Morgunblaðið - 26.04.1986, Side 34

Morgunblaðið - 26.04.1986, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. APRÍL1986 I atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna I__________________________________________________________________- ~ Óskum eftir að ráða rafvirkja sem fyrst í fjölþætt störf. Voltihf., Vatnagörðum 10, símar 685855 og 616458 eftir vinnutíma. Bifvélavirkjar Óskum að ráða bifvélavirkja til starfa á bif- reiðaverkstæði. Upplýsingar í síma 97-7602. Síldarvinnslan hf., Neskaupstað. Trésmiðir Trésmiðir óskast í mótauppslátt. Upplýsingar í síma 666463. Auglýsing Óskað er eftir starfskrafti í fullt starf í mötu- neytið Arnarhvoli. Umsóknum sé skilað til fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli fyrir 30. apríl 1986. Fjármálaráðuneytið. Vanur verslunarstjóri óskar eftir starfi sem fyrst. Upplýsingar í síma 52729. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 2318 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033. Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 93-6616 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 83033. íW| BÆJARSJÓÐUR ÍSAFJARÐAR VgF Fóstrur Starfsfólk vantar í eftirfarandi stöður: Dagvistarfulltrúi, um er að ræða 50% stöðu. Fóstrumenntun áskilin. Forstöðumaður leikskóla í Hnífsdal, staðan er laus frá 15. júlí. Fóstrumenntun áskilin. Einnig óskast fóstrur til starfa í dagheimili og leikskólum. Upplýsingar um störfin veitir félagsmálastjóri í síma 94-3722 eða forstöðumenn í símum 94-3685 og 94-3565. Félagsmálastjórinn ísafirði. Atvinna óskast Maður vanur erlendum viðskiptum, áætlana- gerð og bókhaldi óskar eftir hlutastarfi. Tilboð sendist augldeild Mbl. merkt: „Hagur — 053“ fyrir nk. þriðjudag. Heimilisaðstoð —íbúð Hvaða afi og amma vilja aðstoða útivinnandi hjón með 3 börn, 8, 7 og 1 1/2árs við barna- gæslu og hússtörf gegn stórri 4ra-5 herb. séríbúð í Þingholtunum. Svar sendist augl- deild Mbl. merkt: „Hjartahlýja — 3381 “. Sjúkraþjálfari óskast til starfa í Bolungarvík. Uppl. um ágæt kjör veitir Pétur Pétursson héraðslæknir í síma 94-7287 og 94-7387. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins óskar að ráða í eftirtaldar stöður: 1. Útibússtjóra á Neskaupstað. Háskólapróf í efnaverkfræði, efnafræði, matvælafræði eða líffræði áskilin. 2. Rannsóknamann í útibú stofnunarinnar á Akureyri. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í áðurnefndum greinum eða reynslu af rannsóknastörfum. Upplýsingar eru veittar í stofnuninni á Skúla- götu 4 eða í síma 20240. raðauglýsingar — raðauglýsingar —- raðauglýsingar Seltirningar Athygli er vakin á að sunnudaginn 27. apríl kl. 14.00 verður í Seltjarnarneskirkju kynning- arguðsþjónusta séra Solveigar Láru Guð- mundsdóttur umsækjanda um prestsemb- ætti í Seltjarnarnesprestakalli. Útvarpað verðurá FM-bylgju, 98,7 MHz. Sóknarnefnd Seltjarnarness. Skattskrá Norðurlands- umdæmis vestra 1985 Samkvæmt 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 verða skattskrár i Norðurlandsumdæmi vestra ásamt launaskattsskrám fyrir gjaldár- ið 1985 lagðar fram til sýnis dagana 29. apríl til 12. maí 1986. Skattskrárnar liggja frammi á eftirtöldum stöðum í umdæminu: Á skattstofunni Siglufirði. Á bæjarskrifstofunum Sauðárkróki. í öðrum sveitarfélögum í umdæminu, hjá umboðsmönnum skattstjóra. Á sömu stöðum og tíma liggja frammi til sýnis sölugjaldsskrár fyrir árið 1984 skv. 27. gr. laga nr. 10/1960 um söluskatt, sbr. 6. gr. laga nr. 33/1982. Siglufirði 25. april 1986. Skattstjóri í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Tilkynning frá félags- málaráðuneytinu í 4. tölulið leiðbeininga um undirbúning og framkvæmd sveitarstjórnakosninga 1986, sem ráðuneytið birti í fjölmiðlum og dagsett- ar eru 26. mars 1986 hefur orðið misritun sem leiðréttist hér með. Framboðsfrestur í sveitarfélögum þar sem sveitarstjórnakosningar fara fram 31. maí 1986 rennur út 6. maí 1986 og í sveitarfélögum þar sem kosningar fara fram 14. júní 1986 rennur framboðsfrestur út 20. maí 1986. Félagsmálaráðuneytið, 23. apríl 1986. Lögtaksúrskurður Að kröfu innheimtu ríkissjóðs í Hafnarfirði, Garðakaupstað, Seltjarnarnesi og Kjósar- sýslu, úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram fyrir gjaldföllnum, en ógreiddum söluskatti 1986 svo og viðbótar- og auka- álagningu söluskatts vegna fyrri tímabila. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöld- um ásamt dráttarvöxtum og kostnaði geta farið fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Hafnarfirði, 23. apríl 1986, Bæjarfógetinn í Hafnarfiröi, Garðakaupstaö og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Útgerðarmenn humarbáta Skipstjóri vanur humarveiðum óskar eftir bát í sumar. Tilboð óskast send augld. Mbl. fyrir 10. maí merkt: „Humar — 86“. Útvegsmenn - Skipstjórar Höfum fyrirliggjandi takmarkaðar birgðir af úrvals japönskum þorskanetum 7“, eingirni og fjölgirni, garn 12, týpt 32 og 36. Einnig fyrirliggjandi japönsk grásleppunet. Tryggið ykkur net á eldra verði. Sandfellhf., Strandgötu, Akureyri, sími 96-26120. Skipasala Hraunhamars Til sölu 11 tonna súðbyrtur bátur, 10 tonna, 5,7 tonna og 4,5 tonna plastbátar. Vantar 20-30 tonna og 60-120 tonna báta fyrir góða kaupendur. Kvöld- og helgarsími 51119. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 42, Hafnarfirði, sími 54511.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.