Morgunblaðið - 26.04.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.04.1986, Qupperneq 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 MORGUNBLAÐIÐ, LAU G ARDAGUR 26. APRÍL 1986 29 ptirrjpM Útgefandi ttÞIsifrifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Átakalitlu þingi lokið Stuttu en að sumu leyti at- hyglisverðu þingi er lokið. Það hafði til meðferðar og af- greiðslu fleiri mál en oftast áður. Samtals vóru rúmlega 150 frum- vörp tekin til meðferðar og 80 afgreidd sem lög. Tillögur til þingsályktunar vóru 100 talsins og 23 samþykktar. Fyrirspumir til ráðherra urðu 170 og 163 var svarað. Mál til meðferðar í þing- inu vóru samtals um 450 og 275 afgreidd. Málafjöldinn segir hinsvegar ekki alla sögu um mikilvægi einstakra þinga. Það eru efiiisatriði þingmála og stefnumörkun þeirra sem skiptir höfuðmáli. Máske vegur það þyngst í störfum nýliðins þings, að fram- fylgt er gjörbreyttri stefiiu í efnahagsmálum, sem reist var á þjóðarsátt og friði á vinnumark- aði. Meginmarkmið þessarar nýju stefnu er að ná verðbólgu niður á svipað stig og í grann- ríkjum, koma á jafnvægi í efna- hagslífi, styrkja samkeppnis- stöðu íslenzkrar framleiðslu heima og heiman, byggja upp innlendan peningaspamað og skapa forsendur til nýsköpunar atvinnulífsins og vaxandi þjóðar- tekna. í tengslum við þessa þjóð- arsátt samþykkti Alþingi hliðar- ráðstafanir, sem fela í sér lækk- un tolla, skatta, útsvara, gjalda fyrir opinbera þjónustu og síðast en ekki sízt ný húsnæðislög, sem gjörbreyta aðstöðu fólks sem hyggst koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þetta þing samþykkti mörg merk lög, svo sem lög um Seðla- banka, viðskiptabanka, verð- bréfamiðlun, uppstokkun sjóða sjávarútvegs, sveitarstjómir (að vísu umdeild), stjóm fískveiða (einnig umdeild), fjármögnun á smíði þjóðarbókhlöðu, og ríkis- endurskoðun, sem felur þá grundvallarbreytingu í sér, að ríkisendurskoðun lýtur ekki leng- ur framkvæmdavaldinu (ráðu- neyti) heldur löggjafar- og fjár- veitingavaldinu (Alþingi). Fjöl- mörg fleiri mál mætti neftia, þó hér verði ekki frekar rakin. Ekki er vafi á því að ný þing- sköp, sem komu til framkvæmda á þessu þingi, breyttu þingstörf- um til hins betra. Mál gengu greiðar fram vegna nýrra starfs- hátta að þessu leyti. En betur má ef duga skal. Mörg frumvörp, þar á meðal stjómarfmmvörp, vóru síðbúin. Þingnefndir, sem starfa misvel, skiluðu sumum málum frá sér seint og um síðir. Af þessum sökum fór, sem oft áður, að fjölmörg, mikilvæg mál hrönnuðust upp til afgreiðslu á síðustu dögum þingsins og hlutu afgreiðslu við lítt veijandi tíma- þröng. Mjög mikilvægt er að þingmálum, ekki sízt stjómar- málum, sé dreift skipulegar á starfstíma þingsins, svo að hann nýtist betur. Þingstörf hafa breytzt frá því sem var fyrir tíu til tuttugu áram. Þingmenn treysta meira en áður á sérfræðilega þekkingu annarra og aðstoð. Það er hinsvegar miður ef stefnumörkun, sem í samningu lagaframvarpa óneit- anlega felst, flyzt þannig að hluta til frá þjóðkjömum þing- fulltrúum til embættismanna, þó þingið hafí að sjálfsögðu hið endanlega afgreiðsluvald. Fram- kvæði þingmanna kemur hins- vegar í ríkari mæli fram í tillög- um til þingsályktunar þar sem skorað er á ríkisstjóm og emb- ættismenn að semja skýrslur eða framvörp um tiltekin efni. Annar þáttur þingstarfa sem hefur vaxið mjög er fyrirspumir til ráðherra. Þá er á stundum spurt um það, sem vitað er fyrir, aðeins til að fá umræðu um mál og koma tilteknum upplýsingum á framfæri við almenning um fpl- miðla. Alþingi íslendinga er í senn elzta stofnun þjóðarinnar og sú æðsta. Það fer með eina af þrem- ur greinum ríkisvaldsins, þ.e. löggjafarvaldið, sem og fjár- stjómarvaldið. Það kýs og mikil- vægar stjómir og nefndir á vegum ríkisins. Það er í raun homsteinn lýðræðis, þingræðis og mannréttinda í landinu. Þó við, hinir almennu borgarar, gagnrýnum títt Alþingi, og höf- um til þess fullan þegnlegan rétt, má hitt ekki gleymast, að það er slq'aldborg fullveldis okkar og lýðveldis. Þessi staðreynd má heldur ekki gleymast þingmönn- um sjálfum, en þeir era ásýnd Alþingis út í þjóðfélagið í störfum sínum og stjómmálaumræðu. Nýliðið þing var átakalítið, þrátt fyrir stormasöm upphlaup, svo sem í Hafskipsmáli og okur- máli, og raunar fleiri málum einkum á síðustu dögum fyrir þinglausnir. Störf þess og stjóm- arinnar fá dóm reynslunnar á næstu misseram, eins og störf annarra þinga og stjóma. Ríkis- stjóminni hefur þó bærilega tekizt um flest þó henni hafi einnig verið mislagðar hendur. Stjómarandstaðan hefur um margt verið máleftialeg í þing- störfum, þrátt fyrir nokkur „upp- hlaup". „Stjómarandstaðan hef- ur verið ríkisstjóminni þægileg og er þetta ekki sagt stjómar- andstöðunni til lasts,“ sagði Ólaf- ur G. Einarsson, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, í viðtali við Morgunblaðið við þinglausnir. Átakalitlu þingi er lokið og verk þess ganga nú undir dóm reynslunnar. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 334. þáttur Orðasambandið að eitthvað sé í burðarliðnum merkir í eiginleg- um skilningi að eitthvað sé að fæðast. Ærin er með lambið í burðarliðnum, var stundum_ sagt á sauðburðinum í sveitinni. í yfir- færðri merkingu táknar þetta að eitthvað sé að verða tilbúið að komast f framkvæmd, svo að notað sé orðalag Orðabókar Menningarsjóðs. Þessi formáli er hér hafður vegna eftirfarandi bréfs frá „bæj- arbúa" á Akureyri: „Hr. Gísli Jónsson. Eitt er það orð eða orðatiltæki sem blaða- og fréttamönnum er orðið nokkuð tamt að nota, en það er að þetta og hitt „sé í burðarliðn- um“. Ætli blessaðir mennimir viti ekki hvað það er sem heitir burð- arliður. Mér finnst þetta orðasam- band vera bæði smekklaust og dónalegt, sem samiíking. Ef til vill ert þú eini maðurinn sem gætir losað blaðamennina úr þessum burðarlið sínum. Með bestu kveðjum." Umsjónarmaður heldur að í bréfí þessu gæti nokkurrar oftrú- ar á áhrif þátta sem þessara. En í þessu sérstaka dæmi kveður hann ekki eins fast að orði og bréfritari. En það er kannski vegna þess að umsjónarmaður er upp alinn í sveit og vanur þessu orðalagi í eiginlegri merkingu, að honum þykir samlíkingin ekki dónaleg. Hins vegar fínnst um- sjónarmanni þetta ekki eftirsókn- arvert orðalag og allra síst ef það er notað úr hófí. ★ Fyrr hefur í þáttum þessum verið reynt að gera skýra grein á mismun germyndar, miðmynd- ar og þolmyndar. Það skal ekki endurtekið nú, en til þess vísað í þeirri von að miðmynd og rétt mynduð þolmynd megi halda hlut sínum fyrir germyndinni. Hér skulu tekin fáein dæmi. í málsgreininni næst framan við greinaskilin er rétt mynduð þolmynd. Dæmi eru tekin. Áf því að sögnin að taka stýrir þolfalli, snýst það þolfall í nefnifall í þol- myndinni, og sögnin lagar sig að tölu og kyni eftir orðinu dæmi (hvk. flt.). Rangt mynduð þol- mynd af því tagi, sem nú má oft heyra dæmi um, væri hins vegar: Það skal tekið fáein dæmi. Þol- myndin verður einhvern veginn ópersónuleg og kynlaus. Látum nú vera, þótt böm ruglist í þessu og segi: Það var gefíð mér góða köku, í staðinn fyrir: mér var gefín góð kaka, eða: það var rekið hana út, í staðinn fyrir: hún var rekin út. En þegar fréttamenn ríkisútvarpsins kunna þetta ekki rétt, verður ekki orða bundist. Sögnin að leggja stýrir þolfalli. Stundum leggja menn ráð á eitt eða annað. Það þýðir að menn ráðgera eitt eða annað. En menn leggja ekki neitt á ráðin í þessu sambandi. í orðasambandinu að leggja á ráðin er á sem sagt ekki forsetning með ráð, heldur atviksorð. Snúum svo þessu í þolmynd. Þá eru ráðin lögð á. Undirskilið er eitthvað sem þau eru Iögð á. En það er ekkert lagt á þau. Þess vegna á að segja: Þar sem ráðin voru lögð á um þetta, en ekki „þar sem lagt var á ráðin um þetta“, eins og heyra mátti í kvöldfréttum útvarpsins ekki fyrir löngu (17. apríl). ★ Um vanhugsaða germynd í stað miðmyndar skal að þessu sinni tekið aðeins eitt dæmi. Miðmynd getur haft þolmyndarmerkingu. Ef sagt er: Framvarpið byggist á samkomulagi flokkanna, merkir það, sagt í venjulegri þolmynd: Framvarpið er byggt á sam- komulagi flokkanna, enda er það skiljanlegt. Nú má hins vegar þrásinnis heyra: Framvarpið byggir á o.s.frv. og annað sam- bærilegt. En auðvitað byggir framvarpið hvorki eitt né neitt. Það hefíir ekki hæfíleika til að vera gerandi. Það er þolandi. Það byggist (=er byggt) á einhveiju. ★ Nú þarf ég aðeins að leita á náðir lesenda eins og stundum fyrr. Fyrst langar mig að fá hjálp til að skýra vísuhluta eftir sr. Stefán Olafsson í Vallanesi (1620?-1688). Hvað merkir, ná- kvæmlega og orð fyrir orð, það sem feitletrað er í eftirfarandi vísu: Margter mannabölið, misjafntdrukkiðölið lífsumtæpatíð. Ídagbyljirbíða, bjart er loftið fríða, á morgun hregg og hríð. Villturersá, sem væntirá stöðugt lengi gleðinnargengi. Gjörvöll hverfur btíða. Hitt er að spyrja hvort þið kunnið skil á eftirfarandi stefi sem var rifiað upp fyrir mér um dag- inn: Andi fjandi kom blaðskellandi sunnan af sandi með hund í bandi. Að síðustu skal látin í ljósi ánægja með orðamyndina mexí- kóskur, þá sem sjá mátti í kvik- myndartexta í sjónvarpinu ekki fyrir löngu. Þetta er myndað að réttum íslenskum hætti, sbr. aust- urrlskur og kóreskur. Mexí- kanskur væri hins vegar óís- lenskulegt og rangt. Hví má ekki vera völlur á Leifi? eftir Svein Einarsson í forystugrein Morgunblaðsins sl. miðvikudag gat að líta ágæta hug- mynd, sem mér fínnst við ættum að henda á lofti. Þar er lagt til að flugvöllur sá á Miðnesheiði, sem oftlega er einu kynni útlendra manna af landi okkar, beri í fram- tíðinni nafn Leifs Eiríkssonar. Er hér ekki kjörið tækifæri til að vekja athygli á heimssögulegri staðreynd, sem viljað hefur vefjast fyrir mörg- um — nefnilega því, sem við íslend- ingar höfum vitað allar götur sem við munum og vísindamenn efast ekki lengur um: að norrænir menn komu til Ameríku fióram öldum fyrr en Kristófer Kólumbus? Er ekki og kjörið tækifæri til að vekja athygli á sögu okkar og forn- bókmenntum, sem era þrátt fyrir allt, enn þann dag í dag framlegasta og óbrotgjamasta framlag okka til heimsmenningarinnar? Og jafn- framt er hér tækifæri til að kynna ísland nútímans, og skal vikið að því hér á eftir. Nýlega vora hér á ferð kapps- fuilir franskir kvikmyndagerðar- menn, sem höfðu komið auga á þessar sögulegu heimildir og sáu í hendi sér möguleika slíks efnis til að ná athygli manna á fjölmiðlaöld; þeim mun hafa blöskrað sinnuleysi okkar og Norðmanna að halda ekki ofar á lofti jafn hnýsilegum stað- reyndum, og lái þeim hver sem vill að vilja gleypa heiminn af því til- efni; en einna helst hafa Norðmenn verið með tilburði í þá átt að eigna sér Leif Eiríksson og áttu þó ýmsa góða menn fyrir, enda fólksmergð meiri hjá þeim en okkur. Frá þessum atburðum segir eink- um í Eiríks sögu rauða, í Grænlend- inga sögu og lítillega í íslendinga- bók og Landnámabók. Menn vilja taka trúanlega frásögn af Leifi, þegar hann rak til Vesturheims og fann þar lönd, af ferð Freydísar systur hans, Þorsteins bróður hans og Guðríði Þorbjamardóttur konu hans, sem síðar átti Þorfínn Karls- „Og ekkert megum við heldur styðja, sem kynni að verða til þess að svipta Leif endan- lega sínu íslenska ríkis- fangi og gera hann norskan í augum þeirra vesturheimsmanna, sem skár eru heima í sögunni. En í ljósi alls þessa er hugmyndin um nafngiftina á þessum alþjóðlega flugvelli hér snjöll.“ efni, en þau Guðríður og Karlsefni höfðu búsetu vestra tvo vetur eða þrjá og þar fæddist þeim sonurinn Snorri, sem fyrstur mun fæddur af okkar kynstofni í þeirri álfu. Frá- sagnir Grænlendingasögu þóttu í eina tíð ekki eins trúverðugar og yfir þeim nokkur ævintýrablær en þar getur þó að líta frásögnina um Bjama Heijólfsson, sem hafði farið utan að leita sér frægðar og frama, en verður þess vís, er hann kemur út til íslands aftur, að faðir hans hefur fylgt í fótspor Eiríks rauða og flust til Grænlands; Bjami fer nú að leita föður síns, en fínnur fyrst jöklalaus lönd g skógi vaxin áður en hann fyndi Grænland. Lýs- ing á ferðum Leifs og Karlseftiis er ýtarlegri og þar er lýst tijám og komi, sem menn þykjast kenna; fomleifagröftur hefur og þótt styðja sannleiksgildi okkar fomu rita, og skal þetta allt ekki rakið hér. Þess skal aðeins minnst, að ekki leikur nokkur vafí á því, að þeir Leifur Eiríksson og Bjami Heijólfsson era báðir fæddir á íslandi og frá Karls- efni er kominn mikill ættbogi, meðai annars hinna fyrstu biskupa. Hvað gera Bandaríkjamenn? Hvort eitthvað verður úr hug- myndum Frakkanna, skal látið ósagt; enn sem komið er, hafa þeir ekki annað en varpað fram fiölda hugmynda til að vekja athygli á þessum landafundum, og í þeim tillögum er ýmislegt misvel grand- að, þó að þeir hafí haft vit á að kalla valinkunna vísindamenn sér til ráðuneytis. Erfíðari verður eftir- leikurinn að afla fjár til alls þess stands, sem þá dreymir um. Mests í vant er þó, ef bandarísk stjómvöld era ekki tilbúin að ganga opinber- lega til leiks og viðurkenna þennan framburðarrétt norrænna manna, eða ef þau halda áfram að styðja þann „fund“ Kólumbusar, sem í raun var afsprengi nýlendustefnu Spánveija. Áður en slíkt verði, er til lítils fyrir franska einkaaðilja að biðla til minnimáttarkenndar Norð- manna og íslendinga eða virkja löngun smáþjóða til að láta meira í sér heyra í fjölmiðlaskógi nútím- ans. Frumkvæði Frakka Reyndar var hugmynd Frakk- anna, sem heita Foumier og Roux, upphafíega sú, að halda upp á þann mann, sem kannski eygði fyrstur Evrópumanna Vesturálfu, þó að ekki stigi hann þar á land, Bjama Heijólfsson. En það mun hafa verið samkvæmt okkar foma tímatali 985 eða 986, svo ljóst er, að lítill tími var orðinn til stefnu. Að kvik- mynd um þessa atburði verði tilbúin til sýningar á Degi Leifs Eiríksson- ar, hinn 9. okt. nk., eins og vikið er að í áðumefndri forystugrein Morgunblaðsins, hygg ég að sé borin von, en hins vegar mun þá félaga dreyma um að standa fyrir viðhafnarkvöldi með norrænum listamönnum og skemmtikröftum þann dag í Kennedy Center i Was- hington, og verði sjónvarpað um allan vesturheim; um þessar mundir Sveinn Einarsson era þeir að leita eftir fjárstuðningi til þess ama. Varðstaða Islendínga Frá íslensku sjónarmiði er kannski ekki neitt athugavert við það, að halda upp á þessa landa- fundi í heil 14 ár, eða frá Bjama til Leifs (og verða þá á undan Kól- umbusarhátíðinni 1992). En kannski er ekki vert að beina kast- ljósi að of mörgum víkingum í einu, nógu erfíðlega hefur gengið að halda fram hlut Leifs Eiríkssonar vestra. Og ekkert megum við heldur styðja, sem kynni að verða til þess að svipta Leif endanlega sínu ís- lenska ríkisfangi og gera hann norskan í augum þeirra vestur- heimsmanna, sem skár era heima í sögunni. Leifur og flugvöllurinn En f ljósi alls þessa er hugmyndin um nafngiftina á þessum alþjóiðlega flugvelli hér snjöll. í Þjóðviljanum var á sumardaginn fyrsta reynt að gera lítið úr þessari hugmynd og blandað þar saman ólíkum atriðum: hvort íslendingar vilja hafa herstöð í landi sínu eða ekki og hvaðan fé kemur til að reisa nýja flugstöð þar syðra. En á meðan þessi flugvöllur er hér á landi, hlið bans þau hlið, sem flestir gestir vorir ganga um og flugstöðin sjálf sú nasasjón, sem hvað flestir ferðamenn kalla síðar íslandsdvöl sína er skammsýni að sjá ekki að Leifur Eiríksson er þjóð- legri nafngift en sú sem áður hefur auðgreint völlinn, ýmsar aðrar þjóð- ir hafa og komið auga á þetta og kenna flughafnir sínar við andans- og afreksmenn. Flughöfnin í Fen- eyjum er kennd við Marco Polo — og í Rómaborg — hvað haldið þið: Leonardo da Vinci. Nýrri nafngift verður svo að fylgja eftir á þann veg, að þeir sem þama staldra við, verði ekki þeirri stund fegnastir, þegar þeir sleppa þaðan, eins og nú er, heldur sé á boðstólum umtals- verð og aðlaðandi kjmning á landi og þjóð. Sú kynning getur verið með ýmsu móti. Undirritaður hefur komið á ýmsar flugstöðvar, þar sem ekki þarf að velkjast fyrir neinum, í hvaða landi maður er staddur og hvað það cr,_ sem gerir þann garð frægastan. Eg hef komið þar sem þjóðir eiga foma sögu og í glerskájj- um flughafnanna er smjörþefur af frægum söfnum fomminja, sem æsa upp löngun ferðalangsins til að sjá meira; ég hef meira að segja verið í flughöfnum, þar sem listsýn- ingar eru í gangi. En víðast hvar er þó auðvitað lögð áherzla á að kynna sérkenni lands og þjóðar eða þess, sem framleitt er í landinu. Á þessum Leifsstöðum á því að koma sýningarbásum með forvitnilegum fróðleik um fombókmenntir okkar (og hví ekki nútímabókmenntir líka?), um ferðir víkinga, m.a. fund Vínlands, um sögu okkar og sér- stöðu. Á veggjum yrðu voldugar myndir af náttúrandram og jarð- fraeði landsins yrði sérstaklega kynnt, fossar, hverir, eldfiöll, nýting jarðhita og virkjanir. Og að sjálf- sögðu yrðu svo kynntar okkar út- flutningsafurðir, fiskur og fískmeti, lambakjöt og ull, líkt og nú er og þá á annan og forvitnilegri hátt. Þama á að fara saman, það sem ætti að vera sjálfsagðasta kynning- araðferð framvegis: að hvað sé látið styðja við hitt: menning, íþróttir og þær afurðir, sem okkur er nauðsyn að selja öðram þjóðum. En þama verðum við líka að taka endanlega ákvörðun um það, hvort við viljum yfirleitt fá ferðamenn hingað til lands eða ekki, og ef svarið er já- kvætt, þarf auðvitað að taka þau mál öll öðram tökum. Má þá hafa í huga staðreyndir eins og þær, að til smábæjarins Bayeux í Frakk- landi koma áriega nálega 500 þús- und manns til að skoða eitt teppi. Og kannski er það klæði meira að segja íslenskt. Höfundur er leikstjóri ogrit- höfundur. Nauðsynlegar ráðstafan- ir vegna innra öryggis eftir Sigurð M. Magnússon Á undanfömum 2-3 áram hafa viðhorf í vamar- og öryggismálum íslensku þjóðarinnar breyzt vera- lega. Ekki er lengur rætt um það, hvort hér skuli vera vamarvið- búnaður eða ekki, heldur er rætt um, hversu mikill hann skuli vera, svo og um aukna þátttöku og frum- kvæði íslendinga sjálfra í vamar- og öryggismálum. Að frumkvæði og undir traustri forystu fyrrver- andi utanríkisráðherra, Geirs Hall- grímssonar, var markvisst unnið að framkvæmd svonefndrar „íslenskr- ar vamarstefnu“. Það er ánægju- efni, að núverandi utanríkisráð- herra, Matthías Á. Mathiesen, hefur lagt á það áherzlu, að haldið verði áfram á þeirri braut, sem þegar hefur verið mótuð. Utanríkisráð- herra hefur einnig lagt áherslu á, að tímabært sé að efla sérstaklega viðbúnað gegn hvers kyns starf- semi, er miðar að því að grafa undan öryggi og sjálfstæði landsins innan frá, og það sem meira er, hann hefur þegar hreyft þessu máli í ríkisstjóminni, sbr. viðtal við hann í Morgunblaðinu. Sú umræða, sem farið hefur fram nú síðustu mánuði, um innra öryggi „Það er einkennandi fyrir þessar umræður, að ekki er rætt um hvort huga þurfi að innra öryggi ríkisins, heldur á hvern hátt slíku eftirliti verði best fyrir komið í stjórn- kerfinu og hvernig að þvi skuli staðið.“ íslenska ríkisins, er rökrétt fram- hald þeirrar þróunar, sem ég hef þegar gert grein fyrir. Augu manna virðast nú hafa opnast fyrir mikil- vægi þess, að á þessum málum sé tekið af festu og alvöra. Ég vil í þessu sambandi sérstakiega minna á þingsályktun, er samþykkt var á Alþingi 13. júní sl. um takmörkun á umsvifum erlendra sendiráða. Samstaða allra flokka um þings- ályktunina, svo og sú staðreynd, að blaðagreinum um nauðsyn þess að efla innra öryggi, hefur ekki verið andmælt, bendir til þess að víðtæk samstaða ríki um þessi mál, og er það vel. Það er einkennandi fyrir þessar umræður, að ekki er rætt um hvort huga þurfí að innra öryggi ríkisins, heldur á hvem hátt slíku eftirliti verði bezt komið fyrir í stjómkerf- inu og hvemig að því skuli staðið. Það er eðlilegt að líta til þess, hvemig þessum málum er fyrir komið hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum, t.d. í Noregi. Þar starfar sérstök öryggislögregla, „Overvákningspoliti", við hlið hinn- ar almennu lögreglu. Öryggislög- reglan lýtur stjóm sérstaks lög- reglustjóra, en heyrir undir dóms- málaráðherra svo og sérstaka nefnd þingmanna, er kjömir era af norska þinginu. Nefndin setur Öryggislög- reglunni starfsreglur, fylgist með starfsemi hennar og tekur á kvört- unum, er upp kunna að koma vegna starfseminnar. Fundir nefndarinnar era lokaðir og nefndarmenn bundn- ir þagnareiði um starfsemi hennar. Formanni hennar er einum heimilt að tjá sig um málefni nefndarinnar við fiölmiðla. Norska öryggislögreglan Starfssvið norsku öryggislög- reglunnar er einkum fjórþætt: 1. Að hafa eftirlit með starfsemi og ferðum erlendra sendimanna, m.a. fylgjast með því, að tak- markanir á ferðafrelsi séu virtar. Takmarkanir á ferðafrelsi eiga einkum við um sendimenn ríkja Varsjárbandalagsins og byggja fyrst og fremst á gagnkvæmni, þ.e. sendimenn Varsjárbanda- lagsríkja búa við hliðstæðar takmarkanir á ferðafrelsi og gilda um vestræna sendimenn í flestum ríkjum Austur-Evrópu. 2. Að rannsaka meint trúnaðarbrot og njósnir. 3. Að fylgjast með því, að öryggis- reglum sé fylgt, hvað snertir meðferð leyniskjala o.fl. í opin- beram stofnunum, að slg'ala- skápar séu læstir, öryggisbúnað- ur sé í lagi, simar ekki hleraðir o.fl. Það má geta þess, að það er einmitt Oryggislögreglan, sem setur þessar reglur og endurskoðar þær eftir þörfum. 4. Að kanna feril og bakgrunn þeirra einstaklinga, sem þurfa að fá aðgang að leyniskjölum. Tilgangur og markmið starfsemi öryggislögreglunnar er í stuttu máli að vemda öryggishagsmuni norska ríkisins gagnvart þeim aðilum, bæði innlendum og erlendum, sem vilja grafa undan öiyggi þess. Fjöldi starfsmanna og önnur atriði, er að Sigurður M. Magnússon rekstrinum lúta, era leynileg, en ætla má að fjöldi starfsmanna sé 100-200 og að fjárveitingar nemi tugum milljóna norskra króna. Virðist mér sem við getum margt af Norðmönnum lært í þeim efnum. Nauðsynlegar ráðstafanir 1. Ríkisstjómin þarf að taka af- stöðu til þess, með hvaða hætti eftirliti, er lýtur að innra öryggi ríkisins, verður bezt fyrir komið innan stjómkerfisins. Þetta felur m.a. í sér, að ákvörðun sé tekin um, undir hvaða ráðuneyti slfk starfsemi heyri. Einnig, hvort slík starfsemi skuli lúta stjóm nefndar Alþingis auk ráðherra. Hvort stofna skuli sérstaka ör- yggislögreglu eða hvort slík starfsemi fari fram innan ríkis- lögreglunnar og þá með hvaða hætti. Mín skoðun er sú, að rétt sé að fara að fordæmi Norðmanna og stofna sérstaka öryggislögreglu, er annist öll mál, er lúta að innra öryggi ríkis og þjóðar. Hvað snertir staðsetningu í stjómkerf- inu þá er ljóst, að slík starfsemi snertir bæði starfssvið dóms- mála- og utanríkisráðuneytis. Mér fínnst ekki óeðlilegt, að starfsemi öryggislögreglunnar lúti stjóm nefndar þingmanna, kjömum af Alþingi, auk ráð- herra, hliðstætt því sem er f Noregi. 2. Setja þarf skýrar og ákveðnar reglur um ferðir erlendra sendi- manna um landið. Reglumar byggi á gagnkvæmni, þannig t.d. að ferðafrelsi sendimanna Sovétrflganna hér á landi verði sett svipuð takmörk og sett era á ferðafrelsi sendimanna íslands f Sovétríkjunum. Þess má geta, að flestar þjóðir Vestur-Evrópu hafa sett slíkar reglur. Þessar reglur þurfa að tryggja, að sfjómvöld hafi, á hveijum tíma, fullnægjandi vitneskju um, hvaða erlendir sendimenn era í landinu svo og hvar þeir era. 3. Setja þarf strangari reglur um rannsóknarleiðangra erlendra manna, en nú era í gildi. Þess er skemmst að minnast, er ár- vekni starfsmanna utanríkis- ráðuneytisins, í janúar sl., kom í veg fyrir að Sovétmenn hæfu rannsóknir á hafsbotninum suð- ur af Reykjanesi og nálægt Stokksnesgrunni, án þess að leitað væri heimildar til þess eftir lögboðnum leiðum. Þetta dæmi sýnir áhuga Sovétmanna á viðkvæmum svæðum fyrir suðurströndinni, en þar era m.a. neðansjávarkaplar, sem era hluti af SOSUS-kerfínu. SOSUS- kerfíð er talið eitt öflugasta tæki Atlantshafsbandalagsins til kafbátaleitar. 4. Setja þarf fastar reglur eða leið- beiningar um samskipti opin- berra starfsmanna og stofnana við fulltrúa erlendra rílga. Jafn- framt þarf að hafa eftirlit með því, að settum öryggisreglum sé fylgt, svo og að aðbúnaður í opinberam stofnunum sé full- nægjandi, bæði hvað snertir meðferð oggeymslu leyniskjala. 5. Setja þarf fiölda erlendra sendi- manna í einstökum sendiráðum ákveðnari skorður en nú er, þannig að fiöldi þeirra sé í samræmi við það, sem eðlilegt getur talist. í samræmi við þingsályktunina um takmörk á umsvifum erlendra sendiráða mætti t.d. ákveða einhliða, að ekki megi vera nema ákveðinn fiöldi erlendra starfsmanna í hveiju sendiráði. Hvað snertir óeðlilegan fjölda sovéskra sendiráðsstarfsmanna hér á landi, sem oft er rætt um, þá vil ég aðeins minna á ummæli dr. Michaels Voslensky á fundi Varðbergs og Samtaka um vest- ræna samvinnu á Hótel Esju 7. nóvember sl. Hann sagði þar, að þessi mikli fjöldi væri tor- tryggilegur og kvaðst geta full- yrt, að margir f þeirra hópi væra ekki að sinna venjulegum störf- um diplómata. Með hliðsjón af njósnum þeirra í nágrannalönd- um okkar og framferði, m.a. hjá Sameinuðu þjóðunum, er, að mínu áliti, full ástæða til þess að taka þessi ummæli Voslen- skys alvarlega. Einnig þarf að setja almennar reglur um starfsemi erlendra sendiráða, er tryggi m.a. að vitneskja sé fyrir hendi um allt húsnæði, sem erlend sendiráð taka á leigu, svo og að ætíð séu fyrir hendi upplýsingar um fiölda erlendra sendimanna hvers sendiráðs, svo og hvaða störfum þeir gegna. Erlendum sendiráðum verði aðeins í sér- stökum tilfellum heimilt að ' kaupa fasteignir, og þeim sendi- ráðum, er safnað hafa fasteign- um, verði gert að selja þær. 6. Gera þarf áætlanir um eftirlit og gæzlu í orkuverum, sem og öðram opinberam stofnunum og fyrirtækjum, sem gegna lykil- hlutverki í þjóðfélaginu, jafnt á tímum friðar sem ófriðar. Einnig þarf að gera áætlanir um vemd lykilmanna í þjóðfélaginu á hættutímum. Það er von mín og trú, að á þessum málum verði tekið af festu og ábyrgð, því þau geta ráðið úrslit- um um áframhaldandi sjálfstæði íslensku þjóðarinnar á viðsjárverð- um tímum. Höfundur er forstöðumaður Geislavama ríkisins. Greinin er að stofni til erindi, sem hann flutti á riðstefnu Varðbergs og SVS 20. mars 1986.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.