Morgunblaðið - 26.04.1986, Side 27
MORGUNBLAfilÐ, LAtíGARDAGUR 26. ÁPRÍL'1986
27
Khadafy óvinsæll
meðal Túnisbúa
Hammamat, Túnis. Frá Jóhönnu Krist jónsdóttur bladamanni Morgunblaðsins.
KHADAFY er æsingaseggur og það er óhugsandi að við getum stutt
hann. Sennilega hafa viðbrögð margra í Túnis verið þau að hann
ætti ekki betra skilið en að Bandaríkjamenn gerðu árás á Líbýu.
Þetta er þó ekki haft í hámælum af augljósum ástæðum.
Þetta eru mjög algeng svör fólks hér þegar spurt er um afstöðu
þess til þeirra atburða sem gerðust við bæjardyr Túnis á dögunum.
Margir hafa einnig sagt að það sé fullkomin vitleysa og út í hött að
skapsmunir og duttlungar eins manns, þ.e. Khadafys, eigi að ráða
þvi hvort stríð eða friður verði við Miðjarðarhaf.
Töluverðrar spennu gætir hér enn málasamband hafi ekki verið rofið
þótt heldur hafi dregið úr henni allra
síðustu daga. Landamæri Túnis og
Líbýu eru harðlokuð og flóttamenn
frá Trípolí, sem sagt var að hefðu
lagt af stað að landamærunum við
Túnis, urðu að snúa frá. Þótt stjóm-
formlega hefur sendiráð Líbýu í
Túnisborg ekki verið starfandi síðan
Khadafy rak 30 þúsund túniska
verkamenn frá Líbýu sl. haust.
Um tíma var hald manna að
Khadafy myndi ekki láta við það
Sakharov hótað
ökuleyfissviptinsru
Boston.AP. Gj
ANDREI Sakharov sagði við konu sína, Yelenu Bonner, í símtali á
þriðjudag að sovésk yfirvöld hefðu hótað að svipta hann ökuleyfi
vegna þess að hann gaf sígaunum far með bifreið sinni í Gorkí.
„Yfirvöld vöruðu hann við og
sögðu að hann myndi missa bílprófið
ef hann gerði þetta aftur," sagði
Efrem Yankelevich, tengdasonur
Sakharovs. Að sögn Yankelevichs
var Sakharov sakaður um að hafa
þegið fé fyrir að flytja sígaunana í
bíl sínum. Slíkt er ólöglegt í Sovét-
ríkjunum.
Fjölskylda Sakharovs telur ólík-
legt að hann hafi viljað borgun fyrir
farið. Aftur á móti hafí miklar trufl-
anir verið á línunni er leið á frásögu
Sakharovs og væri því ekki hægt
að greina frá smáatriðum.
Að sögn Yankelevich tekur Sak-
harov ókunnuga oft upp í bíl sinn,
enda séu bílar fátíðir í Sovétríkjun-
um og Nóbelsverðlaunahafinn ein-
mana í útlegð sinni.
sitja að ráðast á ítölsku eyna Lamad-
usa heldur reyna að ná sér niðri á
Túnis og auk þess má hafa í huga
að Lamadusa er skammt undan
ströndum Túnis.
Opinberlega reynir stjóm Túnis
þessa daga að láta sem fæstar yfír-
lýsingar frá sér fara varðandi Líbýu
og sumir staðhæfa hér að beðið sé
átekta uns það kemur í ljós hvort
Khadafy heldur endanlega völdum
eða ekki.
Fljótlega eftir árás Bandaríkja-
manna á Líbýu óskaði Khadafy eftir
umsvifalausum stuðningi Túnis og
Marokkó en eftir því sem ég veit
bezt hefur þessari áskorun ekki verið
fylgt eftir, Túnisbúum án efa til létt-
is, enda bendir fátt ef nokkuð til
þess að þeir kærðu sig um að veita
Khadafy stuðning á einn eða annan
hátt.
Hér í Túnis munu nokkrir. Líbýu-
menn vera búsettir en þeir hafa
hægt um sig, enda talið að þeir vilji
fyrir hvem mun forðast að vera
sendir heim til Líbýu að svo stöddu.
Hér í Hammamet gengur lífíð nú
orðið nokkum veginn sinn vanagang
en hér em færri ferðamenn en venju-
lega og töluvert hefur verið um
afþantanir einkum frá brezkum
ferðamönnum. Bandarískir ferða-
menn em hér fáséðir og hafa aldrei
gert sér tíðfomlt hingað. Það er í
sjálfu sér furðulegt því Túnisbúar
hafa veitt Bandaríkjamönnum að-
Sprenging í sovéskri
eldflaugaverksmiðju
— og urgur meðal þjóðarbrota í hernum
Genf. AP.
GREINT var frá því i mánaðarriti um vopnaiðnað á miðvikudag að
sovésk eldflaugaverksmiðja hefði skemmst mikið í sprengingu
snemma í janúar. í annarri grein í blaðinu sagði að vandamál varð-
andi þjóðernislega minnihlutahópa í herjum Sovétmanna í Austur-
Evrópu væru áhyggjuefni bæði herforingja og stjómvalda.
í biaðinu Intemational Defense ingunni, né hvort slys hefðu orðið
Review stóð að ýmsar gerðir skeyta
væm framleiddar í verksmiðjunni,
þar á meðal SS-N-20-kafbátaflug-
skeyti.
Ekki var sagt hvað olli spreng-
á mönnum.
Að því er sagði í tímaritinu kom
til alvarlegra átaka milli rússneskra
hermanna og hermanna frá Tadsji-
kistan í október 1985: „Byltingartil-
raun Tadsjikanna var kæfð niður á
blóðugan hátt og biðu að því er
virðist 70 hermenn bana. Þeir, sem
af lifðu, vom leiddir fyrir aftöku-
sveit."
í greininni sagði að Rússar væra
í meirihluta meðal yfirmanna í
hemum af því að þeir, sem væm
af öðm þjóðemi, töluðu ekki nógu
góða rússnesku til að gefa skipanir.
Einnig væm fleiri yfirmenn Rússar
vegna valdastefnu Sovétmanna í
anda Júlíusar Gajusar Cæsars:
„Divide et empera".
Khadafy Líbýuleidtogi.
stöðu fyrir fyaj-skípti í Bizerte í
N-Túnis og mikil pólitísk tengsl em
milli ríkisstjóma landanna. „Það
blandast engum hugur um að Túnis
er traustasti vinur Bandaríkjamanna
héma megin Miðjarðarhafsins,“ eins
og margir hafa komist að orði.
Hertogaynjan af
Windsor látin
Lundúnum. AP.
HERTOGAYNJAN af Windsor, Wallis Warfield Simpson, lést á
fimmtudaginn á heimili sinu i París, 89 ára að aldri. Ástir
hennar og þáverandi konungs Englands, Eðvarðs VIII, eru
einhveijar þær umtöluðustu á þessari öld og hristu rækilega
upp í konungsdæminu, en leikar fóru þannig, eins og kunngt
er, að Eðvarð afsalaði sér konungstigninni árið 1936 til að geta
kvænst konunni sem hann elskaði og tók sér titilinn hertogi af
Windsor.
Það er til marks um það, hversu
alvarlegum augum Bretar litu
þetta mál og hversu djúpt það
ristir enn, að lát hertogaynjunnar
er aðalforsíðufrétt sex af tíu
stærstu dagblöðum á Bretlands-
eyjum og að í forystugreinum er
fjallað um málið sem „skók heims-
veldið". Simpson var bandarísk
af alþýðuættum og fráskilin og í
þann tíma þótti hún ótækt kvon-
fang konungi. Raunar dregur hið
ftjálslynda dagblað The Guar-
dian í efa, að viðbrögðin yrðu
önnur í dag, en urðu þá, sennilega
yrði konungur að afsala sér krún-
unni til þess að geta kvænst frá-
skilinni konu: „Maður skyldi aldrei
vanmeta yfírdrepsskap enskra,"
segir blaðið í forystugrein. Blöð-
unum ber saman um það að
meðferðin á hertogahjónunum af
Windsor hafí verið ósanngjöm.
Jarðarför hertogaynjunnar fer
fram í kyrrþey á þriðjudaginn
kemur. Hún fær legstað við hlið
manns síns í grafreit konungs-
fjölskyldunnar í Frogmore-garð-
inum í Windsor, en hann lést árið
1972, 77 ára aíð aldri. Konungs-
ijölskyldan lætur sorg sína yfír
láti hertogaynjunnar í ljósi opin-
berlega með því móti að klæðast
svörtu þangað til jarðarförin hefur
farið fram. Það verður hins vegar
ekki lýst yfír opinberri sorg við
hirðina, sem hefði þýtt það að
öllum opinbemm athöfnum hefði
verið frestað þar til sorgartímabil-
inu lyki.
Samskipti konungsfyilskyld-
unnar við hertogaynjuna vora
stirð framan af, svo vægt sé til
orða tekið, en skánuðu þegar fram
liðu stundir, einkum skömmu fyrir
lát hertogans.
Hertoginn og hertogaynjan eftir
brúðkaup sitt í Frakklandi 1937.
Hertogaynjan af Windsor
Neyðar-
fundur
Araba-
bandalags-
insá
mánudag
Túnisborg. AP.
LEIÐTOGAR Arabaríkja
hafa ákveðið að fallast á
beiðni Líbýumanna um sér-
stakan neyðarfund ríkjanna,
þar sem rœdd verður loftárás
Bandaríkjanna á Líbýu, að
þvi er háttsettur sendimaður
ríkisstjómar Marokkó til-
kynnti á fimmtudag.
Fundurinn verður haldinn í Fez
í Marokkó og verður þar fjallað
um mál sem snerta ríkin sem heild,
að því er Mohamed Aouad sagði.
Líbýa og helstu stuðningsríkin,
Sýrland og Suður-Jemen, vildu að
fundurinn snerist eingöngu um
árás Bandaríkjanna, en meirihluti
Arabaríkjanna vildi að fjallað yrði
almennt um árásir og ógnanir við
ríkin þar á meðal stríð Irana og
íraka og varð það sjónarmið ofan
á.
Öll ríkin 20 og Frelsisfylking
Palestínuaraba munu sækja fund-
inn. Síðustu fundir Arababanda-
lagsins vom einnig haldnir í Mar-
okkó, í Casablanca í ágúst 1985
og í Fez í september 1982.
\f/
ERLENT