Morgunblaðið - 26.04.1986, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. APRÍL1986
Stjóm Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi:
Störf framkvæmdastj órans
fyrir samkeppnisaðila
gátu alls ekki samrýmst
MORGUNBLAÐINU hefur borízt eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn
Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi:
„Á stjómarfundi Síldarverksmiðjunnar í Krossanesi, sem haldinn
var 15. apríl 1986, var lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra verk-
smiðjunnar, Pétri Antonssyni, þar sem hann segir upp starfi sínu.
Stjórn verksmiðjunnar þykir rétt að skýra aðdraganda þessa máls
nokkrum orðum.
Um langt árabil hefur afkoma
verksmiðjunnar verið góð og hefur
sú góða afkoma verið nýtt til þess
að þróa verksmiðjuna og byggja
hana upp á sem fullkomnastan hátt,
en jafnframt hefur stjóm fyrirtæk-
isins þótt rétt að nýta hina góðu
afkomu til þess að stuðla að frekari
atvinnustarfsemi í tengslum við
verksmiðjuna. í því sambandi hefur
að undanfömu verið unnið að stofn-
un og uppbyggingu fiskifóðurfyrir-
tækisins ISTESS hf. í samstarfi við
aðra aðila, en stærsti eignaraðili
ÍSTESS hf. er fyrirtækið T. Skrett-
ing A/S í Noregi, sem er stærsti
framleiðandi fiskifóðurs í Noregi
og mjög ráðandi á markaðnum þar.
Það fyrirtæki býr yfir langri
reynslu, mikilli tækniþekkingu og
öflugri markaðsstarfsemi, þannig
að það er talið mjög eftirsóknar-
verður samstarfsaðili á þessu sviði.
Eftir mikla undirbúningsvinnu vet-
urinn 1984—1985 var ÍSTESS hf.
formlega stofnað á fyrri hluta árs-
ins 1985. í góðu samkomulagi allra
eigenda var Pétur Antonsson kos-
inn stjómarformaður ÍSTESS hf.
og vann hann mjög að öllum þáttum
í undirbúningi að stofnun fyrirtæk-
isins. Ákveðið er að ÍSTESS hf.
starfi í nánum tengslum við Krossa-
nesverksmiðjuna og verði fískifóð-
urverksmiðjan byggð áföst við
hana. Ýmsir rekstrarþættir verði
nýttir sameiginlega. Miklar vonir
em bundnar við ÍSTESS hf., en
stefnt er að því að fyrirtækið byggi
verksmiðju sína núna á árinu 1986,
hafi fljótlega 10 starfsmenn í þjón-
ustu sinni, verði með ársveltu ca.
kr. 200 milljónir áður en lagt um
líður og selji framleiðslu sína bæði
innanlands og utan. Samkeppni á
þessu sviði er vissulega hörð, en
með reynslu fyrirtækisins T. Skrett-
ing A/S að bakhjarli er talið að ná
megi þessum árangri. Höfuðlínur í
starfsemi ÍSTESS hf. varðandi
uppbyggingu, framleiðslu og mark-
aðssetningu vom einkum lagðar á
stjómarfundum í Reykjavík þann
5. ágúst sl. og í Stavanger þann
5. febrúar sl.
Það kom stjóm Krossanesverk-
smiðjunnar í opna skjöldu þegar nú
í marsbyrjun 1986 birtist tilkynning
í Lögbirtingablaðinu um stofnun
fiskifóðurfyrirtækisins Fóðurein-
ingar hf. í Grindavík með þátttöku
Fiskimjöls og lýsis hf. í Grindavík,
norska fyrirtækisins Bjugn Ind-
ustrier A/S, auk nokkurra einstakl-
inga, en þó sérstaklega sú stað-
reynd, að Pétur Antonsson, fram-
kvæmdastjóri Krossanesverksmiðj-
unnar og stjómarmaður ÍSTESS
hf., var einnig í stjóm þessa nýja
fiskifóðurfyrirtækis, sem í ljós kom
að stofnað hafði verið þann 1. ágúst
1985. Ennfremur er Pétur Antons-
son stjómarformaður Fiskimjöls og
lýsis hf. í Grindavík. Stjóm Krossa-
nesverksmiðjunnar taldi hiklaust,
að störf Péturs Antonssonar fyrir
þessa samkeppnisaðila gætu alls
ekki samrýmst og myndu stefna
framtíð ÍSTESS hf. í hættu, m.a.
þar sem T. Skretting A/S og Bjugn
Industrier A/S eru samkeppnisaðil-
ar á fískifóðursmarkaðnum í Nor-
egi. Pétri Antonssyni voru tjáð þessi
sjónarmið. Pétur Antonsson taldi
sig hins vegar ekki geta dregið sig
út úr hlutverki sínu í Grindavík og
hefur því sagt starfi sínu hjá
Krossanesverksmiðjunni lausu, svo
sem í upphafi greindi. Stjóm
Krossanesverksmiðjunnar hefur
tekið uppsögn hans til greina og
falið Jóhanni P. Andersen, skrif-
stofustjóra fyrirtækisins, að gegna
starfi framkvæmdastjóra um sinn.
Jafnframt hefur stjómin ákveðið
að auglýsa starf framkvæmdastjóra
laust til umsóknar.
Pétur Antonsson hefur unnið
mjög gott starf sem framkvæmda-
stjóri Krossanesverksmsiðjunnar.
Sljómin þakkar honum störfin og
óskar honum og Qölskyldu hans
farsældar og góðs gengis um alla
framtíð.
Það er von stjómar Krossanes-
verksmiðjunnar að uppbygging
ÍSTESS hf. megi fara vel af stöfn-
um, en það er Krossanesverksmiðj-
unni mikið hagsmunamál. Þess má
t.d. geta að 80% af hráefnum ÍS-
TESS hf. verða mjöl og lýsi fram-
leitt í Krossanesi."
Listskreyting Hallgrímskirkju:
Skiptar skoðanir
um nefndarskipan
- samstaða um tilgang tillögu um listskreytingu
TILLAGA tíl þingsályktunar um
framlag ríkisins til listskreyting-
ar Hallgrímskirkju í Reykjavík
varð tilefni harðrar orðaskipta í
Sameinuðu þingi sl. þriðjudag.
Þingmenn vóru sammála um að
stuðla að listskreytingu Hall-
grimskirkju en greindi verulega
á um, hvernig staðið skyldi að
skipulagi og stjórnun þess verks.
Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.),
Salome Þorkelsdóttir (S.-Rn.), Stef-
Nafnskráning skulda-
bréfa „sofnaði“ í nefnd
FJÖGUR stjórnarfrumvörp náðu
ekki fram að ganga áður en
Alþingi var slitið á miðvikudag.
Hér er um að ræða frumvarp
sjávarútvegsráðherra um selveiðar,
frumvarp dómsmálaráðherra um að
færa vínveitingavald úr dómsmála-
ráðuneytinu tii bæjarfógeta og
sýslumanna, frumvarp Qármálaráð-
herra um dráttarvexti og frumvarp
viðskiptaráðherra um nafnskrán-
ingu skuldabréfa. Ekki var lögð
áhersla á, að fá frumvarpið um
dráttarvexti samþykkt á þessu
þingi, en öðru máli gegndi um frum-
vörpin um selveiðar og vínveitinga-
vald, sem bæði voru á dagskrá síð-
asta dag þingsins. Þau náðu ekki
fram að ganga vegna andstöðu
nokkurra þingmanna. Frumvarpið
um nafnskráningu skuldabréfa kom
aldrei úr nefnd, en viðskiptaráð-
herra hafði margsinnis lýst því yfir
að hann vildi fá það samþykkt
samtímis frumvarpi sínu um verð-
bréfamiðlun, sem varð að lögum.
Þá náðist ekki samstaða milli
stjómarflokkana um efnisatriði
tveggja frumvarpa, sem boðuð
höfðu verið. Annars vegar er um
að ræða frumvarp menntamálaráð-
herra um Lánasjóð íslenskra náms-
manna og hins vegar frumvarp um
breytingar á kosningalögum.
án Benediktsson (Bj.-Rvk.), Harald-
ur Ólafsson (F.-Rvk.), Svavar
Gestsson (Abl.-Rvk.) og Skúli Alex-
andersson (Abl.-Vl.) fluttu tillögu
um skipun sjö manna nefndar, sem
hafa skyldi það verkefni að „skipu-
leggja og undirbúa skreytingu og
frágang á anddyri, kór og kirkju-
skipi Hallgrímskirku í Reykjavík.
Kirkjumálaráðherra skipi formann
nefndarinnar en eftirtaldir aðilar
einn hvem í nefndina: menntamála-
ráðherra, biskup, húsameistari,
byggingamefnd Hallgrímskirkju,
Félag íslenzkra myndlistarmanna
og kirkjulistamefnd.
Ámi Johnsen (S.-Sl.) gat þess í
umræðunni, að formaður bygging-
amefndar Hallgrímskirkju hefði
uppi efasemdir um, hvort hér væri
rétt að málum staðið. Ámi sagði
alla menn sammála tilgangi þessar-
ar tillögu, það er listskreytingu
kirkjunnar, en hafa yrði í huga, að
sóknamefnd Hallgrímskirkju, sem
jafnframt væri byggingamefnd
hennar, hefði um langan aldur haft
veg og vanda af byggingu kirkjunn-
ar og sýnt þessu fagra guðshúsi
fádæma fómfysi í starfi. Vafasamt
væri hvort Alþingi ætti að grípa
Ágallar sniðnir af
kosningalögnnum
- svo unnt sé að kjósa eftir þeim
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Kosningalaganefnd alþingis
hefur náð samkomulagi um
nokkrar breytingatillögur við
núgildandi kosningalög og var
niðurstaða hennar lögð fram á
þingskjali í neðri deild á mið-
vikudag. í áliti nefndarinnar,
sem lagt var fram samdægurs,
kemur fram að ekki var sam-
staða um veigamiklar breyting-
ar á lögunum, en stefnt er að
þvi að ná slíku samkomulagi
fyrir árslok.
í nefndarálitinu kemur fram, að
þær breytingar sem samstaða er
um eru flestar tæknilegs eðlis og
til þess að sníða ágalla af lögunum
þannig að unnt sé að kjósa eftir
þeim. Páll Pétursson, formaður
nefndarinnar, sagði í samtali við
þingfréttaritara Morgunblaðsins,
að tillögur nefndarinnar væru þess
eðlis að unnt væri að gefa þær út
sem bráðabirgðalög, ef stjómar-
flokkamir yrðu ásáttir um að efna
til kosninga áður en Alþingi kemur
saman á ný í haust.
fram fyrir hendur byggingamefnd-
arinnar, á lokastigi kirkjubygging-
arinnar, með þeim hætti, að setja
við hlið hennar ráðherraskipaða
nefnd til þess að valdstýra þeim
byggingarþætti sem listskreytingin
væri að dijúgum hluta. Hér gæti
skapast ágreiningur. Stuðningur
við listskreytinguna sjálfa, í formi
ijárveitingar, væri annað og sjálf-
sagt mál.
Guðrún Helgadóttir (Abl.-Rvk.)
sagði samráð hefði verið haft við
viðkomendur og tillagan hefði feng-
ið jákvæða umsögn húsameistara
ríkisins, kirkjulistamefndar og
stjómar listskreytingarsjóðs ríkis-
ins. Hún sagði presta kirkjunnar
sammála henni og ekki vita betur
en byggingamefndin væri það einn-
ig, þó formleg umsögn hafi ekki
borizt.
Ragnhildur Helgadóttir sagði
ekki einsýnt að Alþingi ætti að taka
fram fyrir hendur byggingamefnd-
ar kirkjunnar í ákvörðun og skipu-
lagi listskreytingar, þó stuðningur
þess við málið sé eðlilegur. Hún
taldi hlut þeirra, sem mest hefðu
unnið að byggingu kirkjunnar, lít-
inn í þessari ráðgerðu nefrid. Hvers-
vegna á t.d. kvenfélag kirkjunnar
engan fulltrúa að fá í henni. Hún
lagði til að tillögunni yrði vísað til
ríkisstjómarinnar og henni falið að
marka stefnu um myndarlegan
stuðning við málið. Albert Guð-
mundsson, iðnaðarráðherra, studdi
þá málsmeðferð.
Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokks sjálfstæðismanna, sagði
að hér væri um samkomuiagsmál
að ræða, sem hlotið hafi byr í báðum
þingflokkum stjómarinnar. Hann
hvatti þingmenn til að fella vísun
málsins til ríkisstjómarinnar og
samþykkja tillöguna, eins og sam-
komulag hafi orðið um hana milli
flutningsmanna, meirihluta við-
komandi þingnefndar og þing-
flokka.
Eftir snörp orðaskipti, sem hér
verða ekki rakin frekar, var vísun
málsins til ríkisstjómarinnar felld
með 37:6 atkvæðum, en tillögu-
greinin samþykkt með 35:0 atkvæð-
um.