Morgunblaðið - 21.05.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 21. MAÍ1986
Icelandic Freezing Plants í Grimsby:
Selt fyrir rúmlega
hálfan milljarð í ár
Aukningin frá fyrra ári 67%
HEILDARSALA Icelandic Freezing Plants Ltd., dótturfyrirtækis SH
í Bretlandi, fyrstu fjóra mánuði þessa árs varð 67% meiri en á sama
tíma síðasta ár. Salan í apríl varð hins vegar 1% minni en í sama
mánuði í fyrra.
Sala á óunnum físki dróst saman
um 19% í apríl, að mestu vegna
skorts á físki að heiman í kjölfar
páskanna. Hins vegar hefur sala á
óunnum fiski aukizt um 76% fyrstu
flóra mánuði áreins, borið saman við
sama tíma í fyrra. Sala unninna
fískrétta jókst um 37% í apríl og
hefur aukizt um 52% það, sem af
er árinu, miðað við sama tíma á
því síðasta. Á þessu ári hefur óunn-
inn fískur verið seldur fyrir um 370
milljónir króna, tæpar 6 milljónir
punda og unnin vara fyrir um 182
milljónir króna, tæpar 3 milljónir
punda. Heildarsalan þetta tímabil
nemur því um 552 milljónum króna,
tæpum 9 milljónum punda.
Allar framleiðslulínur skila hagn-
aði og verða nýjar gerðir framleiddra
rétta kynntar á næstunni. Framtíð-
arhorfur eru því taldar góðar.
Lést á knatt-
spyrnuæfingu
22 ÁRA Reykvíkingur lést svip-
lega á sunnudagskvöldið eftir að
hafa fengið fótbolta í brjóstið.
Hann var ásamt fleirum á knatt-
spymuæfíngu á Leiknisvellinum við
Fellaskóla í Breiðholti og mun hafa
tekið boltann á bijóstið eftir frá-
spark frá marki. Skömmu síðar
hné hann niður. Sjúkrabifreið kom
fljótlega á vettvang og flutti mann-
inn í slysadeild Borgarspítalans.
Dánarorsök er ókunn.
Hinn látni hét Þór Ragnarsson,
til heimilis að Unufelli 31. Hann
var starfsmaður í prentsmiðju
Morgunblaðsins.
Þór Ragnarsson
Unnið við hina nýju vél hjá Hvaleyri hf. í Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Emilía
Saltinu sprautað í
fiskinn í tilraunaskyni
Hvaleyri hf.:
HVALEYRI hf. vinnur nú að tilraunum á nýrri aðferð við söltun
fisks í samvinnu við Sölusamband íslenzkra fiskframieiðenda. Að-
ferðin er fólgin í því, að saltinu er sprautað í fiskinn í saltpækli,
en salti ekki stráð yfir hann. Aðferð þessi hefur verið notuð við
söltun á fiski til reykingar.
Sigurður Bogason, matvæla-
fræðingur hjá SIF, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að Sölusamband-
ið væri hlynnt tilraunum sem þess-
um og tæki því þátt í þessu með
rannsóknum á fískinum og saman-
burði við físk, sem saltaður væri
með hefðbundnum hætti. Tilraunin
væri í raun stutt komin, en hún
lofaði góðu. Þetta væri tandurverk-
aður fískur, en ekki væri enn farið
að huga að mörkuðum.
Jón Friðjónsson, framkvæmda-
stjóri Hvaleyrar, sagði að vél til
þessa hefði verið fengin frá Dan-
mörku og þetta væri allt á byijunar-
stigi. Með þessu mætti minnka
rýrnun í söltun og auðvelda vinnsl-
una eitthvað. Að öðru leyti vildi Jón
ekki tjá sig frekar um þessa tilraun.
Morgunblaðið/RAX.
Fegurðardrottning íslands 1986:
Tvítug stúlka úr Hafnarfirði vinsælust
í hópnum og ljósmyndafyrirsæta ársins
MARGRÉT Svava Jörgens, tvítug stúlka úr Hafnarfirði, var valin
Ijósmyndafyrirsæta ársins 1986 af blaðaljósmyndurum í fyrra-
kvöld. Hún var jafnframt valin vinsælasta stúlkan i hópi þeirra
tíu, sem taka þátt í úrslitakeppninni um titilinn Fegurðardrottning
íslands 1986.
Að því vali stóðu hinar stúlk-
umar níu. Sjálf úrslitakeppnin fer
fram í veitingahúsinu Broadway
á föstudagskvöldið. Þá verða vald-
ar Fegurðardrottning Reykjavík-
ur ’86 og Fegurðardrottning ís-
lands ’86 og flutt verður fjölbreytt
skemmtidagskrá.
Stúlkumar tíu komu fram á
kynningarkvöldi í Broadway á
mánudagskvöldið og voru þessar
myndir teknar við það tækifæri.
Á stærri myndinni eru frá vinstri:
Rut Róbertsdóttir Reykjavík,
Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir
Keflavík, Dagný Davíðsdóttir
Mosfellssveit, Margrét S. Jörgens
Hafnarfírði, Gígja Birgisdóttir
Akureyri, Eva Georgsdóttir
Reykjavík, Hjördís Kjartansdóttir
Reykjavík, Margrét Guðmunds-
dóttir Reykjavík, Hlín Hólm
Keflavík og Þóra Þrastardóttir
Reykjavík.
Á minni myndinni samfagna
keppinautar Margrétar Jörgens
henni þegar hún hefur verið lýst
handhafí beggja titlanna á kynn-
ingarkvöldinu.