Morgunblaðið - 11.05.1986, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.05.1986, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAl 1986 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Viðey í Kollaf irði: Gjöf til Reykjavíkur Ekki reyndust allir þingmenn glaðir gjafarar Viðey, gjöf rikisins til Reykjavíkurborgar í tilefni 200 ára kaup- staðarafmælis hennar, var deilumál á síðustu starfsdögum Alþingis í vor. Eyjan blasir við augum Reykvíkinga. Þar dvaldist Skúli Magnússon, landfógeti, lengst af, en hann hóf þau umsvif í landnámi Ingólfs um miðbik 18. aldar, sem urðu vísir að myndun kauptúns i Reykjavík, þar sem höfuðborg landsins stendur nú. Á eynni eru merkar minjar, Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja, sem eru á fomleifa- skrá samkvæmt þjóðminjalögum, en hefur ekki verið sýndur sérlegur (viðhalds)sómi í ríkiseign. Viðey í Kollafirði Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, rakti sögu Viðeyjar, er hann mælti fyrir stjómarfrum- varpi, þess efnis, að afhenda Viðey Reykjavíkurborg, með tilteknum skilyrðum og viðhaldskvöðum, í til- efni 200 ára kaupstaðarafmælis höfuðborgarinnar. í máli hans kom m.a. fram, efnislega eftir haft: * Klaustur var stofnað í Viðey árið 1126. Klausturhald var í eynni allt fram til siðaskipta. Viðeyjarklaust- ur var ríkasta klaustur landsins, átti 116 jarðir, auk ítaka, reka og hlunn- inda á fjölmörgum stöðum. * Eyjan var eign kaþólsku kirkjunar fram að siðaskiptum. Þá gengu eignir Viðeyjarklausturs undir Danakonung. * Síðan er hljótt um Viðey um sinn. Hún var nokkurs konar hjáleiga frá Bessastöðum. Þar var þó rekinn fátækrarspítali um sinn, er síðar var fluttur í Gufunes. * Nýtt frægðartímabil eyjarinnar hefst með Skúla Magnússyni, land- fógeta, sem tók þar við búi 1751. Hann lét reisa Viðeyjarstofu, sem sögð var dýrasta hús á Islandi á sinni tíð, og Viðeyjarkirkju, sem fullgerð var 1774. Skúli er grafinn undir altari kirkjunnar. * Ólafur Stepensen, stiftamtmaður, tekur við búí í Viðey að Skúla látn- um. Síðan Magnús Stephensen, Viðey konferensráð og dómstjóri. Hann setur þar niður einu prentsmiðju landsins, sem starfaði þar árin 1819-1844. Magnús kaupir eyna 1817 og galt fyrir 14 þúsund ríkis- dali. Þá komst Viðey í einkaeign. Afkomendur hans eiga hana um langan tíma, en 1903 kaupir faðir Eggerts Briem Viðey. Hann selur hana svonefndu Milljónafélagi 1907. Eggert eignast Viðey síðan á ný en selur hana Engilbert Haf- berg 1936. Stefán Stephensen kaupir síða Viðey 1939 en afhendir ríkinu Viðeyjarkirkju 1961 með þeim skilyrðum, að hún verði sett á fomleifaskrá. Hann selur ríkinu síðar hluta af eynni með Viðeyjar- stofu. * Reykjavíkurborg átti, þegar Al- þingi tók að ræða gjafamál í tilefni kaupstaðarafmælis, bróðurpart Viðeyjar. Afmælisgjöf ríkisins tekur því aðeins til hluta eyjarinnar, sem Viðeyjarstofa og Viðeyjarkirkja standa á, með og ásamt viðhalds- kvöðum. „Hver er sínum gjöfum líkastur“ Ekki vóru allir þingmenn glaðir gjafarar í þessu máli. Það vóru einkum þingmenn stjómarandstöðu sem tíunduðu meinta vankanta málsins. Þannig minnti Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvk.) á tillögu til þingsályktunar sem hann flutti ásamt níu öðrum þingmönnum 1984. Sú tillaga fól það í sér að Viðeyjarstofa yrða færð í uppruna- legt horf, svo að þar mætti stunda veitingarekstur og ráðstefnuhald. Verkinu átti að ljúka fyrir 18. ágúst 1986 á tveggja alda afmæli höfuð- borgarinnar. „Það hefði verið sóma- samleg afmælisgjöf til borgarinnar - við hæfi,“ sagði þingmaðurinn. „Frumvarp ríkisstjómarinnar um að gefa höfuðborginni rústir í afmælisgjöf er hins vegar lágkúra," sagði Jón Baldvin og hnýtti því við, að hver væri sínum gjöfum líkastur. Ragnar Arnalds (Abl.-Nv.) tíndi til þrenns konar aðfinnsluefni. í Beykisófasettin frá VIÐJU eru stílhrein, vönduö og með endingargóðum ullaráklæðum. ;^6°r<3 ** ***«***. AFSIÆTTI HUSGAGNAVERSLUNIN Þar sem góðu kaupin gerast Smiðjevegi 2 Kópavogi simi 44444 HlllllliillíllK Mt r r rr mrrrmwmmmM’ iliiiliiiE c B ' jfcvf" • . «•* JA ^ að samKomuiagi &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910-81266
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.