Morgunblaðið - 26.04.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1986
45
10'
' ■
,
Búrið á þaki bílsins
Egfer
í ferðalag
með
húsbónda
mínum..
o°
uppá hundinn °9 StÖ,druðu margir við
Anna Dóra Theódórsdóttir
fréttaritari Morgunblaðsins í
Frakklandi sendi okkur eftirfarandi
pistil um illa meðferð á gæludýrum
þar og úrræði sem hugvitsmaður
þar í landi hefur hugsað upp til að
hjálpa dýrunum. „Það eru árlega
þúsundir katta og hunda, auk
annarra gæludýra, í Frakklandi sem
missa heimili sín, þegar Iiða fer að
sumarfríum", skrifar Anna Dóra.
„Fólk tekur að sér gæiudýr að
vetrinum, en þegar sumarfríin nálg-
ast eru dýrin skilin eftir á víða-
vangi, keyrð út í skóg og skilin
eftir húsbónda- og matarlaus. Ein-
staka dýr eru heppin og fínna annan
húsbónda, en mörg eru þau dýr sem
hreinlega veslast upp úr hungri og
vosbúð eða verða undir bílum.
En hvers vegna gerir fólk þetta
e^.r að hafa tekið á sig þá ábyrgð
oð taka dýr inn á heimilið. Jú, það
er stórborgin sem skapar þetta
ástand, a.m.k. að einhverju leyti —
fólk vill ekki trufla nágranna, vini
eða ættingja með því að biðja um
gæslu fyrir dýrin í fjarveru sinni.
Auðvitað eru til stofnanir sem
geyma dýr fyrir fólk, en upphæðin
sem sett er upp fyrir geymsluna
þykir mörgum há. Og þá er gripið
til þess ráðs að skilja dýrin eftir á
víðavangi. Og auðvitað er þetta
einnig gert af fleiri ástæðum.
Dýravemdunarfélögin eru mörg
og vinna mikið starf og gott héma
í Frakklandi en það nægir ekki til
að koma í veg fyrir þessa illu
meðferð á vesalings dýmnum. En
til hvaða ráðs á að grípa til að
stöðva þetta?
Þekktur skúlptúristi að nafni
Francois Melin, sem býr í litlum bæ
Francois Melin situr þarna aft-
aná bil sínum og virðir fyrir sér
ferðafélaga sinn.
rétt fyrir utan París, fékk þá hug-
mynd að smíða lítið einfált hús eða
búr sem hann kom fyrir á þakinu
á bíl sínum. Svo fékk hann hund
að láni og keyrði um allar helstu
breiðgötur Parísarborgar sunnu-
daginn 20. apríl sl. - og að sjálf-
sögðu hafði hann hundinn í búrinu
á þakinu. Þar gat að líta þessa áletr-
un: „Ég fer í ferðalag með húsbónda
mínum . .. hann sagði mér að hann
hefði hringt í sjónvarpsstöðvamar
til að skýra þeim frá hugmynd
sinni, og bætti því við (með krossað-
an litlaputta) að Brigitte Bardot
hefði lofað að vera fyrir utan Notre
Dame kirkjuna málinu til stuðnings,
en auðvitað var honum ekki trúað!“
En ijöldi manns veitti þessari ný-
lundu athygli, margir lásu áletmn-
ina og einstaka gaf sér tíma til að
kjassa hundinn þegar Melin stöðv-
aði bílinn einhvers staðar".
„Plötusnúður ársins 1986“:
„Þarf að hafa góðan
tónlistarsmekk
og láta lögin
falla vel saman“
Fyrir skömmu
lauk diskó-
tekarakeppni fé-
lagsmiðstöðva
sem staðið hefur
fi-á því í janúar.
Var keppt í öllum
sex félagasmið-
stöðvum í Reykja- !t
vík og í Hafnar- HlynurSölvi
fírði um 12 sæti í Jakobsson
undanúrslitum. Þessir 12 keppend-
ur reyndu síðan með sér innbyrðis
og komust hinir fjórir sem hlut-
skarpastir urðu áfram á úrslita-
kvöld diskótekarakeppninnar, sem
fram fór í nýju og glæsilegu diskó-
COSPER
(C)PIB
— Reyndu ekki að skæla þig neitt, vertu bara eðlileg.
teki félagsmiðstöðvarinnar Frosta-
skjóls.
Úrsiitin urðu þau að Hlynur Sölvi
Jakobsson hreppti fyrsta sæti. í
öðm sæti varð Kristján B. Ásgeirs-
son, í þriðja sæti Hörður Guðjóns-
son og í fjórða sæti Gunnar Páll
Jónsson. Dómnefnd var skipuð með
nokkuð sérstökum hætti - þeir
keppendur sem ekki komust áfram
í úrslitakeppnina sýndu skemmti-
legan keppnisanda með því að skipa
dómnefndina. Varð dómnefndin
sammála um niðurstöður sfnar.
Hlynur S. Jakobsson ber því titil-
inn „Plötusnúður ársins 1986“.
Vegleg verðlaun fylgdu þessum
titil: Power, 7-rása diskómixer frá
Japis. Jafnframt hlaut Hlynur veg-
lega plötuúttekt frá Kamabæ eins
og allir þeir sem komust í úrslita-
kepgnina.
„Ég byrjaði í þessum diskóbransa
fyrir einu og hálfu ári og hef verið
að fikta í þessu síðan“, sagði Hlynur
Sölvi í samtali við Mbl. „Ég vinn á
diskótekinu í æskulýðsmiðstöðinni
í Frostaskjóli 2 til 3 kvöld í viku
þannig að maður hefur sæmilega
æfingu".
— Hvað skiptir mestu máli til
að komast langt í þessu starfí?
„Ætli það sé ekki að æfa sig nógu
mikið og reyna að vanda framkom-
una. Maður þarf auðvitað að hafa
góðan tónlistarsmekk og láta lögin
falla vel saman. Einnig skiptir miklu
að stjóma ljósunum rétt og svo öll
umgengni við tækin."
- Hvaða aldursflokkur sækir
diskótekið í Frostaskjóli mest?
Það er mest sótt af krökkum á
aldrínum 13 til 16 ára. Aðsóknin
hefur verið góð í vetur enda er
diskótekið nýtt og búið góðum
tækjum", sagði Hlvnur.
Menntaðu þig í
Bygginga-
og iðnfræði
Kennsla hefst 24. júni 1986. Innritun á sama tima. Hringið og
fáið sendan upplýsingabækling i síma 05-625088 eöa sendiö
úrklippuna til:
Byggteknisk Hejskole
Slotsgade 11-8700 Horsens — Danmark
Vinsamlegast sendiö mér eintak af upplýsingabæklingnum BTH
Nafn:
Heimilisfang:
Póstnúmer: ............ Borg: ...................................
A *♦ f
»Ypsilon
SANNKÖLLUÐ
KRÁARSTEMMNING
Það er óhætt að fullyrða að
fjör verði í kvöld, því að hinir
vinsælu Gosar spila og syngja
til kl. 3:00.
OPIÐ: í hádeginu alla daga kl: 11.30 - 15.
á kvöldin sunnudaga - fimmtudaga kl: 18-01.
og á föstudögum og laugardögum kl: 18 - 03.
Ölver, Glæsibæ, Álfheimum 74 s: 866220