Morgunblaðið - 26.04.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 26.04.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1986 37 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Traust fólk Samband tveggja Nauta (20. apríl—20. maí). Hér á eftir verður fjallað um hið dæmigerða Naut. Þar sem allir eru samsettir úr nokkrum stjömumerkjum verðum við að hafa í huga að það sem fer hér á eftir á fyrst og fremst við um hið dæmigerða Naut, en síður um vin þinn sem auk Nautsins hefur Tunglið í Hrútsmerkinu. Þó ættir þú að sjá vin þinn í eftirfarandi, þó Hrúturinn setji strik í reikning- inn. Varkár Nautið er varkárt í ást og vináttu. Ástæðan fyrir því er sú að það er íhaldssamt og vill öryggi og varanleika. Eftir að hafa fallið einu sinni fyrir heill- andi Tvíbura, sem síðan var rokinn í burtu, ætlar Nautið ekki að láta plata sig aftur. Áfallið var þungt, enda er í Nautinu þung alda. Það er lengi að verða ástfangið og lengi að tapa þeirri ást sem einu sinni kviknar. Tvö Naut verða því að hnusa vel hvort af öðru, fara oft út að borða og ræða mikið saman áður en þau geta verið viss í sinni sök. Nautnamenn Við skulum varast að festast í þeirri hugmynd að Nautið sé íhaldssamur skírlífismaður. Að vísu sækist það eftir öryggi og varanleika en það eðli birtist oftast nær ekki fyrr en Nautið tekur að eldast. Ungt fólk í Nautsmerkinu vill njóta lífsins og kynnast margbreytileika þess eins og aðrir. Nautið er jarðbundið merki og leggur því töluverða áherslu á hið lík- amlega. Mörg Naut eiga það til að eltast við það að fiill- nægja líkamlegum þörfum. Borða og drekka mikið og lifa hressu ástarlífí. Þar sem Naut- ið vill hafa fætuma fasta á jörðinni og sín mál í ömggri höfii, leggjast þau hins vegar sjaldan út í hreinræktað sukk. Nautið vill njóta lífsins og kann vel að meta þau gæði sem lífið býður upp á, en það er einnig opið fyrir hinum heilbrigðari og einfaldari nautnum. Fallegt heimili f sambandi tveggja Nauta kemur heimilið til með að skipta miklu máli. Þau vilja bæði eiga fallegt og traust heimili, þægpleg húsgögn og mikið af blómum. Þau hafa gaman af því að bjóða vinafólki í mat, að hlusta á tónlist og sækja leikhús. Útivera og ferðalög um sveitir landsins em einnig meðal áhugamála þeirra. Þrjóska Þegar tvö Naut em annars vegar mætist líkt eðli þeirra, bæði sól og skuggi. Sólarhlið Nautsins er sú að það er þolin- mótt, rólegt og friðsamt. Það er því þægilegt í umgengni og hefur að mörgu leyti notalegan persónuleika. Staðfesta þess hefur hins vegar sínar skugga- hliðar. Nautið á það til að bíta í sig ákveðnar skoðanir og viðhorf og eiga erfitt með að slá af. Það er í einu orði þijóskt. Þegar tveir slikir em um hituna er auðvelt að siá hver útkoman getur orðið. Onnur hætta er einnig fyrir hendi. Hún er sú að Nautið er frekar þungt og statt. Samband tveggja Nauta getur því skort léttleika. Hætt er við að þau mosagrói á sama blettinum og að sjóndeildar- hringur þeirra verði þröngur. Ef önnur merki sem em léttari og sveigjanlegri em til staðar í kortum þeirra þurfa þessir neikvæðu möguleikar ekki að vera til staðar. íi r rCET' idrl' II 1 X-9 KA/SA'S/C/ O&'BSTil/)* DYRAGLENS AD FÆ-íZdl £N 5% ÁF þ'ATTTAKENP-' UM i N'VlEöRJ KÖNNUN A/ISSU PAB> HELSfA UM FROSKA? ÍP I [fMV VASSliÉg EKKI 5UONAEK PA9'. PE6AR KCmiÐEP AÐ FROSK- UM, \JB|T EN6/NN netitt/ LJÓSKA tR-UB YJNEI, BAíZA ’ Ivip Noru/M L.NEMA HONEKÍ I*OG HÓN ER SVERARI ) PlÐ •‘-J w,I SÖMU FATA-\ pyBSN^W A I Á ÖÐRUM b--------------------- svstur?^vimkonu,? TOMMI OG JENNI V/O HOFOM YHVAÐAÁ LEysr VANPA 4/ V//MO/1 /O/ D/J8 ?T!!!!!!!!!!!!!!!!!i!!i!i!!!!!!!!!!í!!!!! FERDINAND w w SMAFOLK P LIKE TO VOLUNTEEK TO PLAY TUE PART 0F MARY IN OUR CHRISTMAS PLAY... HOU WHAT ? ÍZ-/Q UÍÖRE GLA5SESÍ! Já, fröken, ég vil bjóðast til að fara með hlutverk Mariu í jólaleiknum okk- ar... Þú hvað? Það er rétt, hún bað mig María gekk aldrei með um það í gær. gleraugu!! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bridshöfundurinn Victor Mollo spilaði út spaðakóng gegn fimm hjörtum suðurs, Irving Rose. Spilið kom upp fyrir nokkmm ámm í rúbertubrids í „Sérvitringaklúbbnum“ í Lon- don, og Mollo segir frá því í bók sinni „Bridge Unlimited". Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁG VDG108 ♦ 54 ♦ ÁD765 Vestur ♦ KD10987 ♦ 6 ♦ ÁD10 ♦ G2 Austur ♦ 543 ♦ G98732 ♦ K1098 Suður ♦ 6 VÁK975432 ♦ K6 ♦ 43 Rose opnaði í fyrstu hendi á flómm hjörtum. Mollo' sagði flóra spaða á spil vesturs, en norður barðist í fimm hjörtu, sem vom pössuð út. Mollo spilaði út spaðakóng. Hvemig fór Rose að því að vinna spilið? Mollo getur þess í frásögn sinni að áhorfendur hafi skipst á upplýsandi augnagotum, sem gáfu til kynna að samningurinn væri dauðadæmdur. Og spilari sem var að bíða eftir að komast inn í „partíið" leit lauslega á spilin, en gekk svo í burtu, vonlítill um að rúbertan yrði tekin út í þessu spili. Enda lítur spilið ekki vel út, þar eð bæði laufkóngur og tígulás liggja vitlaust. En það tók Rose ekki nema nokkrar sekúndur að vinna spil- ið. Hann byijaði á því að koma öllum á óvart með því að láta spaðagosann í fyrsta slag! Og þar með var bjöminn nánast unninn. Laufhundur fór niður í spaðaás og síðan vom innkomur blinds á tromp til að fría 11. slaginn á lauf. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opna mótinu í Lugano ( Sviss um daginn kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Viktors Korchnoi, Sviss, sem hafði hvítt og átti leik og Kiril Georgiev, Búlgaríu. 38. Hxf6! (Þessi hrókur er að sjálfsögðu friðhelgur og fram- haldið leiðir í ljós að Korchnoi þarf ekki að óttast svörtu gagn- sóknina.) Del+ 39. Kg2 — De2+, 40. Kg3 - Dxh2+, 41. Kxg4 - Dg2+, 42. RgS - h5+, 43. Kg5! — Dxg3+, 44. Kh6 og svartur gafst upp, því eftir 44 — Dg7+, 45. Kxh5 á svartur enga vöm við hótuninni 46. Hh6+ o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.