Morgunblaðið - 26.04.1986, Síða 9
MORtíUNBLAÐIÐ, LAUGARDAtíUR 26. APRÍL 1986
9
Framhaldsaðalfimdur
Sambands fiskvinnslustöðva verður haldinn
mánudaginn 28. apríl nk. kl. 15.00 á Garðastræti
41.
Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar mun
mæta á fundinn og fjalla m.a. um afkomu fisk-
vinnslu og útflutning á ferskum fiski.
Samband
fiskvinnslustöðva.
SKIPSTJORAR
OG SKIPII
Skipstjórar og skip II er afmælisrit Skipstjórafélags íslands 1986. Bókin
er aukin og endurbætt útgáfa af Skipstjórum og skipum sem kom út 1971
og er þar um nær heimlngs aukningu að ræða.
Rakin er saga Skipstjórafélags islands i hálfa öld, sagt frá islandssiglingum
frá i fornöld til vorra daga, æviágrip 250 skipstjóra eru i bókinni og tækni-
legar upplýsingar um 280 verslunar- og varðskip ásamt sögu þeirra.
Myndir eru af öllum skipstjórunum og flestum skipanna. Myndasyrpa er
aftast í bókinni með tugum mynda af skipum og höfnum á ýmsum tímum.
Alls er á sjöunda hundraö mynda í bókinni.
Ritstjórinn, Jóhanes Ingólfsson, hefur verið skipstjóri og hafnsögumaður
við Reykjavikurhöfn um árabil og er því þaulkunnugur þeim skipstjórum
og skipum sem hann fjallar um.
Hér er um góðan feng að ræða fyrir þá sem áhuga hafa á verslunar- og
varðskipum og skipstjórum þeirra.
Bókin, sem kostar 3000 krónur, fæst aðeins á skrifstofu
Skipstjórafélags íslands að Borgartúni 18 í Reykjavík. Sími
29933. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 13.00 til 16.00.
FLUGLEIDIR
Selur og bjór á Alþingi
Alþingi var slitið á miðvikudag og þá voru að venju miklar annir
í þinghúsinu við Austurvöll. Mörg stór mál voru til umræðu og
afgreiðslu í báðum þingdeildum, s.s. húsnæðisfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar, Seðlabankafrumvarpið og frumvarp um málefni
Arnarflugs. Tvö minni mál vöktu þó líklega meiri athygli: selveiði-
frumvarp sjávarútvegsráðherra, sem var stöðvað í efri deild,
og þingmannafrumvarp um áfengan bjór, sem öllum að óvörum
var fellt í sömu deild. í Staksteinum í dag er fjallað um þessi
tvö mál.
Þóf um sel
Sclveiðifrumvarp sjáv-
arútvegsráðherra dagaði
í þriðja sinn uppi á Al-
þingi skönunu fyrir þing-
iausnir á miðvikudag.
Nokkrir þingmenn i efri
deild höfðu uppi málþóf
eða hótuðu málþófi til að
stöðva framgang máls-
ins. Þegar reynt var að
fá tafarlausa atkvæða-
greiðslu um frumvarpið,
eins og heimilt er að óska
eftir samkvæmt 43. grein
þingskapa, voru ekki
nægilega margir þing-
deildarmenn þvi hlynntir
og tillaga þar að lútandi
náði ekki fram að ganga.
Afdrif selveiðifrum-
varpsins á Alþingi vekja
upp ýmsar spumingar
um vinnubrögð á þing-
inu. Það var ljóst, að
meirihluti þingmanna í
báðiun deildum var sam-
þykkur frumvarpinu,
enda hefur það sem fyrr
segir tvisvar sinnum áð-
ur verið lagt fram og
þingmenn eru vel kunn-
ugir efnisatriðum þess.
Mikill meirihluti efri
deildarmanna (þó ekki
tilskilinn / hluti) vildi
líka ganga til atkvæða
um málið á miðvikudag
og afgreiða það sem lög.
Á hinn bóginn er á það
að lita, að frumvarpið
kom að þessu sinni ekki
fram fyrr en um páska
og ríkisstjórnin — og þá
einkum sjávarútvegsráð-
herra — getur sjálfum
sér um afdrif þess kennt.
Hvers vegna i ósköpun-
um var það ekki lagt
fram miklu fyrr, ef það
var svona mikilvægt að
fá það samþykkt? Málþóf
er ekki skemmtileg eða
sérlega rismikil aðferð
til að sýna andstöðu við
eitthvert málefni, en
getur stundum verið
réttlætanleg. Það eru
hins vegar takmörk fyrir
þvi hversu lengi unnt er
halda uppi málþófi og
hefði t.a.m. selveiðifrum-
varpið komið nokkrum
vikum fyrr fram, væri
það án nokkurs vafa
orðið að lögum núna.
Skiljanlegt er, að sjávar-
útvegsráðherra hugsi
málþófsmönnum í efri
deild þegjandi þörfina,
þvi selveiðifrumvarpið
var honum mikið kapps-
mál, en i rauninni getur
hann ekki sakast við
neinn nema sjálfan sig.
Bjórinn felld-
ur
Frumvarp Stefáns
Benediktssonar og
Bjöms Dagbjartssonar
um að leyfa bruggun og
sölu á áfengum bjór og
um þj óðaratk væða-
greiðslu tíl að staðfesta
jiaö náði ekki fram að
ganga. Það var ljóst fyrir
nokkrum dögum, að það
yrði ekki afgreitt á Jæssu
þingi, en engu að siður
fylgdust menn spenntír
með atkvæðagreiðslu um
það í efri deild á miðviku-
daginn. Eins og fram
hefur komið hér i blaðinu
var frumvarpið fellt með
10 atkvæðum gegn 9 að
viðhöfðu nafnakalli, en
flestir höfðu liklega átt
von á þvi að það yrði
samþykkt.
Segja má, að það hafi
verið afstaða Sigriðar
Dúnu Kristmundsdóttur,
þingmanns Kvennalist-
ans, og Sturlu Böðvars-
sonar, varaþingmanns
Sjálfstæðisflokksins, sem
réð úrslitum. Þau
greiddu bæði atkvæði
gegn frumvarpinu. Sig-
ríður Dúna var ekki við-
stödd atkvæðagreiðslu
um bjórfrumvarpið á síð-
asta þingi og varamaður
hennar sat þá hjá. Menn
áttu von á þvi, að hið
sama myndi hún gera.
Valdimar Indriðason,
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Vesturlands-
kjördæmi, greiddi at-
kvæði með bjómum á sið-
asta þingi og menn virð-
ast hafa átt von á því,
að varamaður hans væri
sama sinnis. Svo reyndist
ekki og dagar bjórfrum-
varpsins vom taldir.
Þegar Sigriður Dúna
Kristmundsdóttir gerði
grein fyrir atkvæði sinu
lýstí hún sérstakri and-
stöðu við hugmyndina
um þjóðaratkvæði um
bjórinn. Taldi hún að allt
eins mættí þá bera hin
stóm mál þingsins undir
dóm kjósenda. Auðvitað
er hér um mikið álitamál
að ræða, en Morgun-
blaðið hefur haldið þeirri
skoðun fram, að þjóðin
sjálf eigi að skera úr um
í þessu máli. Fyrir þvi em
tvenn rök einkum. Ann-
ars vegar er hefð fyrir
almennum atkvæða-
greiðslum um áfengismál
hér á landi, þótt að vísu
hafi ekki verið gengið til
atkvæða áður um ein-
stakar áfengistegundir.
Hins vegar hefur Alþingi
af einhveijum ástæðum
ekki treyst sér til að taka
afstöðu til málsins efnis-
lega og ein ástæðan fyrir
þvi að bjórfrumvarpið
var fellt í efri deild var
einmitt sú, að þingmenn
töldu að atkvæðagreiðsl-
an breyttí engu um það
hvort hér á landi væri
leyfð bmggun og sala
áfengs öls. Egill Jónsson,
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, sat t.d. lijá við
atkvæðagreiðsluna og
gerði þá grein fyrir af-
stöðu sinni, að i rauninni
væri ekki verið að af-
greiða málið þinglega
heldur aðeins kanna
skoðanir einstakra þing-
manna. Ef Alþingi treyst-
ir sér ekki til að skera úr
um mál, sem almenning-
ur hefur mikinn áhuga á,
virðist þjóðaratkvæði
réttlát úrlausnarleið.
meginþorra
þjóóarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er22480
3B$g0tttt|rI&frffr
TSíltamatka?utLnrL
^■luttisgötu 12-18
M. Bens2501980.
Rauður 6 cyl. beinskiptur, rafm.
rúður ofl. Fallegur bíll. Verö 550 þ.
Toyota Corolla liftback
1984
Drappsans. Góöur bill. Ekinn 42
þ.km. Verð 350 þús.
Mitsubishi Cordia 1983
Hvitur. Ekinn 40 þ.km. Sjálfskiptur
m/overdrive. Verð 320 þús.
Toyota Tercel 1984
Grásans. 5 gira, 5 dyra.
Skemmtilegur bíll. V. 320 þ.
Höfum kaupendur að:
Escort '83-'86, Corolla '83-'86,
Honda Accord '83-86, Honda
Civic '83-'86, Golf '84-'86,
Saab '83-86, Charade '83-86
og nýlegum jap. jeppum.
Mazda 626 (2000)
1985
5 dyra. Ekinn 8 þ.km. V. 430 þ.
Citroén Reflex 1982
Gullfallegur bíll. V. 365 þ.
BMW 520 i 1982
Sjálfskiptur m/öllu. Ekinn 45
þ. km. V. 485 þ.
Nissan Cherry 1,5
1985
Sjálfsk. Ekinn 14 þ. km. V. 335
Þ-
Peugeot 305 GR stat-
ion 1982
Ekinn 67 þ. km. V. 245 þ.
Subaru Hatcback
1983
Grásans. Ekinn 34 þ. km. V.
340 þ.
GalantGLX 2000 1982
Hvitur. 5 dyra. V. 270 þ.
BMW 320Í1983
Drappl. Ekinn. 35 þ.km.
V. 560 þ.
Landcruiser XL1985
Grár/brúnn, aflstýri, rafm. rúð-
ur ofl. Ekinn aðeins 14 þ. km.
Algjör gullmoli. Verö 780 þ.