Morgunblaðið - 26.04.1986, Side 7
7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986
Morgunblaðs-
skeifurnar
af hentar á
bændaskólunum
Keppnin um Morgunblaðs-
skeifuna var haldin á bænda-
skólunum á Hólum og
Hvanneyri síðasta vetrardag
og sumardaginn fyrsta. Sig-
urvegan á Hólum varð Anton
Páll Níelsson, sem keppti á
rauðskjóttri hryssu, Gull-
Skjónu frá Syðra-Skörðugili,
en auk þess hlaut hann ásetu-
verðlaun Félags tamninga-
manna. Á Hvanneyri sigraði
Vignir Sigurðsson á Darra
frá Rangá. Ásetuverðlaun
þar hlaut Haraldur Sigvalda-
son.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson.
80 km
hámarks-
hraði allt
árið
— á ákveðnum vegarköflum
sem áður gilti á sumrin
ÁKVEÐIÐ hefur verið að 80 km
hámarkshraði, sem gilt hefur á
ákveðnum vegarköflum á sumr-
in, skuli gilda allt árið, að þvi
er fram kemur i auglýsingu frá
dómsmálaráðuneytinu frá 14.
apríl sl.
Ákvæði þessi gilda um 80 km
hámarkshraða ökutækja allt árið á
ákveðnum köflum á Suðurlands-
vegi, Vesturlandsvegi, Reykjanes-
braut og Grindavíkurvegi, sem áður
giltu aðeins á tímabilinu frá 1.
maí til 30. september og felur jafn-
framt í sér þær breytingar að á
Suðurlandsvegi er nú miðað við frá
vegamótunum við Amamesveg og
á Vesturlandsvegi frá vegamótun-
um við Stuðlaháls í Reykjavík.
Hnífsstungan:
Maðurinn úr-
skurðaður í
gæslu og
geðrannsókn
MAÐUR, sem stakk sambýlis-
konu sína með hnifi aðfaranótt
miðvikudagsins síðastliðins, hef-
ur verið úrskurðaður i gæslu-
varðhald að kröfu Rannsóknar-
lögreglu rikisins. Jafnframt var
gerð krafa um að maðurinn yrði
látinn sæta geðrannsókn.
Missætti kom upp á heimili
mannsins og sambýliskonu hans í
Reykjavík umrædda nótt sem lauk
með því að hann veitti henni áverka
með hnífi. Konan hlaut minniháttar
meiðsli og var leyft að fara heim
er gert hafði verið að sárum hennar.
Máíið er nú til meðferðar hjá RLR.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Ný sending loksins komin
1986
Í83.S00
SS rvðvörn
Opið laugardag og sunnudag
frákl. 10—16
VERÐSKRA:
Lada 1200 ................................................. Kr.
Lada 1300 skutbíll 4ra gíra .................................. “
Lada 1500 skutbíll 4ra gíra .................................. “
Lada 1500 skutbíll 5 gíra .................................... “
Lada Safir ................................................... “
Lada Lux Canada .............................................. “
Landa Sport 5 gíra .......................................... “
Ofangreind verð með fyrirvara
159.400,00
183.500,00
196.200,00
209.200,00
177.300,00
197.900,00
329.200,00
Mikið úrval
af notuðum bílum
til sýnis
og sölu
Ryðvörn inifalin íverði
Afhendingartími 2—4 vikur
< BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
'iíj SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236