Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986
Fj ölskyldutónleikar
Tónlist
Egill Friðleifsson
Háskólabíó 24.4. '86.
Efnisskrá: Verk eftir Rossini,
Katsjatúrjan, Dukas og Pro-
kofief.
Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit
íslands
Stjóraand: Páll P. Pálsson.
Sögumaður og kynnir: Þór-
hallur Sigurðsson.
Sinfóníuhljómsveit íslands efndi
til Ijölskyldutónleika í Háskólabíói
á sumardaginn fyrsta. Það þarf
varla að tíunda hér hversu mikil-
vægur þessi þáttur er eða ætti
að vera í starfí hljómsveitarinnar.
Að gefa ungviðinu tækifæri til að
alast upp við tónleikaferðir með
foreldrum sínum, hlustandi á verk
við hæfí með stuttum skýringum,
er sjálfsagður hlutur fyrst haldið
er úti sinfóníuhljómsveit á annað
borð.
Tónleikamir voru vel sóttir og
þar mátti sjá mörg áhugasöm ung
andlist, sem fylgdust af athygli
með því, sem fram fór á sviðinu,
enda efnisskráin vel valin og
spennandi.
Það er full ástæða til að benda
foreldrum og öðrum forráða-
mönnum bama og unglinga á
þennan þátt í starfí hljómsveitar-
innar. Þegar ungverska tónskáld-
ið Kodály var eitt sinn að því
spurður hvenær hefja ætti tónlist-
aruppeldi svaraði hann: „Níu
mánuðum fyrir fæðingu." E.t.v.
fínnst einhverjum hér nokkuð
sterkt til orða tekið, en hitt er víst
að gildi fagurlista er áreiðanlega
vanmetið hjá stórum hópi fólks,
ekki síst nú á þessum síðustu og
verstu tímum fjölmiðlafársins, þar
sem ömurleg flatneskja iðnaðar-
poppsins flæðir yfír allt og engu
eirir, þar sem hvergi örlar á fram-
sækinni hugsun eða listrænum
tilþrifum, þar sem markaðshyggja
og gróðasjónarmið ein ráða ríkj-
um. Er þá ekki verið að fást um
hve slík lágkúruleg síbylgja hefur
sljóvgandi áhrif á ungviðið. Það
ætti að vera hveiju hugsandi
foreldri kappsmál að gefa bami
sínu kost á listkennslu og fagur-
uppeldi, þar með töldu tónlistar-
uppeldi. Faguruppeldi byggir á
reynslu af listrænum fyrirbærum,
þar sem m.a. tónleikaferðir er
mikilvægur þáttur, sem stuðlar
að þroska bamsins og gerir það
færar um að njóta tónlistar af
skilningi og tilfínningu og að
hlusta á tónlist á meðvitaðan og
gagnrýninn hátt.
Sem fyrr segir var efnisskráin
ágæt. Tónieikamir hófust á for-
leiknum „Þjófótti skjórinn" eftir
Rossini. Þá komu tveir þættir úr
„Gajaneh-ballettinum" eftir Kat-
sjatúijan. Síðan var skotið inn
„Remmington-laginu" hans Lee
Roy Anderson, og síðast fyrir hlé
var hið myndríka verk Dukas
„Lærisveinn galdrameistarans".
Eftir hlé hljómaði svo hið sígilda
meistaraverk Prokofíefs „Pétur
og úlfurinn" unga fólkinu til
mikillar ánægju. Hljómsveitin lék
hressilega og vel undir öruggri
stjóm Páls P. Pálssonar. Sögu-
maður og kynnir var Þórhalldur
Sigurðsson og gerði hlutverki sínu
góð skil. Hinir ungu tónleikagestir
létu óspart ánægju sína í ljós og
fóm glaðir og reynslunni ríkari
heim.
Morgunblaðið/Jóhannes Long
Eldri félagar í Karlakór Reykjavíkur, en þeir komu fram á 60 ára
af mælistónleikum kórsins fyrir skömmu.
Karlakór Reykjavíkur:
Eldri félagar í
söngbræðraheimsókn
til Stefnis
ELDRI félagar í Karlakór
Reykjavíkur fara í söngbræðra-
heimsókn til karlakórsins Stefnis
í Mosfellssveit á lokasöng-
skemmtun þeirra f Hlégarði
sunnudaginn 27. aprfl klukkan
20.30.
í lok söngskrár taka kóramir
lagið saman. Stefnir hefur í röðum
sínum nokkra söngmenn, sem hafa
verið virkir félagar í Karlakór
Reykjavíkur, t.d. báða einsöngvara
kórsins núna. Ennfremur Sigurð
Ólafsson, sem var einn helsti söngv-
ari Stefnis og er meðal eldri félaga
Karlakórs Reykjavíkur.
(Fréttatilkynning)
SjMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VA10IMARS
L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDl
Sýnishorn úr söluskrá:
Einbýlishús í Ártúnsholti
í byggingu eln hæð 165 fm auk bílsk. 31,5 fm. Fokhelt á næstu vikum.
Teikningar á skrifstofu.
Ennfremur góð einbýlish. við: Efstasund — Brúnastekk — Akrasel —
Dynskóga — Heiðargerði — Þingasel — Heiðarbæ — Reynihvamm —
Markarflöt — Vesturbraut. Teikningar á skrifst.
Góð 3ja herb. íbúð við Dvergabakka
Á 2. hæð 80,1 fm nettó. Tvennar svalir. Útsýni. Skipti æskileg á 4ra-5
herb. íb. helst í nágrenninu.
Ennfremur góðar 3ja herb. íb. við: Furugrund — Njálsgötu — Hraun-
teig — Æsufell — Álfhólsveg — Hrfsateig — Ránargötu — Hrafnhóla.
Verðfrá 1,5 millj.
4ra herb. góð íbúð við Álfheima
Á 4. hæð 96 fm nettó. Vel um gengin. Suðursvalir. Ágæt endurnýjuð
sameign.
Ennfremur góðar 4ra herb. íb. við: Hverfisgötu — Hraunteig — Holta-
gerði — Háaleitisbraut — Hvassaleiti — Dvergabakka. Vinsamlegast
kynniö ykkur söluskrána.
í Holta- eða Tangahverfi i Mos.
Traustur kaupandi óskar eftir rúmgóðu raðh., helst meö bilsk. Losun
1. júní til 1. sept. nk. Góðar greiðslur.
Hlíðar — Vesturborgin — Nágrenni
Góö 3ja-4ra herb. ib. óskast til kaups fyrir fjársterkan kaupanda.
Helst í Smáíbúðahverfi
Einbýlish. óskast til kaups með bilsk. Skipti möguleg á góðri sérh. í
Heimunum.
Opið í dag laugardag kl. 10-12
og 1-5 síðdegis.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Opið ídag kl. 1-4
Dalsel — raðhús — fullgert
Hléskógar — einbýiishús
Esjugrund — fokhelt raðhús
Daisel — raðhús — fullgert
Kelduhvammur — sérhæð
Stór 5 herb. íbúð. Allt sór. Bílskúrsréttur.
Furugrund — 3ja herb. + herb. í kjallara
Góð 3ja herb. íbúð + aukaherb. í kjallara.
Bjargarstígur — hæð — laus
Mjög snyrtileg 3ja herb. íbúð.
Álfaskeið — 2ja herb. — bflskúr
2ja herb. íbúð í góðu standi.
Fasteignaeigendur athugið!
Höfum kaupendur að einbýlishúsum, raðhúsum, sérhæðum og
öðrum gerðum íbúða. Ennfremur kaupanda að stóru iðnaðar-
og verslunarhúsnæði.
Einar Sigurðsson hrl. 16767
Laugavegi 66, sfmi
10 ára afmæli Garðabæjar
haldið hátíðlegt í dag
I. JANÚAR sl. voru liðin 10 ár
frá þvf Garðabær hlaut kaup-
staðarréttíndi, segir S fréttatíl-
kynningu frá bæjarstjóra Garða-
bæjar. Hátíðaraefnd bæjar-
stjórnar hefur nú kynnt sérstaka
hátíðardagskrá dagana 26. apríl
til 4. maí t tilefni þessara tíma-
móta.
verður Búnaðarbankinn með skák-
mót þann dag.
Sérstakt hátíðarmerki hefur ver-
ið teiknað af Sverri Sv. Sigurðar-
syni, 18 ára starfsmanni Félagsmið-
stöðvarinnar Garðalundi.
Dagskrá hátíðarhaldanna hefur
verið dreift í öll hús í Garðabæ.
Eru allir Garðbæingar hvattir til
að taka þátt í hátíðarhöldunum og
kynnast þannig bænum og fbúum
hans betur. I hátíðamefnd eiga
sæti: Guðjón E. Friðriksson, Ragna
Lára Ragnarsdóttir, Sverrir Hall-
grímsson, Kristján Jóhannesson og
Hallgrímur Sæmundsson.
Hátíðarhöldin heíjast með fána-
hyllingu við Sveinatungu laugar-
daginn 26. apríl kl. 10.00 en lýkur
með kaffísamsæti kl. 15.00 fyrir
alla bæjarbúa í Garðalundi í boði
bæjarstjómar.
Alla vikuna verður opin sérstök
myndlistarsýning, þar sem lista-
menn úr Garðabæ sýna verk sín. í
Kirkjuhvoli sína beir Pétur Friðrik
og Gísli Sigurðsson en í Gallerí
Lækjarfít, Lækjarfít 7, sýna þau
Edda Jónsdóttir, Jón Óskar og
Ragnheiður Jónsdóttir. Sýningam-
ar eru opnar alla daga vikunnar
frákl. 13.00-21.00.
Hápunktur hátíðarhaldanna er
úrslitaleikur bikarkeppninnar mið-
vikudaginn 30. apríl kl. 20.00 í
Laugardalshöll, en þar leikur 1.
deildarliðið úr Garðabæ, Stjaman,
við íslandsmeistara Víkings úr
Reykjavík.
Ýmislegt annað verður á dagskrá
og má þar nefna bæjarskokk Iðnað-
arbankans sunnudaginn 27. apríl,
Hverfakeppni í innanhússfótbolta
fimmtudaginn 1. maí og verslunar-
hátíð í miðbæ þar sem verslanir
kynna vörur sínar og þjónustu. Þá
Tónlistarskóli
Njarðvíkur 10 ára
SUNNUDAGINN 27. apríl munu
kennarar Tónlistarskóla Njarð-
víkur ásamt aðstoðarmönnum úr
Sinfónfuhljómsveit íslands og ís-
lenzku hljómsveitinni halda tón-
leika í Ytri-Njarðvíkurkirkju
klukkan 15 i tilefni af 10 ára
afmæU skólans.
Flutt verða kammerverk eftir
Johann Strauss og Gustav Mahler
o
INNLENT
Barnastarfi Dómkirkjunnar
lýkur með messu á morgxtn
og einleiksverk eftir Georg P. Tele-
mann, Camille Saint-Saens og
Manuel M. Ponce. Aðgangseyrir er
200 kr. og rennur hann óskiptur
til hljómplötusafns skólans.
BARNASTARF Dómkirkjunnar
hefur í vetur farið fram í Dóm-
kirkjunni. Samkomurnar hafa
veríð á laugardagsmorgnum og
hefur þar veríð starfræktur
kirkjuskóli undir stjóra sr. Agn-
esar M. Sigurðardóttur, en hún
hefur einnig notið aðstoðar eig-
inmanns sins, Hannesar Baldurs-
sonar, sem hefur leikið á orgel
og stjórnað söng. Einnig hafa
ýmsir aðilar úr söfnuðinum og
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj-
unnar veitt ómetanlega aðstoð.
Nú er bamastarfinu að ljúka að
þessu sinni, og verður kirkjuskólan-
um slitið við bamaguðsþjónustu í
Dómkirkjunni á morgun kl. 14.00.
Þar munu böm sýna helgileik og
einnig munu þau syngja nokkra
söngva, sem þau hafa lært. Sr.
Agnes talar við bömin og dóm-
kirkjuprestamir þjóna fyrir altari.
Þess er vænst, að bömin fjöl-
menni ásamt foreldrum sínum og
öðmm ættingjum og vinum í mess-
una á morgun. Allir em hjartanlega
velkomnir, eldri sem jmgri.
(Frá Dómkirkjunni)
Steinunn Þorvarðardóttir
Burtfararpróf s-
tónleikar
í píanóleik
TÓNLISTARSKÓLINN f Reykja-
vik heldur burtfararprófstón-
leika sunnudaginn 27. aprU kl.
17.00 í sal skólans í Skipholtí 33.
Steinunn Þorvarðardóttir leikur
á píanó verk eftir J.S. Bach, Beet-
hoven, Chopin, Liszt og Prokofieff.
Aðgangur ókeypis og öllum heimill.