Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 21. MAÍ1986 Icelandic Freezing Plants í Grimsby: Selt fyrir rúmlega hálfan milljarð í ár Aukningin frá fyrra ári 67% HEILDARSALA Icelandic Freezing Plants Ltd., dótturfyrirtækis SH í Bretlandi, fyrstu fjóra mánuði þessa árs varð 67% meiri en á sama tíma síðasta ár. Salan í apríl varð hins vegar 1% minni en í sama mánuði í fyrra. Sala á óunnum físki dróst saman um 19% í apríl, að mestu vegna skorts á físki að heiman í kjölfar páskanna. Hins vegar hefur sala á óunnum fiski aukizt um 76% fyrstu flóra mánuði áreins, borið saman við sama tíma í fyrra. Sala unninna fískrétta jókst um 37% í apríl og hefur aukizt um 52% það, sem af er árinu, miðað við sama tíma á því síðasta. Á þessu ári hefur óunn- inn fískur verið seldur fyrir um 370 milljónir króna, tæpar 6 milljónir punda og unnin vara fyrir um 182 milljónir króna, tæpar 3 milljónir punda. Heildarsalan þetta tímabil nemur því um 552 milljónum króna, tæpum 9 milljónum punda. Allar framleiðslulínur skila hagn- aði og verða nýjar gerðir framleiddra rétta kynntar á næstunni. Framtíð- arhorfur eru því taldar góðar. Lést á knatt- spyrnuæfingu 22 ÁRA Reykvíkingur lést svip- lega á sunnudagskvöldið eftir að hafa fengið fótbolta í brjóstið. Hann var ásamt fleirum á knatt- spymuæfíngu á Leiknisvellinum við Fellaskóla í Breiðholti og mun hafa tekið boltann á bijóstið eftir frá- spark frá marki. Skömmu síðar hné hann niður. Sjúkrabifreið kom fljótlega á vettvang og flutti mann- inn í slysadeild Borgarspítalans. Dánarorsök er ókunn. Hinn látni hét Þór Ragnarsson, til heimilis að Unufelli 31. Hann var starfsmaður í prentsmiðju Morgunblaðsins. Þór Ragnarsson Unnið við hina nýju vél hjá Hvaleyri hf. í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Emilía Saltinu sprautað í fiskinn í tilraunaskyni Hvaleyri hf.: HVALEYRI hf. vinnur nú að tilraunum á nýrri aðferð við söltun fisks í samvinnu við Sölusamband íslenzkra fiskframieiðenda. Að- ferðin er fólgin í því, að saltinu er sprautað í fiskinn í saltpækli, en salti ekki stráð yfir hann. Aðferð þessi hefur verið notuð við söltun á fiski til reykingar. Sigurður Bogason, matvæla- fræðingur hjá SIF, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Sölusamband- ið væri hlynnt tilraunum sem þess- um og tæki því þátt í þessu með rannsóknum á fískinum og saman- burði við físk, sem saltaður væri með hefðbundnum hætti. Tilraunin væri í raun stutt komin, en hún lofaði góðu. Þetta væri tandurverk- aður fískur, en ekki væri enn farið að huga að mörkuðum. Jón Friðjónsson, framkvæmda- stjóri Hvaleyrar, sagði að vél til þessa hefði verið fengin frá Dan- mörku og þetta væri allt á byijunar- stigi. Með þessu mætti minnka rýrnun í söltun og auðvelda vinnsl- una eitthvað. Að öðru leyti vildi Jón ekki tjá sig frekar um þessa tilraun. Morgunblaðið/RAX. Fegurðardrottning íslands 1986: Tvítug stúlka úr Hafnarfirði vinsælust í hópnum og ljósmyndafyrirsæta ársins MARGRÉT Svava Jörgens, tvítug stúlka úr Hafnarfirði, var valin Ijósmyndafyrirsæta ársins 1986 af blaðaljósmyndurum í fyrra- kvöld. Hún var jafnframt valin vinsælasta stúlkan i hópi þeirra tíu, sem taka þátt í úrslitakeppninni um titilinn Fegurðardrottning íslands 1986. Að því vali stóðu hinar stúlk- umar níu. Sjálf úrslitakeppnin fer fram í veitingahúsinu Broadway á föstudagskvöldið. Þá verða vald- ar Fegurðardrottning Reykjavík- ur ’86 og Fegurðardrottning ís- lands ’86 og flutt verður fjölbreytt skemmtidagskrá. Stúlkumar tíu komu fram á kynningarkvöldi í Broadway á mánudagskvöldið og voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Á stærri myndinni eru frá vinstri: Rut Róbertsdóttir Reykjavík, Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir Keflavík, Dagný Davíðsdóttir Mosfellssveit, Margrét S. Jörgens Hafnarfírði, Gígja Birgisdóttir Akureyri, Eva Georgsdóttir Reykjavík, Hjördís Kjartansdóttir Reykjavík, Margrét Guðmunds- dóttir Reykjavík, Hlín Hólm Keflavík og Þóra Þrastardóttir Reykjavík. Á minni myndinni samfagna keppinautar Margrétar Jörgens henni þegar hún hefur verið lýst handhafí beggja titlanna á kynn- ingarkvöldinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.