkvæmdir sveitarfélaga í
umhverfísmálum og samstarf
þeirra og áhugamannafélaga á
því sviði. Frummælendur verða
þeir Oddgeir Þór Ámason garð-
yrkjustjóri Akranesi og Sigurður
Ágústsson formaður Skógræktar-
félags Stykkishólms.
Síðast á dagskrá ráðstefnunnar
munu umræðuhópar fjalla um
afmörkuð efni svo sem stefr.u
sveitarfélaga í umhverfísmálum,
mótun og markmið, starfsmanna-
hald og efniskaup; fyrirkomulag
á samstarfi sveitarfélaga og ann-
arra á sviði umhverfísmála; ár-
angur uppgræðslu og tijáræktar
við ólík skilyrði auk annarra
umhverfísþátta.
„Getur komið öllum
neytendum til góða“
Þrír vegheflar og dráttarbíll losuðu Öskju af sandrifinu í Borgarneshöfn. Morgunblaðið/Theodór
Askja losnar af strandstað í Borgarnesi
Borgarnesí.
Á fimmtudagsmorgun um kl. 06:00 tókst að ná strandferðaskipinu ms. Öskju á flot við höfnina í Borgar-
nesi. En skipið strandaði rétt utan við höfnina síðdegis á miðvikudag. Við verkið voru notaðir þrír
vegheflar og einn dráttarbíll frá Vegagerðinni í Borgarnesi. Einnig notaði skipið eigið vélarafl. Með
samstilltu átaki náðist skipið á flot í fyrstu atrennu. Talið er að skipið sé með öUu óskemmt. — TKÞ
Siglufjörður:
Enn ekki búið að
ryðja Lágheiðina
Siglufirdi.
SIGLFIRÐINGAR eru fremur
óhressir með að Lágheiðin skuU
ekki vera rudd. Þar er nú lítill
snjór og myndi eitt snjóruðnings-
tæki leika sér að þvi að opna
heiðina á 5—6 klukkutimum.
Siglfírðingar líta á það sem sann-
gimiskröfu að fá Lágheiðina opn-
aða, en hún hefur ekki verið rudd
í allan vetur þrátt fyrir loforð þar
um. Leiðin til Akureyrar er 70 km
styttri um Lágheiðina og munar það
okkur því 140 km í hverri ferð að
komast þar yfír. Enn meiru munar
að sjálfsögðu fyrir Ólafsfírðinga.
Vegurinn inn í Fljót er illfær
orðinn vegna lélegs viðhalds og
liggur við að maður þurfí beltabfl
til að komast þangað, þó ekki sé
snjókom á veginum. Þetta gæti
Vegagerðin auðveldlega lagað með
því að hefla veginn nú einu sinni.
— Matthías.
— segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neyt-
endasamtakanna um ferðaskrifstofudóminn
Gleðibankinn
í efsta sæti
GLEÐIBANKINN er nú kom-
inn í efsta sæti vinsældalista
rásar 2, en lagið var í þriðja
sæti í síðustu viku. Fjögur
fyrstu lögin skipta um sæti
eins og sjá má á listanum:
1. (3) Gleðibankinn
ICY
2. (4) Önnur sjónarmið
Edda Heiðrún Bachmann
3. (2) Little girl
Sandra
4. (l)La-líf
Smart Band
5. (7) Brother Louis
Modem Talking
6. (13) Fright Night
J. Geils Band
7. (5) Absolut Beginners
David Bowie
8. (6) Waiting for the moming
Bobbysocks
9. (28) Someone to somebody
Fergal Sharkey
10. (8) Move away
Culture Club
„ÉG FAGNA mjög þessari niðurstöðu og tel að hún geti komið öllum
almennum neytendum til góða. Dómurinn sýnir að neytendur geti náð
fram rétti sínum fyrir dómstólum ef þeir á annað borð sækja hann,“
sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, þegar
leitað var álits hans á dómi sem kveðinn var upp í bæjarþingi Reykja-
víkur, þar sem Ferðaskrifstofa ríkisins var dæmd til að endurgreiða
viðskiptavini hluta ferðakostnaðar vegna þess að ferðin hafi ekki
staðið undir auglýsingu um aðbúnað ogþjónustu.
Jóhannes sagði að þessi dómur ferðaskrifstofumar fari varlegar en
væri svipaður og niðurstaða kvört-
unamefndar Félags ferðaskrif-
stofueigenda og Neytendasam-
takanna, en Ferðaskrifstofa ríkisins
ætti ekki aðild að þeirri nefnd. Um
áhrif þessa dóms sagði Jóhannes:
„Hann hlýtur að verða til þess að
áður í fullyrðingar í auglýsingum
um gæði ferða sinna. Hann getur
einnig orðið á vissan hátt stefnu-
markandi hjá fleirum en ferðaskrif-
stofunum í þá veru að draga heldur
úr gífuryrðum í auglýsingum."
„Ég er einnig sannfærður um að
ferðaskrifstofumar muni í framtíð-
inni leysa betur þau vandamál sem
upp koma í samskiptum við við-
skiptavini. Það sýndi sig þegar að
kvörtunamefndin var sett á lagg-
imar dró mjög úr kvörtunum á
ferðaskrifstofumar en það bendir
til að þær hafí veitt óánægðum
viðskiptavinum betri úrlausn,"
sagði Jóhannes einnig.
Eldur í fjöl-
býlishúsi
ELDUR kom upp í fjölbýlishúsi
við Neðstaleiti um klukkan 15.00
á föstudag. Engan sakaði en ein
íbúð í húsinu skemmdist mikið
af sóti og reyk.
Þegar slökkvilið kom á vettvang
lagði mikinn reyk úr gluggum á
einni íbúðinni á efstu hæð hússins.
Eldur hafði komið upp í þvottaher-
bergi, líklega í þurrkara, sem þar
var, en greiðlega gekk að ráða
niðurlögum hans. Eldurinn hafði
ekki náð að komast í íbúðina sjálfa,
en hún var mikið skemmd af sóti
og reyk.
Hef beðið um skýring-
ar skipherra og áhafnar
- segir Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar um ásakanir Jóns Sveinssonar
„ÉG TEL að Jón Sveinsson sé
ekki beint að deila á mig per-
sónulega sem yfirmann Land-
helgisgæzlunnar, en hlýt þó að
taka til min ádeilu á starfsmenn
hennar. Hann er fremur að deUa
á ákveðna skipshöfn, sem hann
hefur siglt með. Hún er tUtölu-
lega lítiU hluti starfsmanna
Gæzlunnar og hann hefði átt að
skýra mér frá því hvað honum
fannst áður en hann kaus að
segja frá þessu í grein í Morgun-
blaðinu. Ég get ekki með góðu
móti skýrt hvað það er, sem fyrir
Jóni vakir með þessari grein, en
því miður virðist hann ekki hafa
haft þolinmæði til að sinna því
hlutverki, sem honum var ætlað,“
sagði Gunnar Bergsteinsson,
forstjóri Landhelgisgæzlunnar, í
samtali við Morgunblaðið.
í grein eftir Jón Sveinsson,
menntaðan sjóliðsforingja frá Nor-
egi og fyrrum starfsmann Land-
helgisgæzlunnar, sem birtist í
Morgunblaðinu 24. apríl síðastlið-
inn, er Gæzlan borin þungum sök-
um og sögð vanmáttug að sinna
verkefnum sínum af ýmsum sökum.
Vegna þessa var Gunnar Berg-
steinsson inntur álits á ummælum
Jóns. Hann sagði, að eins og Jón
Sveinsson hefði minnst á í byijun
greinar sinnar hefði hann gert sér
vonir um að njóta reynslu hans og
starfskrafta til þess að lagfæra
ýmislegt, sem betur mætti fara í
starfí Landhelgisgæzlunnar. Því
miður hefði þolinmæði Jóns ekki
reynzt meiri en svo, að hann yfirgaf
skip sitt fyrirvaralaust og hefði
hætt störfum hjá Landhelgisgæzl-
unni án þess að greina sér eða
öðrum frá ástæðum þess, fyrr en í
áðumefndri grein.
„Ég tel mér ekki fært að tjá mig
um ásakanir Jóns á hendur skips-
höfn þeirri, sem hann sigldi með
þijár ferðir, fyrr en ég hef fengið
í hendur skýringar skipherra og
áhafnar varðskipsins, sem ég hef
þegar beðið um,“ sagði Gunnar.
„Mér var ókunnugt um fullyrð-
ingar af því tagi að áfengisneyzla
tíðkaðist um borð í varðskipum úti
á sjó og það var eitt af því, sem ég
bjóst við að Jón myndi láta mig
vita af hefði hann orðið var við að
svo væri. Ég sé þetta ekki frá
honum fyrr en í greininni. Þessar
ásakanir eru á hendur starfsmönn-
um Landhelgisgæzlunnar og ég
verð auðvitað að fá skýringar þeirra
á þessu áður en ég get um það
rætt. Hann deilir á lög um Land-
helgisgæzluna og segir þau nánast
úrelt. Það kann að vera að einstakar
greinar laganna eigi ekki lengur
við og þurfí endurskoðunar við, en
ég held þó að þama sé sá starfs-
rammi, sem reynt hefur verið að
vinna eftir og ég held ennfremur
að hann nái yfír flest svið, sem
Gæzlunni hefur verið ætlað að
vinna. Ég tel að þessar ásakanir
séu til komnar, vegna þess hve vera
Jóns var stutt hjá okkur, hann hafí
ekki kynnzt starfseminni allri, sem
ætlunin var áður en hann hjálpaði
bokhlöðu kom saman á miðviku-
daginn tU að fagna frumvarpi
þvi til laga um þjóðarátak til
byggingar Þjóðarbókhlöðu, er
samþykkt var á Alþingi daginn
áður.
Nefndin sendi Sverri Hermanns-
syni menntamálaráðherra þakkir
fyrir forgöngu hans í þessu máli
til við úrbætur þess, sem hann teldi
ekki í lagi og aðrir gætu verið
sammála um að laga þyrfti. Því
miður reyndist tíminn of stuttur til
þess og mér þykir leitt að hann
skyldi alhæfa alla starfsemi Gæzl-
unnar í lq'ölfar þeirra áhrifa, sem
hann hefur orðið fyrir á tiltölulega
stuttum tíma.
Hann minnist reyndar á að ýmsir
hafí verið sammála honum, en mér
fínnst þetta leitt, vegna þess að ég
hafði bundið vonir við að fá þama
nýtt blóð inn til breytinga á skipu-
lagningu og starfsháttum. Hann
hefur greinilega skort þolinmæði til
að kynna sér málin, en var alls
ókunnugur störfum landhelgis-
gæzlu hér og annars staðar," sagði
Gunnar Bergsteinsson.
og Alþingi brautargengið.
Hönnuðir bókhlöðunnar hafa að
undanfömu haft uppi viðbúnað
vegna næstu áfanga, en stefnt er
síðan að fullnaðarhönnun hennar.
Unnið hefur verið inni í bók-
hlöðunni í vetur að múrverki og
undirbúningi einangrunar og hita-
lagnar og býr sú vinna í haginn
fyrir frekari framkvæmdir.
Þj óðarbókhlaðan:
Byggingarnefnd sendi ráð-
herra og Alþingi þakkir
BYGGINGARNEFND Þjóðar-