Morgunblaðið - 26.04.1986, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986
11
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Þjóðleikhúsið:
í DEIGLUNNI
eftir Arthur Miller.
Þýðing: Jakob Benediktsson.
Lýsing-; Ásmundur Karlsson.
Leikmynd og búningar:
Baltasar.
Leikstjóri:
Gísli Alfreðsson.
Magnaðar galdraofsóknir í Salem
árið 1692 urðu kveikja Arthurs
Miller að leikritinu í deiglunni sem
frumsýnt var í New York 1953.
Menn hafa einblínt á að verkið
fjalli fyrst og fremst um ofsóknar-
æði það gegn frjálslyndum lista-
mönnum og menntamönnum í
Bandaríkjunum sem kennt er við
öldungadeildarþingmanninn Joseph
McCharty. Svo er þó ekki. í bók
Matthíasar Johannessen, Hugleið-
ingar og viðtöl (1963), er birt viðtal
við Miller frá 7. október 1954. Þar
lýsir leikrítaskáldið því yfir að
bandarískir kommúnistar hafí ekki
verið nógu ánægðir með Sölumaður
deyr vegna þess að í því verki koma
fram hamingjusamir auðvalds-
sinnar. Miller kemst meðal annars
svo að orði:
„En eftir að síðasta leikrit mitt,
The Crucible (Deigian), hafði verið
sýnt, föðmuðu kommúnistar mig
að sér, eins og þeir ættu í mér
hvert bein. Þeir vissu, að í þessu
leikriti er sneitt að McCarthy-
ismanum, en gættu þess ekki, að í
því er ráðizt gegn öllum öfgastefn-
um, svo að leikritið er einnig hróp-
andi mótmæli gegn því sem gerzt
hefur og gerist I Rússlandi og
annars staðar, þar sem kommúnist-
ar hafa varpað andstæðingum sín-
um á „galdrabálin".
Miller skýrir frá því í þessu við-
tali Matthíasar að hann hafí byijað
að hugsa um efni í deiglunni árið
1938 og af því megi ráða að leikrit-
ið sé ekki fyrst og fremst skrifað
gegn „McCarthyisma, eins og
margir halda, því að hann var ekki
til þá, heldur öllum öfgastefnum,
sem reyna að ná fótfestu með
rannsóknardómstólum og allsheij-
arógnaröld“.
Fyrir íslenskan áhorfanda sem
fer í Þjóðleikhúsið til að sjá í deigl-
unni undir leikstjóm Gísla Alfreðs-
sonar er vissulega rétt að hafa þetta
í huga. Hið dramatíska verk Art-
hurs Miller höfðar enn til okkar og
minnir á margt úr samtfma okkar
f vestri og austri. Það á að sönnu
það erindi við okkur að sína reisn
manns sem lætur ekki bugast
gagnvart valdinu, þorir að gangast
við helgustu sannfæringu sinni og
rísa upp. En það er ekki síður verk
sem Ieitar skýringa á hinu mann-
lega, birtir þau átök sem jafnan
fara fram milli kynjanna. Bóndinn
John Proctor á eftir að reyna hve
örlagarík áhrif það hefur að eiga
ástarævintýri með stúlkunni Abiga-
el Williams, systurdóttur séra
Samuels Parris, prests í Salem.
Þegar hann vill ekki hitta hana
lengur fer allur djöfuldómurinn af
stað og ólíklegasta fólk kýs að
ganga með djöflinum.
Nokkrar stúlkur með Abigael í
fararbroddi he§a dans og særingar
úti f skógi og iðja þeirra verður til
að trylla eina þeirra, dóttur fyrr-
nefnds prests. Það lfður yfír hana
í hita leiksins og þegar leikritið
hefst er ekki annað að sjá en hún
sé dauðvona. Séra John Hale, prest-
ur í Beverley, er kallaður til hjálpar.
Ofstæki hans er svo heilagt að það
nægir til að gera marga íbúa Sal-
ems tortryggilega, jafnvel hina
kirkjuræknustu.
Og nú má alls staðar sjá fíngraför
Satans og ískaldur vindur Guðs
næðir um sviðið og kallar vesæla
fyrirdóm.
í deiglunni er_ vel skrifað leikrit
í raunsæisstíl. í því eru nokkur
verulega sterk atriði, ekki síst þegar
raunsæið líkt og fellur í skugga
innblásins expressjónisma, saman-
ber atriðin þegar stúlkumar gera
sér upp að þær séu haldnar illum
öndum. Miller heldur yfírleitt mjög
vel f þræði klassískrar leikritunar
með félagslegum undirtónum.
Lykilþáttur leikrítsins er annar
þáttur sem gerist heima hjá þeim
Proctorshjónum. Þar er áhorfand-
inn leiddur í allan sannleika um það
sem þyngst vegur í verkinu, en það
er ágreiningur milli fyrmefndra
hjóna, vandi þeirra beggja gagnvart
hinni klóku og fláráðu stúlku, Ab-
igael Williams.
Gísla Alfreðssyni hefur tekist að
gera heilsteypta sýningu úr í deigl-
unni. Hann leggur aðaláherslu á
klassfskt gildi verksins. Hann fellur
aldrei í þá freistingu að koma með
einfaldar lausnir og þakka ber
honumfyrirþað.
Um leikarana og túlkun þeirra
væri við hæfí að skrifa langt mál.
En eins og svo oft áður verður
dvalist við það sem eftirminnilegast
verður að teljast.
Samleikur þeirra Hákonar
Waage og Eddu Þórarinsdóttur f
hlutverkum hjónanna Johns og
Elizabeth Proctor er með miklum
ágætum. Hákon Waage nær góðum
tökum á John Proctor þótt að ein-
stöku túlkunaratriðum mætti finna.
Ég hef sjaldan séð Hákon ná betri
árangri og hann sannaði að hann
nýtur sín einkar vel í Miller-leikrit-
um.
Edda Þórarinsdóttir lék Eliza-
beth Proctor óaðfínnanlega. Leikur
hennar var í alla staði markviss.
Það er nú einu sinni svo að þjálf-
aðir leikarar skila sínum hlutverk-
um að vonum. Þetta myndi gilda
um leik Gunnars Eyjólfssonar, Rúr-
iks Haraldssonar, Helgu Bach-
mann, Guðrúnar S. Gísladóttur,
Baldvins Halldórssonar, Herdísar
Þorvaldsdóttur, Vals Gíslasonar,
Péturs Einarssonar og Erlings
Gíslasonar. En ætti maður að benda
á landvinninga slfkra leikara vildi
ég sérstaklega nefna sannfærandi
leik Sigurðar Skúlasonar í hlutverki
séra Johns Hale. Af minni hlutverk-
um vöktu athygli túlkun Steinunnar
Jóhannesdóttir og Jóns S. Gunnars-
sonar.
Elfa Gísladóttir lék hina ægilegu
Abigael Williams og kunni vel skil
á þvf samblandi af sakleysi og illsku
sem þessi persóna vitnar um. Af
vissum sjónarhóli er þetta hiutverk
aðalhlutverk í deiglunni.
Þýðing Jakobs Benediktssonar
er vel gerð og vönduð.
Baltasar hefur ekki valið þann
kost að gera einfalda leikmynd eins
og lengi hefur verið í tísku. Leik-
mynd hans er jafnvel þunglamaleg,
en vel við hæfí og að mínum dómi
gott verk. Sama má segja um lýs-
ingu Ásmundar Karlssonar sem
hefði þó betur getað sýnt nöturleik
birtunnar að morgni aftökudags.
Gífurlega góðar undirtektir leik-
húsgesta á frumsýningarkvöldi I
deilgunni sönnuðu að fólk kann vel
að meta sambland það af sögu og
dramatík sem menn eins og Arthur
Miller keppa að.
Minningar-
gjöftilHall-
grímskirkju
Sfðasta vetrardag bárust Hall-
grímskirkju í Reykjavík að gjöf kr.
60.000.00, sem er minningargjöf
um hjónin Guðmund Vigfússon frá
Hallskoti í Fljótshlíð og trésmið í
Reykjavík, en hann fæddist 10.
ágúst 1876 og dó 15. mars 1958,
og Halldóru Gunnarsdóttur frá
Strönd á Eyrarbakka, fædd 15.
janúar 1893, en hún lést 1. apríl
sl. Bjuggu þau lengst af á Lauga-
vegi 42 og báru hag Hallgríms-
kirkju mjög fyrir bijósti alla tíð.
Blessuð sé minning þeirra.
Karl Sigurbjörnsson
□5TER
SNITTOLÍA
FYRIR SNITTVÉLAR
OG ALLA AÐRA SNITT-
G.J. Fossberg
vélaverzlun hf.
Skúlagötu 63
Símar 18560-13027
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
NÝJAR LE3ÐIR TIL FJÁRFESTDMGA:
býður trygg skuldabréf með mjög góðri ávöxtun
T
Skuldabróf Veðdeildar Iðnaðarbankans.
Bréfin eru til 5 ára með jöfnum árlegum afborgun-
um. Söluverð brófanna gefa kaupendum þeirra
10% ávöxtun umfram verðbólgu.
ÍlJ Skuldabréf GUtnis hf.
Bréfin eru verðtryggð til 3’/2 árs með 3 jöfnum
afborgunum, fyrsta sinn 15. ágúst 1987. Söluverð
bréfanna gefa kaupendum þeirra 10.98% ávöxtun
umf ram verðbólgu.
Ymis önnur trygg skuldabréf.
Bréfin eru til sölu hjá lánasviði Iðnaðarbankans, Lækjargötu 12,4 hæð. Einnig er tekið við pöntunum í sima.
Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 20580.
®
Iðnaðarbankinn
-nittinM bmki